Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 45 EINU sinni, á mínumyngri árum, var ég for-maður þjóðhátíðar-nefndar. Skipulagði hefðbundna dagskrá og fékk meira að segja að ávarpa hátíðargesti, kornungur maðurinn. Vitnaði í þjóðskáldin, talaði um ætt- jarðarástina og höfðaði til þjóðrembings. Gekk um með forsetann, sem þá var Ásgeir Ásgeirs- son, og í rauninni er mér lítið minnisstætt frá þessum tímum, nema þegar ég naut þess vafa- sama heiðurs að sitja með Ásgeiri í kuldanepju og slagveðri í stúkunni við Laugardalslaugina og hlýða á leikgerð um þá Fjölnismenn. Við sátum þarna tveir, ég og forsetinn, en aðrir Íslendingar létu sér fátt um finnast. Skítakuldinn bar ættjarðarástina ofurliði. Stundum hafa komið þjóðhátíðardagar, þegar veðrið hefur leikið við okkur og þjóðin hefur fjölmennt á útisamkomur. En alla jafna og smátt og smátt hefur dregið úr þátttök- unni, hrifningunni og vakningunni, sem lýð- veldisstofnuninni fylgdi og fólk kýs í auknum mæli að halda sína þjóðhátíð sem lengst frá þjóðinni. Vill frekar dunda sér í sumarbú- staðnum. Eða grilla í garðinum. Eða leigja sér spólu. „Mér leiðast skrúðgöngur,“ segir fólk og sest upp í bílinn. Ekki er þessi þróun eftirsóknarverð, enda lítið þjóðlegt eða þjóðernislegt að rúnta um í einkabíl sautjánda júní en hver er þá til að segja Íslendingum fyrir verkum í þeim efnum og til hvers? Allt hefur sinn tíma og þótt ástæðulaust sé að efast um að fólkinu sem býr í þessu landi, sé hlýtt til ættjarðar og átthaga og kunni að meta lýðveldisstofnunina og sé þakklátt þeim sem börðust fyrir fullveldi og sjálf- stæði, þá eru runnir upp þeir tímar, að fólk lítur á lýðveldið sem sjálfsagðan hlut og sér kannski til- vist þjóðarinnar og annarra þjóða í nýju ljósi. Í alþjóðlegu ljósi. Og það er út af fyrir sig þróun, sem er já- kvæð á sinn hátt. Þjóðernisrembingur, þjóð- ernisstefnur af hverskyns tagi, eru sprottnar af einangrun, fáfræði og átökum um hagsmuni og yfirráð. Landamærin voru víggirt, fjar- skiptin í formi bréfadúfna, herir þjóðanna stóðu gráir fyrir járnum og sauðsvartur al- múginn stóð gapandi undir þjóðremburæðun- um og ungir menn gengu glaðir til móts við dauðann í nafni kóngsins og föðurlandsins. Hér heima hefði sennilega enginn lagtþað á sig að deyja fyrir danskan kóngen í staðinn dóu menn úr hor og harð- indum gegnum aldirnar og þraukuðu hafísa, eldgos og móðurharðindi af einskærri föður- landsást. Sá hernaður var sosum ekki háður með byssustingjum, en það má líkja ættjarð- arljóðunum við vopnabúnað og þjóðskáldun- um við herforingja, því stundum hefur maður það á tilfinningunni að þjóðin hafi ekki lifað á öðru en lofsöngvum og ljóðagerð. Og barist til sjálfsbjargar í krafti þeirra. Með vísan til þeirrar fátæktar, híbýla og hungurlúsar sem Íslendingum var skömmtuð af móður náttúru, var harla lítið til að gleðjast yfir eða vera stolt- ur af eða telja eftirsóknarvert við það land, sem blessað fólkið hafði fæðst í. Ísland var með öðrum orðum bæði kalt og kalið og kotbú- skapurinn eftir því. Í raun og veru má rekja það til þessarar ein- angrunar og vesaldóms, að þjóðin hélt velli, enda má sjá það af vesturförunum fyrir rúm- um hundrað árum, að það munaði ekki miklu að hér yrði landauðn. Einangrunin og ættjarð- arástin, þessi óútskýranlega ramma taug, sem togaði jafnvel suma aftur til baka og til eru sagnir af gömlum landnemum vestra, sem aldrei gátu fyrirgefið sjálfum sér, svikin við gamla landið, og dóu í tárvotum söknuði, ára- tugum eftir að þeir fluttu. Og það var þessi sama ættjarðarást sem fékk stúdentana í Kaupinhöfn til að yrkja ást- aróða til fósturjarðarinnar: Ísland ögrum skorið, ég vil efla þig. Og allir komu þeir aftur, heim á Frón, til að gerast útkjálkaprestar eða sýslumenn í afdölum og höfðu þó kynnst þeirri menningu og mannlífi, sem þekktist ekki hér á landi, frekar en kartöflur eða klósett. Já, þetta var þjóðin og lífið og landið semsameinaði okkur. Í fátæktinni, í ein-angruninni, í þeirri óbifanlegu trú, að Ís- land væri sérstakt gósenland, öðrum löndum fegurra og þjóðin eftir því. Þannig varð hún til, þjóðremban, og vissulega átti hún sinn stóra þátt í fullveldisdraumunum sem rættust með lýðveldisstofnuninni. Hún var aflið, sem rak okkur áfram, alveg eins og þjóðrembingur og þjóðernisstefnur allra tíma og allra landa, hafa alið á fordómum og fyrirlitningu einnar þjóðar í garð annarrar. Mannkynssagan er blóði drifin frásögn af þeim atburðum og átökum. Því fer fjarri að þessi hroki sé útdauður. Enn erum við að líta niður á þjóðir og ein- staklinga af öðrum litarhætti og enn erum við að senda þeim tóninn, sem eru okkur „óæðri“. „How do you like Iceland?“ spyrj- um við full sjálfstrausts og ætlumst til að útlendingurinn lofsyngi okkur fyrir fegurð, dugnað og undursamlegt landslag. Við höldum með Stoke (af því nokkrir Íslend- ingar ætla að reyna að græða á því) og við fussum og sveium yfir skilningsleysi ann- arra þjóða, sem ekki gefa okkur stig í evr- ópsku söngvakeppninni. Stjórnmálaforyst- an á Íslandi er á móti því að við ræðum um aðild að Evrópubandalaginu (af því að við þurfum ekki á því að halda) og eins og mað- urinn sagði: af hverju ætti ég að tala þýsku við Þjóðverja, ef hann getur ekki talað ís- lensku við Íslending? Ég hygg að þetta séu undantekning-arnar, leifar liðinna tíma, dauða-teygjur þjóðrembingsins. Við er- um á hraðri ferð inn í alþjóðlegt umhverfi, hluti af stórri heild, föst í Netinu. Við eigum tilveru okkur undir því að eyða landamær- um fordómanna, eyða minnimáttarkennd- inni, eyða einangruninni og vera sjálfstæð með því að hafa sjálfstraust til að takast á við þennan nýja og spennandi heim. Þannig verður arfur Fjölnismanna best varðveittur. Og þjóðhátíðin sautjánda júní. Í hvaða veðri sem er. Þjóðrembing- urinn Við eigum tilveru okkur undir því að eyða landa- mærum fordómanna, eyða minnimáttarkenndinni, eyða einangruninni og vera sjálfstæð með því að hafa sjálfstraust til að takast á við þennan nýja og spennandi heim, skrifar Ellert B. Schram. Þannig verður arfur Fjölnismanna best varðveittur. HUGSAÐ UPPHÁTT Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 1.500. Hringdu og pantaði tíma. Síminn er 533 2309. Lágmúla Snyrtiklefi - fyrir útlitið LOS Angeles Lakers unnu banda- ríska NBA-meistaratitilinn í körfu- knattleik annað árið í röð, þegar liðið vann Philadelphia 76ers, 108:96, í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvíginu og einvígið 4:1. Shaquille O’Neal var allt í öllu hjá Lakers, skoraði 29 stig, tók 13 frá- köst og varði fimm skot. Lakers unnu 15 leiki í úrslitakeppni NBA en töpuðu aðeins einum og er þetta bandarískt met. O’Neal var í gær valinn besti leik- maður úrslitakeppninnar, annað ár- ið í röð og er hann þriðji leikmað- urinn sem hlýtur þennan heiður. Áður hafa Michael Jordan og Hak- eem Olajuwon verið valdir bestu leikmenn úrslitakeppninnar tvö ár í röð. Kobe Bryant skoraði 26 stig, tók 12 fráköst og átti 6 stoðsendingar og Derek Fisher skoraði sex þriggja stiga körfur fyrir Lakers. Allen Iverson var bestur í liði Philadelphia en hann skoraði 37 stig. L.A. Lakers NBA-meistarar Körfuknattleikur í Bandaríkjunum AP Leikmaður Los Angeles Lakers, Shaquille O’Neal, heldur hér á loft verðlaunagripum þeim sem félagið og hann unnu til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.