Morgunblaðið - 11.07.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 11.07.2001, Síða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 41 MARGIR hafa tjáð sig um opnunar- tíma vínveitingahúsa síðustu daga, ýmist fylgjandi áframhaldandi frjáls- ræði eða á móti. Ég ætla hér að gera grein fyrir minni skoðun á málinu og minnast á nokkur atriði sem tengjast þessu. Flest erum við sennilega sammála um það, að Íslendingar fara óvenju seint út að skemmta sér, þ.e. mæta seint inná veitingahúsin og flest erum við væntanlega lítið hrifin af því að skemmta okkur – eða vinna – við hlið- ina á fólki sem er ofbeldisfullt og óút- reiknanlegt sökum neyslu örvandi lyfja. Það er nokkuð ljóst að verðlagning áfengis á börum er mikill hluti ástæð- unnar fyrir því hve seint fólk fer út að skemmta sér. Til þess að spara drekkur fólk heimavið áður en brölt er af stað í bæinn og kemur því ölvað inn á staðina, mest milli 1:30 og 2:30 og heldur þar áfram sumbli. Til þess að hafa svo endingu til þess að djamma þangað til allt lokar tekur allnokkur hópur fólks það til ráðs að taka inn örvandi efni – t.d. amfetamín eða e-pillur. Ég veit að þetta hljómar heimskulega – og heimskulegt er það – en þetta er í gangi. Það er engin tilviljun að síðan opnunartíminn var upphaflega gefinn frjáls, hinn 1. júli 1999, hefur fundist meira af e-pillum, amfetamíni og öðrum eiturlyfjum við tollskoðanir en nokkru sinni fyrr. Ég held reyndar að það þurfi ekki svo mikið til að breyta þessu. Í fyrsta lagi þarf að breyta verðlagningu áfengis á börum landsins – sem helst er á valdi ríkisins, merkilegt nokk. Það er nefnilega þannig að veitinga- hús greiða sama verð fyrir áfengi og almenningur, þurfa svo að leigja eða eiga dýrt húsnæði og vera með starfs- fólk á launum á dýrum tíma. Veitinga- menn þurfa náttúrulega að leggja sitt á til að standa undir rekstrinum og að leggja eitthvað ofaná það, sem annars staðar er útsöluverð, er ekki vænlegt til árangurs. Ég man í fljótu bragði ekki eftir neinum öðrum aðilum í smásölu sem ekki fá einhvers konar heildsöluafslátt. Ég tel að ef verð- lagning áfengis væri með eðlilegum hætti og ekkert sparaðist á því að sitja að sumbli heima færi fólk mun fyrr út á skemmtistaðina og fyrr heim aftur. Veitingamenn myndu þá al- mennt ekki kæra sig um að hafa opið langt fram eftir nóttu fyrir fáeinar hræður. Það er umhugsunarefni hvort að með þessu samspili áfengisverðs og frjálsræðis í afgreiðslutíma vínveit- ingahúsa séu ríki og borg óbeint að stuðla að aukinni notkun á örvandi fíkniefnum? Ég tel ljóst að miðað við óbreyttar forsendur í áfengisverðlagningu sé borin von að skemmtanalífið þróist í jákvæða átt af sjálfsdáðum. Því finnst mér rétt að koma böndum á opnunar- tímann. Hugmyndir Geirs Jóns Þórð- arsonar yfirlögregluþjóns eru spor í rétta átt, en þær ganga út á að láta veitingahús almennt loka klukkan 3 og leyfa síðan næturklúbba til 5 eða 6. Næturklúbbar yrðu fáir, vandlega valdir og langt á milli þeirra. Því skora ég á borgaryfirvöld að fara að uppástungum hans og félaga hans í Lögreglunni í Reykjavík. JÓN KJARTAN INGÓLFSSON, Þernunesi 11, Garðabæ. Um afgreiðslutíma vínveitinga- húsa, áfengisverð og eiturlyf Frá Jóni Kjartani Ingólfssyni: ÞAÐ munu vera um 50 ár frá því farið var að tala um að tengja þjóðvega- kerfið í Djúpinu við þjóðvegakerfið sunnan heiða með vegi yfir Þorska- fjarðarheiði. Framkvæmdir urðu lengi vel ekki aðrar en þær, að lagður var bráðabirgðavegur yfir Þorska- fjarðarheiði, sem fær var aðeins um þrjá mánuði á ári. Eftir margra ára pólitíska togstreitu um það hvar veg- urinn ætti að liggja, varð niðurstaðan pólitísk skammsýnislausn, sem leiddi til þess að menn þurfa að fara hring- ferð norður í land til að komast úr Djúpinu suður til Reykjavíkur. Eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð, lá beinast við að lagður væri vegur yfir Þoskafjarðarheiði og vega- lengdin milli Ísafjarðar og Reykjavík- ur stytt um 65–70 km frá því sem nú er. Þessi stytting hefði fækkað þungaskattskílómetrum flutningabíla um 12–13 þús. km á ári, á hvern bíl. Það hefði átt að leiða til lækkunar á flutningskostnaði. Þessu hafa menn ekki haft áhuga á, heldur viljað tengja Gilsfjarðarbrú við Hólmavík og sér- fræðingar látnir reikna út með póli- tíska tommustokknum að það væri hagkvæmasta leiðin frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þessi leið verður samt um 25–30 km lengri en Þorskafjarðar- heiðarleiðin sem þýðir um 5–6 þús. km á ári í þungaskatti á hvern flutn- ingabíl. Þar sem Nauteyrarhreppur er nánast kominn í eyði, liggur beinast við að Þoskafjarðarheiðarleiðin liggi úr Þorgeirsdal yfir í Saurdal, Efra- bólsdal, Fylsdal og Laugabólsdal, en ekki niður í Langadal. Að sjálfsögðu þarf að leggja veg frá Gilsfjarðarbrú að Hólmavík og stytta með því leiðina milli Reykjavíkur og Hólmavíkur. Það á samt ekki að koma í veg fyrir það að stysta leiðin verði valin milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Mér finnst það aftur á móti ískyggi- legt ef það á að verða þannig í fram- tíðinni að ríkið innheimti allskonar gjöld til vegaframkvæmda. Láti síðan verktaka fjármagna og annast vega- lagnir, sem bifreiðaeigendur eru síð- an látnir borga með vegagjaldi. Þar með borga þeir hvern vegspotta tvisvar eða þrisvar. Það er búið að leggja vegi þvers og kruss um landið með þeim gjöldum sem greidd hafa verið til vegamála af gjaldendum árlega án þess að svona bolabrögðum væri beitt. Því ætti það ekki að vera vandi í nútíma tækni og hagræðingu með hámenntuðum fag- mönnum að leggja svona smá spotta, án þess að menn þurfi að borga hann margfaldan. Það er ekki hægt að ákvarða allt út frá útreiknuðum hag- kvæmis sjónarmiðum. Hefði það sjón- armið verið látið ráða í lagningu þjóð- vegakerfisins, væri það sennilega nokkuð fátæklegt. GUÐVARÐUR JÓNSSON Hamrabergi 5, 111 Rvk. Pólitíska leiðin sögð hag- kvæmust Frá Guðvarði Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.