Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 9 SJÓBIRTINGSVEIÐIN gengur enn stirðlega utan á afmörkuðum svæðum í jökulvatninu austan heiða. Er þá verið að tala um aðalstöðvar birtingsins í kring um Klaustur. Al- gengt er að birtingurinn gangi seint úr jökulvatninu í bergvötnin og ætl- ar það að verða ofan á þetta haustið. Engum blandast hugur um það, því talsverð veiði hefur verið t.d. í Skaftá að undanförnu og fyrr eða síðar mun sá fiskur ganga á hrygningarstöðv- arnar. Sem dæmi um trega sjóbirtings- veiði má nefna Tungufljót en þar hefur verið dauf veiði að undanförnu. Upp úr mánaðamótunum veiddist þar dálítið um tíma, en síðustu daga hefur lítið veiðst. Hafsteinn Jóhann- esson á Vík var með félögum sínum í ánni á mánudag og þriðjudag og fengu þeir einn lax og eina bleikju. Engan birting. Sagði Hafsteinn að 4-5 daga á undan hefði enginn birt- ingur verið færður til bókar, en hins vegar einn lax og tvær eða þrjár bleikjur. Veitt er til 10. október í Tungufljóti og ekki ólíklegt að leyfi fáist fyrir framlengingu til 20. októ- ber. Oft byrjar ekki að veiðast af viti í Fljótinu fyrr en upp úr miðjum september. Framlenging í Skógá Leyfi hefur fengist til að fram- lengja veiðitímanum í Skógá undir Eyjafjöllum og verða vertíðarlok þar nú 10.október, að sögn Eddu Dungal hjá SVFR. Það er sama mokið þar og fyrri daginn, nýlegt holl var t.d. með 140 fiska. Alls hafa veiðst í ánni 2.500 fiskar, þar af 300 sjóbirtingar og 6 laxar. Restin er sjóbleikja af öllum stærðum. Glæðist í Vatnsá Hafsteinn Jóhannesson á Vík sagði að veiði hefði mjög glæðst í Vatnsá við Vík síðustu daga og ekki óalgengt að stangirnar þrjár væru að fá upp undir 20 fiska á dag, mest 2-3 punda bjartan sjóbirting, en einnig laxa á stangli. Fín veiði í Laxá á Nesjum 135 fiskar höfðu veiðst í Laxá á Nesjum nú í vikulokin og enn nokkr- ir dagar eftir af vertíðinni. Þetta eru 65 laxar og 70 sjóbirtingar. Einnig hefur veiðst slatti af ágætri bleikju. Sjóbirtings- og bleikjuveiði hefur verið lífleg neðst í ánni síðustu daga, þannig veiddi veiðimaður einn 12 fiska á tveimur tímum á fimmtudag- inn. Batamerki í Svalbarðsá Veiði er lokið í Svalbarðsá í Þist- ilfirði og veiddust alls 155 laxar sem er hátíð hjá síðasta sumri þegar að- eins 92 laxar veiddust. Sömu sögu er að segja um aðrar helstu ár Þistil- fjarðar, Sandá, Hölkná og Hafra- lónsá, allar voru með mun betri afla en í fyrra. Að sögn Jörundar Mark- ússonar leigutaka Svalbarðsár var meðalþungi laxa í sumar 4,64 kg, eða yfir 9 pund sem bendir ekki til að göngur tveggja ára laxa hafi verið lé- legar. Sagði hann enn fremur að út- reikningar sýndu að 0,75 laxar hefðu veiðst á stöng að meðaltali, 82 laxar hefðu veiðst á flugu og 60 á maðk. „Þetta er prýðisútkoma miðað við að veður var rysjótt í sumar. Þegar ánni var lokað mátti sjá talsvert af laxi í helstu veiðistöðum árinnar, Stóra- fossi, Laxahyl, Neðri-Eyrarhyl og Svalbarðsselshyl. Það er því nóg af fiski eftir í hrygninguna,“ bætti Jör- undur við. Sjóbirtingur gengur seint í árnar við Klaustur, en norðan heiða, í Litluá í Kelduhverfi, er að heyra að hann sé mættur samkvæmt áætlun. Hér er Pálmi Gunnarsson með fallegan birting úr Litluá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Tregt í Tungu- fljóti FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavík- ur gengst fyrir fræðslufundi um ísl- am fyrir skólastjórnendur í Reykja- vík eftir tæplega hálfan mánuð og fljótlega verður einnig námskeið fyr- ir kennara um sama efni. Tilefnið er árásin á Bandaríkin og aðkast, sem fólk sem játar íslam hér á landi, hef- ur orðið fyrir. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, segir að þessi verkefni séu liður í stefnumótun, sem samþykkt var í fyrra og varðar nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þar séu sex meginmarkmið og þar af eitt varðandi það að draga úr fordómum gagnvart útlendingum. Undir því séu aftur markmið um námskeið og fræðslufundi fyrir kennara og skólastjórnendur, þar sem viðfangsefnið sé hvernig koma megi í veg fyrir fordóma. Slíkt nám- skeið hafi verið haldið í sumar en nú hafi verið bætt við fræðslufundi og námskeiði eingöngu um íslam vegna árásarinnar á Bandaríkin í liðinni viku og umræðunnar í kjölfarið. Undir skólastjórnendur falla skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar og er um meira en 100 manns að ræða, að sögn Gerðar. Hún segir að á námskeiðum um fjöl- menningu hafi verið fræðsla um mis- munandi trúarbrögð og þar á meðal íslam, en þetta verður í fyrsta sinn sem aðeins íslam verður tekið fyrir á fræðslufundi. „Hvatinn er sá að fólk sem játar íslam hefur orðið fyrir ómaklegu aðkasti,“ segir Gerður og bætir við að vegna aðstæðna sé ekki látið duga að vera með almenna fræðslu um hin ýmsu trúarbrögð og menningarheima, eins og hingað til. Gerður segir að allir skólar sinni fjölmenningarlegu samfélagi á ein- hvern hátt og fjölmenningarlegt efni sé í námskrá flestra skóla. Fræðslu- miðstöðin sé með sérstaka ráðgjafa í þessum málum og þeir fari um og vinni með skólunum auk þess að sjá um námskeið, fræðslu og útgáfu. Eins séu sameiginlegar móttöku- deildir fyrir nokkra skóla fyrir nem- endur með íslensku sem annað tungumál en þetta starf sé tilkomið vegna umræðunnar og umfjöllunar- innar um fjölmenningarlegt sam- félag. Hún bendir jafnframt á að í umræddri stefnumótun sé m.a. lögð áhersla á, að í kennslu í kristinfræði og trúarbragðafræði sé tekið tillit til mismunandi trúarbragða nemenda og lögð áhersla á að auka þekkingu og skilning á ólíkum menningar- og trúarhefðum. Komandi fundur og námskeið séu m.a. til að undirstrika mikilvægi málefnisins og tryggja að málefnið sé til umræðu í skólunum núna. Reynt að draga úr fordómum gagnvart útlendingum Fræðslufundur um íslam fyrir skólastjórnendur EKKERT bendir til þess að skjálftahrinan í Öxarfirði sé að hjaðna, að sögn Hjörleifs Svein- björnssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftar í firðinum hafa verið reglulegir síðustu sólarhringa þótt ekki hafi mælst sérlega stórir skjálftar. Þó hafa einstaka skjálftar náð allt að þremur stigum á Richterskvarða. Í hádeginu í gær mældist skjálfti 3,2 á Richter en stærsti skjálfti dagsins þar áður mældist 3 á Richter. Hjörleifur sagði að eng- ar tilkynnningar hefðu borist frá íbúum á svæðinu um að þeir fyndu fyrir skjálftunum en það væri ekki útilokað að einhverjir fyndu fyrir því þegar skjálftar færu yfir þrjú stig. Hann segir að skjálftahrinan í Öxarfirði nú sé í meira lagi miðað við skjálfta- virkni undanfarinna ára. Skjálft- arnir eiga upptök sín við Tjörnes- brotabeltið, á sprungusvæði sem liggur í norðvestur frá landinu. Skjálfti í Öxarfirði upp á 3,2 á Richter Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Tannstönglabox kr. 2.470 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Kápur, frakkar og úlpur Frábært úrval Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Kvartermabolir Gylltir — Silfraðir — Svartir Stærðir 36-56                Ljósakrónur Bókahillur Skatthol Íkonar www.simnet.is/antikmunir Úrval af fataskápum Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. Neðst við Dunhaga sími 562 2230 Ný sending frá Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugardag kl. 10-14. Kór, kór, kvennakór!                         !"    #$ % &$          '     $ #!                 Heimboð! Heimboð! Vilt þú sjá hvernig keramikmunir verða til? Nýir eigendur ásamt starfsfólki Listasmiðjunnar bjóða ykkur velkomin í heimsókn. 10% afsláttur í dag og næstu viku. Hlökkum til að sjá ykkur, Margrét, Bára og Bjarni. Listasmiðjan Keramikhús, Skeifunni 3a. FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.