Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 22.09.2001, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 57 HÓPUR ungra friðarsinna efnir til friðargöngu og tónleika á Ingólfs- torgi í dag. Gangan hefst kl. 15 við Hallgríms- kirkju og verður gengið sem leið ligg- ur niður á Ingólfstorg. Það eru bræðrabörnin Marlon og Tanya Pollock sem skipuleggja göng- una en þau skipa hina efnilegu hljóm- sveit Anonymous. Að sögn Marlons er yfirskrift tónleikanna boðskapur Mahatma Gandih „auga fyrir auga veldur blindu“, sem Marlon telur til- mæli sem eigi vel við í dag. „Tilgang- ur göngunnar er ekki sá að mótmæla einum eða neinum hópi heldur ein- göngu sá að minna á friðarboðskap- inn og mikilvægi hans.“ Vegna þessa vill Marlon koma á framfæri þeim til- mælum til væntan- legra þátttakenda í göngunni að skilti og fánar með mótmælaslag- orðum eða öðrum yfirlýsingum séu ekki velkomin. Þegar göngunni er lokið, um kl. 16, verður svo efnt til skemmtidagskrár á Ingólfstorgi þar sem í boði verður fjölbreytt og at- hyglisverð dagskrá. Þar munu hljóm- sveitirnar Lúna, Vígspá, Bris, Poll- ock-bræður, I Adapt og Anonymous koma fram. Flutt verður friðarrapp og haldin bænastund með þátttöku fulltrúa frá öllum helstu trúfélögum á landinu. Að endingu verður kveikt á friðarkyndlum við digeridoo-undir- leik, hljóðfæris sem komið er frá frumbyggjum Ástralíu. Marlon hvetur friðarsinna og alla aðra sem annt er um heiminn og framtíð mannkynsins til þess að taka þátt í dagskránni. Friðarganga og tónleikar Bóas, söngvari Vígspár, syngur á torgi Ingólfs í dag. Tanya Lind Pollock og Marlon Lee Úlfur Pollock, skipuleggjendur friðargöngunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Steinsteypa Asfalto Spennumynd Leikstjóri: Daniel Calparsoro. Handrit: Daniel Calparsoro, Frank Palacios. Aðal- hlutverk: Najwa Nimri, Juan Diego Botto og Gustavo Salmeron. Spánn, 1999. CIC- myndbönd. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. LÍTIÐ virðist hafa farið fyrir þess- ari spænsku spennumynd utan síns heimalands, en þar var hún tilnefnd til Goya-kvikmyndaverðlaunanna í ár. Það er ánægjulegt að hún hafi skilað sér hingað norður um haf, þrátt fyrir að hafa ekki komist (að mér vitandi) inn á hinn bandaríska kvikmynda- markað, sem við hérna á Íslandi eig- um það til að fylgja í einu og öllu. Þetta er hrjúf spennumynd og segir frá persónum sem lært hafa að bjarga sér í hörðum heimi Madrid-borg- ar. Lucia er langt frá því að vera lög- hlýðinn borgari, en er ákveðin í að breyta um lífsstíl og umhverfi um leið og hún nær að safna nægilega mikl- um peningum sem burðardýr í dóp- bransanum. Hún hefur nýlega kynnst Chino og ákveða þau ásamt Charly vini hans að útvega sér góðan skammt af peningum eftir ólöglegum leiðum. Vandinn er sá að stóri bróðir Chinos er harðsvíruð lögga og ógnandi bola- bítur, sem er mjög illa við Luciu. Samskiptin milli persónanna gefa myndinni dýpt, ekki síst ástarþrí- hyrningurinn sem myndast milli Luc- iu, Chino og Charly. Sem spennu- mynd er Asfalto í senn harðsoðin og sérkennileg og veitir skemmtilega til- breytingu við dæmigerðar spennu- myndir. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Spænskir töffarar Kringlunni 4 - 6, sími 588 0800 EINA BÍÓIÐ MEÐ THX DIGITAL Í ÖLLUM SÖLUM FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 265. Frábær unglingamynd með Kirsten Dunst (Bring it on) þar sem meðal annars máheyra lögin To Be Free eftir Emilíönu Torrini og Everytime með La Loy. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12. Vit 268 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit 2245 Sýnd kl. 8, 10.10 og 12.15. B.i. 16. Vit 251.  Kvikmyndir.com Frumsýning Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stórkostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Sýnd kl. 3, 6, 9 og 12. B. i. 12. Vit 270 Í leikstjórn Steven Spielberg  X-ið  Rás 2  Mbl  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST www.sambioin.is Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Snorrabraut 37, sími 551 1384 FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.10. B. i. 12. Vit 267.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 251. Sýnd kl. 4. Ísl tal Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 245Sýnd kl. 2. Tilboð 2 fyrir 1 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Vit 273 Frumsýning Frá meistara njósnasagna, John Le Carré, kemur pottþéttur spennutryllir með engum öðrum en sjálfum Bond, Pierce Brosnan, óskarsverðlaunahafanum Geoffrey Rush (Shine) og Jamie Lee Curtis (True Lies) í leikstjórn John Boorman (Deliverance). , , , , .  strik.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit 265. HVERFISGÖTU  551 9000 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Beint á toppinn í USA Af hverju að stela peningum þegar þú getur gifst þeim? Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. www.planetoftheapes.com Frumsýning Sprenghlægileg mynd frá sama manni og færði okkur Airplane og Naked Gun myndirnar. Hér fara á kostum Rowan Atkinson, hinn eini sanni Mr. Bean, og John Cleese, úr Monty Python, ásamt fleiri frábærum leikurum. Sýnd kl. 3, 5.50, 8 og 10.15. STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin! Eruð þið tilbúin? Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.