Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„Grimmdin er sambæ
FJÖLSKYLDA Osamas Bins Lad-
ens fordæmdi hann í gær og vott-
aði samúð vegna fórnarlamba
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
á þriðjudag. Sjeik Abdullah Awad
Aboud Bin Laden er höfuð Bin
Laden-fjölskyldunnar, sem er ein
sú auðugasta í Sádi-Arabíu. Hann
ræddi við fréttamann AP-frétta-
stofunnar í síma og lýsti yfir mik-
illi hryggð vegna árásanna í New
York og Washington og þeirra
þjáninga, sem hryðjuverkin hefðu
valdið.
„Fjölskyldan hefur áður lýst yfir
því að leiðir liggja ekki saman með
Osama og hún hefur fordæmt
verknaði hans,“ sagði Abdullah.
„Allir fjölskyldumeðlimir fordæma
alla ofbeldisverknaði og hryðju-
verk og gildir þá einu þótt Osama
standi að baki þeim.“
Bandaríkjamenn segja að mest-
ar líkur bendi til þess að Osama
Bin Laden standi að baki ránunum
á fjórum flugvélum, eyðileggingu
World Trade Center og árásinni á
bandaríska varnarmálaráðuneytið.
Rannsóknarsjóðir
og íbúðabyggingar
Bin Laden-fjölskyldan á nokkur
tengsl til Bandaríkjanna og þá
einkum til Boston og nágrennis.
Sjeik Bakr Mohamad Bin Laden,
bróðir hans, hefur stofnað styrkt-
arsjóði við Harvard-háskóla og
ættingi hans á sex íbúðabyggingar
í Charlestown, einni af útborgum
Boston. Nokkrir fjölskyldumeðlim-
ir hafa búið í Boston undanfarna
áratugi.
Bakr Mohammed Bin Laden gaf
dágóða upphæð til lagadeildar
Harvard-háskóla árið 1994 til að
styrkja fræðimenn til rannsókna í
íslamskri lögfræði. Ekki fékkst
gefið upp hjá Harvard-háskóla
hversu mikið fé bróðir hryðju-
verkamannsins hefði látið af hendi
rakna, en það kostar að jafnaði um
eina milljón dollara eða hundrað
milljónir króna að stofna rann-
sóknarstyrk. Hann stofnaði annan
rannsóknarstyrk við hönnunar-
skóla Harvard. Embættismenn við
Harvard lögðu þegar áherslu á að
skólinn tengdist engan veginn
Osama Bin Laden og var skýrt
tekið fram að hann kæmi hvergi
nærri styrkjakerfi skólans.
„Þetta tengist Osama Bin Lad-
en, sem hefur verið útskúfaður af
fjölskyldu sinni og frá Sádi-Arab-
íu, ekki á nokkurn hátt,“ sagði
Michael Armini, talsmaður laga-
deildarinnar. „Tilgangur þessarar
gjafar er sá að hlúa að gagnkvæm-
um skilningi í vestrænni og mús-
limskri lögspeki.“
Stephen Walt, prófessor í al-
þjóðastjórnmálum við John F.
Kennedy-skólann við Harvard,
líkti sambandi Bin Laden-bræðr-
anna við eina þekktustu bræður
Boston, William Bulger, forseta
University of Massachusetts, sem
áður var einn atkvæðamesti
stjórnmálamaður ríkisins, og bróð-
ur hans James, sem er nafntog-
aður glæpamaður og einn þeirra,
sem bandaríska alríkislögreglan
vildi helst koma bak við lás og slá.
„Ég held að Bin Laden sé ábyrgur
gerða sinna, en ekki bróðir hans
og öfugt.“
En Osama bin Laden getur ekki
aðeins rakið fjölskyldutengsl til
Boston. Svo virðist sem stuðnings-
menn hans hafi einnig hreiðrað um
sig þar í borg. Meðal annars hefur
rannsóknin beinst að leigubílafyr-
irtæki þar sem tveir þekktir sam-
starfsmenn Bins Ladens störfuðu.
Annar þeirra, Palestínumaðurinn
Raid M. Hijazi, var settur í fang-
elsi í Jórdaníu fyrir að hafa lagt á
ráðin um að sprengja upp hótel
þar sem var fjöldi Bandaríkja-
manna og Ísraela. Hinn hét Bass-
am A. Kanj og lét lífið í árás á líb-
anska herinn í Norður-Líbanon.
Bent hefur verið á að Boston hafi
ýmsa kosti, sem kunni að laða að
hryðjuverkamenn. Borgin sé stór
og auðvelt að felast. Hún sé ná-
lægt landamærum Kanada og síð-
an má ekki gleyma því að þar er
stór flugvöllur þar sem stórar
flugvélar taka á loft með mikið
eldsneyti um borð.
Sá um allar framkvæmdir
ríkisins að tilskipun Faisals
konungs
Bin Laden fjölskyldan auðgaðist
á kaupsýslu og í byggingariðnaði.
Faðir hans kom frá Hetremout í
Suður-Jemen og fluttist til Sádi-
Arabíu. Hann náði sérstöku sam-
bandi við Faisal konung Sádi-Ar-
abíu og sakaði ekki að konung-
urinn gaf út tilskipun um að allar
framkvæmdir ríkisins skyldu vera
á könnu fyrirtækis Bins Ladens.
Osama Bin Laden er 17. og yngsti
sonurinn í röð 52 barna og reynd-
ist hann hvorki hafa áhuga á fjöl-
skyldufyrirtækinu né fjölskyldu-
auðnum. Þegar faðir hans dó árið
1968 erfði Bin Laden hins vegar
300 milljónir dollara að talið er. Í
þættinum Frontline á Public
Broadcasting Service í Bandaríkj-
unum á fimmtudag var fjallað um
Bin Laden og kom þar meðal ann-
ars fram að á áttunda áratugnum
hefði hann verið búinn að tapa átt-
um og ekki vitað hvað hann ætti
að taka sér fyrir hendur. Hann
hafði ekki alltaf áhuga á trú og
stjórnmálum og hefur komið fram
að hann hafi iðulega farið með
sádi-arabísku aðalsfólki til Beirút
þar sem hann drakk ótæpilega á
börum og lenti í áflogum. Hann
nam verkfræði við háskólann í
Jidda og útskrifaðist 1979, en
ákvað síðan að fara til Afganist-
ans, 22 ára gamall. Liðu þrjú eða
fjögur ár þar til eftir honum var
tekið þar.
Hetja vígvallarins
eða peningamaður
Afganistan hafði á þessum tíma
sérstakt aðdráttarafl fyrir mús-
lima. Það var trúarleg skylda að
heyja heilagt stríð gegn hinum
guðlausa, sovéska innrásarher.
Það var útilokað að heyja heilagt
stríð annars staðar á þessum tíma,
en í Afganistan var það hægt. Í
þættinum var talað við Milt Beard-
en, sem starfaði fyrir bandarísku
leyniþjónustuna, CIA, á árunum
1964 til 1994. Bearden segir í
þættinum að Bin Laden hafi gert
ýmislegt gott í Afganistan og veitt
peninga á rétta staði. Í augum
Bandaríkjamanna þótti hvorki
mikill fengur að honum, né var
hann talinn sérlega andvígur
Bandaríkjunum. Bearden segir að
Bin Laden hafi ekki verið mikill
bardagamaður og telur að hann
hafi aðeins tekið þátt í einni orr-
ustu vorið 1987. Skömmu áður en
stríðinu lauk stofnaði hann sam-
tökin Al Qaeda, sem átti að nota til
að heyja baráttuna. Þegar sigur
vannst á Sovétmönnum drógu Bin
Laden og skoðanabræður hans þá
ályktun að ekkert gæti stöðvað ísl-
am.
Snerist gegn
Bandaríkjunum
Í þættinum er einnig talað við
Saad Al-Fagih, andófsmann í Sádi-
Arabíu, sem segir að Bin Laden
hafi þvert á móti tekið virkan þátt
í bardögum. Hann heldur því fram
að Bin Laden hafi þau tvö per-
sónueinkenni, sem þurfi til að ná
til fólks. Hann hafi persónutöfra
og auðmýkt til að bera.
Bin Laden fór aftur til Sádi-
Arabíu 1989, féll þar í ónáð vegna
þess að hann var andvígur veru
bandarísks hers í landinu í Persa-
flóastríðinu og var sviptur vega-
bréfi er hann náðist við að smygla
vopnum frá Jemen. Var þrýst á
hann að fara úr landi og fór hann
til Súdan. Hann hafði barist við
hlið Bandaríkjamanna í Afganist-
an, en þoldi ekki að þeim skyldi
boðið til Sádi-Arabíu til að eiga við
Íraka og Saddam Hussein og sner-
ist gegn þeim. Brátt fór hann að
Ökumaður í Boston notar þau tæki sem hann ræður yfir til að lýsa skoðun
sinni á því hvernig hefna beri árásarinnar: "Gerum kjarnorkuárás".
Börn halda fána Bandaríkjanna á lofti við minningarathöfn um fórnarlömb
Penh, höfuðborg Kambódíu í gær. Athöfnin fór fram við búdda-musteri í bor
sprengjuárásir á Kambódíu á síðari stigum Víetnam-stríðsins í valdatíð Ric
Fjölskyldan
afneitar
Bin Laden
Osama Bin Laden er af einni auðugustu
fjölskyldu Sádi-Arabíu og í gær sté höfuð
fjölskyldunnar fram og afneitaði honum.
Osama Bin Laden er sterklega grunaður
um að standa að baki hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum á þriðjudag, en bróðir hans
situr hinum megin við borðið og leggur fé í
rannsóknarstyrki við Harvard.
Reuters
Abdul Salam Zaeef, sendiherra Af-
ganistan í Pakistan, á blaðamanna-
fundi í Islamabad í gær.
Reuters
Ringulreið hefur verið ríkjandi á
flugvöllum í Bandaríkjunum.