Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 17.06.2001, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 MÁNUDAGINN 7. maí voru forystu- menn aldraðra og öryrkja boðaðir á fundi nokkurra ráðherra, til að hlýða á „erkibiskups boðskap“. Tilefni þessarar boðunar, var að skýra þess- um forystumönn- um niðurstöður stjórnskipaðrar nefndar, sem átti að endurskoða al- mannatrygginga- kerfið ofl. Með vísan til þess veganestis sem nefndin hafði frá stjórnvöldum hafa mínir menn trúlega ekki búist við að þeim yrðu færð stór fyrirheit á silf- urfati, enda reyndist það svo að um krækiber í krús var að ræða. Einhver orðaði það svo að um plástur á fá- tækra framfærslu væri að ræða. En forsætisráðherra var mjög hróðugur yfir örlæti sínu og gat þess að þrátt fyrir að stjórninni hefði verið bent á að hyggilegt væri að draga úr útgjöld- um ríkisins vegna verðbólguhættu. Þá vildu þeir fórna þessari upphæð í von um að drægi úr óánægjuröddum aldraðra. En hafi þessir nöldrarar (þ.e. aldraðir) orðið til þess að opna augu og eyru forsætisráðherra, þó ekki væri nema til hálfs, um að teikn væru á lofti um verðbólgu, þá hefur nöldrið ekki verið til einskis. Fram til þessa hefur hann neitað öllum hættu- merkjum á verðbólgu og segist halda ró sinni. Hitt er svo annað mál að aldraðir og öryrkjar eru svona afger- andi afgangsstærð í kerfinu að þeir séu í forgangsröð í niðurskurði ef rík- iskassinn þarf að spara. Nú liggur það fyrir að í ýtarlegri sundurliðun frá ríkisskattstjóra eru hin löggiltu gam- almenni að greiða yfir 7 milljarða kr. í opinber gjöld auk 25% fasteigna- og fjármagnstekjuskatts svo varla verð- ur sagt með sanni að þetta séu ómag- ar eða ölmusufólk á þjóðinni, og því krefjumst við réttlætis og að við njót- um sömu réttinda og aðrir þjóðfélags- þegnar. Já, mér datt það svona í hug að mikið væri nú þjóðin heppin að eiga svona gætna fjárgæslumenn sem gæta ríkiskassans, eins og núverandi ríkisstjórn gerir þar sem ýtrustu gætni og sparnaðar er gætt, á öllum sviðum og ígrundaðar. Mætti þar nefna það nýjasta í umræðunni, s.s. skrifstofur alþingismanna, húsaleiga fyrir nokkrar ríkisstofnanir og risnu- og ferðakostnaður sjálfra stjórnvald- anna. Hvað er það milli vina þótt þessi örfá dæmi sem hér eru nefnd, hafi farið nokkur hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun, fyrir utan hið ónefnda, þá er það að sjálfsögðu hrein smámunasemi ríkisendurskoðunar að vera að agnúast út í þetta smáræði. En ef horfur eru á tómahljóði í rík- iskassanum þá er það auðveldast að herða örlítið sultarólina hjá nöldurs- liðinu. Í „eldhúsdagsumræðunum“ 16. maí sl. tíundaði margur ræðumaður- inn stefnu síns flokks og afrekaskrá. Ég hrökk örlítið í kút og sperrti eyrun þegar þeir félagar utanríkis- og land- búnaðarráðherra tjáðu afrek síns flokks og þar í voru þessar perlur að hann (þ.e. flokkurinn) hefði staðið fyr- ir stórbættum kjörum aldraðra og fólk væri haft í fyrirrúmi. Satt að segja hélt ég að þessi plata væri spil- uð bara rétt fyrir kosningar. Hún er því miður dálítið á skjön við stað- reyndir að öðru leyti en því að sumt fók er í fyrirrúmi. En við þessar yf- irlýsingar ráðherranna datt mér í hug setningin úr Íslandsklukkunni eftir Laxness, þar sem hann lætur blindan mann, sem sat á sakamannabekk. segja, er hann var spurður hver sök hans væri og svarið var: „Sök okkar er að vera ekki menn, en vera samt taldir það.“ Og nú spyr ég ykkur ágætu landsfeður, er það skoðun ykk- ar og afstaða að aldraðir og öryrkjar eigi ekki að njóta almennra mannrétt- inda og laga sem gilda í landinu, nema aðeins á kjördegi? GUÐMUNDUR JÓHANNSSON Þrastarhólum 10, Reykjavík Ómagar eða ölmusufólk? Frá Guðmundi Jóhannssyni: Guðmundur Jóhannsson VERKFALLI sjómanna lauk með hefðbundnum hætti. Lög voru sett á verkfall sjómanna. Fólk spyr: Hvernig má það vera, að útvegs- mönnum og sjó- mönnum takist ekki að semja, sem og öðrum stéttum? Því er til að svara, að aðal- ástæðan sé sú, að umhverfið er engu öðru líkt. Hér á ég við stjórn fiskveiða. Allt frá þeim tíma, sem framsal veiðiheimilda var leyft, hefur ekki tekist að ná sáttum, vegna þess að útgerðarmenn hafa gert allt til þess, að koma því til leiðar að sjó- menn greiði fyrir kvótann. Á meðan sú staða er uppi er eðli- legt, að sjómenn krefjist þess, að all- ur fiskur fari á markað, til að fyr- irbyggja það, að útgerðarmenn sjái sér einhverja leið, að koma kostnaði við kvótakaup á launaseðil sjómanna. Það merkilegasta við deilu sjó- manna og útgerðarmanna er, að ákvæði það, sem tekist er á um, er í samningunum og hefur verið þar til fjölda ára, undirritað af útgerðar- mönnum. Þetta ákvæði er svohljóð- andi: ,,Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gangverð fyrir fiskinn.“ Þetta segir allt sem segja þarf. En gallinn á gjöf njarðar er, að útgerð- armenn fást ekki til að hlíta þessu ákvæði. Því brjóta þeir bæði lög og samninga. Vegna brota þeirra hafa sjómenn verið hlunnfarnir um ekki milljónir, heldur milljarða í gegnum árin. Nýfallinn er dómur í máli, þar sem dæmt var eftir fyrrgreindu ákvæði, og voru dómsorð hans sjómanninum í vil. Það er því ljóst, að sjómenn þurfa ekki að fara í verkfall vegna þessa, heldur sækja rétt sinn hjá dómstólum. Það má vera öllum ljóst, að umburðarlyndi sjómanna gagn- vart útgerðarmönnum í gegnum árin er mikið. Þeir rétta sáttahönd hvað eftir annað, en ávallt er slegið á hana. Skipt í fjöru Á árum áður var sá háttur hafður á, að aflanum var skipt í fjöru, þannig að sjómenn fengu sinn feng í formi fisks. Það mætti taka þann hátt upp aftur nú. Sjómenn gætu þá selt sinn hlut á mörkuðum, en útgerðarmönn- um yrði frjálst að höndla með sinn feng, án afskipta sjómanna. INGVI R. EINARSSON, skipstjóri. Skipt í fjöru Frá Ingva R. Einarssyni: Ingvi R. Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.