Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 29
sem spilaði þá í Glaumbæ. Um vorið
1964 fór hljómsveitin út tilKaup-
mannahafnar og spilaði á EXALON á
Strikinu í tvo mánuði og var úti þá um
veturinn. EXALON var kunnur
skemmtistaður og vinsæll. Vinnan
var nokkuð erfið, við spiluðum sex
kvöld vikunnar, frá átta til tvö og það
sjöunda til hálf fimm.
Þegar ég kom svo heim um vorið
1965 fór ég að vinna í garðyrkju hjá
Finni Árnasyni. Þar var Ólafur Gauk-
ur aðalmaðurinn. Ég man að þegar ég
sótti um vinnuna spurði garðyrkju-
maðurinn: ,,Þekkirðu Ólaf
Gauk?“,,Já, já, ég þekki Ólaf Gauk,“,
svaraði ég. ,,Hann er nefnilega alveg
stórkostlegur,“ sagði garðyrkjumað-
urinn! Hann hefur svo gott auga fyrir
að búa til blómabeð!“ Við vorum að-
allega að setja niður blóm í skrúð-
görðum og í görðum hjá fína fólkinu
t.d. við Bergstaðastrætið. Ég man að
meðal vinnufélaga í garðyrkjunni var
,,Bóbó á Holtinu“, ungur og glæsileg-
ur maður sem varð síðar þjóðsagna-
persóna og fyrirmyndin að Badda í
sögum Einars Kárasonar.“
En ekki ætlaðir þú að gera garð-
yrkjuna að ævistarfi. Varstu ekki
kominn fljótlega aftur í hljómsveit?
,,Ég var um tíma með hljómsveit
Finns Eydal í Glaumbæ. Síðan byrj-
aði ég með Lúdó sexett og var í þeirri
hljómsveit í tvö ár eða þar til ég fór að
spila með hljómsveit Ólafs Gauks í
veitingahúsinu Lídó við Skaftahlíðina
árið 1967 eða 1968. Hann hafði verið
með hljómsveit um tíma og það urðu
mannabreytingar. Hann fékk til liðs
við sig yngri menn, ég kom inn í
hljómsveitina ásamt Rúnari Gunnars-
syni og Páli Valgeirssyni. Hljómsveit-
in var gífurlega vinsæl og það var
mikil aðsókn á staðinn þann tíma sem
hljómsveitin spilaði í Lídó. Hljóm-
sveitin gerði nokkra sjónvarpsþætti
sem hétu ,,Hér gala Gaukar“, og
fengu mikið áhorf og voru mjög vin-
sælir. Það var oft mikið stuð á mann-
skapnum og þegar ég lít til baka þá
var þetta kannski ekki mjög bjart
tímabil. Ég held að ég hafi lifað of hátt
á þessum tíma, það var mikil spenna
og keyrsla og þetta tók sinn toll. Ég
var með hljómsveit Ólafs Gauks til
1970. Það var ómetanleg reynsla að
vinna með Ólafi Gauk, sem er mjög
vel skipulagður tónlistarmaður. Ég
spilaði með hinum og þessum hljóm-
sveitum allann áttunda og níunda ára-
tuginn eftir að ég hætti í hljómsveit
Ólafs Gauks. Ég var t.d. með hljóm-
sveit Ragnars Bjarnasonar á Hótel
Sögu 1978-79 og einnig var ég með
Sumargleðinni á þessum árum.
Það var oft mikið fjör og góð
stemmning á skemmtunum Sumar-
gleðinnar. Sumargleðin kom fram í
öllum helstu bæjum og þorpum lands-
ins og stundum var fundið upp nafn á
fólki þar sem við komum fram, sem
við vorum þá að gera tiltölulega mein-
laust grín að. Það var oft svo troðið á
skemmtunum hjá Sumargleðinni að
það var stundum verið að selja fólki
stæði inn á snyrtingu með áheyrn.
Miðinn hét ,,Stæði með áheyrn “
Ég man að ég lék eitt sinn óperu-
söngkonu sem var fræg úti í heimi og
hafði komið heim fyrir tilviljun að
heilsa upp á vini og ættingja, það var
á skemmtun á Hellu frekar en Hvols-
velli! Í hlutverki óperusöngkonunnar
sagði ég fyrir fullum sal áhorfenda:
,,Ja, það hefur enginn kunnað að
kyssa almennilega hér í sveitinni,
nema hann,“ og svo nefndi ég ein-
hvern bónda í sveitinni, við getum
hann kallað hann Jón Jónsson! Það
var þarna kona í salnum sem fór að
hágráta og var leidd grátandi úr saln-
um! Ég hafði þá nefnt nafnið á mann-
inum hennar og hann var nýlega far-
inn frá henni og var alræmdur
kvennaflagari!“
Í tónmenntakennaradeild
Tónlistarskólans
,,Ég kynntist konu minni, Ólöfu
Kristínu Magnúsdóttur, árið 1978 og
þá áttaði ég mig á því að það var kom-
inn tími til að fara að huga að framtíð-
inni, lífinu og láta ekki lengur berast
með straumnum. Það var engin fram-
tíð í þessari spilamennsku með dans-
hljómsveitum.“
Og fórstu þá aftur í tónlistarnám?
,,Já, og hóf nám í tónmenntakenn-
aradeild Tónlistarskólans í Reykjavík
hjá Jóni Nordal skólastjóra árið 1979 .
Ég var í skólanum í fjögur ár og út-
skrifaðist 1983 með tónmenntakenn-
arapróf. Ég hef réttindi til að kenna
tónlist í grunnskóla og framhalds-
skóla. Ég kenndi í nokkur ár í Fella-
skóla eftir að ég lauk prófi og hef und-
anfarin ár kennt djasspíanóleik í
Tónlistarskóla FÍH. Skólinn hafði
starfað í eitt ár þegar ég byrjaði. Ég
tók við af Karli heitnum Sighvatssyni
og ég er enn við kennslu í skólanum,
en aðalstarf mitt núna er að ég kenni
á hljómborð í Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar. Ég hef kennt þar undanfarin
sautján ár og er aðallega að kenna
ungu fólki á hljómborð og einnig á
píanó.
Það er erfitt fyrir mig að lifa ein-
göngu á launum tónlistarskólakenn-
ara og ég hef því tekið að mér ýmiss
konar verkefni. Ég hef verið að spila í
prívatveislum, við brúðkaup, afmæl-
isveislur, í þorrablótum og við ýmis
tækifæri. Ég hef verið að spila með
hinum og þessum djassböndum og
hef spilað undanfarin tvö til þrjú ár
með danshljómsveitinni Furstunum,
en hljómsveitina skipa auk mín Árni
Scheving, Guðmundur Steingríms-
son, Jón Páll Bjarnason, og Þorleifur
Gíslason. Hljómsveitin ásamt stór-
söngvaranum Geir Ólafssyni hefur
verið að taka upp plötu nú í sumar .“
Tónsmíðar
og útsetningar
Útgáfufyrirtækið Smekkleysa gaf
út disk fyrr á þessu ári með tónlist
eftir þig. Hvað ertu helst að fást við
núna? Er nýr diskur væntanlegur?
,,Diskurinn Októberlauf kom út í
vor á vegum Smekkleysu og á diskn-
um er tónlist sem ég samdi við ljóð
ýmissa skálda. Ég er búinn að klára
annan disk með útsetningum á ís-
lenskum þjóðlögum sem kemur út
núna í haust. Ég hef svolítið verið að
vinna við tónsmíðar og þá aðallega við
ljóð skálda. Ég samdi t.d. tónlist árið
1996 við sálm sem forsætisráðherra,
Davíð Oddsson samdi, Hin fyrstu jól.
Upphafið að þessum tónsmíðum má
rekja til árins 1970. Þá byrjaði ég að
vinna að tónlist við ljóð Þorsteins frá
Hamri og Steinunnar Sigurðardóttur,
við gerðum sjónvarpsþátt.“
Og þú hélst síðan áfram að vinna
með skáldunum. Samdir tónlist við
ljóðaupplestur skáldanna t.d. í Nor-
ræna húsinu og víðar.
,,Já, og sú tónlist var öll frumsamin
og fleiri skáld komu í hópinn og þetta
hélt áfram næstu árin. Ég samdi líka
fyrir strengjakvartett sem ég kom
fram með á Háskólatónleikum. Í
mars á þessu ári samdi ég tónlist við
bók Jóhanns Hjálmarssonar, Hljóð-
leikar, sem flutt var á ljóðadagskrá.
Því miður hefur þessi viðleitni ekki
mætt miklum skilningi. Ég sótti fyrir
ári síðan um styrk, starfslaun úr
starfslaunasjóði til þriggja mánaða,
en fékk synjun. Það voru nokkur
einkafyrirtæki, t.d. Sjóvá-Almennar,
sem styrktu okkur við gerð disksins,
Októberlauf.
Ég er í ýmiss konar verkefnum.
Núna er ég að undirbúa dagskrá þar
sem ég spila með Skálholtskórnum og
kórinn kemur til með að flytja ásamt
einsöngvurum síðar í sumar og verð-
ur líklega búið að flytja þegar þetta
viðtal birtist. Það er trúarleg tónlist.
Þá er þriðji diskurinn í undirbúningi
þar sem ég spila frumsamda tónlist.
Ég hef haft mikla ánægju af að
starfa að verkefnum hjá leikhúsun-
um. Það var mér mikill heiður þegar
Guðrún Ásmundsdóttir fékk mig á
sínum tíma til að sjá um músíkina í
revíunni Spanskflugunni í Borgar-
leikhúsinu. Þá spiluðum við þrír, ég,
Árni Scheving og Guðmundur Stein-
grímsson og fengum að vera svolítið
inni á sviðinu og taka þátt í leikritinu.
Þá var ég einnig með í annarri sýn-
ingu árið 1997 í Kaffileikhúsinu sem
hét Revían í den – gullkorn úr gömlu
revíunum, í leikstjórn Guðrúnar Ás-
mundsdóttur.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 29