Morgunblaðið - 20.06.2001, Page 54

Morgunblaðið - 20.06.2001, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AF HVERJU ætti ég að hlusta á það sem Stephen King hefur að segja? Hvað hefur hann gert svona merkilegt? Svo sem ekkert, fyrir ut- an að vera besti spennuhöfundur í heimi og hafa selt fleiri bækur en Jesú og Múhameð til samans. Það eru kannski dálitlar ýkjur, nema Kristur og þessir kallar fengu örugglega aldrei nein höfundarlaun. Þeir hljóta að vera að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki tryggt sér réttinn. Fyrri hluti bókarinnar er eigin- lega ævisaga (curriculum vitae) þar sem King hleypur hratt yfir þær hindranir sem leiddu hann þangað sem hann er í dag. Hann byrjar á rekja bernsku- brekin og blaðaútgáfu í grunnskóla sem kom honum oftar en einu sinni í vandræði. Hann heldur áfram þang- að sem hann er fátækur kennari í hjólhýsi að senda „karlablöðum“ smásögur og hugmyndin að Carrie birtist honum í hugljómun. Allt end- ar þetta með því að hann verður of- boðslega frægur og ríkur og sigrast á áfengis- og kókaínfíkn og þar fram eftir götum. King predikar að ef fólk vilji verða rithöfundar þá þurfi það að lesa og skrifa alveg villt og galið. Það eru kannski frekar Bandaríkjamenn en Íslendingar sem þurfa að taka þetta til sín, allavega ef við erum jafn mikil bókaþjóð og við þykjumst vera. Okk- ur finnst ef til vill erfitt að trúa því en það er nefnilega til ógrynni af fólki sem telur að það geti orðið rithöf- undar án þess að lesa. Örlítill mis- skilningur þar á ferðinni. Annað sem hann talar mikið um í bókinni er stríð hans gegn atviksorð- um sem er á köflum ansi skondið. Á hann þar helst við þau sem koma í lok setninga, eins og til dæmis: „Hvar erum við?, hváði hann SPYRJANDI.“ King er ofboðslega á móti þess og með réttu þar sem þetta er oftast óþarfi ef viðkomandi kann að skrifa. Hann minnist aftur á móti ekkert á það að í kvikmyndum er þetta ekkert mál, þar sést hvað per- sónan meinar, þ.e.a.s. ef viðkomandi kann að leika. Besti kosturinn er hins vegar myndasagan því þar er minna tekið frá ímyndunarafli les- andans en í kvikmyndunum og sára- lítið um atviksorð, þ.e.a.s ef viðkom- andi kann að teikna. Bókin er skemmtileg, full af húm- or, auðlesin, auðskilin, auðug, auð- virðileg, auðmjúk og erfitt að leggja hana frá sér eins og með flestar bæk- ur Kings. Svo má ekki gleyma að í lokin fáum við að heyra frásögnina af bíl- slysinu sem hann lenti í á síðasta ári, en það verður að teljast ansi rosaleg lýsing. Forvitnilegar bækur Ragnar Egilsson Og kóngur- inn mælti … Stephen King On Writing eftir…ja, gettu. Scribner útgáfan. 2000. 288 bls. Kostar 2800 krónur, innbundin, í Máli & Menningu. LÆRÐA menn mun greina á um hvort telja beri njósnir eða vopna- sölu næstelstu atvinnugrein í heimi hér. Báðar eru alltjent enn stund- aðar af verulegu kappi og njóta verð- skuldaðrar athygli. Eftir lok kalda stríðsins hafa skjalasöfn mörg opnast í fyrrum kommúnistaríkjum í Mið- og Austur- Evrópu auk þess sem leynd er reglu- lega létt af skjölum vestur í Banda- ríkjunum. Þessar upplýsingar hafa reynst fræðimönnum réttnefnd náma og ljósi hefur þannig verið brugðið á mörg eldri deilumál. The Haunted Wood er byggð á rannsóknum rússneska blaðamanns- ins Alexanders Vassiliev og banda- ríska fræðimannsins Allens Wein- steins. Á árunum 1994-1996 fengu þeir aðgang að skjalasafni Utanrík- isnjósnadeildar Rússlands (SVR). Þessu safni mun nú hafa verið lokað. Heimildavinna að baki The Haunted Wood sýnist yfir gagnrýni hafin og bókin veitir einstaka innsýn í umsvif sovéskra njósnara í Banda- ríkjunum frá því snemma á fjórða áratugnum og fram til kalda stríðs- ins. Margar sögur og misáhugaverð- ar eru þar sagðar og óneitanlega vekur athygli hversu auðvelt útsend- urum Sovétmanna reyndist í raun að starfa í Bandaríkjunum, einkum á fjórða áratugnum. Mesta athygli vekja þó upplýsing- ar, sem annars vegar snerta frægt njósnamál, sem kennt er við Alger Hiss og hins vegar kjarnorkunjósnir Sovétmanna í Bandaríkjunum. Hiss var starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna á fjórða og fimmta áratugnum og tengdist mál hans móðursýkislegum kommúnistaveið- um í Bandaríkjunum. Hiss, sem sat í fangelsi í þrjú ár, hélt jafnan fram sakleysi sínu en mál hans færðu sér í nyt ekki ómerkari stjórnmálamenn en Richard M. Nixon, sem síðar átti eftir að verða forseti Bandaríkjanna. Áratugum saman deildu menn hart um sekt eða sakleysi Hiss, sem lést 1996. Sovésku skjölin virðast taka af allan vafa um að Alger Hiss var njósnari á vegum leyniþjónustu Rauða hersins (GRU). Skjölin veita einnig fyllri upplýs- ingar um kjarnorkunjósnir Klaus Fuchs og Rosenberg-hjónanna, sem guldu fyrir svikin með lífi sínu. Óhætt virðist að ætla að sök Ethel Rosenberg hafi verið lítil ef nokkur. The Haunted Wood er vandað fræðirit, sem fyrst og fremst hentar þeim, er djúpan áhuga hafa á við- fangsefninu. Skemmtigildi bókarinn- ar fyrir lesendur, sem ekki eru þann- ig innréttaðir, er lítið. Forvitnilegar bækur Ásgeir Sverrisson Gömul leyndarmál The Haunted Wood – Soviet Espionage in America – The Stalin Era eftir Allen Weinstein og Alex- ander Vassiliev. The Modern Libr- ary gaf út árið 2000. 402 síður í pappírskilju. Verð í Máli og menn- ingu 1.865 kr. ÓLYMPÍULEIKARNIR í Berlín 1936 eru mörgum minnisstæðir og eflaust hafa flestir þá rómantísku mynd í huga er blökkumaðurinn Jesse Owens sýndi Hitler fram á að allt tal um yfirburði „aría“ væri bull eitt. Þegar rýnt er í söguna, eins og Susan D. Bachrach gerir í bókinni The Nazi Olympics: Berlin 1936, kemur þó í ljós að sigur Owens varð ekki til að breyta einu eða neinu og að Ólympíuhreyfingin lét ginnast af áróðursmeisturum nazista og færði þeim á silfurfati færi á að halda mestu áróðurssýningu seinni tíma. 1931 ákvað alþjóða Ólympíu- nefndin að Ólympíuleikarnir 1936 yrðu haldnir í Þýskalandi. Sú ákvörðun var, að því kemur fram í bók Susan Bachrachs, tekin til að sýna fram á að Þýskaland hefði verið tekið í sátt eftir heimsstyrjöldina fyrri og að auki til að heiðra þýska íþróttafrömuði, þá Theodor Lewald og Carl Diem, sem höfðu lengi barist fyrir því að leikarnir yrðu í Þýska- landi. Enginn sá fyrir það sem gerð- ist 1933 þegar Hitler og hyski hans komst til valda í Þýskalandi. Flestir áttu von á því að hinn nýi herra Þýskalands myndi afþakka leikana, enda höfðu nasistar haft horn í síðu þeirra og kallað leikana í Los Angeles 1932 „illræmda júðahá- tíð“. Áróðursmeistarinn Joseph Goebbels sá þó að út úr leikunum mætti hafa mikla kynningu fyrir hið nýja Þýskaland, aukinheldur sem þeir myndu færa ríkinu erlendan gjaldeyri sem var af skornum skammti. Hitler kallaði því Lewald á fund og lýsti því yfir að ríkið myndi styðja leikana og veita til þeirra fé til að þeir yrðu sem glæsilegastir. Lew- ald fékk þó ekki að vera lengi við stjórnvölinn, því liður í því að leik- arnir yrðu haldnir var að þeir yrðu til að sýna fram á glæsileika „aría“ og þar sem Lewald var af gyð- ingaættum var honum bolað úr stjórn og menn hollir Hitler tóku til við að velja íþróttamenn af „réttum“ kynstofni til að keppa fyrir Þýska- land. Í framhaldi af þessu var gefin út tilskipun um að gyðingar mættu ekki lengur keppa á mótum eða æfa með „aríum“ og margir fremstu íþróttamenn Þjóðverja leituðu fyrir sér í öðrum löndum, helst Bretlandi og Bandaríkjunum, eða hættu íþróttaiðkun. Á skjön við ólympíuhugsjónina Útskúfun þýskra gyðinga frá íþróttaiðkan og þar með frá Ólymp- íuleikunum þótti mörgum víða um heim á skjön við ólympíuhugsunina og þær raddir urðu háværar vestan hafs um að Bandaríkjamenn ættu að sniðganga leikana. Ekki bætti úr skák þegar Carl Diem var einnig vikið úr Ólympíunefnd Þýskalands, vegna þess að afi konu hans var gyð- ingur. Forseti bandarísku Ólymp- íunefndarinnar, Avery Brundage, ræddi það í viðtali að réttast væri að flytja leikana til annars lands þar sem menn hefðu í heiðri þá grunn- hugsun leikanna að allir menn væru jafnir. Þjóðverjar lýstu því þegar yf- ir að allt væri þetta á misskilningi byggt, víst væru íþróttamenn af gyðingaættum að æfa fyrir leikana, og buðu Brundage til Þýskalands þar sem einn stjórnarmanna í al- þjóðaólympíunefndinni, Karl Ritter von Halt sá um að villa Brundage svo rækilega sýn að hann lýsti því síðar yfir að allt væri í besta lagi og óhætt að leyfa Þjóðverjum að halda leikana. Þess má svo geta að Halt, sem var háttsettur í nazistaflokkn- um og herforingi SA-sveita nazista, varð síðar meðal helstu frammá- manna alþjóða Ólympíunefnd- arinnar í skjóli forseta ráðsins sem síðar varð Avery Brundage. Íþróttamenn af gyðingaættum draga sig í hlé Í The Nazi Olympics: Berlin 1936 kemur glöggt fram að ráðamenn vestan hafs áttuðu sig á því að Þjóð- verjar væru að nota sér leikana í áróðursskyni og þó Roosevelt forseti hafi ekki skipt sér af störfum banda- rísku Ólympíunefndarinnar, sem hafði notið sjálfstæðis í fjörutíu ár, vekur athygli að hann neitaði að hringja í ólympíufarana, að kveðja þá og að taka þátt í útvarpsútsend- ingu þegar lagt var upp til Þýska- lands. Hann bauð ekki heldur ól- ympíuförunum til Hvíta hússins eftir heimkomuna þrátt fyrir óskir Ólympíunefndarinnar. Fjölmargir íþróttamenn af gyð- ingaættum gáfu ekki kost á sér í ól- ympíulið þjóða sinna eða drógu sig út úr þeim eftir að mönnum varð betur ljóst hvernig komið var fram við gyðinga í Þýskalandi. Litir íþróttamenn vestan hafs voru aftur á móti spenntari fyrir því að fara, enda var ekki eins mikið rætt um of- sóknir nazista gegn blökkumönnum, sem voru fáir í Þýskalandi á þessum tíma. Aðstæður þeirra heima fyrir voru heldur ekki til að hrópa húrra fyrir, því þar voru þeir kúgaðir, víða útskúfaðir og áttu erfitt uppdráttar í íþróttum vegna kynþáttahaturs. Margir frjálslyndir blaðamenn urðu líka til þess að benda á þá hræsni sem fælist í því að vilja berjast fyrir réttindum íþróttamanna af gyðinga- kyni, en láta afskiptalausa engu minni kúgun heimafyrir. Áróðursmaskína á hámarksafköstum Þýska áróðursmaskínan var keyrð á hámarksafköstum frá því nokkrum vikum fyrir leikana og fram yfir þá. Allir fjölmiðlar voru ritskoðaðir af mikilli hörku og ströng fyrirmæli um hvaða orðum menn nefndu hlutina. Þannig var bannað að minnast einu orði á þá tvo þýsku þátttakendur sem voru ekki af „réttum“ kynþætti og þess gætt að ekki væri getið um litarhátt bandarísku íþróttamann- anna. Þýskaland vann gríðarlegan áróð- urssigur á Ólympíuleikunum 1936 að því Bachrach segir. Hún segir í bók sinni að þó flestir telji í dag fræki- lega sigra Jesse Owens hafa orðið Hitler og hans mönnum áfall, var það öðru nær. Á næstu árum for- hertust nazistar enn í kynþátta- fordómum sínum og nýttu sér Ól- ympíuleikana út í ystu æsar til að villa fyrir heiminum á meðan þeir undirbjuggu útrýmingarherferð af kostgæfni. Þegar Jesse Owens sneri heim til Bandaríkjanna var allt þar með sama hætti og þegar hann fór austur um haf. Öllum hetjunum úr ólympíuliði Bandaríkjanna voru boðnir kvikmyndasamningar í Hollywood, nema þeim þeldökku. Öllum voru boðnir auglýsingasamn- ingar, nema þeim þeldökku. Svo langt náðu fordómarnir að ekkert dagblað í suðurríkjum Bandaríkj- anna birti mynd af Jesse Owens. The Nazi Olympics: Berlin 1936 eftir Susan D. Bachrach fæst í Penn- anum Eymundsson og kostar þar 2.395 kr. Ólympíuleik- ar nasista Ólympíuleikarnir í Ber- lín 1936 voru mikill sig- ur fyrir stjórn Hitlers en að sama skapi ósigur ólympíuhugsjónarinnar, að því kemur fram í bók- inni The Nazi Olympics. „Æskan þjónar Foringjanum“: Veggspjald æskulýðsdeildar Nasistaflokksins sem hvatti til íþróttaiðkunar. Veggspjald vegna Vetrarólymp- íuleikanna 1940: Nasistum tókst að fá samþykki alþjóðaólympíu- nefndarinnar til að halda þá en hættu við af eðlilegum ástæðum. ÓLYMPÍULEIKARNIR Í BERLÍN 1936 VORU SIGUR FYRIR ÁRÓÐURSMASKÍNU HITLERS Hér gerir listamaðurinn David Low grín að því átaki nasista að hlífa gyðingum rétt á meðan Ól- ympíuleikunum stæði. Á þessari teikningu eftir Jerry Doyle er gefið í skyn að nasistar hafi svikið ólympíuhugsjónina en hún birtist í áróðursriti sem hvatti til þess að Bandaríkja- menn sniðgengu Ólympíuleik- ana í Berlín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.