Morgunblaðið - 21.08.2001, Side 33

Morgunblaðið - 21.08.2001, Side 33
Einelti hefur mörg andlit Jón segir fámenna skóla hafa marga kosti. „Hér þekkjast allir, bæði börn og fullorðnir, og skóla- samfélag Suðurhlíðarskóla er bæði náið og heimilislegt. Við höfum góða yfirsýn yfir það sem er að gerast í skólanum og það er auðveldara að fylgjast með því þegar skólareglur eru brotnar,“ segir hann. Að sögn Jóns hefur Suðurhlíðarskóli tekið við nokkrum nemendum sem hafa orðið fyrir einelti í fjölmennum skólum. „Sum þessara barna eru mjög nið- urbrotin þegar þau koma hingað, en auðvitað er það misjafnt. Við fengum eitt sinn dreng til okkar sem var hættur að mæta í skólann og foreldr- ar hans tjáðu mér síðar meir að stór breyting hefði orðið á öllu heimilislíf- inu eftir að hann skipti um skóla. Það vildi svo heppilega til að hann eign- aðist strax mjög góðan vin í bekkn- um og honum fór að líða vel í skól- anum. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að alltaf takist svona vel til, en mjög ánægjulegt þegar það gerist,“ segir Jón. Skólinn tekur á eineltismálum um leið og þau uppgötvast, þeir sem í hlut eiga eru kallaðir til viðtals og samband haft við foreldrana. Jón segir að birtingarmyndir eineltis séu margar og oft geti það verið mjög dulið. „Það er ekki eingöngu um það að ræða að verið sé að berja einhvern – einelti getur meðal annars birst sem höfnun eða þá að nemandi er settur í félagslega einangrun. Við reynum alltaf að ræða þessi mál við börnin og gerendurnir verða að skilja hvað einelti er og hvaða afleið- ingar það hefur.“ „Auðvitað geta komið upp eineltis- mál hjá okkur eins og í öðrum skól- um en fámennið hefur þann kost að það er auðveldara að taka á því,“ segir Jón og bætir við að nauðsyn- legt sé að hafa skráðar reglur um agamál almennt. Hann bendir á að agi sé ekki meðfæddur, frekar en kurteisi. „Sjálfsaga og kurteisi þurfa börn að læra heima hjá sér – barn sem ekki sýnir foreldrum sínum virðingu og kurteisi heima fyrir er ekki líklegt til þess að gera það við kennarann þegar það kemur í skól- ann. Við sem foreldrar og uppalend- ur þurfum ávallt að hafa það í huga að við erum fyrirmyndirnar og börn- in fara meira eftir því hvernig við komum fram hvert við annað en hvað við segjum þeim að gera. Það er mjög mikilvægt að samstarf milli heimilis og skóla sé gott og börnin finni þetta sjálf. Nýlega las ég grein í dönsku blaði um að kennarar þar í landi kvarti mikið yfir því að foreldrar sýni þeim ekki stuðning og samstöðu. Illt um- tal foreldra um kennarann innan veggja heimilisins hefur auðvitað áhrif á hegðun barns og viðmót þeg- ar það mætir í kennslustund. Þess vegna er mikilvægt að samvinna for- eldra og kennara sé sem best,“ segir Jón. Nemendum á að líða vel Að sögn Jóns er félagslíf nemenda við Suðurhlíðarskóla nokkuð og nemendafélag er þar starfandi. „Auðvitað er félagið ekki fjölmennt, en nemendur hafa verið duglegir að hafa hér ýmsar uppákomur,“ segir hann. Vináttutengsl hafa skapast milli Suðurhlíðarskóla og aðventista- skóla í Finnlandi og Jón segir frá því að fyrir tveimur árum hafi finnsku nemendurnir tekið af skarið og farið í Íslandsferð til þess að heimsækja nemendur skólans. Þessi ferð þótti takast svo vel að síðastliðið vor kom annar hópur frá sama skóla í heim- sókn. „Nú er mikill hugur í okkar nemendum að skella sér í vorferð til Finnlands á næsta ári,“ segir Jón og býst við að vinnan að þessu takmarki verði mjög áberandi í félagslífi eldri nemenda í vetur. Hann segist hlynntur nemendasamskiptum af þessu tagi enda sé þroskandi fyrir börn að kynnast því hvernig fólk hef- ur það í öðrum löndum. „Í Suðurhlíðarskóla eru alls konar nemendur – bæði þeir sem hafa framúrskarandi námshæfileika og hinir sem teljast slakir nemendur – en við stefnum að því að laða fram hæfileikana sem búa í hverjum og einum þannig að allir fái notið sín og nemendum líði hér vel. Ef nemend- um líður ekki vel í skólanum njóta þeir sín ekki, hvorki í náminu né öðru,“ segir Jón að lokum.Skólaferðalag á Grjóteyri í Kjós vorið 2000. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 33 Tölvur og vinnuumhverfi N Á M S A M H L I ‹ A S T A R F I Skeifan 11 b · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 skoli@raf.is · www.raf.is Tölvur og vinnuumhverfi 1 er hnitmiðað nám fyrir byrjendur þar sem farið er vandlega í grunnatriði tölvunotkunar. Lögð er áhersla á að kynna möguleika forritanna og kenna rétt vinnubrögð. Námið hentar þeim vel sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og öðlast hagnýta tölvuþekkingu. 2. H L U T I • Tölvuvinnsla • Fingrasetning • Windows umhverfið • Word ritvinnslan • Excel töflureiknirinn • Internetið • Tölvupóstur • Raunhæf verkefni 1. H L U T I Framhaldsbraut fyrir þá sem hafa lokið við Tölvur og vinnuumhverfi 1 eða hafa góða grunnþekkingu á Windows, Word og Excel og vilja bæta við hæfni sína. Þessi námsbraut hentar þeim vel sem notað hafa tölvur um lengri eða skemmri tíma en vilja auka við þekkingu sína og öðlast meira öryggi. Að námi loknu eiga þátttakendur að vera færir um að leysa flóknari verkefni með hjálp tölvunnar. • Word framhald • Excel framhald • PowerPoint • Umbrotsforrit kynnt Hvort nám fyrir sig er 120 kennslustundir. Námið tekur 12 vikur. Kennt er tvisvar sinnum í viku. • Internetið • Tölvupóstur • Samsteypa: Word/Excel Nánari upplýsingar í síma 568 5010 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! 5 gerðir - margir litir Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 60 ára frábær reynsla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.