Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 58

Morgunblaðið - 17.06.2001, Page 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ nýjar vörur M O G G A B Ú Ð I N Á í Moggabúðinni Taska, aðeins 2.400 kr. Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Bakpoki, aðeins 1.500 kr. EINFALT OG ÞÆGILEGT! Í Moggabúðnni eru margar spennandi vörur. Þú getur m.a. keypt boli, töskur, klukkur o.fl. á einstöku verði beint af Netinu með öruggum hætti. Þú skoðar vörurnar og pantar á mbl.is og færð þær sendar heim til þín eða á vinnustað. Þú getur líka komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, og skoðað vörurnar þar. FRÁ því Bob Marley var vin-sælasti tónlistarmaður íheimi hefur reggíáhugi veriðtalsverður og þar á meðal hér á landi. Undanfarna mánuði hefur áhugi aukist talsvert eftir nið- ursveiflu í nokkurn tíma, ekki síst fyrir tilstilli verslana eins og 12 tóna, sem gert hafa átak í innflutningi á reggíi, en einnig hafa komið fram nýj- ar útgáfur, sem hafa lagt mikinn metnað í að gefa út reggí, sem ekki hefur áður heyrst utan Jamaíku og þá með sem mestum sóma. Eitt helsta nýja fyrirtækið á þessu sviði er breska útgáfan Blood and Fire, sem hefur meðal annars gefið út skífur með goðsögnum eins og Yabby You, U Brown og Prince Alla, en jafnan hefur verið erfitt að ná í upp- tökur með þessum framúrskarandi reggímönnum, aukinheldur sem Blood and Fire hefur gefið út plötur með dub-verkum Scientist, King Tubby og Lee Scratch Perry, en plata the Congos sem hann vélaði um, er jafnan talin með helstu verk- um dub-sögunnar. Reggíáhugamaður í þrjátíu ár Steve Barrow er andlit Blood and Fire, einn stofnenda fyrirtækisins og helsti hugmyndasmiður. Hann hreifst af reggíi í upphafi sjöunda áratugarins og er meðal annars höf- undur eins helsta uppflettirits reggí- áhugamanna nú um stundir, Reggae: The Rough Guide. Barrow segist hafa verið svo lán- samur að alast upp í hverfi, þar sem mikið var um innflytjendur frá Jamaíku og því komst hann í tæri við skatónlist á unga aldri sem hafði á hann mikil áhrif. Framan af lét hann sér þó nægja að selja plötur, vann í ýmsum plötubúðum og rak nokkrar slíkar, en var síðan fenginn til að sjá um útgáfu á plötum, meðal annars fyrir Trojan og Island Records. Helsta verk Barrows fyrir þessi fyr- irtæki er afmæliskassinn góði Tough- er Than Tough/Story of Jamaican Music, sem Island gaf út fyrir nokkr- um árum. Eftir að vinnu við þann kassa lauk, leitaði umboðsskrifstofa Simply Red eftir því við Barrow að hann aðstoð- aði við að gefa út gamla reggítónlist, en eins og hefur margoft komið í ljós er Mick Hucknall, söngvari Simply Red, sérlegur áhugamaður um reggí. Barrow segir svo frá, að á fyrsta fundi til að ræða þessi mál hafi hann lagt til, að eina leiðin til að gera slíkt af viti, væri að stofna fyrirtæki um út- gáfuna og vinna með tónlistarmönn- unum og upprunalegum útgefendum svo hægt yrði að vanda sem best til verka. Gáfust upp á vínylútgáfu Fyrsta platan var If Deejay Was Your Trade sem kom út 1994. Plöt- urnar eru nú komnar á fjórða tuginn, en alls gefur fyrirtækið út sex plötur á ári að meðaltali. Framan af átti að- eins að gefa plöturnar út á geisla- diskum, en til að svara óskum margra áhugamanna fór Blood and Fire einn- ig að gefa plötur út á vínyl. Það varð þó sífellt dýrara, enda kallaði það á aukinn kostnað við hönnun, gerð frumeintaks, prentun og flutning. Að því er Barrow segir, leið ekki á löngu að það var orðið talsvert dýrara fyrir fyrirtækið að gefa plötur út á vínyl og eftir að hafa gefið út vínylsafnkassa með Yabby You var kostnaðurinn svo mikill, að ekki var til peningur til að gefa út plötu í átta mánuði. Upp frá því er útgáfan eingöngu á geisla- diskum, en að sögn Barrows leggja þeir Blood and Fire menn mikið á sig til að tryggja að hljómur sé sem best- ur. Meðal annars leitast þeir við að nota upprunaleg segulbönd, sem hef- ur meðal annars orðið til þess að þeir hafa komist á snoðir um ótrúlega mikið af efni, sem var týnt eða enginn vissi að var til. Meðfram útgáfunni hefur Blood and Fire sett saman gengi plötusnúða og reggílistamanna, sem ferðast um heiminn og heldur tónleika eða reggíkvöld. Barrow seg- ist hafa mikið gaman af því að reka slíkt hljóðkerfi, eða sound system eins og hann kjallar það að hætti Jamaíkumanna, en á Jamaíku höfðu slík hljóðkerfagengi veruleg áhrif á þróun reggítónlistar. Hljóðkerfagengi glíma Baráttan á milli hljóðkerfagengj- anna var hörð og lá ekki bara í því að vera með bestu og háværustu græj- urnar, heldur urðu menn að vera vel með á nótunum og sífellt að kynna ný lög, sem féllu fólki vel í geð. Framan af var aðalmálið að komast yfir bandaríska soul slagara og þeir, sem mest höfðu umleikis, sendu menn reglulega til Bandaríkjanna að kaupa fyrir sig plötur. Platnanna var síðan gætt af vopnuðum vörðum til að tryggja að aðrir gætu ekki nælt sér í eintök, svo hægt væri að fá sem mest út úr lögunum áður en keppinaut- arnir næðu sér í eintök að norðan. Svarið við því var heimagerð tónlist og ekki leið á löngu að þau kerfi voru vinsælust, sem komið höfðu sér upp hljóðveri eða hljóðversnefnu og gátu sífellt verið með ný lög, fyrst ska, þá rock steady og loks reggí. Að sögn Barrows skýrir þetta að miklu leyti gæði tónlistarinnar sem Blood and Fire er að gefa út, því tón- listarmennirnir og útgefendur gátu prófað lögin svo að segja jafnóðum og áður en þeir lögðu í kostnað eða frek- ari vinnu við að gefa út smáskífur; nóg var að pressa nokkur eintök til að pufukeyra lög eða takta. Það skýrir einnig þá áráttu manna að nota sama taktinn í fjölda laga, því ef takturinn var góður og grípandi mátti nota hann aftur með því að setja nýja sönglínu ofan á eða teygja í dub- útgáfu. Af gleðinni einni saman „Það má heldur ekki gleyma því að menn voru mikið til að semja og flytja tónlist af gleðinni einni saman á þess- um tíma. Tónlistarmennirnir deildu kjörum með almenningi og lifðu og hrærðust innan um áheyrendur sína. Fyrir þá skipti mestu að geta glatt félaga sína og skemmt þeim og það er ekki fyrr en reggí verður alþjóðleg söluvara að menn fara að fjarlægjast uppruna sinn og láta græðgina ráða. Það skýrir líka hvers vegna reggí sjö- unda og áttunda áratugarins á svo greiða leið til ungs fólks í dag, því ein- lægnin og sköpunargleðin höfðar beint til þeirra, sem eru búnir að fá sig fullsadda af gerviveröld poppsins, þar sem menn keppast við að herma hverjir eftir öðrum, að búa til fleiri strákasveitir eða söngkonur, sem eru eða þykjast vera á gelgjuskeiðinu.“ Margir þeirra listamanna sem Blood and Fire vinnur með hafa illa orðið fyrir barðinu á vestrænum plötufyrirtækjum, sem hafa stolið út- gáfurétti, falsað eða ekki gefið upp sölutölur eða jafnvel breytt lögum og notað sem hráefni í önnur. Barrow segir, að vissulega hafi það gert menn tortryggna á Jamaíku, en á móti komi að hann þekki vel til á eynni, eftir að hafa verið svo mörg ár á kafi í tónlistinni, en þeir hafi líka þann háttinn á að tala beint við menn. „Þannig byrjuðum við á að fara til Jamaíku og ræða beint við Bunny Lee, sem leyfði okkur síðan að hlusta á bönd, sem hann var með í geymslu og frá þeirri vinnu gengum við með 120 laga safn, sem fæst hafa komið út utan Jamaíku, en líka mikið sem aldr- ei hefur komið út. Menn voru svo af- kastamiklir á þessum tíma að þeir náðu ekki að gefa allt út, ekki síst þegar verið var að vinna með end- urgerðir laga eða samnýtingu takta.“ Reggívinir fyrir lífstíð Fyrsta platan úr þessu safni og jafnframt fyrsta platan sem Blood and Fire gaf út var If Deejay Was Your Trade sem getið er. Í þá plötu var mikið lagt og ekki hefur vinnan minnkað með árunum, enda segir Steve Barrow að þeir sem standi að útgáfunni séu síst að hugsa um það að hagnast á henni. „Það eina sem vakir fyrir okkur er að tryggja að þessi frábæra tónlist sé til á formi, sem menn almennt hafi aðgang að. Bob Marley söng eitt sinn um það að þegar tónlist hitti mann finni maður ekki til, og það er einmitt mergur málsins; tónlist er gleðigjafi og hugg- un, tónlist getur gert lífið bærilegra ef það er erfitt og enn gleðilegra ef allt leikur í lyndi. Reggítónlist er allra tónlistarforma best til þess fallið að gleðja fólk og láta því líða vel og óhætt að segja að þeir sem á annað borð ánetjast reggítónlist, og það á við um flesta þá sem hana heyra, eru reggívinir fyrir lífstíð.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Blóð og eldur Reggíáhugi hefur aukist til muna undanfarin ár í takt við grósku í endurútgáfu á perlum fyrri tíma. Árni Matthíasson ræddi við forstöðumann reggí- útgáfunnar Blood and Fire. Plata The Congos tvíeykisins, Heart of the Congos, er goðsagnakennd fyrir dub-útgáfu hennar sem Lee Perry sá um. Osbourne Ruddock, sem allir kölluðu King Tubby, er faðir dubsins og einn mesti tónlistarmaður sem Jamaica hefur alið. Hann var myrtur 1989. Vivian Jackson, sem kallaðist Yabby You, bæklaðist af næringarskorti sem barn, en fann sér fróun í tónlistinni. Tvöfaldur diskur með verkum hans er með helstu útgáfum Blood and Fire.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.