Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 43

Morgunblaðið - 08.07.2001, Side 43
irkomenda okkar en við tókum við því? Í fyrrnefndri grein þinni í Kirkju- ritinu, segir þú á einum stað „að því miður bíður náttúran oft lægri hlut fyrir gróðasjónarmiðum og eigin- girni manna“. Vissulega orð að sönnu. Hefur eitthvað breyst frá því að þau voru skrifuð? Snýst ekki málið um þetta á Aust- urlandi, hvort náttúran eigi að bíða lægri hlut fyrir gróðasjónarmiðun- um, hvort sé mikilvægara óspillt náttúra eða mengandi stóriðja og hvort hafi meira gildi fyrir framtíð lífsins á jörðinni. Ég veit að við erum sammála um svarið. Ég veit líka, að hér togast á ólík sjónarmið. Mér er ljóst að virkjana- menn og náttúruverndarfólk verða að geta ræðst við á skiljanlegu máli. Þá er e.t.v. hægt að finna málamiðl- anir. Verði það ekki gert, þá fer illa. Það þurfa allir góðviljaðir menn að forðast. Ég hvet þig til að skoða þessi mál í ljósi trúarinnar og út frá Guðs orði, því þannig eigum við að vinna og taka afstöðu sem guðfræðingar. Okkur ber beinlínis skylda til þess. Ég óska þér svo allrar blessunar í starfi á akrinum í Neskaupstað og þakka árin sem við vorum samferða í guðfræðinni. Með bróðurkveðju, ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON, Mælifelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.