Morgunblaðið - 08.07.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.07.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 27 TILBOÐ ÓSKAST í Jeep Wrangler árgerð 1997, vél 4 cyl. 2,5 lt. m/blæju (ekinn 49 þús. mílur), Kia Sportage 4x4 árgerð 1999 (ekinn 13 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 10. júlí kl. 12-15. 14 SÆTA RÚTA Tilboð óskast í 14 sæta Ford Econoline Super Club rútu árgerð 1992. NORTHWESTERN FLUGVÉLATÖGGUR Ennfremur óskast tilboð í Northwestern flugvélatögg árgerð 1968, sem er í heillegu standi. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA Á AKRANESI voru þrír drengir sem unnu fyrir hönd síns bekkjar, 7. HE í Brekkubæjarskóla. Það voru þeir Sigurður Kári Ásbjörnsson, Viðar Engilbertsson og Örnólfur Þorleifsson. Þeir útbjuggu vegg- spjald þar sem fram koma ýmsar gagnlegar og skemmtilegar upplýs- ingar um Færeyjar auk mynda. Hópurinn vann verkið undir dul- nefninu „Dansandi geitur – fljúg- andi kýr“. Hrönn Eggertsdóttir, umsjónarkennari bekkjarins, fylgir bekknum til Færeyja. Hún segir þátttöku nemenda sinna í verkefna- vinnunni hafa verið mikla og góða. „Úr okkar bekk fóru fimm verkefni og þar af komust þrjú í úrslit,“ sagði hún. Hrópað húrra Að mati Hrannar hafa nemend- urnir grætt mikið á verkefnavinn- unni. „Þau veltu Færeyjum mikið fyrir sér, lágu yfir upplýsingum og höfðu mikinn áhuga á efninu. Þau voru samt alveg róleg og höfðu eng- ar sérstakar væntingar um sigur,“ sagði hún og bætti við að gleðin hefði verið mikil þegar tilkynnt var um úrslitin. „Þeir eru hetjur í bekknum, blessaðir strákarnir, og búið að hrópa húrra fyrir þeim og klappa.“ Hrönn segir að krakkarnir hafi unnið verkefnin sjálfir að mestu. „Mér finnst gott að þau fengu sjálf að ákveða hvernig verk- efnin áttu að vera. Það var um margar leiðir að velja, t.a.m. máttu þau ráða hvort þau ynnu ein eða í hópum,“ sagði hún og bætti við að ávinningurinn væri þannig marg- þættur með áherslu á sjálfstæði í vinnubrögðum og samvinnu auk þekkingarinnar sem þau hefðu viðað að sér. Örnólfur tekinn tali Blaðið náði tali af Örnólfi Þor- leifssyni, einum drengjanna í vinn- ingshópnum frá Akranesi. Hann sagði heiti hópsins, Dansandi geitur – fljúgandi kýr, bara hafa oltið upp úr þeim piltunum. „Æ, þetta var bara eitthvað upp úr honum Viðari, örugglega bara út í loftið,“ sagði hann. Að hans mati gekk vel að vinna verkefnið og dró frekar úr því að mikil vinna hefði farið í það. „Við fórum á Netið og á bókasafnið til að leita að upplýsingum. Svo fluttum við gögnin bara yfir í Word og skrif- uðum niður,“ sagði hann um hvar þeir drengir hefðu leitað fanga og hvernig verkefnið var unnið. Fá kannski skerpukjöt Örnólfur sagði bekkinn hafa glaðst mjög yfir fregnunum um fyrirhugða Færeyjaför og blásið hefði ver- ið til hátíðar í tilefni af því. „Kennarinn bauð öllum í pitsuveislu og svo fengum við ís á eftir,“ sagði hann. Örnólfur sagði að hann og allur bekk- urinn, utan kannski eins drengs sem oft hefði farið til Færeyja áður, hlökkuðu mikið til fararinnar. „Við gistum hjá krökk- unum sem eru í skóla þar og svo verður örugglega farið í ferðir líka. Svo fáum við kannski að smakka skerpukjöt,“ sagði Örnólfur og bætti við að lokum að tungumálið myndi örugglega ekki vefjast fyrir honum því hann hefði einu sinni haft Færeyinga fyrir nágranna og hefði alveg skilið það sem þeim fór á milli. Dansandi geitur – fljúgandi kýr frá Akranesi Sigurður Kári Ásbjörnsson, Örnólfur Þorleifsson og Viðar Engilbertsson kölluðu hópinn sinn Dansandi geitur - fljúgandi kýr. Veggspjaldið góða sem drengirnir þrír úr 7. HE í Grundarskóla unnu. VINNINGSVERKEFNIÐ úr grunnskóla Eskifjarðar hefur þá sérstöðu að vera unnið af einum nemanda, Herdísi Huldu Guðmanns- dóttur, sem með sigrinum kom öllum bekknum sínum til Færeyja. Hún skilaði inn litlu forriti sem sýnir heimasíðu sem hún bjó til með margvís- legu efni um eyjarnar. Róbert Haraldsson, um- sjónarkennari bekkjarins, segir alla í bekknum hafa tek- ið þátt í keppninni, ýmist með einstaklings- eða hópverkefn- um. „Þau eyddu þónokkrum tíma í þetta og mikill áhugi var fyrir hendi, enda er þetta mikill keppnisbekkur.“ Hann segir jafnframt að öll þessi verkefnavinna skili sér vel í auknum áhuga á viðfangsefn- inu meðal nemendanna. „Það er líka mikil ánægja með að fá að fara í þessa ferð í bekknum og krakkarnir hlakka mikið til. Þetta er spennandi, ég held að Herdís hafi hringt í mig tíu sekúndum eftir að hún fékk bréfið með úrslitunum,“ sagði Róbert. Bjó sjálf til heimasíðu Herdís Hulda skilaði verki sínu á tölvudiski undir dulnefninu C. Hún segir að mikill tími hafi farið í að út- búa verkefnið og skaut hún á 48 vinnustundir í það heila. Herdís skrif- aði síðuna sjálf og notaði til þess HTML-kóða. Hún segir að mikill tími hafi farið í að vinna með myndirnar á síðunni. „Ég þurfti að gera litlar myndir og síðu með stórum myndum. Svo þurfti ég stundum að breyta þeim í „gif“ myndir og síðan í „jpg“ aftur,“ sagði Herdís. Síðurnar segist hún hafa skrifað að mestu í Notepad og að hluta með FrontPage, svo seg- ist hún hafa notað Paint Shop Pro í myndvinnsluna. Æfir fótbolta í Neskaupstað „Ég skannaði inn myndir sem pabbi átti síðan hann fór í skóla- ferðalag til Færeyja og síðan lét vin- kona mín mig hafa nokkrar myndir frá því að hún fór til Færeyja og svo náði ég í nokkrar á Netinu,“ sagði Herdís Hulda. Þá sagði hún að pabbi hennar hefði átt forrit (WebExe) sem tók allar síðurnar og breytti þeim í skrá sem fara mætti með hvert sem er og skoða í tölvu án þess að vera með netvafra eða tengingu við Netið. Herdís segist vera búin að heyra í flestum bekkjarfélögum sínum og að þeir séu mjög ánægðir með þróun mála. „Ég hitti þau samt ekki svo agalega mikið núna meðan ég er í sumarfríi, eða ekki strákana sko,“ segir hún en bætir við til skýringar að hún æfi fótbolta á Norðfirði og þess vegna hitti hún þá minna en ella. C úr sjöunda bekk grunnskóla Eskifjarðar Herdís Hulda skilaði verkefni sínuá tölvudiski en hún bjó til heima-síðu um Færeyjar. Herdís Hulda í garðinum heima hjá sér á Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.