Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 28

Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 28
28 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8. júlí 1945: „Lögreglan er altof tómlát og aðgerðalítil á götum borg- arinnar. Hún lætur viðgang- ast, að bílar hafi stöður á gangstígum, svo að vegfar- endur neyðast til að fara út á akbrautir, til þess að komast áfram. Hún horfir daglega á, að bílar standi svo þjett í hin- um þröngu og miklu umferð- argötum Miðbæjarins, að vegfarendur geta blátt áfram ekki komist yfir götuna. Hitt að vita og allir bæjarbúar, að lögreglan sjest mjög sjaldan á hinum ýmsu götum úti um bæinn, en einmitt þar aka bílar þráfaldlega með miklu meiri hraða en leyfilegt og forsvaranlegt er.“ . . . . . . . . . . 8. júlí 1955: „Það er margrakin saga, að undir forystu Sjálfstæð- isflokksins og þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar, hefur verið lögð áherzla á þá stefnu í við- skiptamálum síðan heims- styrjöldinni lauk, að afla ís- lenzkum afurðum markaða sem víðast. Fyrir framtak þessara manna náðust við- skiptasamningar við Rússa í lok stríðsins og í utanrík- isráðherratíð Bjarna Bene- diktssonar jukust viðskiptin við margar þjóðir í Austur- og Mið-Evrópu að miklum mun. Rússar drógu hins- vegar að sér hendina um við- skipti um skeið, enda þótt mjög væri eftir þeim leitað að hálfu íslenzkra ráða- manna. Á árinu 1953 náðist þó sam- komulag við Rússa að nýju um áframhaldandi viðskipti. Var það samkomulag gert af hálfu Íslands undir forystu Bjarna Benediktssonar. Íslendingar vita sannleikann í þessum málum. Stefna Sjálfstæðisflokksins er þar skýrt mörkuð. Þeir vilja verzla við sem flestar þjóðir, hvort sem þær búa í austri eða vestri, og hvert sem þjóðskipulag þeirra er.“ . . . . . . . . . . 8. júlí 1965: „Það er knýjandi nauðsyn, að gerð verði alvarleg tilraun til þess að lækka bygg- ingakostnaðinn í landinu og í þeim efnum næst ekki veru- legur árangur, nema hagnýtt sé til fulls sú tækniþróun, sem orðið hefur á þessu sviði erlendis, en við Íslendingar höfum enn í of litlum mæli tekið upp.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKATTSVIK Í Morgunblaðinu í gær komfram, að kærum vegna skatt-svikamála hefur fjölgað síð- asta áratuginn. Á árabilinu 1987 til 1991 voru kærur samtals 10 og ákærur 6 en árið 2000 voru kær- urnar 24 og ákærurnar 15. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Jón H. Snorrason, sak- sóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, að þessa breytingu megi rekja til ársins 1993 en þá var embætti skattrannsóknarstjóra sett á stofn. Jón H. Snorrason telur ennfremur að fyrr á árum hafi ekki verið fyrir hendi nægileg þekking eða færni í skattkerfinu til þess að taka á skattsvikamál- um. Hann bætir við: „Það hefur verið uppi sú gagnrýni á yfirvöld, að skattsvik væru mikil en al- mennt væri ekki á þeim tekið. En gagnrýni af þessu tagi er eðlileg enda ólíðandi að einhverjir komist undan greiðslu opinberra gjalda.“ Þeim breytingum, sem orðið hafa á aðstöðu til þess að taka á skattsvikum, lýsir Jón H. Snorra- son með þessum orðum: „Nú starfar hjá okkur fjöldi sérhæfðra starfsmanna, bæði lögreglumenn og lögfræðingar og þá er von um, að starfsmönnum fjölgi á næsta ári.“ Þessi breyting er fagnaðarefni. Menn hafa alltof lengi komizt upp með að greiða ekki þá skatta sem lög mæla fyrir um til samfélags- ins. Þeir hinir sömu nýta sér engu að síður þá þjónustu, sem sam- félagið býður upp á og er greidd með skattpeningum. Þetta skapar auðvitað óþolandi mismunun með- al þjóðfélagsþegna. Miðað við þær aðstæður, sem nú ríkja á að vera hægt að ná tök- um á skattsvikum, hvort sem um er að ræða að vörzlusköttum, sem innheimtir hafa verið,sé ekki skil- að eða að um annars konar und- anskot frá skatti sé að ræða. Raunar segir Jón H. Snorrason um vanskil á söluskatti eða að virðisaukaskattur hafi ekki verið gerður upp: „Þetta var stærsti hluti skattaafbrota og svona var það í 10 til 15 ár. Þessum málum hefur sýnilega fækkað, sem er vísbending um að meðferð þess- ara mála hefur haft varnaðaráhrif en að sama skapi hefur málum, sem varða hrein skattsvik, fjölg- að, þ.e. þar sem menn eru með kerfisbundinni aðferð að halda hluta af starfsemi undan skatti.“ Fyrir mörgum áratugum voru skattsvik stunduð kerfisbundið vegna þess, að skattalög voru í augum almennings óréttlát. Það er löngu liðin tíð og ekki hægt að halda því fram með nokkrum rök- um að svo sé eða hafi verið alveg frá því að viðreisnarstjórnin kom á víðtækum umbótum í skattamál- um upp úr 1960. Reynslan sýnir hins vegar að ekki er hægt að lágmarka skatt- svik nema með hörðum viðurlög- um. Jón H. Snorrason segir m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þetta starf mun alltaf skila margfalt í tekjum þeim kostnaði, sem liggur í vinnulaunum og kostnaði við slíka starfsemi en dæmdar sektir í refsimálum vegna skattsvikamála hlaupa nú þegar á hundruðum milljóna króna.“ Til viðbótar skilar þetta starf augljóslega þeirri tilfinningu hjá þeim skattgreiðendum, sem borga sína skatta lögum samkvæmt, að þeir búi í sæmilega réttlátu þjóð- félagi, þar sem allir greiði til sam- félagsins eðlilegan hlut af sínum tekjum en ekki bara sumir. Í upplýstu samfélagi eins og okkar á það að vera eðlilegt og sjálfsagt frá sjónarhóli hvers borgara að greiða skatta af tekjum sínum enda fá þeir marg- víslega þjónustu í staðinn. L OKSINS, loksins, heyrðist víða þegar Slobodan Milose- vic, fyrrverandi forseti Ser- bíu, var loks framseldur til Stríðsglæpadómstólsins í Haag. „Þetta er farsi,“ sagði Milosevic sjálfur. Ef einhver einn maður ber sök á því hvernig málum er komið á Balkanskaga er það Milosevic og það hlýtur því að vera fagnaðarefni að hann hafi verið dreginn fyrir rétt þannig að höfuðpaurinn sé ekki stikkfrí á meðan undirsát- arnir eru látnir stikna. En um leið vakna ýmsar spurningar, ekki síst um réttvísina og hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. Þetta snýst ekki um vinnubrögð réttarins í Haag, enda eru þau í sam- ræmi við reglur réttarríkisins og allt gert til að tryggja að hinir ákærðu njóti sannmælis, heldur hitt að allir sitji við sama borð – að einum sé ekki refsað fyrir brot, sem næsti maður kemst upp með. Og menn hljóta að spyrja hvert umdæmi al- þjóðlegs dómstóls sé og hverjum hann eigi að standa reikningsskil. Skjóllausir ein- ræðisherrar Framsal Milosevic er hluti af þróun, sem átt hefur sér stað á und- anförnum árum í heiminum og bendir til þess að hinir ýmsu leið- togar og forsprakkar stríðsglæpa og mannrétt- indabrota geti ekki gengið að því vísu að þeir muni ekki þurfa að standa reikningsskil gerða sinna. Nærtækasta dæmið er Augusto Pinochet, fyrrverandi leiðtogi Chile, sem nú er í haldi í heimalandi sínu, en mátti um skeið dúsa í stofu- fangelsi á Bretlandi á meðan fjallað var um það hvort framselja ætti hann til Spánar. Einnig mætti nefna að í Senegal hefur Hissene Habre, fyrrverandi einræðisherra í Chad, verið kærður fyrir pyntingar, morð og ýmis önnur ódæðisverk í valdatíð sinni 1982 til 1990. Þá er ráðgert að stjórnvöld í Mexikó framselji Ricardo Cavallo til Spánar þannig að hann geti svarað til saka fyrir ákærur um pyntingar, mannrán og hryðjuverk í ofsóknum herforingjastjórnarinnar í Argentínu á hendur andstæðingum sínum. Í Perú hefur yf- irvöldum tekist að fá framseldan njósnaforingj- ann Vladimiro Montesinos, sem handtekinn var í Venesúela. Montesinos er gefið að sök peninga- þvætti, eiturlyfjamisferli, vopnasala og mann- réttindabrot. Yfirmanni hans, Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta, hefur hins vegar tekist að komast undan réttvísinni. Hann hefur fengið rík- isborgararétt í Japan og neita Japanar að senda hann aftur til Perú þrátt fyrir kröfu þar um vegna ásakana um spillingu, mannréttindabrot og tengsl við dauðasveit, sem Montesinos er gef- ið að sök að hafa stjórnað. Þótt fyrrverandi ein- ræðisherrar á borð við Idi Amin og Milton Obote lifi góðu lífi í útlegð og Saddam Hussein sitji öruggur á valdastóli, eru áhrif hugtaksins ótak- mörkuð lögsaga að koma í ljós og málum, sem höfðuð eru í þriðja landi og áður hefði verið talið óviðkomandi aðili, fjölgar jafnt og þétt. Þá er stríðsglæpadómstóllinn í málefnum gömlu Júgóslavíu ekki einsdæmi. Slíkum dóm- stól – einnig undir merkjum Sameinuðu þjóð- anna – hefur verið komið upp í Rúanda og til um- ræðu er að gera slíkt hið sama til að taka fyrir málefni Kambódíu og Sierra Leóne. Í þessum fjórum tilvikum hafa Bandaríkjamenn stutt stofnun sérstaks dómstóls, en stofnun alþjóðlegs glæpadómstóls hefur ekki hlotið sömu náð fyrir augum þeirra. Afbrot annarra og glæpir Mál Milosevic var ekki fyrr komið í há- mæli en ýmis önnur nöfn fóru að skjóta upp kollinum. Þegar Ariel Sharon heimsótti Bandaríkin fyrir rúmri viku kröfðust samtökin Human Rights Watch þess að hann yrði látinn sæta rannsókn vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni, þar sem hann hefði átt hlut að fjölda- morðum á Palestínumönnum í Líbanon fyrir 19 árum. Þessi krafa er ekki ósanngjörn í sjálfu sér, en samstundis komu fram efasemdir um að hún væri sett fram af heilindum og var látið að því liggja að pólitískar forsendur byggju að baki. Þátt Sharons í morðunum 1982 ætti að rannsaka vegna þess að menn hefðu andúð á þeim mark- miðum, sem hann nú hefði sett sér í embætti for- sætisráðherra. En Sharon er ekki einn á báti. Henry Kiss- inger var á Ritz-hótelinu í París í liðnum mánuði þegar lögregluþjónar komu á vettvang og hugð- ust afhenda honum stefnu um að mæta fyrir rétti og bera vitni næsta dag. Málinu var slegið upp á forsíðu Le Monde og tekið til þess að það hlyti að hafa verið með óþægilegri uppákomum á ferli Kissingers þegar hótelstjórinn þýddi fyrir hann kvaðninguna, sem hann reyndar sinnti ekki. Málið snýst um rannsókn á örlögum fimm franskra ríkisborgara í Chile í valdatíð Pino- chets. Á áttunda áratugnum tóku sjö einræð- isríki í Suður-Ameríku höndum saman um að elta uppi andstæðinga sína. Þau voru Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Ekvador, Paragvæ og Úrúgvæ og verkefnið var kennt við kondórinn. Komið hafa fram gögn, sem sýna að bandaríska leyniþjónustan vissi af þessu samstarfi og bendir ýmislegt til þess að Kissinger hafi verið í þeirri stöðu að hann hefði átt að vita hvað á gekk. Hann er enda ekki aðeins eftirsótt vitni í Frakklandi, heldur var greint frá því í fréttum frá Chile á fimmtudag að Juan Guzman dómari, sem stefnt hefur Pinochet, hafi hug á því að spyrja Kiss- inger rúmlega 50 spurninga um morðið á Charl- es Horman skömmu eftir að Pinochet rændi völdum árið 1973. Kissinger var þá utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Fjallað var um mál Hor- mans í kvikmyndinni Missing á sínum tíma og hefur ekkja hans höfðað mál, sem Guzman hefur með höndum að rannsaka. Nafn Kissingers hefur ekki aðeins komist í umræðuna vegna Suður-Ameríku. Einnig er tal- að um Asíu – Víetnamstríðið og sprengjuárás- irnar á Kambódíu. Kissinger átti vitaskuld ekki upptökin að Víetnamstríðinu. Þar voru forverar hans og Nixons á ferð. Robert McNamara, varn- armálaráðherra í stjórnum Johns F. Kennedys og Lyndons B. Johnsons, neitaði allt til 1995 að ræða þátt sinn í Víetnam, en birti þá endurminn- ingar þar sem kemur fram, að hvorki hann né Johnson töldu að Bandaríkin hefðu móralskan rétt í sprengjuherferðum sínum. Árið 1967 skrif- ar McNamara Johnson bréf þar sem hann segir: „Sú mynd, sem birtist af helsta stórveldi heims við þá iðju að myrða eða limlesta þúsund óbreytta borgara á viku á meðan verið er að berja litla útkjálkaþjóð til hlýðni vegna málefnis þar sem verðleikar eru ákaflega umdeildir, er ekki falleg.“ Þegar Kissinger kom til skjalanna ágerðust árásirnar enn og nægir þar að benda á auknar sprengjuárásir á Norður-Víetnam og Kambódíu, hlutlaust ríki, sem lagt var í rúst og gatan þar með greidd fyrir Pol Pot að komast til valda. Þeir, sem setja málin, í slíkt samhengi, spyrja hvers vegna menn á borð við McNamara og Kissinger njóti virðingar á alþjóðavettvangi á meðan Milosevic sé dreginn fyrir rétt. Kissinger sendir frá sér viðvörun Kissinger er ekki mik- ið gefinn fyrir hug- myndir um alþjóðleg- an glæpadómstól. Hann skrifar grein í nýjasta hefti tímarits- ins Foreign Affairs þar sem hann varar við því að stofna dómstól með ótakmarkaða lögsögu og segir að það verði að vera takmörk. „Vissulega hafa mannréttindabrot, stríðsglæpir, þjóðar- morð og pyntingar sett slíkan blett á okkar daga og það svo víða að tilraunir til að setja lagalegan grundvöll til að koma í veg fyrir eða refsa fyrir slík óhæfuverk eru talsmönnum þeirra til sóma,“ skrifar utanríkisráðherrann fyrrverandi, en bætir við: „Hættan liggur í því að gengið sé út í slíkar öfgar að sú hætta skapist að einræði dóm- aranna taki við af einræði ríkisstjórna; sagan sýnir að einræði hinna dyggðum prýddu hefur oft og tíðum leitt til rannsóknarrétta og jafnvel nornaveiða.“ Þegar Milosevic sat í réttarsalnum í vikunni lýsti hann yfir því að dómstóllinn hefði enga lög- sögu, engan trúverðugleika, og gegndi aðeins því hlutverki að veita „falska réttlætingu á stríðs- glæpum NATO“. Það ber greinilega ekki mikið á milli hans og Kissingers í afstöðunni til alþjóð- legs lagavalds. Peningar til höfuðs Milosevic Annað er sláandi við framsal Milosevic. Það er hlutverk pen- inga í framsali hans. 1,25 milljarðar dollara eða um 130 milljarðar króna héngu á spýtunni, þar af 181,6 milljónir dollara frá Bandaríkjamönnum, sem voru alger- lega háðar framsalinu. Í fyrirsögn á heimasíðu Der Spiegel var málinu einfaldlega stillt upp þannig að þetta fé, 1,25 milljarðar dollara, hefði verið sett til höfuðs Milosevic. Það var ekki fyrr en vesturveldin undir forystu Bandaríkjamanna sýndu mátt sinn og vald að Milosevic var látinn af hendi. Fareed Zakaria skrifaði í liðinni viku dálk í vikuritið Newsweek þar sem hann segir að mátt- ur og réttur sé ekki það sama. Hann nefnir að daginn áður en Milosevic var framseldur hafi annar mikilvægur viðburður átt sér stað í Haag, þegar Alþjóðadómstóllinn komst að þeirri nið-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.