Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 1
216. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 22. SEPTEMBER 2001 LEIÐTOGAR ríkja Evrópusam- bandsins lýstu því yfir í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn hefði rétt til að svara árásum hermdarverkamanna með hernaðaraðgerðum. Þeir lögðu þó áherslu á að aðgerðirnar yrðu að vera „markvissar“ og á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Leiðtogarnir samþykktu einnig á aukafundi í Brussel að Bandaríkin hefðu rétt til að grípa til hefndarað- gerða „gegn ríkjum sem aðstoða hryðjuverkamenn eða veita þeim at- hvarf“, að sögn Guy Verhofstadts, forsætisráðherra Belgíu, sem fer með formennsku í Evrópusamband- inu þetta misserið. Hann bætti við að ríki ESB væru tilbúin að taka þátt í aðgerðunum með ýmsum hætti og vildu að myndað yrði „heimsbanda- lag á vegum Sameinuðu þjóðanna“ til að berjast gegn hryðjuverka- mönnum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þjóð- ir heims að sýna samstöðu í barátt- unni gegn hryðjuverkum eftir árás- ina á Bandaríkin í vikunni sem leið. „Hryðjuverkamennirnir sem gerðu árás á Bandaríkin 11. septem- ber ætluðu að ráðast á eina þjóð en særðu allan heiminn,“ sagði Annan. „Þetta var árás á allt mannkynið og það þjónar hagsmunum alls mann- kyns að sigra þau öfl sem stóðu fyrir henni.“ Bretar leita nú eftir stuðningi ann- arra ríkja við aðgerðir Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkamönnum sem taldir eru standa á bak við árás- ina. Skýrt var frá því í gær að Jack Straw, innanríkisráðherra Bret- lands, hygðist fara til Írans í næstu viku til að ræða málið við þarlenda embættismenn. Þetta verður fyrsta heimsókn bresks utanríkisráðherra til Írans frá því að keisara landsins var steypt í íslömsku byltingunni ár- ið 1979. Eftir viðræðurnar í Teheran hyggst Straw fara til Jórdaníu, sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna og Ísraels. Talibanar hafna kröfu Bush Talibanastjórnin í Afganistan sagðist í gær ekki ætla að verða við kröfu Bandaríkjastjórnar um að framselja sádi-arabíska útlagann Osama bin Laden sem er talinn hafa staðið á bak við árásina. „Nei, ekki án sannana,“ sagði sendiherra talib- ana í Pakistan á blaðamannafundi í Íslamabad þegar hann var spurður hvort bin Laden yrði framseldur. „Afstaða okkar er sú að ef Banda- ríkjamenn hafa einhverjar sannanir þá eigi þeir að leggja þær fram,“ bætti sendiherrann við. Stjórn talibana hefur sagt að verði bin Laden sóttur til saka eigi hæsti- réttur Afganistans að rétta í málinu með þátttöku íslamskra klerka frá ríkjum Samtaka íslamskra ríkja. Ávarp George W. Bush Banda- ríkjaforseta til þjóðarinnar í fyrra- kvöld mæltist mjög vel fyrir meðal almennings og bandarískra þing- manna. „Forsetinn stóð sig frábær- lega,“ sagði Chuck Hagel, repúblik- ani í öldungadeildinni, og bætti við að þetta hefði verið mikilvægasta ræða forsetans á kjörtímabili hans. Í ræðunni krafðist Bush þess að bin Laden og samstarfsmenn hans yrðu framseldir og allar þjálfunar- búðir hermdarverkamanna í Afgan- istan yrðu eyðilagðar. ESB segir Bandaríkin hafa rétt til að hefna árásar hryðjuverkamanna Styður „markvissar“ hernaðaraðgerðir Brussel, Washington, Kabúl. AFP, AP.  Árásin á Bandaríkin/21–22 Reuters Sendiherra talibana í Pakistan, Abdul Salam Zaeef (til vinstri), á blaðamannafundi í Íslamabad í gær. POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, kvaðst í gær telja líkur á að Bandaríkjaher hæfi árásir á Afganistan „á næstu dögum“. „Hernaðaríhlutun af hálfu Bandaríkjanna er möguleg á næstu dögum, að minnsta kosti innan viku, framselji Afganar ekki Osama bin Laden,“ sagði Rasmussen. Hann lýsti einnig yfir stuðningi við áform Banda- ríkjastjórnar um að svara árás- um hryðjuverkamanna með hernaðaraðgerðum. Sérsveitir fluttar til grannríkja Dagblaðið USA Today skýrði frá því í gær að Bandaríkjaher væri að flytja sérsveitir til grannríkja Afganistans og þær ættu að reyna að handtaka Osama bin Laden eða vega hann reynist það ekki mögulegt. Blaðið hafði þetta eftir banda- rískum og pakistönskum emb- ættismönnum, sem sögðu að þegar hefði verið komið upp stjórnstöð á svæðinu til að sam- ræma leynilegar aðgerðir sér- sveitanna. Ekki var greint frá því til hvaða ríkja sérsveitirnar voru sendar. Breska dagblaðið The Guard- ian sagði að Bandaríkjastjórn hefði lagt að ráðamönnum Evr- ópuríkja að styðja hernaðarað- gerðir sem miðuðu að því að steypa stjórn talibana í Afgan- istan af stóli. Að sögn blaðsins virðist Bandaríkjastjórn vilja að andstæðingar talibana í Afgan- istan fylki sér um Zahir Shah, fyrrverandi konung landsins, og komi honum til valda. Zahir Shah er 86 ára og í útlegð í Róm. Líkur á árás „á næstu dögum“ ÓTTAST er að meira en hálf önnur milljón Afgana flýi yfir landamærin til Pakistans og Írans á næstu vik- um vegna hugsanlegra árása Bandaríkjamanna á Afganistan og hörmungarástandsins sem verið hefur í landinu. Stjórnvöld í Pakistan búa sig nú undir að taka á móti rúmlega millj- ón Afgana. Ráðgert er að koma upp nýjum flóttamannabúðum fyrir hálfa milljón flóttamanna í Pak- istan og opna að nýju 80 gamlar flóttamannabúðir sem geta tekið við allt að 800.000 manns. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) áætlar að 15.000 Afganar hafi þegar farið til Pakistans frá því um síðustu helgi þrátt fyrir tilraunir Pakistana til að loka landamærunum. Stofnunin hefur gert ráðstafanir til að geta hjálpað allt að 100.000 afgönskum flóttamönnum á næstu dögum. 25 sérfræðingar hafa verið sendir til Pakistans til að skipuleggja hjálp- arstarfið og stofnunin hefur flutt þangað 20.000 tjöld, 60.000 teppi og önnur hjálpargögn. Talsmaður Flóttamannahjálp- arinnar sagði að enn meiri fólks- flótti virtist óhjákvæmilegur á næstu vikum og mánuðum vegna hugsanlegra árása Bandaríkja- manna, sem bætast ofan á önnur vandamál Afganistans; borg- arastyrjöld, matvælaskort og þurrka. Flóttamannahjálpin býr sig einn- ig undir að taka á móti allt að 300.000 Afgönum í Íran. Hermt er að um 3.000 flóttamenn séu nú þeg- ar við landamærin. Meira en tvær milljónir afg- anskra flóttamanna eru fyrir í Íran og þarlend stjórnvöld ákváðu að loka landamærunum að Afganistan á laugardag. Óttast að 1,5 milljónir flýi Íslamabad. AFP. Reuters Afganskir flóttamenn standa við gaddavírsgirðingu sem yfirvöld í Pakistan hafa látið setja upp við landamærin að Afganistan. LÖGREGLAN í London handtók í gær fjóra menn á aldrinum 25–29 ára í tengslum við árásina á Banda- ríkin í vikunni sem leið. Lögreglan verður með mikinn við- búnað á götum London um helgina, einkum í hverfum múslíma, vegna spennu í borginni eftir árásina. Franska lögreglan handtók sjö menn sem taldir eru hafa lagt á ráðin um árásir á bandaríska sendiráðið í París og fleiri byggingar sem tengj- ast Bandaríkjunum. Þá gáfu þýsk yf- irvöld út alþjóðlega beiðni um hand- töku tveggja manna sem taldir eru hafa tekið þátt í skipulagningu árás- arinnar á Bandaríkin. Handtökur í Evrópu London, París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.