Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 53

Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 53 DAGBÓK Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þrem- ur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Dreifing: S. Gunnbjörnsson, s: 5656317 Þýskar förðunarvörur Klapparstíg 27, sími 552 2522. fyrir sumarið Barnalæknir Hef opnað lækningastofu í Domus Medica, Egilsgötu 3, 101 Reykjavík. Tekið er við tímapöntunum í síma 563 1072 alla virka daga frá kl. 9-17. Verð áfram vikulega á lækningastofu á Selfossi (sími 842 3600). Geir Friðgeirsson. Sérgrein: Barnalækningar. Laura Ashley Eigum yfir 80 gerðir af veggfóðri 10% afsláttur 18.-23. júní Bæjarlind 14-16, sími 551 6646, Hafnarstræti 91, Akureyri, sími 462 6640 Í DAG hefst á Tenerife 45. Evrópumótið í brids. Ísland sendir lið til þátttöku í opna flokknum og er það skipað Jóni Baldurssyni, Karli Sig- urhjartarsyni, Þorláki Jóns- syni, Matthíasi Þorvalds- syni, Þresti Ingimarssyni, Magnúsi E. Magnússyni en fyrirliði er Guðmundur P. Arnarson. 36 þjóðir taka þátt í mótinu og verða spil- aðir 20 spila leikir, allir við alla. Mótinu lýkur föstudag- inn 29. júní. Fimm efstu þjóðirnar öðlast rétt til að taka þátt í HM á Bali í haust. Íslenska liðið er skipað reyndum spilurum og ætti því að eiga möguleika á HM- sæti en það er við ramman reip að draga því Evrópu- þjóðirnar verða sífellt sterk- ari og fyrir fram má búast við að 13–15 þjóðir komi til með að berjast um efstu fimm sætin. Á næstu dögum verður þátturinn helgaður fyrri Evrópumótum og rifj- aður upp árangur Íslands og áhugaverð spil. Við byrjum á Salsomaggiori á Ítalíu árið 1985: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á765 ♥ K64 ♦ Á2 ♣ ÁG85 Vestur Austur ♠ G842 ♠ 109 ♥ 10987 ♥ G ♦ D87 ♦ G109643 ♣104 ♣9762 Suður ♠ KD3 ♥ ÁD532 ♦ K5 ♣KD3 Lið Íslands var skipað Jóni Baldurssyni, Sigurði Sverrissyni, Aðalsteini Jörgensen, Vali Sigurðs- syni, Símoni Símonarsyni og Jóni Ásbjörnssyni en fyrir- liði var Björn Theódórsson. Ísland varð í 16. sæti af 21 þjóð en Austurríkismenn fóru með sigur af hólmi. Í spilinu að ofan fundu Jón og Sigurður bestu slemmuna þrátt fyrir kjarkmikla hindrunarsögn austurs. Þetta var gegn Finnum: Vestur Norður Austur Suður Sigurður Jón -- 1 grand 3 tíglar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 grönd Pass Pass Pass Eins og sést fellur hjartað ekki, svo sjö hjörtu eru dauðadæmd. En sjö grönd vinnast með þvingun á vest- ur í hálitunum. Jón tók slag- ina á lauf og tígul og vestur gat ekki bæði valdað spað- ann og hjartað. Þrettán slagir en engin sveifla því Finnarnir í NS á hinu borð- inu náðu líka sjö gröndum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson EKKI alls fyrir löngu var í Fréttablaðinu sagt frá árás á mann og komizt svo að orði að hún „hafi verið tilhæfulaus“. Í þessum pistlum hefur verið bent á að svo virðist sem það færist í vöxt að menn missi sjónar á uppruna- legri merkingu orða, ekki sízt lýsingarorða. Kemur þá fram merking sem á í reynd enga stoð í málinu. Ef ekki er reynt að sporna við slíkri merkingar- brenglun er hætta á að hún festist í málinu – eða sé komin til að vera, eins og sumir segja. Mér leið- ist hins vegar verulega sá uppgjafartónn, sem felst í því orðalagi, enda er hann máli okkar oft til óþurftar. Ég hnaut að sjálfsögðu um lo. tilhæfulaus á þess- um stað, enda fær það ekki staðizt íslenzka mál- venju. Sá, sem fréttina skrifaði, hefur auðsæilega ruglað lo. tilhæfulaus saman við lo. tilefnislaus en það er einmitt orðið sem á við í frásögn blaðs- ins. Í OM (1983) er lo. til- hæfulaus skýrt þannig: „alveg loginn, sem enginn sannleikskjarni er í“. Við segjum sem svo að fregn eða orðrómur sé al- veg tilhæfulaus, þ.e. að enginn fótur sé fyrir fregninni eða orðrómnum. Við sjáum því að notkun þessa orðs getur ekki staðizt í ofangreindu sambandi. Hins vegar höf- um við annað lo., tilefn- islaus, sem merkir samkv. OM sama sem ástæðu- laus. Það átti að sjálfsögðu við í þeirri frásögn sem lýst var í blaðinu. Árásin var tilefnislaus, þ. e. ástæðulaus, ekkert tilefni var til hennar. Talað er um að ummæli eða frásögn sé tilhæfulaus þegar ekkert er að marka það sem þar segir. Af þessu er ljóst að blaða- maðurinn hefur hér farið sagnavillt og því allt ann- að komið fram í frásögn hans en hann vildi í reynd sagt hafa. - J.A.J. ORÐABÓKIN Tilhæfulaus – tilefnislaus LJÓÐABROT MANNSLÁT Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Eg kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Bólu-Hjálmar STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert laginn við að komast hjá vandræðum og með þolinmæðinni vinnur þú þær þrautir sem fyrir þig eru lagðar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dæmdu ekki aðra eftir útlit- inu heldur hlustaðu á það sem þeir hafa fram að færa og gerðu upp hug til manna og málefna á sanngjarnan hátt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þú vilt að aðrir taki mark á orðum þínum verður þú að vera skorðinorður og skýra mál þitt þannig að enginn velkist í vafa um hvað fyrir þér vakir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur tekið svo mörg verkefni að þér að þú ert að missa alla yfirsýn og það kann ekki góðri lukku að stýra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ekki klókt að hafna hugmyndum að óathuguðu máli. Ef þú vilt að aðrir sýni þér sanngirni verður þú að vera reiðubúinn til að endur- gjalda í sömu mynt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt margt geti borið mann af leið er ekki um annað að ræða en bíta á jaxlinn og stefna í þá átt sem maður ætl- ar hvað sem tautar og raular. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur enga afsökun fyrir því að taka ekki að þér það verkefni sem yfirboðararnir vilja fela þér. Enda ertu vel í stakk búinn til þess að fram- kvæma það. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum. Nú ertu kominn í þá aðstöðu að þú getur valið þau verkefni sem þú vilt vinna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þegar margs er spurt má alltaf reikna með að fá ein- hver þau svör sem falla manni misjafnlega í geð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það hefnir sín alltaf þegar an- að er út í hlutina undirbún- ingslaust. Gefðu þér því góð- an tíma til þess að skoða málin frá öllum sjónarhorn- um. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur lagt hart að þér en um leið vanrækt þinn innri mann. Nú er kominn tími til að hlúa að honum og setja hans þarfir ofar öllu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er sjálfsagt að sinna starfi sínu af fullum heilind- um en það eru fleiri hliðar á mannlífinu en brauðstritið og þeim þarf að sinna líka. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt margt freisti til að fara hratt yfir skaltu ekki gera það heldur staldra við og skyggnast um áður en þú tek- ur ákvörðun um framhaldið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 85 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 17. júní, verður 85 ára Lára Gunnarsdóttir, fóstra, Drápuhlíð 8, Reykjavík. Lára er að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dagsunnudaginn 17. júní verður áttræð Halldóra Helga Magnúsdóttir, Ból- staðarhlíð 16, Reykjavík. 70 ÁRA afmæli. Nk.þriðjudag 19. júní er sjötugur Jón Reynir Magn- ússon, efnaverkfræðingur, fyrrverandi forstjóri Síld- arverksmiðju ríkisins og SR-mjöls hf. Eiginkona hans er Guðrún Sigríður Björnsdóttir. Í tilefni dags- ins taka þau á móti gestum í Versölum, Hallveigarstíg 1, á afmælisdaginn kl. 17 til 19. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 17. júní, verður sextugur Stein- grímur Lillendahl prent- smiður, Heiðarholti 31, Keflavík. Eiginkona hans er Jóhanna Jónsdóttir versl- unarmaður. 40ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 18. júní, verður fertug Sylvia Ingibergsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Grundartanga 25, Mosfellsbæ. Eiginmaður hennar er Magnús Huldar Ingþórsson. Sylvia verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.