Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.08.2001, Qupperneq 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 35 UNDANFARIÐ hef- ur töluvert borið á um- ræðu um auglýsingar í Ríkisútvarpinu. Ýmsir hagsmunahópar hafa um langt skeið gert há- værar kröfur um það að Ríkisútvarpið hyrfi af auglýsingamarkaði, að það eigi ekki að keppa við einkarekin fjöl- miðlafyrirtæki á þess- um vettvangi. Frétta- stofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur farið mikinn í umfjöllun sinni eins og svo oft áður þeg- ar málefni Ríkisút- varpsins ber á góma. Ginnkeyptir pólitíkusar hafa síðan verið fengnir til þess að hrópa út áróð- urinn að hætti ,,Hússins á Hálsinum“. Þetta er í sjálfu sér gömul tugga sem yfirleitt lætur bóla á sér þegar harðna fer á dalnum eins og allir miðlar í landinu hafa upplifað undanfarið, í því tilliti er Ríkisútvarpið engin undan- tekning. Sumir ganga jafnvel svo langt að kenna Ríkisútvarpinu um það að einkareknu miðlarnir þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Röksemdafærsla af þessu tagi er út í hött og er að sjálfsögðu lituð hags- munum. Það þætti ekki góð pólitík ef Goði kenndi Sláturfélagi Suðurlands alfarið um rekstrarerfiðleika sína og heimtaði síðan í kjölfarið félagið út af markaðnum til þess að geta setið eitt að sölu á pylsum í landinu. Forsvars- menn þeirra einkamiðla sem keppa við Ríkisútvarpið á auglýsingamark- aði, hljóta í upphafi að hafa gert sér grein fyrir þeim leikreglum sem giltu á íslenskum fjölmiðlamarkaði, það er að Ríkisútvarpið væri og yrði áfram á auglýsingamarkaði. Þetta er meðal annars bundið í fjárlögum og útvarps- lögum og hefur verið þannig frá því löngu fyrir tíma einkarekinna ljós- vakamiðla í landinu. Í umræðunni hefur meðal annars komið fram að skuldir Norðurljósa ehf., eiganda Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar, nemi um það bil 8 milljörðum króna. Hver dagur í sögu félagsins hefur því þýtt skuldasöfnun af áður óþekktri stærð í íslenskri fjölmiðla- sögu. Meðal annars hefur félagið ver- ið iðið við að kaupa upp alla sam- keppni sem hefur orðið á vegi þess og það hefur augljóslega kostað skilding- inn. Fjöldi meðeigenda var einnig keyptur út úr Stöð 2 fyrir hundruð milljóna. Þar var illa farið með fé áskrifenda stöðvarinnar. Það þarf engan rekstrarsérfræðing til þess að álykta, að annaðhvort er rekstur af þessu tagi ekki arðbær eða þá að eitt- hvað er verulega ábótavant við rekst- ur félagsins. Hæpið er síðan að skella skuldinni á Ríkisútvarpið, þó allt- af sé handhægast að finna aðra sökudólga en sjálfan sig – ,,Árinni kennir illur ræðari“. Samtök auglýsenda (SAU) og Samtök ís- lenskra auglýsingastofa (SÍA) hafa margoft látið þá skoðun í ljós, meðal annars við ráðherra, að þau vilji ekki að Ríkisút- varpið hverfi af auglýs- ingamarkaði. Við það hyrfi öll samkeppni af markaðnum og einok- unarstaða gæti skapast sem er engum holl. Einnig hafa SAU og SÍA bent á að aðgengi auglýsenda að neytendum minnki verulega við þessa aðgerð. Hvort tveggja myndi óhjákvæmilega leiða til aukins kostn- aðar fyrir auglýsendur sem á endan- um yrði velt út í verðlagið þegar fá- keppnin eða einokunin yrði alger. Að auki verður það að teljast mót- sagnakennt, að sömu aðilar og krafist hafa frjálsrar samkeppni á fjölmiðla- markaði, skuli nú vilja skapa sjálfum sér einokunarstöðu í sölu auglýsinga. Einnig verður það að teljast vafa- samt, á þeirri upplýsingaöld sem við lifum á, að loka fyrir auglýsingar í þeim miðli sem best nær til lands- manna. Slíkt kæmi sér til dæmis mjög illa fyrir landsbyggðina, sem svo oft vill gleymast í umræðunni um Rík- isútvarpið og einkarekna ljósvaka- miðla. Þeir sem taka þátt í slíkri um- ræðu verða að sjá lengra en nef þeirra nær. Það er ljóst að þær raddir sem vilja Ríkisútvarpið út af auglýsinga- markaði, tala hvorki máli opins upp- lýsingaþjóðfélags né auglýsenda. Einkahagsmunir liggja því augljós- lega að baki. Þorsteinn Þorsteinsson Höfundur er forstöðumaður markaðssviðs RÚV. Fjölmiðlamarkaðurinn Það er mótsagnakennt að þeir sem krafist hafa frjálsrar samkeppni skuli nú vilja skapa sjálfum sér einokun- arstöðu í sölu auglýs- inga, segir Þorsteinn Þorsteinsson. Árinni kennir illur ræðari GÁMAHÚS BYGGINGAKRANAR STEYPUMÓT Færanleg einingahús í ótal útfærslum. ÓTRÚLEGT VERÐ! GÁMAHÚS Fullkomnaðu verkið með þakrennukerfi þakrennukerfi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Fagm enns ka í fyrir rúmi Söluaðilar um land allt FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.