Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 17

Morgunblaðið - 16.09.2001, Page 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 17 RYÐFRÍ SÉRSMÍÐI STÁLBORÐ STÁLVASKAR STÁLKLÆÐNINGAR HEIMILI MÖTUNEYTI SÖLUTURNAR VEITINGASTAÐIR Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 NÝLEGA kom út geislaplata í Dan- mörku með einleiksverki fyrir selló eftir Atla Heimi Sveinsson í flutn- ingi Erlings Blöndals Bengtssonar. Verkið heitir Dal regno del silenzio (Úr þagnarheimi) og var samið sér- staklega að beiðni Erlings Blöndals árið 1989. „Við Erling kynntumst seint en þeim mun bet- ur fór á með okk- ur eftir að kynni tókust. Hann bað mig að semja fyr- ir sig og til varð þetta verk. Seinna bað hann mig að semja sellókonsert fyrir sig sem ég og gerði og sá kons- ert er að koma út í flutningi Er- lings og Kamm- ersveitar Reykja- víkur,“ sagði tónskáldið Atli Heimir Sveinsson í samtali við Morgunblaðið. Útgefandi í Danmörku er Danacord en Kammersveit Reykjavíkur stend- ur að útgáfu sinnar geislaplötu sjálf. Að sögn Atla Heimis hafa fleiri sellóleikarar flutt einleiksverkið og Bryndís Halla Gylfadóttir hljóðrit- aði það fyrir nokkrum árum. „Erling var bara ánægður með það þegar hann heyrði það enda er hann ein- stakur öðlingur og mikill listamaður. Það er mikil hlýja og listfengi yfir öllu sem hann tekur að sér að flytja.“ Atli Heimir Sveinsson Erling Blöndal Bengtsson Erling Blön- dal spilar Atla Heimi Bjarna eru Vísirósir í A1-stærð sem hengdar eru upp á veggi kaffistof- unnar og verk undir gleri sem lista- maðurinn kallar vísi að næsta sjón- þingi. Ekki veit ég hvort vísirósirnar á veggnum tilheyra þessum vísi en rósirnar á veggnum eru greinilega vísir að nýjum og frjálslegri vinnu- brögðum. Svo virðist sem Bjarni sé farinn að leyfa áhorfendum að kynn- ast persónunni Bjarna eilítið og mað- ur finnur meira fyrir hönd lista- mannsins. Ennfremur notar hann orð sem ekki eru eins vélrænt upp- sett og hingað til, þ.e. hægt er að lesa úr þeim persónulega tjáningu. Í einni mynd eru t.d. einungis 2 orð: Búið spil. Jafnframt eru á sumum Bjarni H. Þórarinsson er afkasta- mikill listamaður. Í Reykjavíkuraka- demíunni við Hringbraut stendur nú yfir 12. sjónþing hans, en svo nefnir hann myndlistarsýningar sínar. Bjarni er á heimavelli í akademíunni því hann er með skrifstofu í húsinu. Síðasta sjónþing hans í Nýlistasafn- inu í fyrra var mikið að vöxtum og vel heppnað. Sjónþingið í Reykjavík- urakademíunni er jafnframt efnis- mikið, svo efnismikið að halda mætti að um yfirlitssýningu á ævistarfi listamannsins væri að ræða. Öll verk Bjarna eru vandvirknis- lega unnar teikningar þar sem orð og orðasamsetningar leika stórt hlutverk. Verkin eru öll eins upp- byggð í grunninn og minna á tvívíða mynd af hnetti á borði. Teikningarn- ar, sem flestar eru reyndar prent- aðar út úr tölvu á pappír eða striga, eru allar áþekkar í útliti og eiga þannig margt sameiginlegt með snjókornum. Teikningin í snjókorn- um minnir á teikningar Bjarna, snjó- korn eru mörg og þau eru öll svipuð að sjá við fyrstu sýn en ekkert þeirra er eins þegar nánar er að gáð. Tugir ef ekki hundruð teikninga eru á sýningunni og eru þær hengd- ar þétt upp á göngum fjórðu hæðar og inni í kaffistofu. Bjarni lætur ekki þar við sitja heldur hengir stórar út- prentaðar strigamyndir af vísirósum í loftið og fyrir gluggana, sjálfsagt í þeim tilgangi að leggja undir sig rýmið með afgerandi hætti. Mér fannst þetta fullmikið af því góða og hefði þarna mátt draga mörkin. Það athyglisverðasta á sýningu verkunum frjálslega skrifaðar at- hugasemdir til hliðar við rósirnar, nokkuð sem maður er ekki vanur að sjá á myndum hans. Það er athygl- isvert að Bjarni tileinkar sér þá að- ferð kvikmyndaiðnaðarins að gefa áhorfendum vísbendingu um það sem væntanlegt er í sýningarsali. Kannski ættu aðrir myndlistarmenn að taka Bjarna til fyrirmyndar í þessu. Ég ætla ekki að reyna að útskýra í þaula út á hvað verk Bjarna ganga, það hefur hann oft gert sjálfur í fjöl- miðlum, en margir eiga erfitt með að skilja hvert hann er að fara. Ann- aðhvort er hugmyndafræði hans of flókin eða svo skelfilega einföld að fólk skilur hana ekki. Hvort sem menn skilja list Bjarna eða ekki standa þó alltaf upp úr fallegar lita- samsetningar hans, einstök teikni- gáfa og hin sjónræna heild sem tek- ur sífelldum breytingum. Vísir að rósum Morgunblaðið/Þóroddur Frá Sjónþingi Bjarna H. Þórarinssonar. MYNDLIST R e y k j a v í k u r - a k a d e m í a n Opið virka daga kl. 9–17. Til 1. október. TEIKNINGAR BJARNI H. ÞÓRARINSSON Þóroddur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.