Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 57

Morgunblaðið - 16.09.2001, Side 57
„ÞAÐ var hann Gunni Þórðar, Gunni í Trúbrot sem hafði samband við mig,“ segir Helgi brosandi og segir frá aðdraganda þess að hann var fenginn til að klæðast vörum Mick Jagger í Stones-sýningunni bráð- komandi. „Hann spurði mig hvort ég væri til í að syngja Stones og ég hef alltaf verið hrifinn af þeirri sveit. Stones hafa alltaf verið nálægt mér. Í mér býr Stones! Þannig að ég þurfti ekk- ert að hugsa mig mikið um.“ Helgi hefur rennt sér í gegnum nokkra Stones-slagara á ferlinum og er því heldur en ekki tilbúinn í stuð- ið. „En til að gera langa sögu stutta,“ segir Helgi og lítur kímileitur upp. „Þá ákvað ég einfaldlega að slá til.“ Á Broadway hafa verið sýningar tileinkaðar Queen, Shadows og Bee Gees m.a. Var þetta ekki bara tíma- spursmál með rokkhetjurnar öldnu? „Svona sýningar tíðkast mikið er- lendis og það er mikill markaður fyr- ir þessu,“ segir Helgi. „En fyrir mig felst skemmtunin aðallega í því að fá að upplifa alla þessa tónlist „lifandi“. Þar fæ ég mína útrás.“ Að velja lög á Stones-sýningu hlýtur að hafa verið martröð. Ferillinn spannar næstum fjóra áratugi og nóg er til af smellum. Á sýningunni verða um 20 lög, allt sígild lög úr smiðju glimmertvíburanna. „Það verður alveg rosa- lega mikið af fólki sem á eftir að verða fyrir vonbrigðum þar sem það fær ekki sitt lag,“ segir Helgi. „Þetta er svo mikið. Ég renndi yfir lagalista og merkti við sjálf- sögð lög. Áður en ég vissi var ég kominn með fimmtíu lög og ferill- inn ekki nema hálfnaður!“ Reynt verður að stikla á stóru í gegnum feril Stones á sýningunni. Helgi segir þó að ekki verði farið mikið fram yfir 1980. „Þarna verða ballöður eins og „Angie“ og „Ruby Tuesday“,“ segir hann. „Svo eru hundarnir þarna auð- vitað, „Jumpin’ Jack...“ og „Honky Tonk...“.“ Gaman að pæla í Stones „Aðalmálið er að flytja tónlistina og reyna að ná fram stemningu og andrúmsloftinu sem hún býr yfir,“ útskýrir Helgi. „Svo verða þarna auðvitað dansarar og bakradda- söngvarar auk þess sem það verður eitthvað óvænt fyrir augað. Þetta er auðvitað skemmtun en fyrst og fremst verður það tónlistin sem talar.“ Það er meistari Gunnar Þórðarson sem stýrir henni með styrkri hendi og Helgi lætur vel af samstarfinu. „Gunni er helv... skemmtilegur. Hann er vand- virkur og mikill stuðbolti.“ Helgi neitar því þó að Gunni ætli að trylla lýðinn sem Keith Richards. „Nei, það held ég nú ekki. Öll sú byrði lendir nú á mér (hlær). En ætlunin er ekki sú að reyna að líkja eftir hljómsveitinni Rolling Stones á sviði. Þetta er náttúrulega fyrst og fremst tónlistin.“ Helgi lítur skyndilega til mín og spyr: „Þú ert Stónsari?“. Ég muldra eitthvað fyrir munni mér, humma og jamma (Ókei, ég viðurkenni það. Ég er Bítill! Sorrí Helgi.). En nú tekur Helgi sig til og setur sig í stellingar aðdáandans. „Þú átt að byrja á þríleiknum. Beggars Ban- quet, Let It Bleed og Exile On Main Street,“ seg- ir Helgi ákveðinn. „Þá er þetta komið sko.“ Helgi er kominn á flug. „Það er mjög gaman að pæla í Stones. Þetta band er skemmtilega óheflað, skítugt og laust í reipunum. En samt læsist þetta allt einhvern veginn saman. Það er alltaf þessi ögrun í gangi.“ En nú eru Stones búnir að hjakka áfram að því er virðist endalaust. Er ekki kominn tími á þessa kalla? „Þetta er svolítið snúin spurning,“ seg- ir Helgi og er hugsi. „Það getur auðvitað verið þreytt ef menn eru endalaust að hjakka í sama farinu. Og þeir koma ekki til með að finna upp eitthvað hjól núna. En ég held hins vegar að þeir hafi rosalega gaman af þessu. Og það náttúrulega er mjög mikils virði. Maður hugsar bara um þessa gömlu djass- og blúsleikara. Það er rosalega gaman að sjá t.d. John Lee Hooker með gömlu stemm- urnar sem svínvirka ennþá. Og hann hefur spilað þetta í fimmtíu ár. En í hverri nótu er einhver svaka- leg tilfinning. Ástríðan er enn til staðar. Á maður ekki að líta þetta sömu augum?“ Sýningin hefst eins og áður segir næsta föstudag. Húsið opnar kl. 19.00 fyrir matargesti en sýningin sjálf hefst kl. 22.00. Stónsarar – teljið niður. „Ert’ekki Stónsari!?“ Mick Jagger arnart@mbl.is Föstudaginn 21. september verður sýning, tileinkuð Rolling Stones, frumsýnd á Broadway. Og auðvitað er það Helgi „Jagger“ Björnsson sem syngur, hver annar! Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við kappann. Helgi Jagger. Morgunblaðið/ Jim Smart Rolling Stones sýning á Broadway FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 57 KVIKMYNDASTJÖRNURNAR vinsælu Nicole Kidman og George Clooney munu leika saman í kvik- mynd sem hafinn er undirbúningur að. Um er að ræða gamansama spennumynd sem gengur undir vinnuheitinu Confessions Of A Dangerous Mind og allt útlit er fyr- ir að þar fari fyrsta leikstjórn- arverkefni Clooney. Hann mun leika leyniþjónustumann en Kidman ástkonu hans. Handritið gerði Charles Kaufmann, sem kom að handritum að myndum Spike Jonze Being John Malkovich og nýju mynd hans, Adaptation. Kidman og Clooney leika saman Kidman Clooney

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.