Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 16. SEPTEMBER 2001 211. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Enginn veit nákvæmlega hversu margar þjóðtung- urnar eru, en talan 4000 er þó gjarnan nefnd. Þrátt fyrir hinn mikla fjölda hef- ur að auki í gegnum tíðina komið fram mýgrútur af svokölluðum planmálum eða „tilbúnum málum“ og er esperanto þekktasta dæmið. Sigurður Ægisson kannaði þessa merkilegu sögu, í tilefni evrópska tungumálaársins, og komst að því að hún nær allt aft- ur til 1. aldar e. Kr. og að fjöldi planmála síðan þá er á bilinu 500–1000.  10 Bölvun Babels Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 16. september 2001 B 26 Umræðan um gagnagrunninn 22 Fjölskyldan afneitar Bin Laden 10 Innflytjendur í brennidepli MINNINGARATHAFNIR um fórn- arlömb árásar hermdarverkamanna á Bandaríkin voru haldnar víða um heim á föstudag. Milljónir manna í 43 löndum Evrópu, allt frá Íslandi til Rússlands, lögðu þá niður vinnu klukkan tíu f.h. að íslenskum tíma til að minnast fórnarlambanna með þriggja mínútna þögn. Víða var flaggað í hálfa stöng og strætis- vagnar í mörgum löndum námu staðar. Þúsundir manna söfnuðust saman við St. Pálsdómkirkjuna í Lund- únum þegar minningarathöfn fór þar fram. Elísabet Bretadrottning sótti athöfnina og sést hér þerra tár af hvörmum sér þegar hún gekk út úr kirkjunni. Hundruð stjórnmála- og trúar- leiðtoga sóttu minningarathöfn í Þjóðardómkirkjunni í Washington. Á myndinni til hliðar sjást George W. Bush Bandaríkjaforseti og eig- inkona hans, Barbara, fara með bæn við athöfnina. Við hlið þeirra eru foreldrar forsetans, George og Barbara Bush, auk Bills Clintons, fyrrverandi forseta, eiginkonu hans, Hillary, og dóttur þeirra, Chelsea.Reuters Fórnarlamba árásarinnar minnst Skriður kemst á rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum BANDARÍSKA alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið mann í New York sem lýst er sem mikilvægu vitni í rannsókninni á árás hermd- arverkamanna á Bandaríkin á þriðjudaginn var, að sögn dómsmála- ráðuneytisins í Washington í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem verulegur skriður kemst á rannsóknina, hina viðamestu í sögu Bandaríkjanna. Alríkislögreglan handtók manninn á föstudag eftir að hafa fengið heim- ild til að hneppa hann í gæsluvarð- hald sem mikilvægt vitni án þess að ákæra hann. Ekki var skýrt frá nafni mannsins. Heimildarmaður í alríkislögregl- unni sagði að maðurinn hefði verið stöðvaður á John F. Kennedy-flug- velli á fimmtudagskvöld eftir að hafa sýnt öryggisvörðum flugmannsskírt- eini sem reyndist tilheyra bróður hans. Yfirvöld vildu ekki veita frek- ari upplýsingar um handtökuna. Tveir menn handteknir í Texas Alríkislögreglumenn handtóku einnig tvo menn á lestastöð í Fort Worth í Texas og fluttu þá til yfir- heyrslu í New York. Þeir voru með samskonar hnífa og hermdarverka- mennirnir notuðu þegar þeir rændu farþegavélunum fjórum á þriðjudag. Mennirnir tveir voru í flugvél sem fór frá Newark í New Jersey sama morgun og árásirnar voru gerðar. Vélin var á leiðinni til San Antonio í Texas en ákveðið var að lenda henni í St. Louis þegar fréttist af árásunum. Þar tóku mennirnir lest áleiðis til San Antonio. Að sögn yfirvalda í Texas segjast mennirnir vera frá Indlandi. BBC hefur eftir embættismönnum að mennirnir séu taldir hafa mikilvæg- ar upplýsingar um þá sem aðstoðuðu flugræningjana. Alríkislögreglan hefur sent lista yfir 100 menn, sem hún vill yfirheyra vegna rannsóknarinnar, til allra lög- reglustöðva, flugvalla og landa- mærastöðva í Bandaríkjunum. Vitni hand- tekið Talið geta veitt mikilvægar upplýsingar Washington. AP. STJÓRN talibana í Afganistan hót- aði í gær innrás í grannríkið Pak- istan ef það aðstoðaði Bandaríkjaher við að gera árásir á Afganistan til að hefna árása hermdarverkamanna á New York og Washington á þriðju- daginn var. Fréttastofan AP hafði í gær eftir heimildarmönnum sínum í her og utanríkisþjónustu Pakistans að þarlend stjórnvöld hefðu fallist á beiðni Bandaríkjastjórnar um að fá að nota pakistanskt landsvæði til hugsanlegra árása á Afganistan. Heimildarmenn AP sögðu að stjórn Pakistans hefði m.a. fallist á að fjölþjóðlegt herlið yrði sent til landsins. Hún hefði einnig samþykkt að loka landamærunum að Afganist- an og heimila bandarískum herflug- vélum að nota pakistanska lofthelgi. Að sögn heimildarmannanna skýrði Pervez Musharraf, forseti Pakistans, sendiherra Bandaríkj- anna frá þessari ákvörðun á föstu- dag. Talið er að Bandaríkjaher sé að undirbúa árásir á Afganistan fallist stjórn talibana ekki á að framselja sádi-arabíska útlagann Osama Bin Laden, sem bandarísk yfirvöld telja að hafi staðið fyrir árás hermdar- verkamannanna á Bandaríkin. Stjórn talibana ítrekaði í gær að hún myndi ekki framselja Bin Laden og sagði að „heilagir stríðsmenn“ hennar myndu ráðast inn í grann- ríkið og hernema það hjálpuðu Pak- istanar Bandaríkjaher að gera árásir á Afganistan. Talibanar hóta innrás Bandaríkjaher sagður fá heimild til árása frá Pakistan Kabúl, Íslamabad. AFP, AP. KÍNVERJAR náðu í gær sam- komulagi við samningamenn Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um skilmála aðildar landsins að stofnuninni. Sam- komulagið greiðir fyrir því að Kína, fjölmennasta ríki heims, fái fulla aðild að WTO á fyrstu mánuðum næsta árs. Talið er að aðild Kína að WTO hafi víðtæk áhrif á heims- viðskiptin og stórauki bæði inn- og útflutning Kínverja. Samkomulagið komst í höfn snemma í gærmorgun. Ráðgert er að samningamennirnir und- irriti samkomulagið formlega á morgun, mánudag, og það verði síðan samþykkt endanlega á fundi viðskiptaráðherra aðild- arríkjanna í nóvember. Kína á leið í WTO Genf. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.