Morgunblaðið - 20.06.2001, Side 26

Morgunblaðið - 20.06.2001, Side 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ OPNUÐ hefur verið samsýning 16 myndlistarmanna á Akureyri og þannig staðið að málum að drjúg ástæða þótti að hraða sér á vett- vang. Form hennar nokkuð annað og nýstárlegra en menn eru vanir um sýningahald hér á landi og minnir að nokkru á vor og haust- sýningar erlendis. Þó ekki í þá veru að viðkomandi sendi inn myndverk til skipaðrar dómnefnd- ar, sem velur svo til að mynda til sýningar 150–200 af 2000 eða fleiri, svo vísað sé til höfuðborga Norðurlanda. Í París voru það 2– 4.000 verk af 10–20.000 innsendum (!) þegar um hinar stóru Salon- sýningar var að ræða. En þetta form hefur illu heilli ekki fest sig í sessi hér, meður því að þá er til einhvers að vinna, metnaðarfullt markmið að stefna að, gekk þó eft- ir í nokkur ár í lok sjöunda og hálfan áttunda áratuginn en svo ekki söguna meir. Veit minna hvernig málum er háttað í París er svo er komið, en í Kaupmannahöfn er mikil eftirvænting og hafarí í kringum slíka framnínga bæði vor og haust. Líkast til hafa risastórar listakaupstefnur að nokkru tekið við hlutverki þeirra í heimsborg- unum, þó um að ræða viðurkennd listhús sem eru að markaðssetja skjólstæðinga sína. Hitt formið gefur ungum sem öldnum tækifæri til að gera sig sýnilega, jafnvel slá í gegn án fulltingis markaðsins og fræðinganna. Landinn hér óeðli- lega viðkvæmur ekki síður en um listrýni, almenna gagnrýni og rök- ræður yfirhöfuð. Bókar og skjal- festir rækilega breiddargráðurnar og legu landsins, hvað sem öllum skálaræðum, leikhúsi þykjustunn- ar og glitfögrum umbúðum líður. Ekki er gengið út frá mörkuðu og klæðskerasaumuðu þema hvað sumarsýninuna varðar, heldur til- gangurinn að gefa gesti og gang- andi tækifæri til að kynna sér eitt og annað sem á döfinni er á staðn- um. Einungis listamenn búsettir á Akureyri komu til greina og sá hátturinn hafður á, að bjóða átta virkum myndlistarmönnum, sem svo aftur buðu einum svo tala sýn- enda tvöfaldaðist. Þannig komið á vitrænu lýðræði sem er óvenjulegt um sýningahald hér á landi er svo er komið, leitast við að gefa trú- verðuga og hlutlæga innsýn í verk- lag myndlistarmanna staðarins. Veigurinn er að gera myndlistina sýnilega í breiðu samhengi, allar hliðar gildra og framsækinna við- horfa, til að almenningur geti myndað sér jarðtengdar skoðanir. Er afar brýnt í landi þar sem ekki er til listasafn sem hefur burði, getu og vilja til að sinna þessari þörf, en kraðak illa undirbúinna smásýninga yfirgengilegt. Hannes Sigurðsson hefur sýnt og sannað að hann er óhræddur við að stokka upp í spilunum og þræða ótroðnar slóðir. Fara eigin leiðir og taka áhættu sem snýr jafnt að hinum almenna skoðanda og starfsbræðum hans, er hvorki hræddur við að vera álitinn of framúrstefnulegur né próvensial. Skondið að löndin sem helst er dregið dám af hér á útskerinu eru í raun og réttu afar próvensíal í menningarpólitík og sýningahaldi. Helst Bandaríkin og Frakkland, sem hafa komið upp rammgerðri landhelgi, viðurkenna fátt utan hennar en halda sínu fram af ein- urð og ákafa svo varðar heimsendi. Vel er staðið að framkvæmdinni, upphengingin hin þokkafyllsta og sýningarskráin einhver sú skilvirk- asta og best hannaða sem ég hef fengið upp í hendurna í háa herr- ans tíð þótt litgreiningin sé ekki hnökralaus. Mæli eindregið með að sem flestir nálgist hana. Einhvers staðar verður að draga mörkin hvert sem lýðræðið er, þannig valdi Hannes sem fyrr seg- ir átta myndlistarmenn, sem höfðu frjálst val að bjóða átta öðrum. Sýnendur eru á öllum aldri, sá elsti fæddur 1926 en hinir yngstu 1966, sjötti áratugurinn fjölmenn- astur, bæði um vel kunna og alls- endis óþekkta myndlistarmenn að ræða, helst að maður sakni Helga Vilbergs og Jóns Laxdals, en fjar- vera þeirra hefur sínar ástæður. Engan veit ég sem hefur lifi- brauð af myndlist á Akureyri, nema ef vera skyldi Óla G. Jó- hannsson, en það sækir hann til Danmerkur hvar hann er með ann- an fótinn er svo er komið og mun vera á samningi við virt listhús. Það er líka auðséð á myndum Óla að hann hefur getað einbeitt sér alfarið að málverkinu undanfarin ár og náð að tileinka sér samfelld vinnubrögð. Hinir stóru flekar listamannsins leiða hugann eitt andartak að Cobra listamönnun- um, en hann virðist óðast vera að þroska með sér persónueinkenni, sem koma einna greinilegast fram í brotakenndum arabeskum dökkra litablæbrigða. Guðmundur Ármann hefur mjög sótt í sig veðrið á undanförnum ár- um, sem velgengni hans í Gauta- borg fyrir skömmu undirstrikaði rækilega, hann vinnur í hryni lá- réttra formana sem þunnir og iðu- lega gagnsæir litatónar einkenna, Svona fólki á ekki að slíta út í kennslu og nýtilkomin velgengni listamannsins enn eitt dæmi þess að íslenzk málaralist á erindi á al- þjóðavettvang. Margrét Jónsdóttir hefur unnið nær óslitið að listsköpun á Ak- ureyri eftir að námi lauk, en svið hennar hefur lengstum öllu meira skarað hluti notagildis en frjálsa listsköpun. Hin ríka kennd lista- konunnar fyrir handverkinu fylgir henni í hinu stóra drifhvíta skúlpt- úrverki á sýningunni sem hún nefnir, Súlur í brúðarskarti og er eitt hið hrifríkasta á sýningunni. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er svo einn þeirra listamanna sem eru í kafi í listsköpun þrátt fyrir ýmis hliðarstörf, vinnur aðallega í graf- ík og hefur sannað sig sem einn af helstu vonarpeningum listgeirans á landi hér. Hinar stóru tréristur sem eru hugleiðingar um öskudag á staðnum kunnáttusamlega út- færðar en Sveinbjörg á til mýkra skynrænna og fínna línuspil sem mætti vera sýnilegra. Af vinnubrögðunum að dæma virðist Kristinn G. Jóhannsson loks alfarið hafa getað einbeitt sér að málverkinu eftir langan starfs- dag við kennslu. Akureyrarmyndir hans vel unnar en naumast gædd- ar jafn kynngimögnuðu lífi og það sem líta gat á sýningu hans og Jónasar Viðars á sama stað ný- lega. Stóra litauðuga málverkið, Án titils, sem úthverft innsæi ein- kennir og er eftir Guðnýu Þórunni Kristmannsdóttur vekur strax at- hygli sýningargesta fyrir tilfinn- ingahita og leikandi pensilskrift. Innsetning Jonnu (Jónborgar Sig- urðardóttur) af Akureyri, þar sem litaðir tíðatappar móta Akureyr- arkirkju er vel unnin og hugvit- samleg. Í heild mega menn vel við una um opna og fordómalausa fram- kvæmd, og nú hafa Akureyringar tækifæri til að styðja við bakið á sínu menntaða listafólki. Sumar á Akureyri Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Guðný Þ. Kristmannsdóttir: Án titils, olía á striga, 2001, 180 x 160 sm. Hannes Sigurðsson opnar sýn- inguna í Listasafni Akureyrar. Eitt af verkum Óla G. Jóhannssonar. Akrýl á striga, 2001, 145 x 145 sm. MYNDLIST L i s t a s a f n A k u r e y r a r Opið alla daga frá kl. 13–18. Lokað mánudaga. Til 29. júlí. Aðgangur 300 krónur. MYNDVERK AKUREYRSKIR MYND- LISTARMENN Margrét Jónsdóttir: Súlur í brúðarskarti, steinleir, blönduð tækni. Verk frá þessu ári. LISTAHÁTÍÐIN Á seyði á Seyð- isfirði var formlega sett í menn- ingarmiðstöðinni Skaftfelli þann 16. júní. Hún er nú haldin í sjö- unda sinn. Meðal viðburða er myndlistarsýning þriggja erlendra listamanna, Philip von Knorring, Pamelu Brandt og Paul Osipow sem sýna í Skaftfelli. Einnig sýnir Bjarni Helgason ljósmyndaverk í Hótel Seyðisfirði. Fleiri sýningar eru víða um bæinn, svo sem verk eftir Björn og Dieter Roth, Húsin í bænum og Framtíðin. Síðan rekur hver viðburðurinn annan fram til 31. ágúst. Meðal viðburða eru: Bláa kirkjan sumartónleikar, Menningardagur barna – Karlinn í tunglinu, LungA-listahátíð ungs fólks, Austurlandi, leiksýningin Með fulla vasa af grjóti og Norskir dagar. Tækniminjasafn Austurlands hefur af þessu tilefni opnað hús einnar elstu vélsmiðju á Íslandi. Safnið er opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Bistró opnaði í Skaftfelli og verður opið í allt sumar alla daga frá kl.11-22. Þar er m.a. vísir að listabókasafni, og hægt að tengjast Netinu, lesa dagblöðin o.fl. Fjölbreytt dagskrá á listahátíðinni Á Seyði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.