Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.09.2001, Qupperneq 35
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 35 www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 544 5560 og 864 1445 Yoga Studio – Halur og sprund ehf., Umboðsaðili fyrir Custom Craftworks nuddbekki og Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl. Þjálfunin er alls 6 helgar (auk mætingar í jógatíma): 5.-7. október, 9.-11. nóvember, 18.-20. janúar, 15.-17. febrúar, 12.-14. apríl og 3.-5. maí. Kennt er föstud. kl. 20-22, laugardaga og sunnudaga kl. 9-15. Vilt þú verða jógakennari? Yoga Studio mun fara af stað með jógakennaraþjálfun í október nk. Kennari verður Ásmund- ur Gunnlaugsson, eigandi Yoga Studio, þekktur fyrir námskeiðið „jóga gegn kvíða“. Þjálfunin er haldin í níunda sinn og er fyllilega sambærileg við það besta sem í boði er erlendis. Þetta er tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu á íslenskum starfsvettvangi. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Hún hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða vilja gera breytingar á lífs- háttum sínum. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Kynningarfundur verður laugardaginn 22. september kl. 17—18. Lokafrestur til að staðfesta þátttöku og ganga frá greiðslu er fimmtudagurinn 27. september. Grunnnámskeið með Önnu Hermannsdóttur hefst 18. september — Þri. og fim. kl. 19.00. Örfá pláss laus. Fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu spor í jóga. Anna mun leggja áherslu á jógastöður (asana) og öndunaræfingar sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar. Hentar fólki á öllum aldri, reynsla af jóga ekki nauðsynleg. Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 18. september — Þri. og fim. kl. 20.00. Örfá pláss laus. Kvöldtímar hefjast 1. október og verða á mánud. og miðvikud. kl. 20-20.50. Anna Ásmundur Safnaðarstarf í Fella- og Hólakirkju Vetrarstarf Fella-og Hólakirkju er að fara í gang þessa dagana. Auk öflugs barna- og æskulýðsstarfs er boðið upp á margs konar safnaðar- starf fyrir fullorðna. Þar ber fyrst að nefna almennar guðsþjónustur og messur hvern sunnudag kl. 11:00 í umsjón sóknarpresta safnaðanna sr. Hreins Hjartarsonar og sr. Guð- mundar Karls Ágústssonar. Organ- isti kirkjunnar, Lenka Mátéová, sér um tónlistarflutning og stjórnar kór kirkjunnar. Einu sinni í mánuði, að jafnaði, er altarisganga. Á sama tíma á sunnudögum er barnaguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu í um- sjón Elínar Elísabetar Jóhannsdótt- ur. Heimsóknarþjónusta Fella- og Hólakirkja býður upp á kirkjulega heimsóknarþjónustu þar sem mark- miðið er að veita sálgæslu og við- halda tengslum milli sóknarbarns og kirjunnar. Djákni Fella- og Hóla- brekkusafnaða, Lilja G. Hallgríms- dóttir, tekur að sér að heimsækja fólk í sóknunum sem ekki á heim- angengt, t.d. vegna sjúkdóma, fötl- unar eða af öðrum ástæðum. Hafi sóknarbarn áhuga á því að djákni heimsæki sig eða sína eða koma sjálft á fund djákna þá hafi viðkom- andi samband í s. 557. 3280. Fjölskyldustundir á mánudög- um. Á hverjum mánudegi milli kl. 10 og 12 yfir vetrarmánuðina hittast aðstandendur barna undir grunn- skólaaldri í safnaðarheimilinu og oftast eru börnin með. Stundin hefst með léttum hreyfingum og henni lýkur með bæn. Boðið er upp á heita og kalda drykki. Einu sinni í mánuði er fyrirlestur eða fræðsla um ýmis mál. Mæður, feður, afar og ömmur, eða þeir sem heima eru og gæta barnanna, eru velkomin í fjölskyldu- stundirnar til að eiga notalega stund saman. Umsjón með fjölskyldu- stundunum hefur Lilja, djákni. Kyrrðar-og bænastundir í há- deginu á þriðjudögum. Klukkan 12 á hádegi er kirkjan opnuð og Lenka Mátéová byrjar að leika á orgelið. Kl. 12:10 hefst bæna- og kyrrðar- stund í umsjón djákna. Þriðja þriðjudag í mánuði er altarisganga í umsjón sóknarprestanna. Bænaefn- um má koma til djákna og presta. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Þeim sem ekki komast að öðrum kosti til og frá kirkju er boðið upp á ókeypis akstur og eru þeir sem það þiggja beðnir að hafa samband í s. 557 3280 eigi síðar en kl. 10 á þriðjudögum. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum. Í samvinnu við fé- lagsþjónustuna í Gerðubergi býður Fella-og Hólakirkja upp á helgi- stundir í Gerðubergi hvern fimmtu- dag kl. 10:30 í umsjón Lilju djákna. Sungnir eru sálmar, farið með bæn- ir og lesnir ritningarlestrar og guð- spjall næsta sunnudags. Textarnir eru ræddir og við reynum að finna þeim stað í lífi okkar og samtíð. Boð- ið er upp á kaffi eftir stundina þar sem þátttakendur skiptast á að koma með meðlæti. Fella- og Hólakirkja Safnaðarstarf Vídalínskirkju Um þessar mundir er allt vetr- arstarf Garðasóknar að hefjast. Kirkjutíðindunum hefur verið dreift inn á hvert heimili í sókninni, en þar er að finna helstu upplýsingar um helgihald, námskeið, barnastarf og fleira auk upplýsinga um símanúm- er og viðtalstíma. Geymið tíðindin. Helgihald. Sunnudagaskólinn hefur sína starfsemi með fjölskyldu- guðsþjónustu í Vídalínskirkju núna á sunnudaginn. Þá verður efni vetr- arins dreift, en við erum svo heppin að hafa áfram sömu frábæru leiðtog- ana bæði í barnastarfinu og æsku- lýðsfélagi kirkjunnar. Fjölskyldu- nefnd kirkjunnar býður upp á pylsur í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Fjölskylduguðsþjón- ustur eru mánaðarlega í Vídalíns- kirkju og eru sunnudagaskólabörn- in þá þátttakendur allan tímann, en annars taka þau aðeins þátt í upp- hafi guðsþjónustunnar og fara síðan í hliðarsali með leiðtogum sínum sem skipta börnunum í yngri og eldri hóp. Í Garðakirku er að jafnaði guðsþjónusta mánaðarlega. Sunnu- daginn 23. september verður mess- að þar kl. 14.00. Sú breyting verður á bæna- og kyrrðarstundunum sem verið hafa á fimmtudagskvöldum kl. 22.00 að þær færast fram til kl. 21.00. Vonandi verður það til að koma til móts við þarfir enn fleiri sóknarbarna en verið hefur, en þessar stundir hafa notið traustrar aðsóknar og aldrei fallið niður. Fermingar- og æskulýðsstarf. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9 til 12 ára drengi hefst mánudaginn 24. september í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og daginn eftir fyrir stúlkur á sama aldri. Þetta starf er í umsjá KFUM og K og hefst kl. 17.30 báða dagana. Krakkar á þessum aldri eru hvattir til að mæta. Fyrsti fundur æskulýðsfélagsins verður síðan þriðjudaginn 2. október kl. 19.30 með sömu leiðtogum og áður. Fermingarstarfið hefst með sólar- hringsnámskeiði í Vatnaskógi síð- ustu vikuna í september. Spurning- ar byrja í beinu framhaldi, en innritun til fermingarfræðslunnar hefur farið fram. Ef innritun hefur farið framhjá einhverjum er sá hinn sami beðinn að snúa sér til skrif- stofu sóknarinnar. Námskeið og Opið hús. Í vetur verður boðið upp á ýmiskonar nám- skeið á vegum kirkjunnar. Þar er að finna námskeið fyrir hjónafólk og verðandi brúðhjón, Alfanámskeið og úrvinnsluhóp um sorg og sorgarvið- brögð. Þá verður boðið upp á um- ræðu- og leshóp á fimmtudögum kl. 20.00 – 21.00. Vaxandi áhugi er á trúmálum og kirkjulífi og því ættu margir að geta fundið áhuga sínum farveg þar. Eins og verið hefur verð- ur opið hús í safnaðarheimilinu fyrir eldri borgara á þriðjudögum frá 13.30 – 16.00 á vegum Félagsstarfs eldri borgara í Garðabæ. Því starfi lýkur hverju sinni með helgistund í kirkjunni kl. 16.00. Fyrsta helgi- stund haustsins verður næsta þriðjudag. Fjölmargar nefndir starfa nú að eflingu safnaðarstarfs- ins í Garðasókn og er spennandi að fylgjast með því hvað út úr vinnu þeirra kemur, en segja má að fjöl- skyldunefndin ríði á vaðið með því að bjóða í pylsur eftir fjölskyldu- guðsþjónustuna. Á miðvikudögum kl. 10.00–12.00 er opið hús fyrir for- eldra ungra barna, svokallaðir mömmumorgnar. Vinsældir þeirra fara vaxandi, en allir foreldrar eru velkomnir með eða án barna sinna. Kórstarf. Söngæfingar kirkju- kórsins eru á miðvikudögum kl. 20.00. Organistinn býður nýtt söng- fólk velkomið til starfa, en kórnum er skipt niður í hópa til að sinna helgihaldinu. Fjölbreytt verkefna- skrá liggur til grundvallar vetrar- starfinu eins og verið hefur. Kirkju- starfinu í heild sinni má sem best líkja við símenntun. Mikill menning- arauki er að þessu starfi, en þar er stöðugt verið að kynna nýtt og nýtt efni, kenna nýja söngva og opna ný sjónarhorn á líf safnaðarins, lífið á göngunni með Guði. Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldu- morgnar mánudag kl. 10–12 í um- sjón Lilju djákna. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 09:00–17:00 í síma 587-9070. Mánudagur. KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára, kl. 17:30–18:30. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45–7.05. 12 spora fundur mánudag kl. 20. Kynningar- fundur. Stjórnun í umsjá Margrétar Scheving, sálgæsluþjóns. Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Upphaf starfsins. Öll börn í 1. bekk velkomin. Skráning í síma 511- 1560. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Upphaf vetrarstarfsins. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánu- dagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11:00. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Almenn samkoma kl. 16:30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Léttur hádegisverður á eftir. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Lof- gjörð og fyrirbænir. Allir hjartan- lega velkomnir. Kynningarkvöld Alfa námskeiðsins nk. miðvikudag 12. sept. kl. 10. Fjölskyldubæna- stund fimmtudag 13. sept. Matur og fræðsla á eftir. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. Með haustinu færist meira líf í kirkjuna okkar, margvíslegir þætt- ir starfsins vakna á ný eftir hæglátt sumar og taktur starfsins breytist. Í vetur verða barnamessur kl. 11.00 og almennar guðsþjónustur kl. 14.00. Kirkjan er sameiningartákn hverfisins og er opin öllum íbúum og eru sóknarbörnin hvött til þess að taka þátt í starfi hennar. Hér á eftir er minnt á nokkra þætti í starfi Bústaðakirkju. Í barnamessum annast organisti ásamt hópi ungra hljóðfæraleikara allan tónlistarflutning og söfnuður- inn syngur. Léttir söngvar eru fyr- ir börnin, biblíusögur, bænir, um- ræður og leikir. Leiðtogar í starfinu verða Helena Marta Stef- ánsdóttir, Ásrún Atladóttir og Bára Elíasdóttir, ásamt sóknarpresti. Almennar guðsþjónustur eru hvern helgan dag kl. 14:00. Kirkju- kór Bústaðakirku og organisti ann- ast tónlistarflutning ásamt ein- söngvurum. Guðsþjónustan er þungamiðja safnaðaris, en þar má einnig finna þá þögn og kyrrð, sem þarf til að heyra, hugsa og biðja. Foreldramorgnar eru samverur foreldra og barna alla fimmtudags- morgna milli kl.10:00 og 12:00. Skipst á skoðunum og foreldrum er boðið upp á te og kaffispjall ásamt margskonar fræðslu á meðan börn- in dunda sér. Fyrsta samveran verður fimmtudaginn 20. sept- ember. TTT, æskulýðsstarf fyrir tíu til tólf ára, er vaxtarbroddurinn í kirkjulegu starfi. Undir stjórn leið- toga vinna börnin að margskonar verkefnum og m.a. verður farið í kynnisferðir og börnunum kynntar ólíkar aðstæður fólks í lífinu. Æskulýðsstarf verður meira tengt kórastarfinu en áður, og unn- ið verður að sérstökum verkefnum. Markmiðið er að efla jákvæða og heilbrigða unglingamenningu þar sem boðskapur Jesú Krists er tek- inn með í daglegum aðstæðum lífs- ins. Starf aldraðra. Á hverjum mið- vikudegi koma aldraðir saman í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar bíður þeirra hópur kvenna, sem kallaður hefur verið Kærleikshóp- urinn, en þær aðstoða við hann- yrðir, veitingar og félagslíf. Sigrún Sturludóttir í forsvari fyrir kær- leikshópinn. Í hverri samveru er helgistund og þar sem ýmist gestir flytja sinn boðskap í máli, myndum og tónlist. Sú nýjung verður í vetur að nokkrar samverur munu hefjast kl. 11.00. Þá verður helgistund í kirkjunni og síðan sameiginleg máltíð í hádeginu áður en venju- bundið starf hefst kl. 13.00. Fyrsta samvera í starfi aldraðra er mið- vikudaginn 26. september, þá verð- ur farið í haustlitaferð og sem fyrr er ákvörðunarstaður ókunnur þar til lagt verður af stað kl. 13:00 frá kirkjunni. Á leiðinni verður áð og notið góðra veitinga. Skráning í ferðina er hjá kirkjuvörðum í síma 553-8500 alla daga til þriðjudagsins 25. september. Kvenfélag Bústaðasóknar hefur unnið kirkjunni betur og meir en flestir aðrir. Fundir félagsins eru annan mánudag í hverjum mánuði og fyrsti fundur 8. október. Dag- skrá fundanna er fjölbreytt og metnaðarfull. Félagskonur taka virkan þátt í safnaðarstarfi kirkjunnar og er það einn af grundvallarþáttum í starfi þeirra. Formaður félagsins er Kristín Eiríksdóttir. Kammerkór, stúlknakór, barna- kór og Englakór starfa í Bústaða- kirkju í vetur. Kórarnir syngja í messum einu sinni í mánuði auk þess að taka þátt í öðrum þáttum kirkjustarfsins. Á síðasta ári voru yfir 100 syngjandi börn við kirkj- una og var starfið mjög líflegt. Stúlkna- og Kammerkórinn fóru í söngferð til Ítalíu og Engla-, Barna- og Bjöllukórinn sungu og spiluðu á Akranesi. Starfað verður í 5 hópum í vetur. Englakórinn æfir á mánudögum kl. 16.00 og er fyrir 5–6 ára börn sem hafa ekki sungið áður í kirkjunni. Barnakórinn æfir kl. 17.00 á mánudögum og er fyrir 6–9 ára börn. Stúlknakórinn æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16.00 og er fyrir 10- 12 ára stúlkur og Kammerkór æfir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.00 og er fyrir 13–17 ára stúlkur. Fram- undan er fjölbreytt vetrardagskrá. Stjórnandi þessara kóra er Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og undir- leikari er Pálmi J. Sigurhjartarson. Bjöllukór hefur verið starfandi í Bústaðakirkju um árabil og hefur hann haldið tónleika víða um land. Nú hefur fjórði aldurshópurinn tekið við af hinum eldri, en stjórn- andi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Kirkjukór Bústaðakirkju syng- ur við guðsþjónustur og kirkju- legar athafnir og æfir á þriðjudags- kvöldum kl. 20:00. Í vetur munu fleiri en einn organisti koma að starfinu, því organisti kirkjunnar er að ljúka námi, svo sem Sigrún Steingrímsdóttir, Helgi Bragason ásamt fleiri hjálparhellum úr stétt organista. Formaður kórsins er Jón Helgason. Þeir sem hafa huga á þátttöku í kórnum eru beðnir að snúa sér til organista kirkjunnar og formanns kórsins. Fermingarstarfið er nú að hefj- ast og stendur skráning ferming- arbarna yfir í kirkjunni. Börn úr Réttarholtsskóla hafa þegar verið skráð en önnur börn eru beðin að skrá sig í kirkjunni. Hjónakvöld eru haldin í kirkj- unni og þar er starfandi hjónahóp- ur, sem kemur saman nokkrum sinnum á vetri. Hægt er að skrá sig hjá kirkjuvörðum. Fyrsta samvera vetrarins verður fimmtudaginn 11. október kl. 20:00. Fræðslukvöld verða í kirkjunni í vetur. Gestafyrirlesarar halda ýmis erindi, svo sem um unglinga og eit- urlyf. Næsta samvera er í sam- vinnu við Íþróttafélagið Víking og verður fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.00 í safnaðarheimili kirkj- unnar. Það er von sóknarnefndar og sóknarprests að sóknarbörn standi saman að öflugu starfi í Bústaða- kirkju og efli þannig betra mannlíf undir kjörorðinu Betra líf í Bú- staðahverfi. Pálmi Matthíasson Bústaðakirkja. Vetrarstarf í Bústaðakirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.