Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 13 MÁL lóðareigenda í Suðurhlíð hef- ur velkst í borgarkerfinu á annað ár, en þeir vonast til að endanleg ákvörðun verði tekin á fundi skipu- lags- og byggingarnefndar borgar- innar á miðvikudag. Þrír íbúar hafa gert athugasemdir við framkvæmd- irnar. Jón Valur Smárason, annar eig- enda lóðarinnar, segir að þessi töf hafi verið eigendum lóðarinnar þung, en lóðin var keypt haustið 1999. „Það er ekkert grín að vera í framkvæmdum og liggja með dýra lóð í tvö ár.“ Hann bætir því við að nú sé búið að auglýsa deiliskipulag- ið og aðalskipulagið, sem gerir ráð fyrir 50 íbúða fjölbýlishúsi á lóðinni en hún er 1,2 hektarar. Lóðin, sem er við Fossvogs- kirkjugarð, var áður í eigu Land- græðslusjóðs. Arkitektastofan Úti og inni hefur umsjón með hönnun byggingarinnar sem Jón Valur seg- ir að verði fjórar hæðir. „Það missir enginn útsýni vegna þess að hæð- armunurinn er það mikill hérna,“ segir Jón Valur og bætir við að efsta hæðin verði inndregin. Hlíðarfótur hafði áhrif á áformin Jón Valur segir að borgin hafi beðið um að ekki verði byggt á 4.000 fermetra svæði innan lóðar- markanna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hlíðarfót en svo kallast göng sem áætlað er að komi undir Öskjuhlíðina. „Þegar við kaupum lóðina er búið að blása Hlíðarfót af í fyrsta skipti í 20 ár og R-listinn var búinn að samþykkja að Hlíðarfótur yrði tekinn út af skipu- laginu. Eftir að við kaupum lóðina er Hlíðarfótur settur inn í skipulag- ið aftur sem hafði gríðarleg áhrif á áform okkar.“ Hann segir að upphaflega hafi átt að rísa raðhúsabyggð á lóðinni, en Vegagerðin og borgarverkfræðing- ur hafi viljað fá meira athafnasvæði ef hugsanlega kæmi til þess að Hlíð- arfótur yrði byggður. „Þar af leið- andi urðum við að færa bygginguna okkar fjær hugsanlegum fram- kvæmdum. Nú er svo komið að við getum byggt þetta hús án þess að það komi til með að trufla neitt, þótt hafnar verði framkvæmdir gagn- vart Hlíðarfæti,“ segir Jón Valur. Hann segir að gangamunninn og göngin, sem lögð yrðu í stokk, verði nokkuð langt fyrir neðan lóðina ef til kemur. Íbúar óttast aukna umferð og að missa útsýni Þrír íbúar í Suðurhlíðum sendu inn athugasemd við framkvæmdirn- ar en frestur til að gera athugasemd rann út hinn 7. september, eftir að hann hafði verið framlengdur að ósk íbúasamtakanna. Þeir íbúar sem sendu inn athugasemdir hafa áhyggjur af aukinni umferð í hverf- inu þar sem götur eru mjög þröng- ar, einnig að byggingin verði of há- reist, hún muni skyggja á útsýni íbúa í Suðurhlíðum og verða til þess að eignir þeirra lækki í verði. Beðið eftir ákvörðun um leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss Hefur velkst í borgarkerf- inu á annað ár Suðurhlíðar Morgunblaðið/Ásdís Eigendur lóðarinnar, sem hér sést til vinstri á myndinni, hafa tapað miklum fjármunum á því hvað verkið hefur tafist í borgarkerfinu. Íbúar í Suðurhlíðum óttast að þeir missi útsýni yfir Fossvoginn. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.