Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 10

Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ E NGUM ætti að blandast hugur um að siðaboðskapur kristinnar trúar fel- ur í sér skilyrðis- lausa fórnfýsi gagn- vart náunganum. Við eigum að vera reiðubúin að koma öðru fólki til hjálpar hvar og hvenær sem er eins og brýnt er fyrir lesendum Biblíunn- ar. Fáar dæmisögur lýsa siðaboð- skap kristinnar trúar betur en frá- sögn Jesú af miskunnsama Samverjanum. Jesús sagði lögvitr- ingi frá því að maður nokkur hefði verið rændur og barinn á leiðinni frá Jerúsalem til Jeríkó. Á eftir honum kom prestur og sveigði fram hjá. Hið sama gerði Levíti skömmu síðar. Maðurinn lá dauðvona og hjálparlaus í vegarkantinum þar til þriðji mað- urinn átti leið um. Sá var Samverji, þ.e. frá landinu Samaríu, og aumkaði sig yfir manninn. „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni, sem féll í hendur ræn- ingjum?“ spurði Jesús. Lögvitring- urinn svaraði um hæl: „Sá sem mis- kunnarverkið gjörði á honum,“ og Jesús bað hann að fara út og gera slíkt hið sama. Kærleiksboðorðið hnígur í sömu átt. „Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálf- an þig.“ Að ógleymdri Gullnu regl- unni: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“, og hinum þremur guð- legu dyggðum trú, von og kærleika. Hvernig fólk raunverulega kemur fram hvert við annað í nútíma sam- félagi er annað mál. Ýmislegt virðist reyndar benda til þess að dvínandi vilji sé fyrir því meðal íslensku þjóð- arinnar að koma náunganum til hjálpar á opinberum vettvangi. For- vitnilegt er að spyrjast fyrir um ástæðurnar, hvað sé til ráða ef satt reynist og hvort byltingarkenndar samfélagsbreytingar hafi valdið því að siðaboðskapur kristinnar trúar hafi úrelst á 2000 árum. „Genovese-heilkenni“ Bandaríkjamenn vöknuðu upp af værum blundi við morðið á Kitty Genovese í íbúðarhverfi í New York árið 1964. Kitty veitti morðingja sín- um talsvert viðnám og hrópaði á hjálp í meira en hálfa klukkustund. Eftir að lögreglan kom á vettvang kom í ljós að um 40 manns höfðu heyrt neyðaróp hennar í nágrenninu. Þó hringdi enginn á lögregluna né kom Kitty til hjálpar. Eftir morðið var farið að nota orðið „Genovese- heilkenni“ yfir skeytingarleysi gagn- vart neyðarópum náungans. Sigurð- ur Kristinsson, lektor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, spyr hver sé ábyrgð sjónarvottanna. „Allir ættu að geta verið sammála um að ásjá- endurnir 38 brugðust skyldu sinni með því að hringja ekki á lögreglu. Allir voru þeir á öruggum stað inni í íbúðum sínum og þurftu ekkert að gera nema taka upp tólið. Ef það er í mínu valdi að bjarga mannslífi mér að áhættulausu, þá er það vitanlega skylda mín. Afskiptaleysi væri kannski ekki „siðferðilegt ígildi morðs“, eins og sumir siðfræðingar reyna að færa rök fyrir, en engu að síður ber ég greinilega einhverja ábyrgð á dauða manneskjunnar.“ Fleiri ólíklegri til að hjálpa Sigurður vekur athygli á því að sannað hafi verið að fólk sé líklegra til að hundsa neyð náungans ef það telji að aðrir viti um hana. Þessi órökvísi hafi verið skýrð með tvenn- um hætti og geti báðar skýringarnar verið réttar. „Annars vegar er bent á almenna tilhneigingu fólks til að reiða sig á viðbrögð annarra til að átta sig á aðstæðum sínum og hvern- ig bregðast skuli við þeim. „Betur sjá augu en auga“ eru sannindi sem við nýtum okkur stöðugt í daglegu lífi. Þetta virðist líka eiga við þegar við verðum vitni að einhverju sem mætti túlka sem neyðarkall. Ef aðrir verða vitni að því sama og bregðast ekki við eins og um raunverulegt neyðarkall sé að ræða er hætt við að niðurstaða okkar verði sú sama. Við treystum betur á túlkun hópsins en okkar eig- in. Stóri gallinn við þessa tilhneig- ingu er að sjálfsögðu sá að allir í hópnum eru í sömu aðstöðu; útkom- an verður því sú að hópurinn kemst sameiginlega að rangri niðurstöðu þó svo að hver og einn hefði komist að réttri niðurstöðu upp á eigin spýt- ur!“ segir hann. „Hin skýringin á að- gerðaleysi fjöldans er ákveðin rök- villa og tengist því að halda að ábyrgðin sé minni eftir því sem fleiri eru í sömu stöðu. Ásjáendurnir deila ekki með sér ábyrgðinni í þeim skiln- ingi að hver og einn beri 1/38 af þeirri ábyrgð sem hann bæri ef engum öðr- um væri til að dreifa – og ætti þá væntanlega að leggja fram 1/38 af fyrirhöfninni við að hringja á lögregl- una! Hver og einn ásjáandi ber fulla ábyrgð á afleiðingum aðgerðaleysis- ins, óháð því hvort ásjáendur eru fleiri eða færri.“ Afskiptaleysi Íslendinga Íslendingar urðu ekki fyrir ósvip- uðu áfalli og Bandaríkjamenn eftir að kona kærði karlmann fyrir nauðg- un skammt frá Reykjanesbraut í ágústmánuði árið 1998. Karlmaður- inn elti konuna uppi og hrinti henni á jörðina skammt frá bensínafgreiðslu Skeljungs í Kópavogi. Eftir að henni tókst að losa sig elti karlmaðurinn hana aftur uppi, hrinti henni út af vegkantinum og þröngvaði til sam- ræðis við sig. Eftir að fjölmiðlar greindu frá atburðarásinni vöknuðu upp spurningar um hvers vegna í ósköpunum enginn af ökumönnunum á Reykjanesbrautinni hefði gert sér grein fyrir því hvers konar alvara var á ferðum og komið konunni til hjálp- ar. Fjölmörg önnur dæmi eru um af- skiptaleysi almennings gagnvart náunganum bæði til sjós og lands. Skemmst er að minnast tveggja frétta í Morgunblaðinu og DV í ný- liðnum mánuði. Morgunblaðið sagði frá því að ökumaður nokkur hefði keyrt fram hjá bíl á hvolfi án þess að huga að því hvort slösuð manneskja væri í bílnum. Hann tilkynnti ekki um slysið fyrr en hann var kominn töluvert frá slysstað og gaf lögregl- unni ekki haldbetri upplýsingar en svo að tvo klukkutíma tók að finna bílinn. Sem betur fer reyndist öku- maður hans lítið slasaður. Sjónar- votturinn hefur væntanlega andað léttar enda refsivert, samkvæmt ís- lenskum lögum, að koma öðrum ekki til hjálpar í lífsháska. DV sagði frá því að Sómabáturinn Mardís VE hefði strandað austan Hjörleifshöfða um hádegi fimmtu- daginn 21. júní sl. Sómabáturinn Guðfinna VE hefði komið honum til hjálpar skömmu síðar. Hins vegar vildi ekki betur til en svo að tógið slitnaði svo kalla varð á frekari að- stoð. Óskar Kristinsson, skipstjóri Guðfinnu VE, segist í DV hafa vitað af öðrum bátum í nágrenninu og kall- að eftir aðstoð á venjulegum rásum. Enginn svaraði svo hann hringdi í netabát nokkru vestar. „Þeir voru bara með hundshaus og sögðust ekk- ert mega vera að því að gera neitt,“ er haft eftir Óskari í DV. Yfirborðsleg samskipti geta haft já- kvæðar hliðar Flestir viðmælendur Morgun- blaðsins leggja áherslu á að engar kannanir hafi verið gerðar á því hvort afskiptaleysi Íslendinga af náunganum hafi færst í vöxt á síð- ustu árum. Engu að síður segjast langflestir hafa á tilfinningunni að um ákveðna þróun í tengslum við uppbyggingu borgarsamfélags á suðvesturhorninu sé að ræða. Helgi Gunnlaugsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að ekki sé um stökkbreytingu að ræða. „Miklu frekar afleiðingar hægfara þróunar í átt frá dreifbýli til þéttbýlis. Sam- skiptin úti í dreifbýlinu einkennast af því að fólk hefur mikil samskipti við fáa og þekkir því jafnvel hvern ein- asta mann á svæðinu. Afleiðingarnar geta verið bæði jákvæðar og nei- kvæðar. Um leið og meiri líkur verða á því að fá hjálp frá náunganum get- ur afskiptasemin keyrt um þverbak. Samskiptin í borginni einkennast fremur af því að íbúarnir hafi yfir- borðskenndari samskipti við fleiri,“ sagði hann og viðurkenndi að óttinn við að verða sjálfur fyrir skakkaföll- um gæti stundum stuðlað að því að fólk hikaði við að koma öðrum til hjálpar. „Engu að síður er þyngra á metunum að borgarbúinn er einfald- lega ekki vanur því að vera alltaf að skipta sér af náunganum. Hann er hugsanlega á fullri ferð í bíl og verð- ur að gera upp við sig á augabragði hvort honum beri að hafa afskipti af einhverjum atburði eða ekki. Til- hneigingin er fremur til að álíta að ekki sé ástæða til afskipta, t.d. af því að hugsanlega sé um persónulegt uppgjör að ræða. Eins getur komið inn í myndina að manneskjan hafi áhyggjur af því að gera sig að fífli af því að ekki hafi verið ástæða til að hafast nokkuð að. Eftir að atburð- urinn hefur átt sér stað og búið er að raða öllum brotunum saman er svo auðvelt að hneykslast og benda á hver hefðu verið réttu viðbrögðin. Spyrja hvernig þjóðfélagið sé eigin- lega að verða. Ég held sjálfur ekki að almenningur sé að verða grimmari. Þjóðfélagið er einfaldlega að breyt- ast og mennirnir með og gleymum því ekki að yfirborðsleg samskipti geta haft sínar jákvæðu hliðar, t.d. er síður verið að hnýsast í einkalíf fólks.“ Skeytingarleysi ákveðin blinda Eins og fleiri segir Jón Kalmans- son heimspekingur erfitt að alhæfa hvort skeytingarleysi hafi aukist eða minnkað í samfélaginu. Hugsanlega hafi þróunin orðið mismunandi gagn- vart ólíkum hópum. „Freistandi gæti verið að álíta að skeytingarleysi gagnvart hópum eins og börnum hafi minnkað á undanförnum áratugum en það hafi t.d. aukist gagnvart fólki af erlendum uppruna. En skeyting- arleysi gagnvart fólki af erlendum uppruna kynni til dæmis að hafa ver- ið „ósýnilegra“ áður fyrr en það er nú. Og þótt til dæmis minni vinna barna nú til dags sé að margra dómi framför þá kann aukin vinna beggja foreldra um leið að koma niður á uppeldi barnanna.“ Jón minnir á að einn vandinn við að koma auga á og meta skeyting- arleysi sé sá að auðvelt sé að verða samdauna því. „Skeytingarleysi get- ur auðveldlega orðið „sjálfsagt“ án þess að við höfum velt því fyrir okk- ur,“ segir hann. „Þannig getur skeyt- ingarleysi verið ákveðin blinda sem erfitt er að uppræta. Þetta getur ver- ið sérstakt vandamál til dæmis þegar um er að ræða stéttir sem hafa það hlutverk að stuðla að velferð ann- arra. Menn geta orðið svo vissir í þeirri trú að þeir séu að gera öðrum gott að þeir gleyma að huga að því í hverju þessi velferð sé fólgin og hvernig sé best að stuðla að henni. Skeytingarleysi felur oft í sér ákveð- ið hugsunarleysi og verður áleitnara vandamál þegar við látum stjórnast af vana, flýti eða ótta. Það getur því verið ýmislegt í lífsháttum fólks og í gerð samfélagsins sem ýtir almennt undir skeytingarleysi, t.d. óhóflegt vinnuálag eða hraði í samfélaginu.“ Minni hjálpsemi í umferðinni Afskiptaleysi gagnvart náungan- um verður einna mest áberandi í um- ferðinni og á öðrum opinberum vett- vangi. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, segir að því miður virðist hjálpsemi ökumanna á undanhaldi í umferð- inni. „Þessi breyting er aðeins ein hliðin á stærri þróun í þjóðfélaginu. Rétt eins og í Bandaríkjunum er allt- af verið að predika fyrir fólki að skipta sér ekki of mikið af náungan- um. Að hjálparhönd geti breyst í ógnarhönd. Ég er ákaflega ósáttur við að fámenn þjóð eins og Íslend- ingar skuli ætla að feta í þessi fót- spor. Að vissu leyti skil ég samt ástæðuna, t.d. með tilliti til barna. Við búum í borgarsamfélagi og þurf- um að brýna fyrir börnunum okkar að ekki sé öllum treystandi. Aftur á móti ætti fullorðið fólk auðvitað að vera fullfært um að meta aðstæður og koma náunganum alltaf til hjálpar þegar nauðsyn krefur í umferðinni.“ Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarn- arfulltrúi VÍS, tekur undir það með Óla að hjálpsemi fari þverrandi í um- ferðinni. Þó vekur hún athygli á því að önnur mynd geti blasað við í ka- faldi og byl á veturna. „Vöðvastæltir karlmenn spretta nánast upp úr jörðinni og bjóðast til að draga hjálp- arvana fólksbílaeigendur upp úr sköflum – hvar sem er. Þarna fá hinir heittrúuðu jeppakarlar útrás sem mig grunar að hafi ekki aðeins með góðmennsku og hjálpsemi að gera heldur kann það líka að vera birting- armynd karlmennskunnar þar sem jeppinn með drifi á öllum og spili, og hvað þetta heitir nú allt saman, fær loksins tækifæri til að sanna ágæti sitt.“ Ragnheiður veltir því fyrir sér hvort að einhverju leyti megi rekja þróunina til þess að flestir ökumenn hafi yfir að ráða farsíma og geti hringt eftir aðstoð vegna bilana eða annars konar minniháttar vandræða. „Verst er auðvitað þegar virkileg neyð er annars vegar og enginn nem- ur staðar til að hjálpa. Þar er skemmst að minnast mannsins sem velti bíl niður snarbrattar skriður og gat við illan leik skriðið aftur upp á þjóðveginn. Hann reyndi að stöðva hvern bílinn af öðrum en án árang- urs. Menn tóku á sig sveig fram hjá honum og héldu sína leið. Hvers vegna? Þeir héldu að þarna væri kominn ölvaður gestur af sveitaballi sem væri að húkka sér far heim á leið.“ En hjálpsemin getur líka snúist upp í andhverfu sína. „Þau eru þekkt dæmin úti í hinum stóra heimi af mönnum sem leita uppi bilaða bíla við þjóðveginn til þess að geta boðið fram aðstoð. „Aðstoðin“ er síðan fólgin í því að ræna hina hjálparvana ferðalanga og skilja þá eftir í meiri vanda en áður.“ „Hræðsluáróður“ í gangi Jóna Hrönn Bolladóttir er mið- borgarprestur og þekkir vel til ástandsins í miðborginni að nætur- lagi um helgar. Hún segist hafa á til- finningunni að afskiptaleysi gagn- vart náunganum hafi færst í vöxt á síðustu árum. „Ég held að ein af ástæðunum sé ákveðinn hræðslu- áróður,“ segir hún. „Sem betur fer er enn talsvert algengt að náunganum sé rétt hjálparhönd í miðborg Reykjavíkur og þykir ekki frétt- næmt. Á hinn bóginn er vakin athygli á því ef ráðist er á þann hjálpsama. Með því eru send út skýr skilaboð um að fólk sé að hætta lífi sínu og limum með því að koma öðrum til hjálpar. Edrú fólk veigrar sér við að fara nið- ur í miðbæ en einmitt með veru þess þar fær miðborgin á sig betri blæ.“ Nútímamaður í Þekkt er sagan af því hvernig miskunnsami Sam- verjinn kom dauðvona ferðamanni til hjálpar á fá- förnum vegi í Gyðingalandi hinu forna. Anna G. Ólafsdóttir veltir því fyrir sér hvort miskunn- sömum Samverjum hafi farið fækkandi í íslensku borgarsamfélagi á síðustu árum. Ef satt reynist, hverju sé um að kenna og hvað sé til ráða? „Ég held sjálfur ekki að al- menningur sé að verða grimmari. Þjóðfélagið er einfaldlega að breytast og mennirnir með.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.