Morgunblaðið - 20.06.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 20.06.2001, Síða 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAGT var frá því í Morgunblaðinu fyrir nokkru að knattspyrnumalar- völlur í Borgarnesi hefði verið stytt- ur um 15–20 metra og að ekki væru allir sáttir við þá ráðstöfun. Helga Halldórsdóttir, fulltrúi sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, segir að alls ekki sé verið að sverfa að ímynd Borgarness sem íþróttabæjar með styttingu malarvallarins. Margt sé á döfinni í íþróttamálum og verið sé að frumhanna framtíðarsvæði við Hyrnutorg, þar sem gert er ráð fyr- ir malarvelli. Í Borgarnesi eru glæsileg íþrótta- mannvirki þegar á heildina er litið. Íþróttamiðstöðin stendur þar með fjölbreyttri aðstöðu svo sem 25 m útisundlaug með heitum pottum, gufubaði auk þriggja vatnsrenni- brauta og er orðin þekktur við- komustaður ferðamanna. Þess má geta að 112 þúsund manns koma í sundlaugina á ári hverju. Einnig er 12 m innisundlaug, þreksalur, íþróttasalur auk almennrar æfinga- aðstöðu fyrir leikfimi og þolfimi. Vestan íþróttamiðstöðvarinnar er vallarsvæði sem samanstendur af tveimur grasvöllum og aðstöðu til frjálsra íþrótta á aðalvellinum og með tartanefni á hlaupabrautum. Vallarsvæðið var tilbúið í núverandi mynd um 1997. Framundan er að gera sandgras- völl, malarvöll, og verið er að athuga með stækkun íþróttahússins. Helga upplýsir að til standi að gera um 20 til 40 m sandgrasvöll á lóð Grunn- skólans. Stefnt er að því að þessi völlur verði upphitaður og nýtist þannig allt árið. Landfræðilega er Borgarnes þannig að mjög erfitt er að gera sandgrasvöll í fullri stærð. „Draumurinn er setja upp tvo–þrjá minni velli til viðbótar s.s. uppi í Bjargslandi og víðar en hvað varðar títtnefndan malarvöll við Hyrnutorg er verið að gera frumhönnun á svæði með 40x60 m malarvelli. Þar yrði jafnframt aðstaða fyrir húsbíla og fyrir ýmsar uppákomur, til dæm- is tónleikahald. Tjaldstæði er einnig þarna á skipulagi, en ekki verður byrjað á framkvæmdum fyrr en næsta sumar og stafar það af skorti á fjármagni,“ segir Helga. Á undanförnum árum hefur ber- lega komið í ljós að íþróttahúsið er of lítið til að mæta þörf heimamanna fyrir aðstöðu. Of margir flokkar al- menningsíþrótta komast ekki að fyrr en seint á kvöldin og núverandi salur nær ekki stærð löglegs hand- boltavallar. Aðspurð svarar Helga því til að á næstunni verði skoðað hvort skynsamlegra sé að byggja við eldra húsið eða byggja nýtt íþróttahús þá væntanlega sjávar- megin við íþróttamiðstöðina. Ennfremur eru áform um að koma á fót íþrótta- og tómstunda- skóla í tengslum við einsetningu Grunnskólans sem í upphafi yrði rekinn af Borgarbyggð. Skorður fjárlagarammans oft erfið glíma Viðbygging við skólann sem gerir einsetningu skólans mögulega verð- ur tilbúin í sumar. Þessi bygging ásamt gatnagerð taka til sín 200 milljónir sem er tæplega helmingur af tekjum Borgarbyggðar. Þegar til stærri áfanga kemur, t.d. byggingar nýs íþróttahúss, þyrftu fleiri að koma að því eins og t.d. Íþróttasjóð- ur ríkisins. Í Borgarbyggð eru íþróttamál þriðji stærsti málaflokk- urinn. Árið 1999 fór í þennan mála- flokk upphæð sem samsvaraði 17 þús. krónum á íbúa. Samsvarandi tölur fyrir önnur sveitarfélög voru Akranes 14 þús., Sandgerði 21 þús., Grindavík 20 þús., Reykjanesbær 10 þús. Eitt af markmiðum Borgar- byggðar er að auka styrkveitingar til félaga s.s. UMSB, Skallagríms og annarra sambærilegra félagasam- taka sem hlúa vel að starfi yngri flokka. Helga tók þátt í vinnuhópi í þeim tilgangi að samræma styrki til íþróttafélaganna og einstakra deilda innan þeirra. Vinnuhópurinn lagði til að ekki yrði úthlutað af gömlum vana, styrkveitingin yrði auglýst og að baki umsóknum yrðu að liggja rökstudd skýr markmið. Margt á döfinni í íþróttamálum Borgarnes ÞESSAR ungu stúlkur eru búnar að setja sínar kýr út og gera við girð- ingar eins og góðir bændur gera á vorin. Stúlkurnar heita Alda Grave og Elsa Hrönn Sveinsdóttir og eru í sveit á Stóru-Þúfu á Snæfellsnesi. Fátítt er að sjá börn í dag leika sér með kjálka, leggi og horn en sem betur fer kunna fáeinir krakk- ar það enn þá. Morgunblaðið/Daniel Hansen Alda Grave og Elsa Hrönn Sveinsdóttir hugsa um kýrnar sínar. Kýrnar komnar á beit Eyja- og Miklaholtshreppur Malarvöllurinn í Borgarnesi er mjög mikið notaður af ungum sem öldnum. Til stendur að bæta enn frekar íþróttaaðstöðuna í bænum. SKÓLASLIT Grunnskólans í Ólafsvík fóru fram við hátíðlega athöfn í Ólafsvíkurkirkju. Próf- skírteini voru afhent og við- urkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. Sérstaka athygli vakti árangur Helgu Hilmars- dóttur, nemanda í 10. bekk, en hún hlaut fjölda viðurkenninga fyrir framúrskarandi náms- árangur. Helga fékk 9,5 í ein- kunn í þremur samræmdum próf- um og 9 í því fjórða og meðaleinkunn hennar þegar allar námsgreinar eru taldar var 9,4. Helga segist alltaf hafa átt gott með að læra og þakkar einkum samviskusemi góðan náms- árangur. „Mér finnst ég samt ekki eyða miklum tíma í lærdóm- inn og hef aldrei haft sérstakar áhyggjur af prófum.“ Af áhuga- málum Helgu ber helst að nefna tónlistina en hún hefur á síðustu árum lært á klarinett við Tónlist- arskóla Ólafsvíkur og þykir snjall spilari. Í sumar stundar Helga vinnu við Fiskiðjuna Bylgju í Ólafsvík en stefnir á að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík næsta haust. „Mér leist betur á að fara í bekkjarkerfið og þar sem áhugi minn er meira í tungumál- unum ætla ég í máladeild,“ segir Helga og bætir við: „Það verður fínt að breyta til og flytja til Reykjavíkur.“ Þegar spurt er um frekari framtíðaráform segir hún: „Fyrst er að klára menntaskólann og svo spáir maður í framhaldið.“ Dúx- inn í Ólafsvík Ólafsvík Ljósmynd/Elín Una Jónsdóttir Helga Hilmarsdóttir heldur hér á viðurkenningum sem hún fékk fyrir frábæran námsárangur. UMFERÐARRÁÐ, Stykkishólms- bær og lögreglan buðu öllum krökkum í Stykkishólmi á aldrinum 5–7 ára í Umferðarskólann. Skólinn er tveggja daga námskeið, þar sem farið er yfir mikilvægustu umferð- arreglurnar. Framundan er sum- arið þar sem börnin eru meira í umferðinni og því betra að byrja snemma að hamra á því að sýna varkárni og passa sig á bílunum. Í Umferðarskólanum voru verkefni sem krakkarnir áttu að leysa, sýnd- ar voru fróðlegar kvikmyndir og föndrað. Skólinn var vel sóttur af þessum aldurshópi og kennslan lif- andi og skemmtileg. Í Stykkishólmi eykst umferð yfir sumartímann mjög mikið þar sem margir ferða- menn heimsækja bæinn og því eins gott að fara varlega í umferðinni fyrir litla fætur. Læra umferðarregl- urnar fyrir sumarið Stykkishólmur 17. JÚNÍ var haldinn hátíðleg- ur hér í Dölum eins og venja er. Dagskrá var frá morgni til kvölds og var þátttaka góð eins og endranær. Um morguninn var skemmt- un niðri við höfnina og var þar ýmislegt í boði, grillaðar pyls- ur, hestaferðir og bátsferðir, bæði var hægt að fara á seglbát og gúmmíbáta. Einnig gátu börnin látið mála sig í framan. Eftir hádegi var skemmtunin formlega sett og var hún haldin við sundlaugina á Laugum. Byrjað var á skrúðgöngu frá tjaldsvæðinu að sundlauginni. Sr. Óskar Ingi Ingason flutti hugvekju. Sturla Böðvarson samgönguráðherra flutti hátíð- arræðuna að þessu sinni, þar sem hann lagði áherslu á að Ís- lendingar varðveittu sjálfstæði landsins og framseldu það ekki til annarra. Síðan var farið í leiki og sprell og var sundlaug- in óspart notuð við mikla hrifn- ingu viðstaddra. Hátíðarkaffi var svo í boði á Hótel Eddu hér á Laugum og var það glæsilegt kaffiborð. Hátíðarhöld í Dölum Búðardal Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.