Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 17 RYÐFRÍ SÉRSMÍÐI STÁLBORÐ STÁLVASKAR STÁLKLÆÐNINGAR HEIMILI MÖTUNEYTI SÖLUTURNAR VEITINGASTAÐIR Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 NÝLEGA kom út geislaplata í Dan- mörku með einleiksverki fyrir selló eftir Atla Heimi Sveinsson í flutn- ingi Erlings Blöndals Bengtssonar. Verkið heitir Dal regno del silenzio (Úr þagnarheimi) og var samið sér- staklega að beiðni Erlings Blöndals árið 1989. „Við Erling kynntumst seint en þeim mun bet- ur fór á með okk- ur eftir að kynni tókust. Hann bað mig að semja fyr- ir sig og til varð þetta verk. Seinna bað hann mig að semja sellókonsert fyrir sig sem ég og gerði og sá kons- ert er að koma út í flutningi Er- lings og Kamm- ersveitar Reykja- víkur,“ sagði tónskáldið Atli Heimir Sveinsson í samtali við Morgunblaðið. Útgefandi í Danmörku er Danacord en Kammersveit Reykjavíkur stend- ur að útgáfu sinnar geislaplötu sjálf. Að sögn Atla Heimis hafa fleiri sellóleikarar flutt einleiksverkið og Bryndís Halla Gylfadóttir hljóðrit- aði það fyrir nokkrum árum. „Erling var bara ánægður með það þegar hann heyrði það enda er hann ein- stakur öðlingur og mikill listamaður. Það er mikil hlýja og listfengi yfir öllu sem hann tekur að sér að flytja.“ Atli Heimir Sveinsson Erling Blöndal Bengtsson Erling Blön- dal spilar Atla Heimi Bjarna eru Vísirósir í A1-stærð sem hengdar eru upp á veggi kaffistof- unnar og verk undir gleri sem lista- maðurinn kallar vísi að næsta sjón- þingi. Ekki veit ég hvort vísirósirnar á veggnum tilheyra þessum vísi en rósirnar á veggnum eru greinilega vísir að nýjum og frjálslegri vinnu- brögðum. Svo virðist sem Bjarni sé farinn að leyfa áhorfendum að kynn- ast persónunni Bjarna eilítið og mað- ur finnur meira fyrir hönd lista- mannsins. Ennfremur notar hann orð sem ekki eru eins vélrænt upp- sett og hingað til, þ.e. hægt er að lesa úr þeim persónulega tjáningu. Í einni mynd eru t.d. einungis 2 orð: Búið spil. Jafnframt eru á sumum Bjarni H. Þórarinsson er afkasta- mikill listamaður. Í Reykjavíkuraka- demíunni við Hringbraut stendur nú yfir 12. sjónþing hans, en svo nefnir hann myndlistarsýningar sínar. Bjarni er á heimavelli í akademíunni því hann er með skrifstofu í húsinu. Síðasta sjónþing hans í Nýlistasafn- inu í fyrra var mikið að vöxtum og vel heppnað. Sjónþingið í Reykjavík- urakademíunni er jafnframt efnis- mikið, svo efnismikið að halda mætti að um yfirlitssýningu á ævistarfi listamannsins væri að ræða. Öll verk Bjarna eru vandvirknis- lega unnar teikningar þar sem orð og orðasamsetningar leika stórt hlutverk. Verkin eru öll eins upp- byggð í grunninn og minna á tvívíða mynd af hnetti á borði. Teikningarn- ar, sem flestar eru reyndar prent- aðar út úr tölvu á pappír eða striga, eru allar áþekkar í útliti og eiga þannig margt sameiginlegt með snjókornum. Teikningin í snjókorn- um minnir á teikningar Bjarna, snjó- korn eru mörg og þau eru öll svipuð að sjá við fyrstu sýn en ekkert þeirra er eins þegar nánar er að gáð. Tugir ef ekki hundruð teikninga eru á sýningunni og eru þær hengd- ar þétt upp á göngum fjórðu hæðar og inni í kaffistofu. Bjarni lætur ekki þar við sitja heldur hengir stórar út- prentaðar strigamyndir af vísirósum í loftið og fyrir gluggana, sjálfsagt í þeim tilgangi að leggja undir sig rýmið með afgerandi hætti. Mér fannst þetta fullmikið af því góða og hefði þarna mátt draga mörkin. Það athyglisverðasta á sýningu verkunum frjálslega skrifaðar at- hugasemdir til hliðar við rósirnar, nokkuð sem maður er ekki vanur að sjá á myndum hans. Það er athygl- isvert að Bjarni tileinkar sér þá að- ferð kvikmyndaiðnaðarins að gefa áhorfendum vísbendingu um það sem væntanlegt er í sýningarsali. Kannski ættu aðrir myndlistarmenn að taka Bjarna til fyrirmyndar í þessu. Ég ætla ekki að reyna að útskýra í þaula út á hvað verk Bjarna ganga, það hefur hann oft gert sjálfur í fjöl- miðlum, en margir eiga erfitt með að skilja hvert hann er að fara. Ann- aðhvort er hugmyndafræði hans of flókin eða svo skelfilega einföld að fólk skilur hana ekki. Hvort sem menn skilja list Bjarna eða ekki standa þó alltaf upp úr fallegar lita- samsetningar hans, einstök teikni- gáfa og hin sjónræna heild sem tek- ur sífelldum breytingum. Vísir að rósum Morgunblaðið/Þóroddur Frá Sjónþingi Bjarna H. Þórarinssonar. MYNDLIST R e y k j a v í k u r - a k a d e m í a n Opið virka daga kl. 9–17. Til 1. október. TEIKNINGAR BJARNI H. ÞÓRARINSSON Þóroddur Bjarnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.