Morgunblaðið - 16.09.2001, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 41
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Matthías Gilsson
lærði kjötiðnað fyrst
hjá KRON, en lauk því
hjá Goða og tók próf í
greininni þar með
miklum ágætum.
Þegar Matti byrjaði námið komu
fljótt í ljós góðir hæfileikar hans og
smekkur. Sonur minn heitinn, Ósk-
ar, hafði miklar mætur á Matta,
hann var sérlega mikið fyrir dýr, en
Matti átti allnokkra hesta, og Óskar
var tíður gestur í hesthúsinu. Matti
tók hann stundum með sér í smáút-
reiðartúra. Hann var sérstakur og
rausnarlegur eftir því, hann gaf
Óskari einn hesta sinna, sem gladdi
Óskar mikið, og varð til þess að
hann eignaðist fleiri hesta. Þeir fóru
oft smáútreiðarúra yfir læki og
sprænur burt úr bílaskarkala borg-
arinnar út í guðsgræna náttúruna í
sólskini við fuglasöng. Matti átti
ágæta æsku og glaðlegt umhverfi í
nýbyggðu Smáíbúðahverfi og þar
var mikið af sérlega hressum krökk-
um sem héldu vel saman alla tíð.
Þarna var íþróttafélag og Matti
þótti ómissandi þar. Þar var líka
skátafélag sem kallaði sig Herkú-
lesa.
Matti var líka í því. Þeir fóru í
ferðalög og útilegur. Þetta voru
ungir og frískir menn sem áttu eftir
að halda vinskap alla ævi. Matthías
var myndarlegur ungur maður og
stórskemmtilegur þegar hann vildi
það við hafa, og sá vel hinar skop-
legu hliðar tilverunnar og fé-
lagslyndur var hann með afbrigð-
um.
Matti fékk snemma áhuga á bíl-
um. Þetta voru ekki venjulegir bílar,
heldur eðalkerrur af stærstu gerð
og flottir drekar, með flottar græjur
sem heyrðist vel í. Það vakti athygli
allra þegar Matti kom á lúxuskerr-
unum í vinnuna. Við starfsmenn
MATTHÍAS G.
GILSSON
✝ Matthías G. Gils-son kjötiðnaðar-
maður fæddist í
Reykjavík 21. sept-
ember 1949. Hann
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 2. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskapellu 11.
apríl.
höfðum gaman af þeg-
ar hann lagði bílum
sínum nærri bílum yf-
irmanna sinna hjá SÍS,
sem skiptu litum þegar
þeir gerðu samanburð
á sínum SISSUM og
eðalkerru starfs-
mannsins. Matthías
var mjög góður fag-
maður, og sérlega góð-
ur reykmeistari, en
það varð að hafa klár-
an starfsmann í þessu
vandasama og fjöl-
breytilega starfi.
Það kom að því að
Matti tók sitt próf sem hann gerði
með ágætum. Það mætti til gamans
geta þess að í Goðanum voru notaðir
sjálfvirkir linkerar, vélar sem sneru
upp á pylsur. Það voru einu vél-
arnar af þessu tagi hérlendis. Það
höfðu engir varahlutir verið fengnir
með þeim, það var eins og svo
margt annað á þessum sérkennilega
stað, en Matti gat látið þær ganga
hvernig svo sem hann fór að því. Þá
kom að því að tveir franskir sér-
fræðingar áttu að koma og kippa
þessu í lag. Þeir gátu ekki með
nokkru móti ræst linkerana. Var þá
Matti sóttur og ræsti hann vélarnar
og vakti undrun fyrir meðal Frakk-
anna. Tók þá svo á eftir á námskeið
í biluðum vélum.
Matthías var mjö vinsæll meðal
starfsmanna hjá Goða eins og
reyndar annars staðar þar sem
hann vann.
Matthías kvæntist yndislegri
stúlku sem vann þarna, Kolbrúnu
Hilmarsdóttur Roe. Þau eignuðust
tvö börn. Matti missti dóttur sína
sviplega, sem fékk mjög mikið á
hann. Þegar Matthías hætti í Goð-
anum vann hann nokkur ár hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga, og kom
svo aftur til Reykjavíkur og vann
hjá nokkrum kjötbúðum við góðan
orðstír og vinsældir viðskiptavina.
Matti var frábær kokkur og mat-
reiðslumaður og var húsmæðrum
vel innanhandar um matreiðslu. Síð-
an gerðist Matti kokkur á varðskip-
unum og tók þátt í æfingum þeirra.
Hann stökk meira að segja í fallhlíf.
Þá tók hann börnin sín með sér á
sjóinn til mikillar ánægju fyrir þau í
styttri ferðir. Seinna fór Matti á
millilandaskip og sigldi um heims-
höfin, m.a. til Afríku og þar um
kring.
Matthías átti í nokkrum erfiðleik-
um með líf sitt um tíma, bakkus og
hyski hans sá hann ekki í friði.
Hann gerði ýmislegt í þessum
vanda sínum með góðum árangri, og
tókst loks að reka þetta af höndum
sér áður en yfir lauk.
Ég verð að geta þess að Matthías
vann um nokkurra ára skeið hjá
Kjarnafæði á Akureyri við góðan
orðstír.
Matthías var harðduglegur fag-
maður, snjall og frumlegur og leysti
margan vandann í faginu, sumt af
því er notað um land allt í dag.
Matthías lést langt um aldur
fram. Hann hafði undirgengist
hjartaaðgerð fyrir allnokkru. Ég
vissi ekki af þessu en Matti bar ekki
veikindi sín á torg. Kona mín og ég
áttum von á heimsókn hans um þá
helgina, og vorum að undrast að
hann kæmi ekki, einmitt þann sama
dag og kallið kom.
Ég kveð góðan vin með söknuði
og bið honum blessunar um leið og
ég þakka honum tryggð við mig og
mína, alla hjálpsemi hans sem hann
sýndi okkur alla tíð. Lífið er oft
skrítið og nær óskiljanlegt þegar
dauðinn velur sér vini manns og
vandamenn á ólíklegustu stundum.
Nú er jarðlífi Matta lokið. Hann
var lagður til hvílu í Kotstrandar-
kirkjugarði við Hveragerði við hlið
dóttur sinnar Hörpu. Presturinn
sem jarðsöng Matthías var sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, fyrr-
verandi leikfélagi, skáta- og íþrótta-
félagi Matthíasar.
Matthías er nú örugglega í faðmi
fjölskyldu sinnar í himnadýrð þar
sem sannkristnir búa. Ég vil láta
fylgja Matthíasi hinn fallega sálm
og bæn Í bljúgri bæn, sem mér
fannst eiga vel við hann:
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Marius Blomsterberg.
Mínar fyrstu minn-
ingar um Vigfús Ebe-
nensersson móður-
bróður minn, eða Fúsa
eins og hann var oftast
kallaður, eru þar sem
hann situr í eldhúsinu í Tungu og
reykir pípu.
Hann er ekki margmáll og áður
en hann tekur til máls sýgur hann
örlítið upp í nefið. Yfir honum hvílir
einhver sérstök ró og það sem hann
hefur til málanna að leggja er ekki
neitt innantómt hjal eða óþarfa
orðagjálfur.
Þessi mynd hefur ekki mikið
breyst við nánari kynni, það fylgdi
honum alltaf þessi heimspekilega ró
sem gerði það að verkum að það
var notalegt að vera návistum við
hann. Og þó hann ætti engin börn
sjálfur þá eru þau ófá sumardval-
arbörnin í Tungu sem nutu sam-
vista við hann og ég efast ekki um
að þau samskipti hafi haft jákvæð
áhrif á þau.
VIGFÚS
EBENESERSSON
✝ Vigfús Ebenes-ersson fæddist í
Tungu í Valþjófsdal í
Önundarfirði 2. des-
ember 1920. Hann
lést á Landspítalan-
um 8. ágúst síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Kópavogs-
kirkju 17. ágúst.
Fyrstu árin eftir að
Fúsi og Billa brugðu
búi í Tungu og fluttust
í Kópavoginn mátti
iðulega sjá Fúsa á
gangi um nágrennið.
Eftir því sem heilsunni
hrakaði urðu göngu-
ferðirnar styttri og
strjálli. Róin og yfir-
vegunin voru þó ætíð á
sínum stað.
Hann öfundaðist
ekki út í velgengni
annarra og alltaf hafði
hann það ágætt þó svo
á hann herjaði illvígur
sjúkdómur. Síðustu vikurnar sagð-
ist hann að vísu vera orðinn ansi lé-
legur. Þar átti hann ekki við eigin
líðan heldur starfsorku.
Þó skólaganga Fúsa væri ekki
löng var hann víðlesnari en margir
okkar sem hafa langa skólagöngu
að baki. Hann var einn þeirra sem
bar uppi merki Íslendinga sem
bókaþjóðar og mér er mjög til efs
að við sem fyllum komandi kyn-
slóðir náum að standa undir þeim
merkjum.
Þó svo ég þykist þess fullviss að
Fúsi sé hvíldinni feginn, þá vildi ég
svo gjarnan hafa hann lengur á
meðal okkar. Eitt er víst að skötu-
veislan á Þorláksmessu verður ekki
sú sama án hans.
Eiríkur Jensson.
Elsku afi minn er
horfinn frá okkur án
þess að ég fengi að
kveðja hann. En allt
hefur víst sinn tilgang.
Ein af mínum fyrstu
minningum eru frá ömmu og afa á
Hornafirði. Í hvert skipti sem ég
kom í heimsókn átti afi alltaf til
Smarties handa mér sem mér þótti
svo gott. Það sem okkur vinkon-
unum þótti samt merkilegast var
dolla sem hann geymdi niðri í
skúffu, fulla af smápeningum. Það
þótti okkur sko flott. Ósjaldan gaf
BJÖRN KARL
GÍSLASON
✝ Björn Karl Gísla-son fæddist á
Grímsstöðum á Höfn
í Hornafirði 8. febr-
úar 1925. Hann lést á
heimili sínu á Höfn
28. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Hafnar-
kirkju 5. september.
hann okkur örlítinn
aur til að skjótast út í
kaupfélag að kaupa
smá gotterí eða eitt-
hvert dót sem við höfð-
um augastað á.
Það er allt svo ein-
falt þegar maður er lít-
ill og nógur tími til alls.
Eftir því sem ég varð
eldri fækkaði heim-
sóknunum á Höfn og
afi var nú ekki allt of
hrifinn af því að
ferðast mikið til
Reykjavíkur.
Ég var ekki alltaf
sátt við allt sem hann sagði eða
gerði, en ég vissi og veit að honum
þótti mikið til mín koma og vona að
hann hafi vitað að mér þótt líka af-
skaplega vænt um hann.
Elsku afi, hvíldu í friði. Bið að
heilsa Kristínu frænku og Gísla afa.
Þín,
Ýrr.
Nú er hann elsku afi
dáinn og farinn á lang-
þráðan fund við Ömmu
og Lalla.
Afi var fæddur í
torfbæ við upphaf síð-
ustu aldar og hefur lifað ótrúlega
tíma. Hver getur nú ímyndað sér
hvernig lífið var á þessum árum? En
þótt lífsbaráttan hafi oft verið erfið
hefur afi alltaf fundið tíma til þess að
gefa af sér fyrir aðra. Hann hafði yfir
að búa mætti bænarinnar og gat með
henni hjálpað fólki sem til hans leit-
aði. En þó saga hans sé merkileg hef-
ur hann lítið um hana rætt. Þetta
held ég að lýsi honum best, hann tók
öllu sem sjálfsögðum hlut og því var
gott til hans að leita.
En þegar rætt er um afa verður að
GUÐMUNDUR
LÁRUSSON
✝ Guðmundur Lár-usson fæddist á
Skarði í Skarðs-
hreppi í Skagafirði
23. apríl 1903. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 17. júlí
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Áskirkju 27. júlí.
ræða um ömmu í sama
orði því eins og segir í
hjúskaparsáttmálan-
um, þau voru eitt. Það
var gott að fá að koma á
Snorrabrautina til afa,
ömmu, Lalla og Kidda.
Amma var alltaf með
kökur tilbúnar og þar
sem afi vann í Ölgerð-
inni lengur en elstu
menn muna fengum við
alltaf Spur Cola eða
Appelsín. Líklega eiga
margir enn í dag öl-
kassa úr timbri smíðað-
an af afa.
Elsku afi. Ég veit að þú ert kom-
inn á fallegan stað til ömmu, Lalla og
Fríðu Rósar, en við eigum eftir að
sakna þín sárt því þú varst einn besti
drengur sem þetta land hefur alið.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Guðmundur.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina