Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNUVERTÍÐINNI á
Akureyrarvelli er lokið að þessu
sinni. Starfsmenn vallarins eru þó
hvergi hættir og eru þeir þegar
farnir að undirbúa völlinn fyrir
knattspyrnuveisluna sem boðið
verður uppá á vellinum næsta sum-
ar. „Við erum að fylgja eftir frá-
bærum árangri Akureyrarfélag-
anna í sumar,“ sagði Aðalsteinn
Sigurgeirsson, forstöðumaður vall-
arins.
Eins og flestum er kunnugt sigr-
uðu Þórsarar með glæsibrag í 1.
deild og fylgja KA-menn þeim upp í
úrvalsdeild á næsta keppnis-
tímabili. Það má því reikna með
stórleik í viku hverri að ári og því
eins gott að vallaraðstæður verði
sem bestar, hér eftir sem hingað til.
Aðalsteinn sagði að völlurinn
hefði verið með allra besta móti í
sumar. Markmið starfsmanna væri
að bjóða upp á besta völl landsins
og sagði Aðalsteinn að margir
hefðu verið á því að það hefði tek-
ist í sumar. Undir það hefðu ýmsir
forsvarsmenn þeirra liða sem sóttu
Akureyrarfélögin heim tekið. „Það
eru dæmi um að menn hafi líkt
vellinum við flatir á golfvelli og
einn gekk svo langt að líkja vell-
inum við billjardborð.“
Í gær voru starfsmenn vallarins
að sá í völlinn fræi sem er sér-
staklega framleitt fyrir knatt-
spyrnuvelli, að sögn Aðalsteins. Í
kjölfarið verður svo sandi dreift í
völlinn en við þessar framkvæmdir
eru notuð ný tæki, sáningarvél og
sanddreifari sem keypt voru sl.
vor.
Akureyrarvöllur undirbúinn fyrir næsta sumar
Morgunblaðið/KristjánStarfsmenn Akureyrarvallar, Sigurður B. Sigurðsson og Geir Kristinn
Aðalsteinsson, vinna við sáningu í gær. Aðalsteinn Sigurgeirsson for-
stöðumaður fylgist með.
„Erum að fylgja eft-
ir frábærum árangri
Akureyrarliðanna“
AKUREYRARKIRJA:
Æðruleysismessa kl. 20.30 annað
kvöld. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir.
Krossbandið og Inga Eydal. Kaffisopi
í safnaðarheimili eftir messu. Þar
gefst konum kostur á að skrá sig í 12
spora hópa sem taka til starfa 24.
sept. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag.
Skráning fermingarbarna kl. 16 í
safnaðarheimili. Öll væntanleg ferm-
ingarbörn í Akureyrarkirkju komi til
skráningar.
Mömmumorgunn kl. 10-12 á mið-
vikudag í safnaðarheimili. Opið hús,
kaffi og spjall. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12 næsta fimmtudag.
Bænaefnum má koma til prestanna.
Eftir stundina er unnt að kaupa léttan
hádegisverð í safnaðarheimili.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldmessa
verður í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20
annað kvöld, sunnudagskvöld.
Breyttur messutími. Hádegissam-
vera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag, 26.
september. Orgelleikur, helgistund,
fyrirbænir og sakramenti. Léttur há-
degisverður á vægu verði. Opið hús
fyrir foreldra og börn á fimmtudag
frá kl. 10 til 12. Spjallað um starfið í
vetur og boðið upp á léttar veitingar.
Æfing barnakóra kirkjunnar kl. 17.30
á fimmtudag. Tekið á móti nýjum fé-
lögum.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæn
kl. 19.30 á sunnudagskvöld, almenn
samkoma kl. 20. Ræðumaður er Níels
Jakob Erlingsson. Heimilasamband
kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl.
20 á miðvikudag.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 í kvöld, laugardags-
kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn-
ar kl. 11.30 á morgun, sunnudag.
Kennsla fyrir alla aldurshópa, Stella
Sverrisdóttir sér um kennslu fullorð-
inna. Vakningasamkoma kl. 16.30 á
morgun. Yngvi Rafn Yngvason pre-
dikar. Fjölbreytt lofgjörðartónlist,
fyrirbænaþjónusta og barnapössun.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag, kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við
Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri.
KFUM og KFUK: Biblíu- og
bænastund sunnudagskvöld kl. 20.30.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta verður fyrir allt prestakallið
í Möðruvallakirkju sunnudaginn 23.
september kl. 14:00.
Fermingarbörn vetrarins verða
kynnt og beðið fyrir þeim. Kirkjukaffi
á prestsetrinu eftir guðsþjónustuna.
Kirkjustarf
UNGUR drengur, nemandi í
Brekkuskóla, slasaðist nokkuð illa á
fæti er hann var í gönguferð á Hlíð-
arfjall ofan Akureyrar, ásamt um 60
jafnöldrum sínum í 7. bekk og kenn-
urum sl. fimmtudag. Vöðvi ofan við
hné á fæti nemandans rifnaði og
þurfti hann í aðgerð á FSA, þar sem
sauma þurfti þónokkur spor til að
loka sárinu.
Hópurinn, sem var misjafnlega
vel skóaður til ferðarinnar, hafði
gengið frá Strýtu og upp á Hlíð-
arfjall og var á niðurleið þegar
óhappið varð, að sögn Björns Þór-
leifssonar, skólastjóra Brekkuskóla.
Farið var niður eftir snjóskafli, sem
búið var að höggva spor í, en nokk-
ur úr hópnum fóru út úr sporinu og
runnu niður eftir snjóskaflinum.
Drengurinn sem slasaðist missti fót-
anna fyrstur, rann niður og lenti á
steini með fyrrgreindum afleiðing-
um, auk þess sem þau sem á eftir
komu lentu á honum. Í fyrstu var
talið að nemandinn hefði ekki slas-
ast mikið og gekk hann sjálfur niður
að Strýtu en þegar þangað var kom-
ið var ljóst að hann var töluvert
slasaður.
Ekki verið að leiða
börnin í neinn voða
Björn sagði að krakkarnir hefðu
orðið nokkuð skelkaðir vegna þessa
atviks og var það m.a. rætt innan
hópsins í skólanum í gær. „Það geta
alltaf orðið slys og þarna var ekki
verið að leiða börnin í neinn voða að
mínu mati,“ sagði Björn.
Hann sagði að kennarar þessara
krakka hefðu verið duglegir að fara
með þau í útilífsferðir. Í vor gengu
þau upp á Vaðlaheiði og Björn sagði
að fjallaferðir ættu örugglega eftir
að verða fleiri, bæði að hausti og
vori, ekki síst nú þegar skólahald
hefur verið lengt.
Nemendur í Brekkuskóla lentu í
háska í gönguferð á Hlíðarfjall
Drengur slas-
aðist á fæti
LILJA Mósesdóttir, dósent við
Háskólann í Reykjavík, verður á
opnum rabbfundi hjá Jafnréttis-
stofu á mánudag, 24. september,
kl. 18. Lilja hefur starfað sem sér-
fræðingur fyrir framkvæmda-
stjórn ESB og við Tækniháskólann
í Luleaa í Svíþjóð. Hún hefur flutt
fjölda erinda og birt greinar um
stöðu karla og kvenna á vinnu-
markaði í sögulegu og alþjóðlegu
tilliti.
Á rabbfundinum verður rætt um
árangurstengda jafnréttisstefnu.
Árangurstenging miðar að því að
gefa kynbundnu jafnrétti í við-
komandi landi ákveðið tölulegt
gildi sem hægt er að nota við sam-
anburð milli ára og landa.
Árangurstengd jafnréttisstefna
TRYGGVI Marinósson hefur verið
ráðinn forstöðumaður Fram-
kvæmdamiðstöðvar Akureyrar-
bæjar en hann var einn ellefu um-
sækjenda um stöðuna. Tryggvi
hefur gengt starfi umhverfisstjóra
Akureyrarbæjar eftir að Árni
Steinar Jóhannsson tók sæti á Al-
þingi.
Hér er um nýja stöðu að ræða
en Framkvæmdamiðstöð fer með
daglega stjórnun framkvæmda á
vegum bæjarins og heyrir undir
framkvæmdadeild.
Benedikt Guðmundsson for-
stöðumaður þróunarsviðs At-
vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og
einn umsækjenda um stöðu for-
stöðumanns er ekki sáttur við
hvernig staðið var að ráðningunni.
Hann hefur sent bréf til ráðgjafa-
fyrirtækisins Mannafls, tækni- og
umhverfissviðs Akureyrarbæjar og
bæjarstjórnar Akureyrar, þar sem
hann fer fram á að hlutaðeigandi
biðji aðra umsækjendur opinber-
lega afsökunar á þeim blekking-
arleik sem í frammi var hafður
gagnvart þeim þegar þeir voru
plataðir ti að sækja um umrætt
starf.
Stóð aldrei annað til en að
ráða viðkomandi starfsmann
Benedikt sagði að aldrei hafi
staðið annað til en að ráða viðkom-
andi starfsmann enda hafi það ver-
ið staðfest með ráðningu hans,
þrátt fyrir að viðkomandi uppfylli
ekki þau skilyrði sem sett voru
fram í auglýsingu um stöðuna.
Benedikt sagðist telja sig upp-
fylla þau skilyrði sem sett voru
fram í auglýsingu um stöðuna, þar
sem leitað var eftir manni með
menntun á sviði verk- eða tækni-
fræði eða aðra sambærilega
menntun. Sá sem ráðinn var sé
hins vegar garðyrkjufræðingur.
Benedikt tók þó fram að gagnrýni
sín beindist ekki gegn þeim manni
sem ráðinn var og að hann óskaði
honum alls hins besta í nýju starfi.
Tryggvi ráðinn
forstöðumaður
Framkvæmdamiðstöð Akureyrarbæjar
SÝNING um leitina að Fairey
Battle sprengjuflugvélinni sem
fórst árið 1941 á hálendinu vestan
Eyjafjarðar hefur verið framlengd
á Minjasafninu á Akureyri og
verður opin tvo næstu sunnudaga,
þ.e. 23. og 30. september, frá kl.
14-16.
Á sýningunni eru munir úr vél-
inni sem hafa verið færðir til
byggða. Auk þess eru þar myndir
af björgunarsveitum og leitar-
starfinu sem hefur staðið allar göt-
ur frá árinu 1980.
Tuttugu manna leiðangur björg-
unarsveitarinnar Súlna á Akureyri
og björgunarsveitar breska flug-
hersins fór um miðjan ágúst sl. að
flaki sprengjuflugvélarinnar Fair-
ey Battle sem fórst á hálendinu
milli Öxnafjarðar og Eyjafjarðar
26. maí 1941, skömmu eftir flugtak
á Melgerðismelum. Leiðangurs-
menn fundu í sumar hluta af lend-
ingar-, stýris- og hjólabúnaði vél-
innar. Að auki fundu þeir þriðju
vélbyssuna sem þeir fluttu til
byggða ásamt öðrum flugvélar-
hlutum. Sá fundur vakti nokkra
furðu leiðangursmanna því ekki
var vitað til þess að fleiri en tvær
slíkar byssur væru um borð í vél-
inni. Þessir munir, og fleiri sem
tengjast Fairey Battle og fundust
í fyrri leiðöngrum, eru til sýnis á
Minjasafninu.
Minjasafnið
á Akureyri
Sýning um
breska
sprengjuvél
framlengd
Morgunblaðið/Kristján
Hörður Geirsson safnvörður með stýri og vélbyssu úr bresku vélinni.
ENSKUSKÓLI
Enskuskóli á Suður-Englandi.
Frábært tækifæri að læra ensku.
Viðurkenndur skóli,
100 kennslustundir á mánuði,
fæði og húsnæði innifalið.
Uppl. í síma 862 6825
Jóna María, eftir kl. 17.
Dansskóli
Jóhanns Gunnars
Dansnámskeiðin hefjast fimmtudaginn 27. september.
Hópur 6-8 ára kl. 18.00. Hjón og pör kl. 20.00.
Kennslan fer fram í París (Græna hattinum).
Innritun og upplýsingar í s. 462 2900/821 2903
Dansinn lengir lífið