Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.07.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 29 g g g g g urstöðu að Bandaríkin hefðu brotið alþjóðleg lög þegar Walter og Karl La Grand, báðir þýskir ríkisborgarar, voru teknir af lífi í Arizona árið 1999. Bandaríkjamenn eru bundnir af ákvæðum Vínarsáttmálans þar sem meðal annars er kveðið á um að erlendum föngum skuli gerð grein fyrir rétti þeirra til að leita hjálpar í sendiráðum ríkja sinna, en það var ekki gert. Um leið virtu Banda- ríkin að vettugi úrskurð réttarins þar sem farið var fram á að aftökunum yrði frestað. Þetta mál vakti mikla athygli í Evrópu þótt vart hafi verið eftir því tekið í Bandaríkjunum. „Ég heyri þegar fyrir mér reiðileg andmæli frá ráðamönnum í Washington: Hvaða erindi á dómstóll í Hollandi með að segja lýðræðislegri stjórn Bandaríkjanna hvað hún eigi að gera?“ skrifar Zakaria og heldur áfram: „Gott og vel, en hvað á dómstóll í Hollandi með að segja lýðræð- islegri stjórn Júgóslavíu hvað hún eigi að gera? Þar liggur togstreitan í utanríkisstefnu Banda- ríkjanna á okkar dögum. Bandaríkin vilja skapa heim algildra gilda, reglna og stofnana. En við þolum ekki þá staðreynd að þær nái til okkar ... Það er orðið ljóst að við verðum að taka afstöðu. Bandaríkjamenn verða að gera upp hug sinn um það í hvernig heimi þeir vilja lifa.“ Zakaria telur upp ýmis dæmi. Hann nefnir stuðning Bandaríkjanna við dómstóla í málefn- um gömlu Júgóslavíu, Rúanda, Kambódíu og Sierra Leone og bendir á að iðulega sé vísað í þjóðarétt, til dæmis þegar eignir Íraka hafa ver- ið frystar, er Manuel Noriega, leiðtogi Panama, var tekinn höndum, í Persaflóastríðinu, við hand- töku eiturlyfjasala og í málsóknum gegn hryðju- verkamönnum. Bandarískir dómstólar stefni iðulega erlendum stjórnmálamönnum og ráða- mönnum, fyrirtækjum og einokunarhringum. Engu að síður þráist Bandaríkjamenn við þegar greiða eigi gjöld til Sameinuðu þjóðanna eða undirgangast samkomulag um alþjóðlegan glæpadómstól, Kyoto-sáttmálann, bann við jarð- sprengjum og ýmsa aðra sáttmála og niðurstöð- ur, sem komi illa við þá. Stríðsglæparéttarhöld eru því marki brennd að fyrir þeim standa sigurvegararnir. Í stríðs- glæparéttarhöldunum í Nürnberg voru aðeins nasistar á sakamannabekknum. Bandamenn svöruðu ekki til saka þótt þýskir borgarar hefðu iðulega verið fórnarlömb sprengjuárása og næg- ir þar að nefna Dresden. Við getum líka litið á at- burði, sem standa okkur nær. Rússar hafa fram- ið hryllileg ódæðisverk í Tsjetsjníju þar sem engin virðing hefur verið borin fyrir lífi og eigum óbreyttra borgara og líf þeirra hiklaust lagt í rúst. Glæpirnir í Tsjetsjníju eru engu minna til- efni til réttarhalda en þau ódæðisverk, sem framin hafa verið í gömlu Júgóslavíu, hvort sem þar er um að ræða Króatíu, Bosníu, Kosovo eða nú Makedóníu þar sem stjórnarherinn beinir spjótum sínum iðulega að óbreyttum borgurum í stað vopnaðra skæruliða, hrekur þá af heimilum sínum og myrðir. Það þarf margt að breytast í heiminum áður en rússneskir hermenn og yf- irboðarar þeirra verða sendir til Haag og dregn- ir til ábyrgðar. Hvað sem öllu þessu líður væri hins vegar frá- leitt að fordæma það að Slobodan Milosevic skuli dreginn til ábyrgðar fyrir alþjóðlegum dómstóli. Ekki fá allir sekt, sem fara yfir á rauðu ljósi, en ekki er þar með sagt að enginn eigi þá að vera sektaður. Það er ekki krafa um að annaðhvort verði að dæma alla morðingja eða engan. Að sama skapi á Milosevic ekki að sleppa þótt Pútín gangi laus. Þá er rétt að taka fram að dómstóll- inn í Haag rannsakaði loftárásir NATO á Júgó- slavíu og komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að höfða mál, hvort sem það var rétt eða rangt, trúverðugt eða ótrúverðugt. Ekki einkamál ríkjanna á Balkanskaga Milosevic var í haldi þegar hann var fram- seldur og átti yfir höfði sér réttarhöld heima fyrir. Vestur- veldin vildu hins veg- ar að hann yrði sóttur til Haag. Fyrir því voru góðar og gildar ástæður og ber þar helst að nefna að átökin á Balkanskaga voru ekkert einkamál þeirra, sem hlut áttu að máli. Um leið og Atlantshafsbandalagið dróst inn í þau, reiddi fram fé og lagði líf í hættu skapaðist forsenda til að setja fram kröfu um að hlutast til um það hvernig málin yrðu til lykta leidd. Réttarhöldunum yfir Milosevic verður fram haldið seinna í sumar. Hingað til hafa aðeins her- menn, sem myrtu og nauðguðu, og herforingjar, sem gáfu þeim skipanir, verið sóttir til saka í Haag, en ekki stjórnmálamenn, sem bera ábyrgð að því leyti að þeir kyntu undir eða hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorð. Málið gegn Milosevic er eins og stendur einskorðað við morð Serba á nokkur hundruð manns í Kosovo, en víst er að bætt verður við kærum um þjóðarmorð vegna þjóðernishreinsana í Bosníu. Þar er byggt á kenningunni um ábyrgð stjórnandans, sem gengur út á það að hernaðar- eða stjórnmálafor- ingi hafi látið undir höfuð leggjast að grípa til að- gerða, sem voru nauðsynlegar og ætlast mátti til, til þess að koma í veg fyrir eða refsa fyrir glæpi, sem hann vissi að verið væri að fremja. Ljóst er að af hálfu Milosevic verður þegar tekið til við að andmæla setu dómara frá NATO-ríkjum í rétt- inum og verður þar hægt að vísa til þess að þegar breska lávarðadeildin fjallaði um Pinochet var Hoffmann lávarður dæmdur vanhæfur vegna tengsla við mannréttindasamtökin Amnesty Int- ernational. Sem dæmi um það hvað réttarhöldin eru viðkvæmt mál má nefna að þegar kæran á hendur Milosevic var lögð fram lýstu ríkisstjórn- ir bæði Grikklands og Rússlands yfir því að hún væri „pólitísk“ og fordæmdu hana. Dómstóllinn mun því þurfa að leggja hart að sér til að sýna fram á að hann sé yfir pólitík hafinn og spurning hvort það sé yfir höfuð hægt þar sem slíkur dóm- stóll er í raun pólitískur í eðli sínu. Fyrir nokkrum árum samþykktu 90 ríki að stofna alþjóðlegan glæpadómstól, sem hafa skyldi aðsetur í Haag. 60 þjóðir þurfa að stað- festa til að hann verði að veruleika og hefur rúm- lega helmingurinn gert það nú þegar. Í nokkrum tilfellum hafa lönd þurft að breyta eigin löggjöf eða stjórnarskrá um leið, meðal annars að svipta æðstu embættis- og valdamenn friðhelgi. Bill Clinton skrifaði undir, en kvaðst hvorki mundu senda sáttmálann um dómstólinn til þingsins né leggja það til við George W. Bush, eftirmann sinn, að hann gerði það. Eins og kom í ljós í máli Milosevic er dómstóllinn ekki mikils virði nema að valdamiklir aðilar standi að baki. En þar að baki er erfið mótsögn: án fulltingis valdamesta ríkis heims yrði alþjóðlegur dómstóll óvirkur, en með stuðningi þess er hætt við að skapist tor- tryggni um að hann verði aðeins pólitískt verk- færi. Um leið er ljóst að þörfin á því að stöðva þau ódæðisverk, sem framin eru um allan heim í nafni valdagræðgi, hefur sjaldan eða aldrei verið brýnni en í upphafi 21. aldarinnar. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Teigt úr sér við tjörnina. En þar að baki er erfið mótsögn: án fulltingis valda- mesta ríkis heims yrði alþjóðlegur dómstóll óvirkur, en með stuðningi þess er hætt við að skap- ist tortryggni um að hann verði aðeins pólitískt verkfæri. Um leið er ljóst að þörfin á því að stöðva þau ódæð- isverk, sem framin eru um allan heim í nafni valdagræðgi, hefur sjaldan eða aldrei verið brýnni en í upphafi 21. aldarinnar. Laugardagur 7. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.