Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.08.2001, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kennarar Brekkubæjarskóli Grunnskólakennara vantar til starfa næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Almenn bekkjar- kennsla á unglingastigi, upplýsingatækni og umsjón í 9. bekk ásamt umsjón með tölvuveri skólans. Upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugs- son, skólastjóri, s. 431 1193/895 2180 og Ingvar Ingvarsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 431 3090 netfang: ingist@centrum.is Brekkubæjarskóli verður einsetinn frá haustinu 2001. Öll aðstaða kennara og nemenda verður þá eins og best verður á kosið. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Menningar- og skólafulltrúi. ALLT FYRIR BÖRNIN Atvinna í boði Verslunin Fífa óskar eftir að ráða í tvær lausar stöður vegna aukinna umsvifa. Um er að ræða fjölbreytileg störf við sölu og markaðssetningu, afgreiðslu í verslun og tilfallandi störf í inn- flutningi. Störf þessi henta fólki, körlum og konum sem hafa metnað og hæfileika í mann- legum samskiptum. Vinnutími 4 eða 5 daga vikunnar frá 9.30—18.00 auk 2ja laugardaga í mánuði frá 10—16. Að uppfylltum skilyrðum er staða verslunarstjóra að auki laus. Vinsamlega sendið staðlaða umsókn helst með mynd og meðmælum á faxi, pósti eða í tölvup- ósti fyrir 10. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað. Fífa ehf., Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík, fax 552 2531, netfang fifa@islandia.is . Grunnskóli Grindavíkur Bekkjarkennara vantar í 6. bekk næsta skólaár! Grindavík er blómlegt bæjarfélag með um 2.300 íbúa í aðeins 50 km fjarlægð frá Reykjavík. Þar er að fá alla almenna þjónustu. Nemendur eru 420 í 1.—10. bekk. Í skólanum er unnið fram- sækið starf af áhugasömu starfsfólki. Skólinn er einsetinn og að stórum hluta í nýju húsnæði. Upplýsingar veitir Stefanía Ólafsdóttir, aðstoð- arskólastjóri (stefania@ismennt.is) í síma 420 1150 og 426 8363. Nánari upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðu hans grindavik.ismennt.is . Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launa- nefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Aðstoðarskólastjóri. Grunnskólinn í Ólafsvík Fjölbrautaskóli Vesturlands, Snæfellsbæ Vegna forfalla vantar grunn- eða framhalds- skólakennara til starfa næsta skólaár. Um er að ræða 1 stöðugildi. Kennslugreinar eru stærðfræði og raungreinar í efstu bekkjum grunnskólans og í Fjölbrautaskóla Vesturlands í Snæfellsbæ. Gott húsnæði, húsnæðisfríðindi og flutnings- styrkur er í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist undirrituðum sem jafnframt gefa allar frekari upplýsingar. Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri, s. 895 2651 og 462 1213. Elfa Eydal Ármannsdóttir, aðstoð- arskólastjóri, s. 436 1150 og 436 1606. Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir: Kennarar Við auglýsum síðustu stöðurnar við skólann eftir miklar skipulagsbreytingar og einsetningu sem í hönd fer. Við þurfum að ráða einn kennara á yngsta stigið helst í 6 ára deild. Í Mosfellsbæ hafa allir 6 ára bekkir stuðningsfulltrúa sem vinnur með kenn- urum og er vinnuaðstaða kennara því ákjósanleg. Þá er laust starf sérkennara við skólann. Upplýsingar gefur skólastjóri Viktor A. Guðlaugsson í símum 566 8648 og 895 0701 eða Helga Richter aðstoðarskó- lastjóri í síma 566 6718. Snyrtifræðingur Óskum eftir duglegum snyrtifræðingi til þess að starfa á nýrri snyrtistofu. Umsóknir sendist til auglýsingadeild Mbl. merkt: „snyrtifræðingur“ fyrir föstudaginn 10. ágúst. LAUS STÖRF VIÐ SMÁRASKÓLA Óskað er eftir starfskröftum í 75% og 50% störf við ræstingar og gangavörslu. Störfin henta jafnt körlum sem konum á öllum aldri. Launakjör skv. kjarasamningi Eflingar og Kópa- vogsbæjar. Upplýsingar gefur húsvörður í síma 554 6100 eða 863 5301. STARFSMANNASTJÓRI KÓPAVOGSBÆR Skútustaðahreppur, Mývatnssveit Kennarar Kennara vantar að Reykjahlíðarskóla Helstu kennslugreinar eru almenn kennsla á mið og yngsta stigi. Reykjahlíðarskóli er vel búinn grunnskóli. Í skólanum eru um 75 nemendur og er vinnu- aðstaða kennara og nemenda með ágætum. Mötuneyti er í skólanum. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Guð- mundsdóttir, skólastjóri, í símum 464 4379 og 464 4375. Netfang: holmfrid@ismennt.is Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Setbergsskóli Vegna forfalla vantar kennara við Setbergs- skóla til að kenna almenna kennslu á yngsta stigi. Um er að ræða kennslu eftir hádegi. Launa- og kjaramál fara eftir gildandi kjara- samningum KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Allar upplýsingar gefur Loftur Magnússon skólastjóri í síma 555 2915 og 565 1011. Starfsfólk Veitingahúsið Nings óskar eftir að ráða starfs- fólk í eftirfarandi störf: 1. Vaktstjóri í sal á Suðurlandsbraut. Vinnutími frá kl. 11-22 og unnið er 15 daga í mánuði. Ekki yngri en tvítugt. 2. Starfsfólk við afgreiðslu í sal í aukavinnu. Unnið er aðra hverja helgi og 1-2 kvöld í viku. Vinnutími er frá kl. 17-22. Ekki yngra en tvítugt Hentar vel með skóla eða sem aukavinna. Svör sendist til auglýsingadeildar Mbl., merkt: „Nings“, fyrir 15. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.