Morgunblaðið - 20.06.2001, Page 20

Morgunblaðið - 20.06.2001, Page 20
VIÐSKIPTI 20 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Eldavél ➤ Keramik helluborð ➤ Fullkominn blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill- og grillsnúningsteinn ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm ➤ Áður kr. 82.500 AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 15% AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 22% Borðofn með hellum ➤ 2 hellur ➤ Undir- og yfirhiti + grill ➤ Tímastillir ➤ Ofnljós ➤ HxBxD: 33,5x58x39 cm ➤ Áður kr. 19.900 46.900 46.900 69.900 15.900 32.90056.900 Eldavél ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Stórt grill ➤ Geymsluhólf ➤ Tvöfalt gler í ofnhurð ➤ HxBxD: 85x49,5x60 cm ➤ Áður kr. 38.900 Þvottavél 1000 sn. ➤ Stillanlegur vinduhraði ➤ Sérstakt ullarkerfi ➤ Hraðþvottakerfi ➤ Hitastillir ➤ Einstök þvottahæfni (A) ➤ Áður kr. 59.900 Kæliskápur með frysti ➤ Stór 195 lítra kælir ➤ 105 lítra frystir ➤ Afþíðing í kæli ➤ Orkuflokkur B ➤ HxBxD: 179x59,5x60 cm ➤ Áður kr. 73.900 Umboðsmenn um land allt AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 16% Uppþvottavél ➤ Tekur borðbúnað fyrir 12 ➤ 4 kerfi þ.á.m. hraðkerfi ➤ Einstaklega hljóðlát ➤ Sjálfhreinsandi að innan ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm ➤ Áður kr. 55.900 AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 20% ZANUSSI ZANUSSI ZANUSSI AFSL Á T T U R AFS L Á T T U R 15% ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hefur fest kaup á 14% hlut í eMR (electronic Medical Records). Fyrir átti sjóðurinn 5% í félaginu. eMR var stofnað í lok árs 1999 og voru stofn- endur Landssíminn, deCODE gene- tics, móðurfélag Íslenskrar erfða- greiningar, og tölvufyrirtækin Tölvumiðlun og Hugvit sem er nú í GoPro-samsteypunni. Sá hlutur sem Íslenski hugbúnað- arsjóðurinn kaupir nú er hlutur fyrr- um hluthafa Hugvits í eMR. Kaup- verðið er ekki gefið upp. Sigurður Smári Gylfason, framkvæmdastjóri Íslenska hugbúnaðarsjóðsins, segir að viðskiptasvið eMR sé mjög spenn- andi. Fyrirtækið sé með sterka stöðu á heilbrigðissviði hérlendis. Sigurð- ur segir einnig að fjárfestar hafi al- mennt mikla trú á þeim tækifærum sem eru á þessu sviði. Mikill vaxt- arbroddur sé í öllu sem lúti að heil- brigðistækni og hugbúnaði. Að- spurður um hvort að hann sjái fyrir sér frekara samstarf og samvinnu á milli fyrirtækja sem starfi á sviði heilbrigðistækni og hugbúnaðar hér- lendis segir Sigurður að sér finnist líklegt að fyrirtæki sem starfi á þessu sviði taki í auknum mæli upp samstarf og samvinnu. „Þetta er ekki síst vegna þess að sala og mark- aðssetning á erlenda markaði er bæði tímafrek og kostnaðarsöm,“ segir Sigurður Smári Gylfason, framkvæmdastjóri Íslenska hugbún- aðarsjóðsins. Íslenski hugbúnaðarsjóð- urinn kaupir 14% í eMR HLUTHAFAFUNDUR Tæknivals var haldinn í gær. Á fundinn mættu fulltrúar fyrir rúmlega 72% hluta- fjár. Aðalefni fundarins var sam- þykkt til hlutafjáraukningar annars vegar upp á 92,5 milljónir að nafn- virði, en sú aukning mun ganga til hluthafa Aco. Einnig var samþykkt tillaga um aukningu hlutafjár upp á 55 milljónir að nafnvirði, til að bæta eiginfjárstöðu hins sameinaða félags. Aco-Tæknival tekur formlega til starfa í ágúst nk. Rekstur Tæknivals gengið erfiðlega á árinu Frosti Bergsson stjórnarformað- ur gerði hluthöfum grein fyrir stöðu Tæknivals og sagði sameinað fyrir- tæki Aco-Tæknivals vera í sterkari stöðu til að takast á við framtíðina. Frosti sagði gengi Tæknivals frá áramótum ekki hafa staðist áætlanir og stjórn félagsins hefði leitað lausna í því sambandi. Mikill kostnaður hafi verið við stofnun Office one-verslun- arinnar á fyrsta ársfjórðungi og tekjur litlar. Meðal annars hefði komið upp sú hugmynd hjá stjórn- inni að selja BT-tölvur og/eða Office one-verslunina. Tap Tæknivals á fyrsta ársfjórðungi nam 88 milljón- um, en áætlanir gerðu ráð fyrir hagnaði upp á fimm milljónir króna. Frosti sagði að margvísleg sam- legðaráhrif næðust með sameiningu Aco og Tæknivals. Stefnt væri að sameiningu fyrirtækjanna undir einu þaki í núverandi húsnæði Tæknivals í Skeifunni. Sparnaður næðist með þessu móti í yfirstjórn, skrifstofuhaldi og rekstri upplýs- ingakerfa. Stefnt væri að fækkun starfsmanna um 80 og yrðu starfs- menn sameinaðs félags um 200 í árs- lok. Félaginu skipt upp í þrjú svið Frosti kynnti nýtt skipurit Aco- Tæknivals. Forstjóri Aco-Tæknivals verður núverandi framkvæmdstjóri Tæknivals, Árni Sigfússon. Sam- kvæmt nýju skipuriti verður fyrir- tækinu skipt upp í þrjú svið, rekstr- arsvið, heimilis- og fagtækjasvið og fyrirtækjasvið. Magnús Norddahl, sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá norska fyrirtækinu TechData, veitir rekstrarsviðinu forstöðu. Magnús verður jafnframt staðgeng- ill forstjóra. Bjarni Ákason, fram- kvæmdastjóri Aco, stýrir heimilis- og fagtækjasviði og Rúnar Sigurðs- son, stofnandi og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Tæknivals, verður yf- ir fyrirtækjasviði. Frosti sagði í lok erindis síns, að afar mikilvægt væri fyrir félagið að ná góðum árangri og ná að bæta stöðu félagsins frá því sem nú er. Nauðsynlegt væri að auka hlutafé frá því sem nú er, en áætluð velta Tæknivals væri á bilinu 4–5 milljarð- ar, en eigið fé einungis um 300 millj- ónir króna eftir tap fyrsta ársfjórð- ungs. Áætluð velta nýs félags um sex milljarðar Árni Sigfússon, verðandi forstjóri hins sameinaða félags, sagði að tap myndi verða á rekstri félagsins á árinu. Árið 2002 færu hins vegar samlegðaráhrifin að skila sér og stefnt væri að 600 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og fjár- magnsliði. Áætluð velta Aco-Tækni- vals á árinu er um 6 milljarðar og sagði Árni stöðu félagsins sterka á fyrirtækja- og heimilismarkaði. Fyr- irtækin féllu vel hvort að öðru, enda væru skipurit og stjórnkerfi félag- anna áþekk. Árni sagði hið samein- aða félag verða með um 45% af allri tölvusölu í landinu. Með sameining- unni næði félagið að víkka út starf- svið sitt með Apple, Sony og Panaso- nic-vörum og sölu á sérhæfðum búnaði til prentunar. Stefnt væri á að nýta sér sterka stöðu verslana BT í sölu á afþreyingartengdum tækni- búnaði, eins og símum og tölvum, yf- ir á raftækjasvið með vörum frá Sony og Panasonic. Stjórn hins nýja félags skipa þeir Jón Adolf Guðjónsson frá Búnaðar- bankanum, Andri Teitsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarfélags Ís- lands, Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa, Reynir Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Ísmars, og Þorvarður Gunn- arsson endurskoðandi. Frosti Bergs- son verður stjórnarformaður og Andri Teitsson varaformaður stjórn- ar. Aco-Tækni- val tekur til starfa í ágúst Stefnt að 600 milljóna króna hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði 2002 Morgunblaðið/Arnaldur Frosti Bergsson, stjórnarformaður Aco-Tæknivals, á hluthafafundinum.                                   !  " #$ &!  &! '(!  ) !       *  !  + ,    $ -.%      ' /   0-     /  -      TAP af rekstri Olíufélagsins hf. og dótturfélaga fyrstu fjóra mánuði árs- ins nam 315 milljónum króna sam- kvæmt óendurskoðuðu rekstrarupp- gjöri félagsins. Veiking íslensku krónunnar í maímánuði leiddi til 380 milljóna króna gengistaps í þeim mánuði. Fyrirsjáanlegt er því að rekstrarafkoma fyrstu sex mánuði ársins verði verulega undir vænting- um. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram að meginástæð- an fyrir þessu er gengistap er nemur 487 milljónum króna vegna veru- legrar veikingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Áhrifa sjómannaverk- falls gætir einnig í þessari rekstr- arniðurstöðu þar sem sala til útgerð- ar er verulega undir áætlun. Þá hefur hækkandi innkaupsverð elds- neytis aukið fjármagnskostnað vegna aukinnar fjárbindingar í elds- neytisbirgðum og viðskiptakröfum. Miðað við að rekstrarumhverfið verði stöðugra seinni hluta ársins standa vonir til að hagnaður verði af rekstri Olíufélagsins hf. og dóttur- félaga þess á árinu 2001. Gengistap Olís 380 milljónir í maí STJÓRN NPS Umbúðalausna gekk á fundi sínum í gærmorgun frá ráðn- ingu Bjarna Lúðvíkssonar, fjármála- stjóra Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem framkvæmdastjóra NPS umbúðalausna frá og með fyrsta júlí nk. Kristþór Gunnarsson, núverandi framkvæmdsstjóri, ósk- aði eftir að láta af störfum um næstu mánaðamót. Kristþór sagði í samtali við Morgunblaðið að engin sérstök ástæða væri fyrir uppsögninni. NPS umbúðalausnir varð til við samein- ingu Umbúðamiðstöðvarinnar og Kassagerðar Reykjavíkur í septem- ber síðastliðnum. Framkvæmda- stjóraskipti hjá NPS ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.