Morgunblaðið - 08.07.2001, Page 16

Morgunblaðið - 08.07.2001, Page 16
LISTIR 16 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er vel til fundið hjá Kjar- valsstöðum að bjóða Gretari Reyn- issyni að sýna á einum stað öll þau verk sem hann hefur sýnt síðan árið 1997 í mismunandi sýningarsölum í Reykjavík, og tvö ný verk að auki. Hér er um óvenju heilsteypta sýn- ingu að ræða þar sem öll verk sýn- ingarinnar eru í rökréttu samhengi hvert við annað enda eru þau öll að fást við það sama; að myndgera tím- ann á mismunandi hátt. Tímann þekkja allir enda er tím- inn og sá einstaki eiginleiki hans að líða stjórnlaust áfram, nokkuð sem við glímum öll við hvert á sinn hátt. Myndlistarmenn þekkja allir tíma- hugtakið og hjá þeim birtist tíminn í ólíkum myndum; tíminn til að búa til myndlist er ekki nógur, tíminn til að búa til myndlist er of mikill, tíminn mun leiða í ljós hvort að viðkomandi myndlistarmaður hlýtur verðskuld- aða viðurkenningu og tíminn af- greiðir sköpunarverk annarra sem fánýtt rusl sem samtíminn ofmetur. Þannig fer tíminn með menn og menn með tímann. Eitthvað af þessu síðasttalda gæti sjálfsagt átt við Gretar Reynisson en hann er myndlistarmaður sem hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að ganga til móts við tímann og beisla hann í sinni listsköpun. Í því samhengi verður þeim sem til þekkja í myndlistarheiminum óhjákvæmi- lega hugsað til Japanans On Kaw- ara og Íslendinganna Ómars Smára Kristinssonar og Birgis Arnar Thoroddsen svo dæmi séu tekin en allir hafa þeir unnið í sama anda og Gretar Reynisson gerir – skrásetn- ingu daganna á sjálfsævisögulegan máta. On skrásetur daga sem hann lifir, leiðir sem hann fer og fólk sem hann hittir, þennan daginn eða hinn, Ómar Smári teiknar myndir af blöð- um sem hann les, myndum sem hann skoðar og skráir drauma sem hann dreymir og Birgir Örn semur lag upp á sérhvern dag og leyfir gestum á sýningu að hlusta á alla tónlist sem hann hefur keypt um ævina, í einu. Gretar gerir þetta á sinn hátt, sýnir okkur m.a. blýants- teikningar á MDF-platta sem hann skiptir upp í flokkana dagsplatta, vikuplatta, mánaðarplatta og árs- platta sem á þá við hve langan tíma tók að gera hvern platta. Plattarnir sem hann teiknar á eru misstórir til að undirstrika tímann sem teikn- ingin tók. Þessi hluti sýningarinnar er veikasti hlekkurinn í annars skýrri hugmyndafræði sýningarinn- ar og verður að vissu leyti til þess að afvegaleiða áhorfandann. Ástæð- an er sú að teikningarnar eru allar mismunandi, ýmist hlutbundnar eða óhlutbundnar og svo virðist sem listamaðurinn leitist þarna við að setja fram listræna tjáningu innan hvers platta á meðan öll önnur verk á sýningunni þjóna heildarhug- myndafræði sýningarinnar með því að vera vélræn, köld og „minimal- ísk“ á allan hátt. Hér á ég við verkin 52 handklæði sem Gretar þurrkaði sér á á síðasta ári og geyma tilheyr- andi líkamsvessa listamannsins, 365 för eftir kaffibolla, 365 hvít, ílöng og dálítið sérkennileg brauð sem minna á brauðstangir frá Dominos pítsum og sjálfsmyndir þar sem myndlist- armaðurinn krumpar blaðið ofan á andlit sitt og nuddar svo blýants- dufti yfir. Uppsetning sýningarinnar er mjög vönduð og miðrými Kjarvals- staða hentar vel undir verkin ef litið er framhjá ónæði af völdum tónlist- ar og tals frá sýningu í næsta sal og því að rýmið er opið í báða enda. Ég veit ekki hvort að Gretar hef- ur hér fundið fjölina sína til æviloka, þ.e. skrásetningu tímans og eigin lífs, en ef svo er verður spennandi að fylgjast með. Sýningin er góð að því leyti að hún fær mann til að líta í eigin barm og skoða hvað maður er að nota tímann sinn í og minnir okk- ur á hve dýrmætur hann er. Sömu- leiðis vona ég að sýningin hafi þau áhrif á fólk að það sjái að endur- teknar athafnir hversdagslífsins geta orðið að listrænum gjörningi ef menn temja sér listrænt hugarfar en slíkt er öllum frjálst að gera þó þeir hafi ekki gengið í myndlistar- skóla. Óhætt er að blaða í gegnum teikningarnar á plöttunum, skoða „kaffidagbækurnar“ og fleiri verk og hvet ég fólk hér með til þess að gera það og komast þannig í nánara samband við listamanninn og hans horfna tíma. Að ná taki á tímanum MYNDLIST L i s t a s a f n R e y k j a v í k - u r , K j a r v a l s s t a ð i r Opið frá kl. 11-17. Til 19. ágúst. HUGMYNDAFRÆÐI GRETAR REYNISSON 12 kaffidagbækur, með 365 kaffi- förum, eitt á dag, 1/1. 31.12 1999. Þóroddur Bjarnason  ÞÓRODDUR Bjarnason er nýr myndlistargagnrýnandi við Morg- unblaðið. Þóroddur er fæddur árið 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vest- urlands, námi frá Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árið 1996 og CCA í Japan árið 1998. Þór- oddur hefur verið starfandi mynd- listarmaður frá árinu 1996 og haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga hérlendis og erlendis. Þóroddur var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1995-99. Hann starfar nú á Aug- lýsingastofunni Hvíta húsinu. Þóroddur er kvæntur Írisi Stef- ánsdóttur og eiga þau tvö börn, Styrkár og Lailu.  ANNA Sigríður Einarsdóttir hefur skrifað myndlistargagnrýni í Morgunblaðið frá áramótum. Anna Sigríður er fædd árið 1970. Hún lauk stúdensprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1990, út- skrifaðist með BA-próf í Lista- sögu og listfræði frá University of Essex 1994, með MA-próf í mið- aldahandritum frá Courtauld Institute í Lond- on 1996 og lauk námi í hagnýtri fjölmiðlun frá Há- skóla Íslands 1999. Hún starfaði við útgáfu MacMill- an’s Dictionary of Art 1994–1995, hjá forngripasölunni Spink & son í London 1996–1997 og átti sæti í stjórn Menningarnætur árið 1998. Anna Sigríður hefur starfað hjá Morgunblaðinu frá því árið 1999, fyrst sem blaðamaður og nú við út- litshönnun og þróunarvinnu. Nýir mynd- listargagn- rýnendur Anna Sigríður Einarsdóttir Þóroddur Bjarnason ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐ verður haldin í annað sinn á Siglufirði dagana 10. – 15. júlí. Hátíðin verður með svipuðu sniði og í fyrrasumar, er hún var haldin í fyrsta sinn. Boðið verður upp á tíu námskeið, bæði fyrir börn og fullorðna, en auk þess verða tón- leikar og aðrar uppákomur á hverj- um degi. Á miðvikudagskvöld verður lygavaka í bræðsluminjasafninu Gránu, þar sem helstu lygalaupar norðan heiða segja sögur, kveðnar verða vísur og sunginn fjöldasöngur. Kennarar á námskeiðum eru bæði innlendir og erlendir. Poul Høxbro og Miriam Andersen frá Danmörku kenna miðaldadansa og miðalda- söngva og Kristín Valsdóttir verður með námskeið einkum ætlað grunn- skólakennurum þar sem hún sýnir hvernig nýta má þjóðlög, þulur og kvæði í almennu skólastarfi. Hægt að læra að kveða Gunnsteinn Ólafsson kennir kórstjórum að fást við þjóðlagaútsetningar fyrir barnakóra og bland- aða kóra og Steindór Andersen kvæðamaður, sem hefur vakið athygli fyrir kveðskap við undirleik hljómsveitarinnar Sigur Rósar, leiðbeinir um rímnakveðskap. Námskeiðin verða ekki eingöngu tónlistarlegs eðlis heldur verður einnig kennt gamalt handverk og stunduð útivera. Þorgerður Hlöðversdóttir mun kenna jurtalitun og feðgarnir Davíð Jóhann- esson og Karl Davíðsson frá Egilsstöðum sýna gerð víravirkis íslenska þjóðbúningsins. Þá verður sýning á íslenska þjóðbúningnum og handverki sem tengist honum. Þeir, sem vilja njóta útiveru og fræðast um sögu og náttúru Siglufjarðar, geta slegist í för með Val- garði Egilssyni en hann er gjörkunnugur á þess- um slóðum. Leikir og leiklist fyrir börnin Mikil áhersla er lögð á að þátttakendur á Þjóð- lagahátíðinni taki börn sín með og því verður boðið upp á tvenns konar námskeið fyrir börn, þeim að kostnaðarlausu. Leiklistarnámskeið verður fyrir börn 10 – 12 ára í umsjá Theodórs Júlíussonar leikara og síðan verður leikjanámskeið fyrir 9 ára og yngri. Fjölbreyttir tónleikar verða á hátíðinni. Hátíðina setur þjóðlagahópurinn Embla og nor- ræni dúettinn Alba sem sérhæfir sig í miðalda- tónlist leikur einnig á hátíðinni. Þá spinna Sigurður Flosason saxófón- leikari og Gunnar Gunnarsson org- anisti út frá fornum sálmalögum, Sláttukvintettinn flytur þjóðlagaút- setningar eftir Jórunni Viðar og fleiri og nemendur á tónlistarnám- skeiðum sýna afrakstur námsins á þrennum tónleikum. Sérstakir há- tíðartónleikar verða í íþróttahúsinu laugardaginn 14. júlí að ógleymdri þjóðlagamessu daginn eftir. Grundvöllur fyrir hátíð árlega Gunnsteinn Ólafsson fram- kvæmdastjóri Þjóðlagahátíðarinnar segir forsögu hátíðarinnar þá að árið 1998 hafi verið haldin þjóðlagahátíð á Akureyri. „Ætlunin var að halda aðra hátíð tveimur árum seinna í Kópavogi en ekk- ert gat orðið af því. Þegar við stofnuðum Félag um Þjóðlagasetur Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði haustið 1999 var þess farið á leit við félagið að haldin yrði þjóðlagahátíð fyrir norðan enda hafði bærinn lýst yfir áhuga sínum á að halda minningu Bjarna Þorsteinssonar þjóðlagasafnara og prests á Siglufirði í heiðri með slíkum hætti.“ Gunnsteinn segir hátíðina í fyrra hafa gengið mjög vel. „Við ákváðum þá strax að halda hátíðina aftur nú. Að- sókn að námskeiðum er svipuð nú og í fyrra og ég vona að aðsókn að tónleikum verði ekki síðri. Ef þetta tekst getum við sýnt fram á að það sé grund- völlur fyrir því að halda svona hátíð árlega.“ Lygasögur á undanhaldi Gunnsteinn segir bæjarbúa á Siglufirði taka mjög mikinn þátt í hátíðinni og að helmingur þátt- takenda á námskeiðum séu bæjarbúar. „Siglu- fjörður er vel í sveit settur. Þar eru bæði til marg- ar þjóðsögur og sagnir; náttúran er mjög falleg og gönguleiðir skemmtilegar. Við bjóðum upp á nám- skeið sem sameinar allt þetta. Upphaflega hélt ég að svona útivistarnámskeið myndi henta mökum þeirra sem sæktu önnur námskeið en mér til mik- illar ánægju og undrunar verða það mest Siglfirð- ingar sem sækja það. Siglfirðingar vilja fræðast um umhverfi sitt. Annars er það yfirlýst markmið félagsins okkar að einblína ekki aðeins á tónlistina heldur einnig á fleiri þætti þjóðlegrar menningar og sérstaklega það sem á undir högg að sækja. Ég bendi sérstaklega á lygavökuna; þeirri þjóðlegu mennt að segja skreytisögur hefur farið aftur.“ Gunnsteinn segist hafa mikinn áhuga á sam- starfi við fleiri í þjóðlega geiranum og bjóða fleir- um að halda sjálfstæð námskeið á næstu hátíðum. „Við erum opin fyrir því að gera Þjóðlagahátíðina á Siglufirði að opnum vettvangi þeirra sem vilja rækta íslenska menningu.“ Siglufjarðarbær hefur sýnt hátíðinni mikinn velvilja og stórhug að sögn Gunnsteins. „Þetta er ekki stórt bæjarfélag. Samt hefur bærinn veitt okkur öflugan fjárstuðning til að kaupa hús Bjarna Þorsteinssonar undir Þjóð- lagasetrið og bærinn hefur einnig styrkt Þjóð- lagahátíðina bæði í fyrra og núna. Siglufjörður er orðinn heimili íslenska þjóðlagsins. Auk þess vilj- um við vekja athygli á því að við eigum ákveðin verðmæti í sögu okkar og menningu sem eru alveg þess virði að þeim sé gaumur gefinn.“ Námskeiðin kosta kr. 10.000 og aðgangur að tónleikum kr. 1000. Hægt er að fá sérstök afslátt- arkort á alla viðburði hátíðarinnar. Barnanám- skeiðin eru ókeypis fyrir börn þátttakenda. Hátíð- in er haldin með tilstyrk menningarborgarsjóðs, Siglufjarðarbæjar og menntamálaráðuneytisins. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu hátíðarinnar á www.siglo.is/festival2001. Þjóðlagahátíð á Siglufirði hefst næstkomandi þriðjudag Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Síldarminjasafnið á Siglufirði. Saltað verður á planinu á Þjóðlagahátíðinni. „Vettvangur þeirra sem vilja rækta þjóðlega menningu“ Gunnsteinn Ólafsson Í BORÐSTOFU Hússins á Eyrar- bakka stendur yfir sýningin Tikk tikk Takk takk – frá Bakkaúrum til Borgundarhólmsklukku. Á sýningunni gefur að líta gamlar klukkur og gömul úr í eigu safnanna á Eyrarbakka, s.s. vasaúr, arm- bandsúr, úrfestar og gamla skips- klukku. Sýningin er opin á af- greiðslutíma safnanna á Eyrarbakka kl. 10–18 alla daga vikunnar og stendur fram á haust. Gamlar klukkur í Húsinu  KIRKJURITIÐ er komið út. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir tek- ur fyrir hefðbundna sýn kristinnar siðfræði á kynlíf og kynferði og gagnrýnir hana útfrá sjónarhóli kristinna femínista. Fjallað er um hin ýmsu verkefni kirkjunnar á sviði sálgæslu í greinum eftir sr. Braga Skúlason, Má Viðar Másson sálfræð- ing og Einar Arnalds rithöfund. Þá er grein eftir Þorkel Ágúst Ótt- arsson um upphaf og endi spá- kvenna í Gamla testamentinu og við- tal við dr. Einar Sigurbjörnsson um Kristilegan barnalærdóm Helga Hálfdanarsonar sem kom út í lær- dómsritröð bókmenntafélagsins sl. haust. Þá er í ritinu ritdómur dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar um rit- verkið Kristni á Íslandi sem Alþingi Íslendinga gaf út vorið 2000. Útgefandi er Prestafélag Íslands. Ritstjóri Kirkjuritsins er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kirkjuritið kemur út þrisvar á ári og fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Rit ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.