Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 38

Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til söl u Garðyrkjustöð á Flúðum Eignin er 2.200 m² gróðurhús í tómatarækt. 2.000 m² plastgróðurhús í jarðarberjarækt. 170 m² pökkunarhús með kæliklefa. Íbúðarhús 141 m². Heildar brunabótamat eignar 53 millj. Eignin er í mjög góðu ástandi. Garðland til útiræktar ca 5.000 m². 250 m í skóla, verslun, sundlaug, íþróttahús og aðra þjónustu. Ráðgjöf við ræktun möguleg. Upplýsingar í síma 486 6632 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Nýkomið í sölu þetta fallega einbýlishús á þessum eftirsótta stað. Húsið sem er 172 fm, tvær hæðir og kjallari, er í góðu ástandi jafnt innan sem utan. Stofa, borðstofa, gott eldhús, 4 herbergi auk sjónvarpsherbergis. Flísar og parket á gólfum. Falleg ræktuð lóð með sólpalli. Eign í góðu viðhaldi m.a. endurn. gluggar, gler og rafmagn. Áhv. byggsj./húsbr. Verð 18,2 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Sogavegur 28, Reykjavík Opið hús í dag frá kl. 14-16                                        !  "  #$%  &! '' (!)     !'   '                       ! "   # ### urfélaga fyrir utan A. Karlsson, Thorarensen-Lyf, J.S. Helgason og Lyfjadreifingu. Góður hugur hefur verið í starfsmönnum vegna þessa og menn lagst á eitt við að reyna að auka verðmæti kaupréttarins og þar með hag félagsins. Við fréttir um framgang meirihluta stjórnar telja margir starfsmenn sig hafa verið svikna og verið sé að gera kaupréttarsamninga þeirra einskis virði. Einnig eru margir starfsmenn uggandi um störf sín vegna þess skaða sem verið er að vinna félag- inu. Ekki þarf að fjölyrða um af- stöðu starfsmanna A. Karlsson, Thorarensen-Lyf, J.S. Helgason og Lyfjadreifingar þar sem afstaða starfsmanna gegn kaupum á Frum- afli ehf. er enn harðari. Hætta er á að um atgervisflótta starfsmanna verði að ræða frá samstæðunni sem hún má síst við. Nýlega skipti Lyfjaverslun um viðskiptabanka með það fyrir aug- um að fá sem best kjör við fjár- mögnun á þeim fjárfestingum sem félagið hefur lagt út í síðustu mán- uði. Eftir þessar fjárfestingar er Lyfjaverslun talsvert skuldsett fyr- irtæki og því nauðsynlegt að félagið njóti trausts hjá lánardrottnum. Ef kaup á Frumafli ganga eftir er auð- séð að þetta traust bíður verulegan hnekki og þar með vaxtakjör og af- komumöguleikar félagsins. Sam- hliða lánsfjármögnun var gert sam- komulag við Búnaðarbanka Íslands um hlutafjárútboð næsta haust að andvirði 700 milljónir króna. Hlutafjárútboðið var hluti af fjár- mögnun vegna kaupa á Thoraren- sen-Lyf og A. Karlsson. Slíkur samningur um fjármögnun er ein af forsendum seljenda Thorarensen- Lyf fyrir sölunni á félaginu. Eftir því sem ég heyri er almennt hlutafjárútboð eftir kaup á Frum- afli ehf. nánast óhugsandi. Fjár- mögnun félagsins er þannig komin í óvissu. Það gildir það sama um hluta- bréfaútboð og hlutabréf núverandi hluthafa. Álit almennings og fjár- festa á kaupum á Frumafli ehf. er á þann veg að ekki er líklegt að fjár- festar fáist til að kaupa bréf í félag- inu. Verðmæti hluthafa í félaginu Lyfjaverslun og eru algerlega and- snúnir framferði meirihluta stjórn- ar félagsins varðandi kaup á Frum- afli ehf. Ef ekki tekst að vinda ofan af því er ljóst að verulega verður á brattann að sækja gagnvart mörg- um af helstu viðskiptavinum félags- ins. Jafnframt er það ljóst að sumar heilbrigðisstofnanir og önnur öldr- unarheimili munu líta Lyfjaverslun sem samkeppnisaðila og leita leiða til að beina viðskiptavinum sínum annað. Meginhluti starfsemi Lyfjaversl- unar er deifing á lyfjum og heil- brigðistengdum vörum fyrir ýmsa framleiðendur og birgja, bæði inn- lenda og erlenda. Þegar hafa slíkir aðilar lýst yfir áhyggjum af þessu máli. Til að mynda hefur sú at- hugasemd verið viðruð að það sam- ræmist ekki markmiðum umræddra birgja að láta félag sem ekki nýtur velvildar á íslenskum heilbrigðis- markaði sjá um dreifingu sinna vara þar sem það muni koma niður á sölu. Það er ljóst að ef samkeppn- isstaða Lyfjaverslunar versnar vegna viðhorfa yfirvalda og við- skiptavina til félagsins mun félagið að öllum líkindum missa ýmis um- boð sem það hefur í dag. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða skaða það gæti valdið félaginu ef sumir af okkar stærstu birgjum sæju sig knúna til að færa viðskipti sín til annars félags vegna þessa máls. Samstæðan Lyfjaverslun Íslands hf. og dótturfyrirtæki býr yfir stórum hópi hæfs starfsfólks. Í fáum félögum á orðatiltækið „fólk er fyrirtæki“ betur við þar sem við- skiptasambönd við birgja og við- skiptamenn byggjast að stærstum hluta á persónulegum samskiptum. Eins og mál hafa þróast finnst nán- ast öllum starfsmönnum að meiri- hluti stjórnar félagsins gæti hvorki hagsmuna félagsins, starfsmanna né hluthafa. Þess ber sérstaklega að geta að undirritaðir hafa verið kaupréttarsamningar við alla starfsmenn Lyfjaverslunar og dótt- MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá Sturlu Geirssyni, forstjóra Lyfjaverslunar Íslands hf., til stjórnar og vara- stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. en í henni sitja: Grímur Sæmundsen, Óskar Magnússon, Lárus Blöndal, Ólafur G. Einarsson, Örn Andrésson, Ás- geir Bolli Kristinsson og Ólafur Jónsson. „Reykjavík, 7. júlí 2001. Vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í félaginu í framhaldi af ákvörðun meirihluta stjórnar félagsins að kaupa Frumafl ehf. af Jóhanni Óla Guðmundssyni fyrir hlutabréf í Lyfjaverslun Íslands hf. að nafnverði 180.000.000 kr., og þeirrar umfjöllunar sem um málið hefur verið síðan, sé mig knúinn til að koma eftirfarandi á framfæri. Gert hefur verið fyllilega trúverð- ugt í fjölmiðlum að verðið sem meirihluti stjórnar hefur reitt fram sem gagngjald fyrir öll hlutabréf í Frumafli ehf. sé allt of hátt, og að Jóhann Óli hafi knúið kaupin í gegn í skjóli þess að skipa meirihluta stjórnar á síðasta aðalfundi félags- ins. Viðbrögð við þessu hafa verið afar sterk, og stefna í að stórskaða bæði Lyfjaverslun Íslands hf. og Frumafl ehf. Nánast allar tekjur Lyfjaversl- unar Íslands hf. koma af sölu á vörum og þjónustu á íslenskum heilbrigðismarkaði. Reglur á þess- um markaði eru settar af stjórn- völdum, sem eru einnig helsti greið- andi fyrir þessar vörur og þjónustu. Það er deginum ljósara að umrædd kaup á Frumafli eru mjög illa séð af stjórnvöldum. Sé litið til stjórn- málaflokka á Alþingi er ljóst að ekki er velvilji til málsins hjá nokkrum þeirra, heldur líklegt að hvaðan úr flokki sem menn koma muni þeir leggja sig fram um að leggja stein í götu beggja félaga í framtíðinni. Mjög mikilvægt er að fyrirtækin eigi góð smaskipti við heilbrigðisyfirvöld, í það minnsta ekki verri en samkeppnisaðilar þeirra, til að viðhalda samkeppn- isstöðu sinni á íslenskum markaði. Stærstu viðskiptavinir félagsins auk heilbrigðisstofnana eru lyfja- búðir (apótek) landsins. Margir for- svarsmenn þessara lyfjabúða eru hluthafar eða tengdir hluthöfum í mun því væntanlega rýrna verulega vegna þess. Nú er það ljóst að Jóhann Óli tel- ur sig vera með gildan samning í höndum varðandi söluna á Frumafli ehf. og eigi rétt á skaðabótum verði samningnum rift. Jafnvíst má telja að margir hluthafar félagsins telji sig eiga rétt á skaðabótum vegna þessa máls náist ekki að snúa því til baka. Stefnur og dómstólastríð virðist því vera framundan hverjar sem lyktir málsins verða, og vertíð fyrir lögfræðinga. Öll þessi mál og önnur sem mögulega munu koma fram verða skaðleg fyrir Lyfja- verslun Íslands hf. Samanber það sem ég hef þegar rakið er ljóst að það endurgjald sem Jóhann Óli taldi sig vera að fá fyrir Frumafl ehf. verður í raun miklum mun minna. Jafnframt mun sá eignarhlutur sem hann á nú þeg- ar í Lyfjaverslun rýrna verulega. Ekki aðeins mun Lyfjaverslun Ís- lands verða vængbrotið félag, held- ur munu að öllum líkindum framtíð og vaxtarmöguleikar Frumafls verða nánast úr sögunni. Þegar hafa komið fram mjög neikvæð við- brögð við tengslum Frumafls við lyfjafyrirtæki. Þannig virðist vera að fyrirtækin tvö skaðist verulega á skömmum tíma. Það er einfalt að færa rök að því að komi fram hluti af þeim skaðlegu áhrifum sem að ofan eru greind, sé Jóhann Óli betur settur fjárhags- lega án samningsins um sölu Frum- afls ehf. Bæði héldi hann þeim verð- mætum sem felast í Frumafli ehf. og óskertum þeim verðmætum sem hann átti fyrir í Lyfjaverslun Ís- lands. Rökstuðningur fyrir þessu er að sjálfsögðu háður mati á því hver gengisþróun Lyfjaverslunar verður með eða án kaupa á Frumafli ehf. Undirritaður hefur ekki áður kynnst máli í íslensku viðskiptalífi sem vakið hefur jafn neikvæð við- brögð hluthafa og fjárfesta jafnt sem viðskiptavina, starfsmanna og birgja félags. Af þessum sökum og því sem að ofan er greint sé ég ein- ungis eina lausn sem er til þess fall- in að vernda þau verðmæti sem fal- in eru í Lyfjaverslun Íslands hf. og Frumafli ehf. og gæta jafnframt hagsmuna allra hluthafa félaganna tveggja. Lausnin er einfaldlega sú að meirihluti stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. og Jóhann Óli Guð- mundsson falli frá þeim samningi sem þeir hafa gert um kaup á Frumafli ehf. Tækifærið verði nýtt til að kynna málið á jákvæðan hátt í fjölmiðlum þannig að aldrei hafi staðið til að skaða Lyfjaverslun, en í ljósi neikvæðra viðbragða hafi þeir breytt um skoðun með hagsmuni félagsins og hluthafa þess að leið- arljósi. Á þennan hátt geta menn komist frá málinu með nokkrum sóma. Jafnframt verði fallið frá öll- um málaferlum þeirra aðila sem komið hafa að málinu. Mér er ljóst að meirihluti stjórnar og Jóhann Óli gætu litið á þessa lausn sem eft- irgjöf af sinni hálfu, en þar sem ekki virðist grundvöllur fyrir neinu samkomulagi deilandi aðila virðist mér þessi lausn vera sú eina sem gerir Lyfjaverslun Íslands hf. og Frumafl ehf. trúverðug á íslenskum heilbrigðismarkaði. Hver sem nið- urstaða dómstóla kann að verða í þessu máli er engin lausn með sam- tengingu félaganna líkleg til árang- urs. Því verða menn að leita leiða til að lágmarka þann skaða sem orðið hefur vegna þessa máls. Ég vil skora á meirihluta stjórnar félagsins að leita leiða til að ná ofangreindri eða álíka niðurstöðu við Jóhann Óla Guðmundsson ef mögulegt er, með hagsmuni allra aðila að leiðarljósi. Virðingarfyllst, Sturla Geirsson, Forstjóri Lyfjaverslunar Íslands hf.“ Samþykk ofanrituðu: Bessi H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri, Lyfjaverslun Íslands hf.-Dreifing Guðrún Ýr Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ísfarm ehf. Haraldur Gunnarsson, framkvæmdastjóri A. Karlsson hf. Ólafur Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Heilsu- verslunar Íslands ehf. Sigrún Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Ísmed ehf. Sigurður Ívarsson, innkaupa- og sölustjóri Lyfja- verslunar Íslands hf.-Dreifing Stefán Árnason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Stefán Bjarnason, framkvæmdastjóri Thorarensen- Lyf hf. Áskorun til stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. Í DAG kl. 14 efna Orkuveita Reykja- víkur og Stangveiðifélagið til flugu- kastkeppni við Minjasafn Orkuveit- unnar í Elliðaárdal. Keppt verður í lengdarköstum með einnar handar flugustöng. Sá sem lengst kastar fær vegleg verð- laun, veiðileyfi í Elliðaánum. Öllum er heimil þátttaka. Flugukast í Elliðaárdal LEIÐSÖGN verður veitt í Þjóð- menningarhúsinu í dag, á safnadegi, um sýningu í tilefni af 150 ára minn- ingu þjóðfundarins. Verður leiðsögn kl. 12, 15 og 16 um þá sýningu og aðrar sýningar í hús- inu, um landafundi og Vínlandsferð- ir, kristni í 1000 ár, Ísland á gömlum landakortum, bækur frá upphafi prentlistar og mynt. Leiðsögn í Þjóð- menningarhúsi SKOSKI harmonikuleikarinn Gary Blair heldur tónleika í Norræna hús- inu mánudaginn 9. júlí kl. 20.30. Síðan verður hann með tónleika í Búðardal 10. júlí, á Sauðárkróki 11. júlí, á Akureyri 12. júlí, á Breiðumýri 13. júlí, á Egilsstöðum 14. júlí, í Nes- kaupstað 15. júlí og loks á Suður- landi 16. júlí. Harmoniku- tónleikar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.