Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 41 Við hjónin vottum afkomendum Guðmundar okkar dýpstu samúð og reyndar íbúum Árneshrepps öllum. Steingrímur Hermannsson. Það er komið fram í september- mánuð eins og haustlitir jarðarinnar bera með sér. Bændur þessa lands hafa hlotið góða uppskeru af túnum sínum og í skauti sínu varðveitir móðir jörð rætur túngrasa ásamt fræjum sem spíra og þroskast á næsta sumri því að framvinda lífsins er á sífelldri hringrás. Það er notaleg tilfinning, sem sveitafólk þekkir vel, að vita af nægum og góðum heyforða til vetrarins fyrir búfénaðinn. Það þekkir líka þann hugljúfa fögnuð sem fylgir göngum og réttum og þá hrífandi sjón þegar fannhvítar og lagðprúðar kindur renna heim í hóp- um eftir sumarlanga dvöl á fjöllum. Þessar kenndir þekkti manna best sá merkisbóndi sem hér er kvaddur, Guðmundur P. Valgeirsson í Bæ í Árneshreppi, en hann andaðist að- faranótt hins 14. september sl. 96 ára að aldri. Hann var fæddur í Norð- urfirði og ólst upp í óvenjustórum systkinahópi því að börnin voru 14 sem komust til fullorðinsára. Guðmundur, sem var námfús og stálgreindur, naut barnafræðslu í heimahúsum. Faðir hans, Valgeir Jónsson bóndi í Norðurfirði, fékk orð fyrir að vera laginn kennari, sem kom sér vel því að Finnbogastaða- skólinn kom ekki til sögunnar fyrr en síðar. Börnin í Norðurfirði byrjuðu snemma að vinna fyrir sér. Á ung- lingsárum sínum var Guðmundur um skeið í Ófeigsfirði hjá Guðmundi Pét- urssyni afa mínum og Sigríði dóttur hans. Minntist hann dvalarinnar þar með ánægju. Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar var fjölbreytt atvinnulíf í Árnes- hreppi því auk landbúnaðarstarfa stunduðu flestir bændur sjósókn af kappi og veiddu bæði hákarl og bol- fisk sem verkaður var í heimabyggð. Guðmundur kynntist snemma flest- um hefðbundnum störfum til sjós og lands. En hugur hans stóð til mennta og aflaði hann sér fjár til að geta stundað búfræðinám á Hvanneyri. Skólaganga þá var engan veginn auðveld fyrir fátæka námsmenn. Árið 1930 hóf Guðmundur búskap í Bæ með konu sinni, Jensínu Óla- dóttur ljósmóður frá Ingólfsfirði, mikilli ágætiskonu og kvenskörungi. Hófu þau fljótlega umbætur á jörð- inni með byggingum og ræktun. Af sex börnum þeirra hjóna lifðu þrír drengir. Eru það synirnir, Pálmi og Jón, báðir smiðir, búsettir í Reykja- vík, og Hjalti sem býr á föðurleifð sinni í Bæ. Eina kjördóttur, efnis- stúlku Fríðu að nafni, áttu þau Guð- mundur og Jensína, sem þau unnu mikið, en urðu fyrir þeim sára harmi að missa hana úr hvítblæði 16 ára gamla. Aðra ágæta stúlku, Elínu Sæ- mundsdóttur, ólu þau upp frá þriggja ára aldri og þrír drengir áttu heimili í Bæ á uppvaxtarárum sínum þannig að börnin voru alls átta. Hlut- verk þeirra hjóna var því stórt á upp- eldissviðinu. Búfræðingnum unga í Bæ voru fljótlega falin trúnaðarstörf fyrir sveitarfélagið og beitti hann sér mjög fyrir ýmsum framfaramálum, m. a. aukinni túnrækt og kynbótum búfjár. Stóran hluta heyfengsins þurfti að sækja á engjar því að tún voru lítil. Aldamótamennirnir voru þó áhugamenn um ræktun og settu sumir hverjir sér það markmið að láta þrjú strá vaxa þar sem eitt óx áð- ur. En afkomendur þeirra settu markið hærra enda gafst þeim betra tækifæri til þess með betri verkfær- um og véltækni. Í Árneshreppi var mikið af blautu mýrlendi sem lítið gaf af sér. Það var hugsjón Guðmundar að breyta mýr- unum í töðuvelli og margfalda þann- ig stærð túnanna. Fyrst varð að ræsa fram mýrarnar og þurrka land- ið. Stjórn Búnaðarfélags Árnes- hrepps tókst að útvega skurðgröfu sumarið 1955 og tók hún þegar til starfa. Síðar komu jarðýtur með stórvirk jarðvinnslutæki og jókst þá ræktað land óðfluga næstu áratug- ina. Þegar heyfengurinn óx og bændur sáu fram á að þeir gátu stækkað búin og bætt afkomu sína samþykktu þeir að hefja uppbyggingu útihúsa sinna á félagslegum grundvelli. Fengu þeir í því skyni lánafyrirgreiðslu frá stofnlánadeild Búnaðarbankans og hófu nýsmíði útihúsa sumarið 1975. Guðmundur í Bæ var formaður Bún- aðarfélags Árneshrepps um 20 ára skeið og hafði jafnan frumkvæðið, bæði í ræktunar- og byggingamál- um, og bændurnir sýndu samstarfs- vilja og samtakamátt sinn í verki þannig að sómi var að, enda risu fjár- hús og hlöður á undraskömmum tíma í sveitinni sem gjörbreyttu allri vinnuaðstöðu til hins betra. Kynni okkar Guðmundar hófust haustið 1955 þegar undirritaður gerðist skólastjóri Grunnskólans á Finnbogastöðum þannig að við urð- um nágrannar. Samskipti heimila okkar voru alla tíð mikil og vinsam- leg. Árum saman var Guðmundur prófdómari við vorpróf skólans og gegndi hann því starfi bæði af áhuga og trúmennsku þar til skólayfirvöld- um þóknaðist að leggja slík störf nið- ur. Mjög oft leitaði fjölskylda mín að- stoðar hjá þessum nágrönnum okkar í Bæ, bæði hjá Guðmundi útaf ýmsu varðandi búhokur okkar, en ekki þurfti skólaheimilið síður á hjálp Jensínu að halda til að gera að meiðslum eða sárum því að læknir sat ekki lengur í Árnesi þótt bústað- ur hans væri ennþá til staðar. Þau Bæjarhjón höfðu líka umsjón með al- gengum lyfjum sem lengi voru geymd þar nyrðra. Guðmundur var meðalmaður á hæð, þreklega vaxinn og rammur að afli. Er í frásögur fært að eitt sinn er uppskipunarvinna fór fram á Norð- urfirði var galsi í ungum mönnum og sýndi Guðmundur þeim þá þrek sitt með því að bera tvo sementspoka í fanginu þótt kominn væri á sjötugs- aldur. Svo hafa vitrir menn sagt að fólk beri keim af umhverfi sínu og er oft vitnað til Hávamála í því efni: ,,Lítilla sanda – lítilla sæva – lítil eru geð guma.“ Í Árneshreppi á Ströndum er landslag stórbrotið og tignarlegt og fjöllin sjálfstæð. Guðmundur P. Val- geirsson var maður stórbrotinn í lund og sjálfstæður í skoðunum. Hann fylgdist vel með stjórnmálum og gekk snemma til liðs við Fram- sóknarflokkinn og tók öflugan þátt í umbótabaráttu hans með afarmörg- um og skeleggum greinum í dag- blaðinu Tímanum sem athygli vöktu. Sveitarfélagi sínu, Árneshreppi, lagði hann allt það lið er hann mátti og helgaði honum krafta sína alla. Hann stóð fast á sínum málstað og hvikaði hvergi þótt á móti blési. Stundum var baráttan stormasöm því að Guðmundur var geðríkur og umdeildur maður, eins og títt er um þá sem skara fram úr meðalmennsk- unni með einhverjum hætti. En að ævikvöldi gat hann litið sáttur yfir sviðið því að hann hafði með góðri að- stoð vina og vandamanna komið öll- um helstu hugsjónamálum sínum í höfn. Erfiðastur var róðurinn í kirkjubyggingarmálinu. Söfnuður- inn hafði samþykkt einróma að byggja nýja kirkju í Árnesi þegar smíði útihúsanna í sveitinni væri lok- ið og var ráðinn smiður í því skyni. Óvæntir atburðir urðu til þess að stór flokkur manna vildi hverfa frá kirkjusmíðinni og láta í hennar stað gera við gömlu kirkjuna. Þá rofnaði samstaðan og mikill órói kom upp í sókninni svo að til vandræða horfði. Í sáttaskyni var þá skjal látið ganga um sveitina þar sem lýst var yfir m.a. að fallið væri frá byggingu nýrrar kirkju. Undir skjalið rituðu allir fyrr- verandi áhugamenn um kirkjubygg- ingu nema einn. Nafn Guðmundar í Bæ var þar hvergi að finna. Hann barðist áfram bæði leynt og ljóst fyr- ir nýju og stærra guðshúsi, eins og hugvit hans og orka leyfði og vann sigur að lokum. Ný og sérstæð kirkja reis í Árnesi og jafnframt fékk sú gamla vel heppnaða andlitslyftingu og Árnes varð frægur staður fyrir kirkjurnar tvær vegna umfjöllunar fjölmiðla. Hitt gleymdist að taka fram hvaða manni nýja kirkjan átti tilveru sína mest að þakka. Það var jafnan ánægjulegt að heimsækja þau Guðmund og Jensínu í Bæ. Húsbóndinn var mikill fræða- sjór og húsfreyjan glaðleg og bar fram rausnarlegar veitingar. Eink- um minnist ég jólaboðanna sem fjöl- skylda mín naut hjá þeim um langt árabil. Hugulsemi húsfreyjunnar kom vel fram þegar þeir fullorðnu settust við spil að lokinni súkkulaði- drykkju því að þá tók Jensína börnin að sér og spilaði við þau. Enginn mátti verða útundan og fara á mis við þann hugljúfa fögnuð sem fylgdi há- tíð ljósanna. Konu sína missti Guðmundur fyrir 8 árum. Það varð honum mikil raun því að samlíf þeirra hafði verið far- sælt. Þau voru að vísu ólík, en bættu hvort annað upp og stóðu saman í sorg og gleði á lífsleiðinni. Guðmund- ur hélt lengst af góðri heilsu. Síðustu árin dvaldi hann þó tíðum á sjúkra- húsinu á Hólmavík sökum lasleika og lét vel af þjónustunni þar. Þótt Guðmundur byggi í af- skekktri sveit hafði hann fram í háa elli samskipti við marga menn víðs- vegar um landið, ýmist bréflega eða með símtölum. Síðasta bréfið sem ég fékk frá honum skrifaði hann á Hólmavík 1.-3. febrúar sl. og var það 8 síður. Af því bréfi mátti ráða að skrifarinn hefði ennþá skýra hugsun og fallega rithönd á valdi sínu og fylgdist ótrúlega vel með þjóðmál- um. Hann minnist m.a. á Reykjavík- urferð sem hann fór í nóvember til að leita sér lækninga og var þá skipt um hjartagangráð því sá gamli var búinn að endast honum í 13 ár. En hug- urinn var alltaf norður í Árneshreppi og vitnar hann í kviðling Hallsteins Þengilssonar í Landnámu þegar hann lýsir heimþrá sinni og tilfinn- ingum við heimkomuna: ,, – Þá hlógu hlíðar við Hallsteini. – Það yljaði mér um hjartarætur. Heim! Heim! Það ómar svo oft í huga mér þegar ég verð að vera að heiman ...“ Fræin falla í skaut jarðar og tryggja framrás lífsins. Það var Guð- mundi mikið gleðiefni að Hjalti son- ur hans lauk búfræðinámi og tók við jörðinni með sinni bráðduglegu konu, Guðbjörgu Þorsteinsdóttur. Þau eignuðust þrjár dætur og einn son og hefur ein af systrunum, Pál- ína, nú hafið búskap í Bæ með álit- legu bóndaaefni. Ekkert gat glatt Guðmund meira í ellinni en að sjá fram á að búseta var þannig vel tryggð á jörðinni sem honum var svo kær. Í lok bréfsins áður nefnda ber hann fram þá ósk að öðrum bændum sveitarinnar mætti falla slík gæfa í skaut – sem sýnir að hann bar hag Árneshrepps fyrst og síðast fyrir brjósti. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum stórbrotna Stranda- manni og við hjónin biðjum guð að blessa minningu hans. Börnum Guð- mundar og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Torfi Guðbrandsson. „Andi minn er bugaður, dagar mínir þrotnir, gröfin bíður mín.“ (Jobsbók.) Að morgni fimmtudags- ins 14. september bárust þær fréttir, að Guðmundur P. Valgeirsson í Bæ hefði látist um nóttina. Fréttin kom ekki á óvart, Guðmundur var níutíu og sex ára gamall maður, heilsa og kraftar þrotnir. Hann var sjálfur bú- inn að bíða eftir endalokum sínum. Hann fann að „dagar hans voru þrotnir og gröfin biði hans“. Honum hafði orðið að vilja sínum, hann var ferðbúinn. Í huga okkar, sem eftir stöndum, er bæði feginleiki og tregi. Feginleiki yfir þeirri hvíld, sem gamall og ferðlúinn maður hefur fengið, tregi við mikil tímamót, er samferðamaður og sveitungi kveður. Guðmundur var borinn og barn- fæddur í Árneshreppi, hér ól hann aldur sinn og hér var hans starfsvett- vangur, líf og starf í Árneshreppi var honum allt. Hann var sonur hjónanna Sesselju Gísladóttur og Valgeirs Jónssonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Norðurfirði hér í hreppi. Þeim hjón- um fæddust átján börn, þar af náðu fjórtán fullorðinsaldri. Guðmundur ólst upp í þessum systkinahópi og jafnframt fjölmenna heimili. Það lætur að líkum, að ekki hefur verið auður í búi við þær aðstæður. Þrátt fyrir mikla ómegð var ekki örbirgð í búi foreldra hans, en ýtrustu spar- semi hefur orðið að gæta. Valgeir faðir hans leitaði víða fanga til að afla tekna. Nokkur búskapur var á jörð- inni. Valgeir var góður sjómaður og gerði út eigin bát, og var einnig á há- karlaskipum, sem gerð voru út í Ár- neshreppi. Allt lagði þetta meiri skyldur á húsmóðurina, sem brást ekki heldur í móðurhlutverki sínu. Þessi fjölmenni systkinahópur bar heldur ekki með sér merki örbirgð- ar, öll voru þau vel á sig komin lík- amlega og andlega. Valgeir faðir þeirra var einnig góður kennari, og kenndi börnum sínum og annarra al- mennan barnalærdóm þeirrar tíðar og notaði til þess vetrarkvöldin. Þetta voru forréttindi og ekki ónýtt veganesti út í lífið. Um fermingaraldur fór Guðmund- ur að Finnbogastöðum til Finnboga Guðmundssonar. Þar átti hann að hjálpa til við búverkin eins og al- gengt var á þeim árum. Þar veiktist hann af lungnabólgu, lá þar lengi mikið veikur og sagðist hafa örvænt um líf sitt. Taldi samt, að góð hjúkr- un fólksins á Finnbogastöðum hefði öðru fremur stutt að því að hann náði heilsu aftur. Ævinlega var honum hlýtt til fólksins þar fyrir þá aðhlynn- ingu. Nokkur ár var hann svo vinnu- maður í Ófeigsfirði hjá Guðmundi Péturssyni. Þaðan lá leiðin síðan í bændaskól- ann á Hvanneyri, þar sem hann stundaði nám í tvo vetur. Þá var skólastjóri þar Halldór Vilhjálms- son, þekktur og vel metinn skóla- maður. Þessa tíma minntist Guð- mundur með mikilli ánægju og taldi sig hafa fengið þar gott veganesti út í lífið. Heim kominn úr skólavistinni á Hvanneyri fer Guðmundur að huga að staðfestu. Hann kvæntist Jensínu Óladóttur frá Ingólfsfirði, þau keyptu hálfa jörðina Bæ í Trékyll- isvík og settu þar saman bú. Bær er eina jörðin í Árneshreppi, sem ekki á land að sjó, þannig að ekki var um sjávarhlunnindi að ræða, en jörðin er landmikil miðað við jarðir í hreppn- um og ræktunarmöguleikar veruleg- ir. Teningunum var kastað, ungu hjónin hafa horft vonglöð fram á veg- inn. Nýr kafli var byrjaður í lífi þeirra. Jensína hafði áður lokið ljós- móðurnámi og tekið við ljósmóður- störfum í hreppnum. Guðmundur hafði í námi sínu á Hvanneyri meðal annars tileinkað sér nýja verktækni við sléttun túna. Hann gekk ótrauður til verka. Hér var ekki tjaldað til einnar nætur, þau tóku bæði ást- fóstri við heimili sitt í Bæ. Þar áttu þau heimili til æviloka. Þegar Guðmundur hóf búskap í Bæ var kyrrstaða í framförum í land- búnaði í hreppnum, enda tækniöld hins nýja tíma ekki gengin í garð. Þó var búið að vera starfandi búnaðar- félag í hreppnum um tuttugu ára skeið. Á vegum þess hafði nokkuð verið unnið að jarðrækt með hesta- verkfærum. Á fyrsta búskaparári sínu er hann kosinn í stjórn Búnað- arfélags Árneshrepps og er þar óslit- ið í stjórn til ársins 1982, eða fimmtíu og tvö ár, þar af formaður síðustu þrjátíu árin. Á fyrsta búskaparári Guðmundar er einnig stofnað nautgriparæktar- félag, það var fyrir forgöngu Guð- mundar og var hann fyrsti og eini formaður þess félags. Þessi tvö dæmi sýna, svo ekki verður um villst, að ungi bóndinn í Bæ var eldheitur áhugamaður um allar framfarir í landbúnaði. Allan þann tíma, sem hann er í stjórn Búnaðarfélagsins, er hann hvatamaður að þeim framför- um, sem verða í landbúnaði í Árnes- hreppi. Meðal bænda í hreppnum er kom- inn eldheitur hugsjónamaður, sem hefur þor til að setja skoðanir sínar fram, fylgja þeim eftir. Þetta átti ekki einungis við um landbúnaðinn, heldur hverskonar mál, sem til heilla gætu horft. Eftir á geta menn spurt: Hvað var það, sem gerði Guðmundi P. Valgeirssyni kleift, að rísa upp í þröngu sveitasamfélagi og láta til sín heyra? Hvaða vopn hafði hann í höndum öðrum fremur? Hann hafði vopn í höndum, sem allir hafa aðgang að, en tekst misjafnlega að hagnýta. Hann hafði íslenska tungu sér að vopni. Á henni hafði hann frábærlega gott vald, bæði í ræðu og riti. Þó kom fleira til, hann var nýkominn úr skóla þar sem ferskir vindar léku um, hann var óþreytandi að afla sér fróðleiks, með lestri, með því að hafa samband við menn með þekkingu á þeim svið- um, sem hann var að leita eftir. Síðan lagði sig allan fram við að koma þessu til skila til sveitunga sinna. Þessi elja hans skilaði árangri, þó misjöfnum eins og gengur í lífsbar- áttunni. Guðmundur varð landsþekktur fyrir greinaskrif sín í blöð, aðallega þó í Tímann meðan hann kom út. Þessar greinar fjölluðu um þjóðmál alls konar, einkum þó stjórnmál. Ekki má þó gleyma minningargrein- um um látna samferðamenn, sem hann sendi blöðum til birtingar. Þetta var lesið og menn höfðu sam- band við Guðmund og sögðu álit sitt á skrifum hans. Fyrir þetta ávann hann sér persónulega vini. Sem nærri má geta sótti Guð- mundur flesta mannfundi, sem haldnir voru í byggðarlaginu, á flest- um fundum var hann valinn til að rita fundargerðir, þetta var hans „starfi“ í áratugi. Fundargerðir Guðmundar voru einkar liprar og með ólíkindum hvað hann var fljótur að draga fram meginefni þess, sem gerðist á fund- um, og oftast við nauman tíma. Var þó virkur fundarmaður, tók til máls á flestum fundum og sagði sínar skoð- anir. Að lesa áratugagamlar fundar- gerðir Guðmundar er eins og að vera kominn á þessa fundi, svo ljóslifandi eru frásagnir hans. Guðmundur var skapríkur maður, sem kom oft fram í málflutningi hans, og er í eðli baráttumannsins, alla jafna flutti hann mál sitt yfirveg- að og lagði gott til mála, en hann var einnig maður augnabliksins, og sagði stundum það, sem hann vildi sjálfur hafa látið ósagt. Sá sem ávalt leitar á móti straumnum, fær gjarnan á sig „skvettu“, þetta fékk Guðmundur að reyna. Hann baðst ekki vægðar, það var honum fjarri. Guðmundur vann sér samt traust samferðamanna sinna og sveitunga, sem birtist í því, að hann var kjörinn til fjölmargra trúnaðarstarfa, fyrir sveit sína og samtíð. Hér skulu nefnd nokkur þeirra. Áður hefur verið nefnd forysta hans í málum, sem snertu beint landbúnaðinn. Átta ár sat hann í hreppsnefnd Árnes- hrepps, frá árinu 1938 til 1946, hann var í stjórn Kaupfélgs Stranda- manna um árabil, í skólanefnd barnaskólans á Finnbogastöðum, þau ár sem Sjúkrasamlag Árnes- hrepps starfaði var hann formaður þess og fjárhaldsmaður, forðagæslu- maður í áratugi. Allmörg ár hafði hann forsjá Lestrarfélags Árnes- hrepps, og sá um bókasafn þess. Fleira mætti nefna, en þetta sýnir glöggt hve mikið var leitað til hans. Guðmundur var í eðli sínu fórnfús fé- lagsmálamaður og taldi aldrei eftir sér að eyða tíma og fyrirhöfn til þeirra mála. Samvinnumaður var hann og vildi leysa öll mál á þeim grunni og laða menn til samstarfs við úrlausn mála. Ungur skipaði hann sér í sveit með framsóknarmönnum og studdi Framsóknarflokkinn alla tíð. Þegar ungu hjónin, Jensína og Guðmundur, komu að Bæ var að- koman heldur köld, á jörðinni var gamall torfbær, sem hélt tæpast vatni og vindum. Þarna settust þau að í tvíbýli með því fólki, sem bjó á hinum hluta jarðarinnar. Þótt ungu húsmóðurinni tækist að gera húsið svo vistlegt, sem auðið varð, var þeim ljóst, að ekki var þessi vistar- vera til frambúðar. Fljótlega var haf- ist handa með byggingu nýs íbúðar- húss. Nýtt og reisulegt hús reis af grunni og stendur enn. Líklega fluttu þau inn í það árið 1934. Uppbyggingarstarfið hélt áfram, að bæta húsakostinn, ræktun lands- ins og bústofnsins. Allt var undir í einu. En sorgin sótti heimilið heim. Hjónin urðu fyrir þeirri miklu sorg, að þrjú fyrstu börnin, sem þeim fæddust, létust í frumbernsku, fárra vikna eða mánaða gömul. Á þessum myrku árum tóku þau litla stúlku, Elínu Sæmundsdóttur, í fóstur. Hún kom inná heimilið eins og sólargeisli, eins og þau orðuðu það. Seinna fædd- ust þrír drengir, Pálmi, Jón og Hjalti. Þannig hélt lífið áfram og tím- inn græðir sárin. Aftur varð fjöl- skyldan fyrir mikilli sorg. Árið 1945 SJÁ SÍÐU 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.