Morgunblaðið - 08.07.2001, Page 52

Morgunblaðið - 08.07.2001, Page 52
52 SUNNUDAGUR 8. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Dundee-leikur á vísi.is Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 250 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mánudag kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 249 FRUMSÝNING FRUMSÝNING Hann heyrði að það væri villt í LA. hann vissi ekki hversu villt! Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd kl. 3.45, 5.30 og 8. Vit 234 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4 og 6. Vit nr. 236.  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 2 og 3.45. Mán kl. 3.45. Vit nr. 213.Sýnd kl. 10.20. B. i. 16. Vit nr. 238 Fjögur súpermódel og ein venjuleg stúlka. Strákurinn í næsta húsi á ekki möguleika. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 242.Sýnd kl. 6, 8 og 9.30. Vit nr. 235. B.i. 12 ára PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Sýnd kl. 1.45. Íslenskt tal. Vit nr. 231 Dundee er mættur aftur, sprækari en nokkru sinni fyrr í þessari sprenghlægilegu gamanmynd um ævintýri Krókódíla Dundee. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 4 og 10. Mán. kl. 6 og 10. B. i. 16. KEANU REEVES JAMES SPADER 2 vikur á toppnum í Bandaríkjunum. Keanu Reeves og James Spader eru fantagóðir í þessum frábæra spennutrylli í anda SevenSýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mán. kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Loksins ný mynd frá leikstjóra Fucking Ámal. Sænsk snilld og óborganlegur húmor sem kemur öllum í gott skap. Tékkið á þessari. TILLSAMMANS betra er að borða grautinn saman en steikina einn Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mánudag kl.6, 8 og 10. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. Mánudag kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 6. Mán kl. 6 og 8. Sýnd kl. 8. ÓHT Rás 2 RIEN SUR ROBERT Kínversk kvikmyndahátíð 5.-9. júlí Lótuslampinn kl. 4 Vegurinn heim kl. 6 Brotlending kl. 8 Bréfberarnir kl. 10 Mánudagur Siglingakeppnin kl. 10.30 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2  SV Mbl FÁAR tónlistarstefnur eiga eins greiða leið inn um hlustirnar hjá fólki og fönkið sem sannast kannski best á því hvernig fönk- bylgjurnar rísa aftur og aftur, sjá til að mynda glæsilega plötu Jagú- ars sem kom út fyrir skemmstu. Ekki er þó bara að tónlistarunn- endur nærist á fönki frá áttunda áratugnum, á við það sem Jagúar- menn spila, heldur rúmast margar stefnur innan fönksins og þar á meðal afríkufönk. Afríkufönkið, afrobeat, varð til í næturklúbbum Lagos, höfuðborg- ar Nígeríu, þar sem Fela Kuti réð ríkjum með fjölskipaðri hljómsveit sinni. Fela, sem tók sér afríska millinafnið Anipulako sem ungur maður, er látinn fyrir nokrum ár- um, en hann er með fremstu tón- listarmönnum heims á síðustu ára- tugum og eftir hann liggur grúí platna. Hann rak ýmsar hljóm- sveitir í heimalandi sínu, allt frá því hann stofnaði nígeríska útgáfu af Koola Lobitos 1963 og spilaði bræðing af djass og highlife. Fyrir Fela vakti að búa til nýja afríska tónlistarstefnu og kallaði hana afrobeat til að undirstrika það, en helstu hljómsveitir hans voru Afr- ica 70 og Egypt 80. Aukinn áhugi á Fela Kuti Frá því Fela Kuti féll frá 1997 hefur áhugi á tónlist hans aukist jafnt og þétt, ekki síst í kjölfar þróttmikillar endurútgáfu á verk- um hans. Sá áhugi hefur síðan orð- ið til þess að hljómsveitir víða hafa tekið afrobeat á dagskrá sína, nefni einskonar útibú Jagúars sem lék slíka tónlist á skemmtunum fyrir nokkru, og þar á meðal New York sveitin magnaða Antibalas, sem sendi frá sér bráðskemmti- lega skífu á Ninjatune fyrir nokkru. Antibalas, sem má víst snara úr spænsku sem skothelt, er fjórtán manna sveit ættuð frá Brooklyn og hljóðfæraskipan segir sitt um hvað er í gangi á sviðinu; saxófónar, básúnur, gítarar, fjölsnært slagverk, trommur, kongatromm- ur, shekere, rafbassi, orgel og trompetar, en alls eru trommu- og slagverksleikararnir fjórir. Stofnandi og leiðtogi sveitarinn- ar, saxófónleikarinn Martin Perna, segir að upphaflega hafi suður- amerísk hrynskipan verið að segja allsráðandi í tónlist Antibalas, en smám saman hafi tónlistin þróast í hreint afrobeat. „Sá merkimiði er þó reyndar ekki ýkja nákvæmur, enda hefur tónlistin farið margar ferðir frá Afríku til Karíbahafs og aftur til baka og þegar við bætist að við erum sjálf að leggja af okk- ur í lögin verður býsna erfitt að ætla að skilgreina hana í hörgul.“ Það hefur reynar sitt að segja um tónlstina hve ólíkur uppruni hljóð- færaleikaranna er, því þeir eru ættaðir frá Suður-Ameríku, bleiknefjar, afríkumenn og af as- ískum uppruna. Rætur Antibalas eru í hljóm- sveitinni Daktaris, en sú gekk svo langt í afrobeatáhuga sínum að mikil vinna var lögð í að ná sama hljóm á upptökurnar og í frum- stæðum hljóðverum í Lagos á átt- unda áratugnum. Þegar Daktaris lagði upp laupana tók stór hluti sveitarinnar sig til og stofnaði nýja hljómsveit með liðsmönnum salsa- sveitarinnar Soul Explosion. Engum háðir Áðurnefndur Martin Perna stýrði Daktaris og segir að fráfall Felas hafi meðal annars orðið til þess að hann ákvað að láta verða af því að setja á stofn afrobeat- sveit. Að sögn lenti hann snemma í erfiðleikum við að fá menn til að helga sig hljómsveitinni, þó aldrei hafi vantað tónlistarmenn til að spila á tónleikum og skemmtunum. Á endanum urðu fastir liðsmenn sveitarinnar fjórtán sem getið er, en Perna segist hafa lagt mikla áherslu að fá inn í hljómsveitina tónlistarmenn sem allir hefðu eitt- hvað til málanna að leggja. Liður í starfi Antibalas er að menn vilja ekki vera neinum háðir svo þeir leggja áherslu á að gera hlutina sjálfir, smíðuðu eigin hljóð- ver, stofnuðu eigin útgáfu, Afro- sound, til að gefa út plötur vestan hafs og svo má telja. Það er reynd- ar í takt við þá yfirlýstu stefnu liðsmanna að breyta heiminum, en að þeirra mati er tónlistin besta verkfærið til þess. Afrosound gaf út fyrstu smá- skífu sveitarinnar, Liberation Afro Beat, Vol. 1, sem var síðar endur- útgefin endurbætt og loks gefin út í þriðja sinn fyrir atbeina Ninja Tune útgáfunnar bresku, en þaðan berst hún hingað til lands. Alltaf batnaði skífan við hverja útgáfu og nú svo góð að varla verður betur gert í fjöri og lífsgleði. Fela Kuti vinir sakna þess að ekki sé meira sungið á skífunni, þó Fela hafi eig- inlega ekki sungið, en afrobeatið er á sínum stað, kraftmikil klifandi og þéttur blástur. Að sögn Perna stendur til að auka söng til muna á næstu skífum Antibalas, ekki síst til að koma á framfæri eindregnum pólitískum skoðunum hljómsveitarmeðlima. Í ljósi þess að leikið er afrobeat kemur kannski ekki á óvart að sá söngur, sem þó er, er á pidgin- ensku og yoruba, en einnig syngja þeir liðsmenn á spænsku þegar sá gállinn er á þeim. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Skothelt afrískt fönk Fela Kuti er helst minnst fyrir tónlistarstefnuna sem hann bjó til og kallaði afrobeat. Árni Matt- híasson segir frá bandarísku sveitinni Antibalas sem fetar í fótspor Felas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.