Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ var um dýrðir á Grafarvogsdeginum sem haldinn var hátíðlegur í fjórða skiptið í gær, laugardag. Dagskráin fór fram á ýmsum stöðum í hverfinu og hófst á sögugöngu í gærmorgun í umsjá Jóhanns Páls- sonar, fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavík- urborgar, sem er til vinstri á myndinni. Morgunblaðið/Golli Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur BORGARRÁÐ hefur samþykkt að teknar verði upp viðræður við fé- lagasamtök og heilbrigðisráðuneytið varðandi úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík. Starfshópur sem skipað- ur var um málið hefur skilað inn til- lögum um að ráðist verði í að koma á fót tveimur heimilum fyrir heim- ilislausa, miðað við að 7 til 8 manns dvelji í hvoru húsi. Starfshópurinn telur að rétt sé að umrædd heimili nýtist tveimur hóp- um, annars vegar þeim sem eiga hvergi höfði sínu að halla og hins vegar einstaklingum sem eiga að baki margar meðferðir og langa sögu um félagslega erfiðleika en eru ekki í neyslu, hafa nýlega lokið með- ferð eða tekist að hætta neyslu með öðrum hætti, eins og segir í skýrslu hópsins. Hjálpað til að ná tökum á lífi sínu Annað heimilið verður ætlað ein- staklingum sem eiga ekki möguleika á að dvelja í Gistiskýlinu í Þing- holtsstræti vegna ástands síns en þessir einstaklingar eiga oftar en ekki við áfengissýki eða aðra fíkn að stríða auk geðrænna kvilla. Mark- miðið með dvöl einstaklinganna á heimilinu er að auka lífsgæði þeirra og möguleika á að ná tökum á lífi sínu. Áhersla er lögð á að um heimili sé að ræða en ekki stofnun. Hitt heimilið er hugsað sem úrræði fyrir einstaklinga sem hefur tekist að hætta neyslu og er áherslan lögð á félagslegan stuðning við heimilis- menn og kennslu þar sem haft verð- ur að leiðarljósi að einstaklingar sem eru að koma úr mikilli neyslu þurfa stuðning til að fóta sig í sam- félaginu í lengri tíma. Gert er ráð fyrir 7 stöðugildum fyrir bæði heimilin og heildarkostn- aði að upphæð rúmar 17,8 milljónir. Eftir er að taka tillit til kostnaðar vegna húsnæðis, kaupa á búnaði og lagfæringa. Félagsmálaráð samþykkir í meg- inatriðum tillögur starfshópsins með þeirri breytingu að í tengslum við annað heimilið verði komið upp nýju gistiskýli fyrir allt að 20 manns. Stefnt að lausn á vanda heimilislausra MIKILL vöxtur hefur verið í trjá- gróðri hérlendis undanfarin ár og líta nytjaskógar mjög vel út, að sögn Jóns Loftssonar, skógræktar- stjóra ríkisins. Jón Loftsson segir að þótt sum- arið í ár hafi ekki verið það besta sem komið hafi undanfarin ár, eink- um austanlands, hafi nýliðin tvö ár verið mjög góð og þau séu að ein- hverju leyti að skila sér núna. Á haustin áður en tré fella laufin séu þau búin að undirbúa allt sem á að gerast að sumri og fyrrnefnt góðæri sé því að hluta til skýring á því hve allur trjágróður sé nú fallegur og góður og í miklum vexti um allt land. Hins vegar hafi verið mikill maðkur í stóru birkiskógunum á Hallormsstað og Vöglum í Fnjóska- dal og það sé líka að hluta til vegna þessara góðu ára. 5-6 milljónir plantna eru gróðursettar árlega Ekki var byrjað að gróðursetja tré hér á landi í einhverjum mæli fyrr en eftir 1950. Jón segir að til að byrja með hafi verið gróðursettar um 100 þúsund trjáplöntur á ári en þær hafi verið komnar upp í milljón skömmu fyrir 1990 og nú séu gróð- ursettar um fimm til sex milljónir plantna á ári. Mikil aukning og sprenging hafi því orðið í gróður- setningu á undanförnum árum og svæðið stóraukist, en um þrjú til fimm ár taki fyrir plönturnar að koma sér fyrir. Nú sé sýnilegur árangur á þessum fimm til sex ára plöntum, en hálfs til eins metra langir sprotar séu á þeim. Plönturnar á umræddum reitum eru búnar að koma sér fyrir og eru í miklum vexti. Jón segir að auk hag- stæðara veðurfars hafi orðið mikil breyting á t.d. áburðargjöf. Áður hafi bara verið gróðursett og beðið eftir því að eitthvað gerðist, jafnvel í 10 til 20 ár, en rannsóknir og þekk- ing á t.d. jarðvinnslu og áburðargjöf skili árangri miklu fyrr. Að sögn Jóns er ekki farið að reikna með svona ástandi á hverju ári því sveiflur séu á þessu sviði sem öðrum, en útlitið sé engu að síður bjart varðandi þessa nýju auðlind, sem verið sé að byggja upp. Skóg- arhögg eigi sér stað í marga mánuði á hverjum vetri í 30 ára gömlum reitum og fjöldi manns hafi af þessu atvinnu. Úr afurðunum séu m.a. unnir girðingarstaurar, en alvöru- timbur komi ekki úr þessum skóg- um fyrr en þeir séu orðnir 40 til 50 ára gamlir. Þótt kúrfan stefni beint til himins sé því fyrst og fremst um grisjun að ræða. Mjög mikill vöxtur í trjágróðri í sumar MEÐ Morgunblaðinu í dag fylgir „Basic tölvur og tæki“. Blaðinu verð- ur dreift á höfuðborgarsvæðinu. AFLRAUNAKEPPNIN Suð- urnesjatröllið stendur um helgina þar sem nokkrir sterkustu manna landsins reyna með sér. Krafta- karlinn Jón Valgeir Williams lét ekki meiðsli á fæti, sem hann hlaut í fyrstu greininni á föstu- dag, aftra sér frá því að ráðast í síðari greinina þann daginn. Fyrsta greinin var skógarhögg og henti Jón Valgeir það óhapp að höggva sig í annan fótinn þannig að sin skaddaðist. Varð að setja það í gifs en það náði ekki að þorna almennilega áður en hann var kominn til keppni á ný og tók þátt í síðari grein föstu- dagsins. Var það svonefnd kross- festulyfta, þegar aflraunamenn- irnir halda þungum hlutum í hvorri hendi beint út frá skrokknum. Jón Valgeir stóð þá í annan fótinn og lagði frá sér hækjuna rétt á meðan. Hjalti Úrsus Árnason sagði í viðtali við Morgunblaðið að þessi flokkur manna hefði í heiðri hin fleygu orð að eigi skuli haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir og því hefði Jóni fund- ist eðlilegt að taka síðari grein- ina þrátt fyrir meiðslin. Bjóst Hjalti jafnvel við að hann myndi einnig taka þátt í síðari degi keppninnar í gær sem ljúka átti síðdegis. Hjalti sagði að nýliðinn í hópn- um, Grétar Björnsson, hefði verið efstur eftir fyrri daginn. Hjó sig í fótinn í kraftakeppni Keppti áfram þrátt fyr- ir meiðsli LÍÐAN tólf ára stúlku, sem slasaðist alvarlega er ekið var á hana á gangbraut á Háaleitis- braut í Reykjavík að morgni föstudags, er óbreytt. Stúlkan hlaut mikla höfuðáverka og liggur á gjörgæsludeild Land- spítala í Fossvogi þar sem hún er sofandi og í öndunarvél. Stúlkan gekkst undir aðgerð á skurðdeild Landspítalans í fyrradag. Hún er nemandi í Hvassaleitisskóla og var á reið- hjóli á leið yfir gangbraut, en þar eru gangbrautarljós með hnappi. Líðan stúlk- unnar óbreytt HÁLFÞRÍTUGUR karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag fyrir tilraun til þjófnaðar í auðgunar- skyni. Maðurinn játaði að hafa reynt árangurslaust innbrot í verslunina ACO í Reykjavík með því að brjóta upp útidyrahurð. Þá þótti dómara hann hafa gerst sekur um vopnalaga- brot með því að hafa við innbrotið haft í vörslu sinni úðabrúsa með tára- gasi. Maðurinn hefur nokkrum sinnum sætt refsingum fyrir auðgunarbrot auk annarra hegningarlagabrota og brota gegn lögum um ávana- og fíkni- efni. Síðast var hann dæmdur í mars sl. í fjögurra mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrots og brots gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Auk þess að vera dæmdur í fangelsi var táragasbrúsinn gerður upptækur. Jón Finnbjörnsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Dæmdur fyrir þjófnaðar- tilraun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.