Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 21.08.2001, Síða 1
188. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. ÁGÚST 2001 SPRENGING í litlum leikfangabíl varð 62 ára konu að bana og slasaði tvo drengi í borginni San Sebast- ian í Baskalandi á Norður-Spáni í gærmorgun. Annar drengjanna er 16 mánaða og slasaðist alvar- lega, missti sjón á báðum augum og höfuðkúpu- brotnaði. Bróðir hans hlaut minni háttar meiðsl. Konan var amma þeirra. Að sögn lögreglu sprakk leikfangið inni í bíl fjölskyldunnar. Yfirvöld í Baskalandi sögðu að sprengiefni, lík- lega byssupúðri, hefði verið komið fyrir í leikfanga- bílnum og búið svo um hnútana að sprenging yrði þegar kveikt væri á leikfanginu. Þótt hleðslan hafi verið lítil hafi hún verið nógu öflug til að brot úr málmhylkinu sem púðrið var í hafi skorið í sundur slagæð í konunni og henni hafi blætt út. Drengirnir og amma þeirra voru nýkomin frá veitingahúsi frænku sinnar. Frænkan tjáði lögreglu að einhverjir gestir á veitingastaðnum hefðu skilið eftir tvö leikföng um helgina, þ. á m. bílinn, og hefði hún gefið frændum sínum leikföngin. Frænkan var í bílnum þegar sprengjan sprakk en slapp ómeidd. Veitingahúsið er í elsta borgarhlutanum þar sem margir unglingahópar, hliðhollir aðskilnaðarsam- tökunum ETA, hafa aðsetur. Algengt er að þessir hópar beri eld að bönkum og opinberum skrifstofu- byggingum, og kasti eldsprengjum í lögreglubíla. ETA varar ferðamenn við Enginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir sprengjunni í leikfangabílnum. Í tilkynningu yfirvalda í Baska- landi segir að ólíklegt sé að ETA hafi staðið að sprengingunni, því hún sé ekki í samræmi við fyrri aðferðir samtakanna. ETA hafa verið sökuð um 12 morð á þessu ári og hafa mörg verið framin með bílsprengjum. Samtökin hafa alls banað um 800 manns í 33 ára langri baráttu sinni fyrir sjálfstæðu Baskalandi á Norður-Spáni og í Suður-Frakklandi. Fyrr á árinu vöruðu ETA við því að vinsælir ferðamannastaðir yrðu skotmörk samtakanna og hvöttu ferðafólk til að koma ekki til Spánar. San Sebastian, sem er stærsta borgin í Baskahéruðun- um, er mjög vinsæll ferðamannastaður. Síðastliðinn laugardag sprakk bílsprengja í bænum Salou, skammt frá Barcelona, en til Salou koma í viku hverri um 50 þúsund ferðamenn. Enginn særðist al- varlega í þeirri sprengingu. Eftir tilræðið í Salou var boðað til fundar emb- ættismanna í spænska innanríkisráðuneytinu og starfsbræðra þeirra í héraðsstjórnum Baskalands og Katalóníu til að ræða hvað sé til bragðs að taka vegna undangenginna tilræða er beinast að spænskri ferðaþjónustu. Sjö tilræðanna á þessu ári hafa verið framin á miklum ferðamannastöðum. Kona lést og barn slasaðist alvarlega í sprengingu á Norður-Spáni Sprengiefni falið í leikfangi Ekki vitað hvort ETA átti hlut að máli San Sebastian. AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) hóf í gær fyrsta fund sinn um ástandið í Miðausturlöndum í næstum fimm mánuði. Ísraelar and- mæltu fundarboðinu og því sem þeir nefna „alþjóðavæðingu“ deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Meðal þeirra sem taka áttu til máls í gær voru sendiherra Ísraels hjá SÞ, Yehuda Lancry, og sendi- maður Palestínumanna hjá SÞ, Nasser al-Kidwa. Þetta er fyrsti formlegi fundur ráðsins um deiluna síðan í mars sl. er Bandaríkin beittu neitunarvaldi gegn ályktun um að al- þjóðlegir eftirlitsmenn yrðu sendir til heimastjórnarsvæða Palestínu- manna. Bandaríkjamenn tóku afstöðu með Ísraelum í gær og sögðust ekki myndu styðja tilraunir arabaríkja til að fá stuðning öryggisráðsins við ályktun um deiluna fyrir botni Mið- jarðarhafs, þ. á m. kröfu um alþjóð- legt eftirlit. Fatah-maður og börn hans féllu Um tvö þúsund manns komu í gær til útfarar Palestínumanns og tveggja barna hans er létust í sprengingu á Gaza-svæðinu, sem Ísraelar og Palestínumenn kenna hvorir öðrum um. Maðurinn var félagi í Fatah-hreyfingu Yassers Arafat, forseta heimastjórnar Pal- estínumanna, og börn hans voru fimm og sex ára. Margir sem komu til útfararinnar hótuðu hefndum. Talsmaður palestínsku öryggis- lögreglunnar bar til baka fullyrðing- ar Ísraela þess efnis, að maðurinn hefði fallið fyrir sprengju sem ætl- unin hafi verið að nota á ísraelskt skotmark. Öryggisráð SÞ ræðir Mið- austurlönd Sameinuðu þjóðunum, Rafa á Gaza-svæðinu. AFP. HJÚKRUNARKONA hjálpar slös- uðum námaverkamanni út úr sjúkrabifreið við sjúkrahús í bæn- um Donetsk í Úkraínu. Um 1.000 slökkviliðs- og björgunarsveit- armenn börðust í gær við að slökkva eld í kolanámu í Donetsk í austurhluta Úkraínu, sem hófst með mikilli jarðgassprengingu á sunnudag og varð að minnsta kosti 36 manns að bana. Tíu manns var enn saknað í gær en leit að þeim var hætt unz tekizt hefði að ráða nið- urlögum eldsins, sem geisaði í námagöngunum á allt að 1.300 metra dýpi. Hitastigið í eldinum náði nokkur hundruð gráðum. 40 manns voru fluttir á sjúkrahús, margir með mjög alvarleg bruna- sár. Leoníd Kútsjma, forseti Úkraínu, sagði er hann heimsótti vettvang í Zasyadko-námunni að þetta slys væri „hræðilegur mannlegur harm- leikur“. Sagðist hann myndu kalla eftir aðstoð frá Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum og alþjóð- legum fjármálastofnunum, svo að hægt verði að fjármagna umbætur í öryggismálum í námum landsins. Hjá fulltrúum verkalýðsfélaga námamanna kraumaði reiði. „Það er sífellt verið að brjóta öryggis- reglur vegna þess að forstjórarnir hafa ekki áhuga á neinu öðru en að halda framleiðslunni sem mestri, hvað sem það kostar í mannslífum,“ sagði leiðtogi óháðra verkalýðs- samtaka námamanna. Í sambærilegri sprengingu í sömu námu fyrir tveimur árum fór- ust 50 manns. Það sem af er þessu ári hafa 149 manns farizt í náma- slysum í Úkraínu. Reuters Berjast við eld á 1.300 m dýpi ÓHÓFLEG áfengisdrykkja og sérstaklega neysla á heima- bruggi alls konar varð 16.853 Rússum að bana á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í skýrslu, sem rússneska heil- brigðisráðuneytið hefur gefið út, segir, að dauðsföllunum hafi fjölgað um 30% frá því á sama tíma í fyrra. Ýmist er um að ræða dauða af völdum áfengis- eitrunar eftir óhóflega drykkju eða vegna hættulegs heima- bruggs að því er fram kemur í dagblaðinu Ízvestía. Áfengið, að- allega vodka, verður yfirleitt 25.000 til 30.000 Rússum að fjör- tjóni á ári hverju. Á fyrra misseri þessa árs fækkaði Rússum um hátt í hálfa milljón manna og eru nú 144,4 millj. Því er spáð, að Rússum haldi áfram að fækka allan fyrri helming þessarar aldar. Rússar og áfengi 30% fleiri falla í valinn Moskvu. AFP. ÞVOTTUR á skífum Big Ben- klukkunnar á einum af turnum þinghússins í London hófst í gær, en þær voru síðast þvegnar fyrir sex árum. Klukkuverkið er 147 ára gamalt og heldur áfram að ganga meðan á hreingerningunni stendur. Hver skífa er sjö metrar í þver- mál og í henni eru 312 rúður. Stóri vísirinn er 4,2 metra langur og töl- urnar eru 61 sm háar hver. Nafnið Big Ben skírskotar til 14 tonna klukku inni í turninum, sem slær á klukkutíma fresti. Reuters Big Ben þveginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.