Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Félags íslenskra bifreiða-
eigenda leggur til að stjórnvöld hætti
að innheimta skatta af bifreiðavara-
hlutum. „Skattlagning þessi er vafa-
söm þar sem hún stuðlar að því að
gert sé á ófullkominn máta við bíla
sem hafa bilað eða skemmst í umferð-
aróhöppum,“ segir m.a. í ályktun
stjórnarinnar sem samþykkt var á
ársfundi hennar á Egilsstöðum í gær-
morgun.
Í greinargerð með ályktuninni
kemur fram að samkvæmt könnun
FÍB á varahlutaverði í þremur Evr-
ópulöndum eru upprunalegir vara-
hlutir í bíla alla jafna dýrastir á Ís-
landi. „Skattar á bílahluti eru líka
skattar á umferðaröryggi því hættan
er sú að reynt sé að draga það að end-
urnýja lélega eða ónýta varahluti sem
eru dýrir,“ segir einnig í greinargerð-
inni. Þá samþykkti fundurinn áskor-
un á umhverfisráðherra að beita sér
fyrir að enginn brennisteinn verði
leyfður í bílabensíni og dísilolíu fyrir
bíla eftir árið 2005. Vísað er til rann-
sókna erlendra systurfélaga FÍB
sem leitt hafi í ljós að bensín- og dís-
ilbílar sem ganga fyrir brennisteins-
lausu eldsneyti gefi frá sér um 20%
minna af mengandi níturoxíðum og
vetniskolefnasamböndum. Bílar sem
ganga fyrir blýlausu eldsneyti geti
einnig ekið á brennisteinslausu elds-
neyti og engar breytingar þurfi að
gera á þeim. Lagt hafi verið til við
Evrópuráðið að hætt verði í áföngum
að selja bílaeldsneyti sem inniheldur
brennistein.
Stjórn FÍB átelur þau vinnubrögð
við nýskráningu bíla að hætt sé að
skrá árgerð og framleiðsluár og telur
illskiljanlegt hvers vegna „talin er
þörf á að leyna bifreiðaeigendur
þessum mikilvægu upplýsingum“.
Segir í greinargerð stjórnar að fjöl-
mörg vandamál skapist vanti þessar
upplýsingar, m.a. vegna varahluta-
kaupa, og að bíll geti verið nokkurra
ára gamall en keyptur í þeirri trú að
hann sé nýr af því að hann er ónot-
aður. Bent er á að standi bíll óhreyfð-
ur langtímum saman geti óhreinindi
og ryð t.d. safnast á hemladiska, raki
myndast í vélarrúmi sem haft geti
áhrif á rafkerfi og olía nái ekki á legur
eða vél þegar bíll er hreyfður á ný.
Þá er mótmælt hugmyndum um að
skattleggja notkun á nagladekkjum
og skorað er á yfirvöld dóms- og við-
skiptamála að setja fullnægjandi
reglur um eftirlit með starfsemi bíla-
sala.
FÍB vill að skattar á bíla-
varahluti verði lagðir af
ATHUGANIR skoðunarnefnd-
ar á vegum Vestmannaeyja-
bæjar gefa ekki tilefni til sér-
stakra athugasemda varðandi
fjárhagsleg umsýslustörf Árna
Johnsens, fyrrverandi alþing-
ismanns, fyrir hönd bæjarsjóðs
og stofnana hans. Í nefndinni
voru löggiltur endurskoðandi
og tveir skoðunarmenn Vest-
mannaeyjabæjar. Þeim var fal-
ið að kanna hvort Árni hefði
með einhverjum hætti haft
með höndum fjárhagsleg um-
sýslustörf vegna verklegra
framkvæmda eða annarra
þátta sem snerta útgjöld úr
bæjarsjóði og stofnunum hans.
Í bréfi nefndarinnar til bæj-
arráðs Vestmannaeyja kemur
fram að framkvæmd könnun-
arinnar hafi verið með þeim
hætti að rætt var við ýmsa
stjórnendur bæjarins og stofn-
ana, svo sem bæjarstjóra, bæj-
artæknifræðing, hafnarstjóra,
aðalbókara, veitustjóra og
framkvæmdastjóra Þróunar-
félags Vestmannaeyja. Einnig
voru bókhaldsgögn og önnur
ytri gögn skoðuð eftir því sem
þörf var talin á. Jafnframt var
rætt við yfirmenn hjá Ríkis-
endurskoðun vegna fram-
kvæmda á Skanssvæði sem
ríkissjóður og bæjarsjóður
Vestmannaeyja komu sameig-
inlega að.
Nokkur verkefni skoðuð
Meðal þeirra verkefna í
Vestmannaeyjum sem horft
var sérstaklega til má nefna
framkvæmdir á Skanssvæði,
verkefnið Hraun og menn,
endurbygging vb. Blátinds VE,
Herjólfsbæjarfélagið og undir-
búningsframkvæmdir vegna
fyrirhugaðs menningarhúss.
„Athuganir okkar og kann-
anir gefa ekki tilefni til sér-
stakrar athugasemda um þá
þætti sem okkur var falið að
athuga,“ segir í bréfinu, sem
undirritað er af Hafsteini Guð-
mundssyni endurskoðanda og
skoðunarmönnunum Arnari
Sigurmundssyni og Jóni
Haukssyni.
Fjárhagsleg um-
sýslustörf Árna
Johnsens fyrir
hönd bæjarsjóðs
Ekki til-
efni til
athuga-
semda
FORMLEGT samstarf uppgræðslu-
samtakanna Gróður fyrir fólk í
landnámi Ingólfs, Flensborgarskól-
ans í Hafnarfirði og Krýsuvík-
ursamtakanna um uppgræðslu og
öflun þekkingar um vaxtarskilyrði
gróðurs í Krýsuvík hófst á fimmtu-
dag.
„Með samstarfinu erum við að-
ganga inn í Skil 21 sem er verkefni
sem var ýtt úr vör í tilefni af því að
Reykjavík var menningarborg árið
2000,“ segir Einar Birgir Stein-
þórsson, skólameistari Flensborg-
arskólans, og bætir við að fjölmjörg
fyrirtæki séu í þessu samstarfi þar
sem sjálfbær þróun er sett í önd-
vegi. Það byggist á nýtingu úr-
gangs af lífrænum uppruna til upp-
græðslu og ræktunar í landnámi
Ingólfs.
„Þátttakendur í Skilum 21 skila
úrgangsefnum aftur inn í hringrás
náttúrunnar. Það er Gámaþjón-
ustan sem sér um það með moltu-
gerð. Flensborgarskólinn gengur
inn í þetta verkefni sem fyrsti skól-
inn á landinu og þetta er hluti af
umhverfisstefnu okkar,“ segir Ein-
ar og bætir við að þetta muni tengj-
ast umhverfisfræðslu innan skól-
ans.
Aðspurður segir hann um fram-
kvæmdina að skólinn muni nú fara
út í flokkun á pappír og lífrænum
úrgangi innan skólans. „Þetta fer
síðan í moltugerð og við fáum
moltu á móti sem við nýtum til upp-
græðslu í Krýsuvík en þar erum við
búin að taka landspildu í fóstur rétt
hjá Krýsuvíkurskóla.“
Upplýsingar í
sérstakan gagnabanka
Nemendur á fyrsta ári í Flens-
borgarskólanum, í kringum eitt
hundrað talsins, voru allan fimmtu-
daginn við uppgræðslustörf í
Krýsuvík en að sögn Einars er það í
tengslum við áfanga skólans sem
heitir lífsleikni. Samtals voru gróð-
ursettar um fimm hundruð trjá-
plöntur.
Þá munu þeir sem fara í þennan
áfanga á vorönn fara þangað í maí-
mánuði og halda up græðslu-
störfum áfram. Einar segir sam-
starfið um leið vera
rannsóknarverkefni í skólanum
sem og í Krýsuvík. „Nemendur
setja niður nokkrar trjátegundir
sem eru mismunandi gamlar. Þetta
setja þau niður í afmörkuð svæði
sem hafa verið sérstaklega staðsett
með GPS-tækni. Hver planta hefur
síðan verið merkt,“ segir hann og
nefnir í því sambandi að þar komi
fram upplýsingar eins og tegund
plöntu, hvaða áburð hún fékk,
hvaða aðferð var notuð við gróð-
ursetningu, hæð og hversu gildur
stofninn er. Þetta er allt saman
skráð á sérstök eyðublöð og verður
síðan fært inn í sérstakan gagna-
banka skólans.
„Ætlunin er að fylgja þessu eftir
á næstu árum. Þetta er því
framtíðarverkefni,“ segir hann og
bætir við að fyrst í stað fái nem-
endur fræðslu um það sem snýr
m.a. að útplöntun og moltugerð en
umræddur samningur feli í sér að
skólinn gróðursetji fyrir upp-
græðslusamtökin Gróður fyrir fólk
í landnámi Ingólfs og samtökin
komi á móti með fræðslu fyrir alla
nýnema í Flensborgarskólanum áð-
ur en farið verður á vettvang. Jafn-
framt munu samtökin stýra verk-
efninu í Krýsuvík.
Á næsta ári, segir Einar Birgir,
er síðan gert ráð fyrir áframhald-
andi plöntun sem og að skoða mæl-
ingar á því hvernig til hafi tekist
með tilliti til plantna sem fengu
moltu. „Þarna byggist smám saman
upp gagnabanki um það hvernig
gróðri vegnar á svæðinu. Í framtíð-
inni getum við notað þetta til að
reikna kolefnisbindingu og fleira,“
segir hann.
Aðspurður segir Einar Birgir að
ástæðan fyrir því að farið var út í
þetta samstarf sé að með því sé
hægt að tengja saman umhverf-
isstefnu skólans og vinnu við hag-
nýtt verkefni, svo og að tryggja
fræðslu nemendanna frá sérfræð-
ingum á þessu sviði.
Þá er gert ráð fyrir að Krýsuvík-
ursamtökin komi jafnframt inn í
þetta samstarf, að sögn Einars
Birgis, með því að sjá um vöktun og
veðurathuganir á svæðinu sem síð-
an verður keyrt með gagnabanka
skólans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nemendur á fyrsta ári í Flensborgarskólanum. F.v. Hermann Örn Sigurðsson, Hallgeir Jónsson, Jón Óskar Þorsteinsson og Valur Ísak Aðalsteinsson.
Samstarf um
uppgræðslu í
landnámi Ingólfs