Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 17
Fengu verðlaun í ratleik
VERÐLAUN hafa verið afhent í
ratleik sem Bókasafn, Byggða-
safn og menningarfulltrúi
Reykjanesbæjar efndu til á ljósa-
nótt.
Ratleikurinn var gerður til að
vekja athygli á menningarhúsum
og listaverkum í bænum. Hægt
var að velja um tvær leiðir, innri
hring um Keflavík eða ytri hring
um Reykjanesbæ. Báðir leikirnir
hófust á bókasafninu og þar
fengu tveir heppnir þátttakendur
í hendur vegleg bókaverðlaun í
fyrradag en nöfn þeirra voru
dregin úr réttum lausnum.
Á myndinni eru verðlaunahaf-
arnir, Guðlaug Pálsdóttir úr
Njarðvík og Erla Dröfn Vilbergs-
dóttir úr Keflavík, ásamt aðstoð-
arfólki sínu í ratleiknum. Fjöl-
skylda Guðlaugar er til vinstri á
myndinni, Jóhanna Árnadóttir
heldur á Atla Geir Gunnarssyni,
Gunnar Stefánsson og þá Guð-
laug sjálf með Björk Gunn-
arsdóttur. Til hægri eru Erla
Dröfn og Kristófer Arnar Magn-
ússon. Erla lét þess getið að
yngri börn hennar, Vilberg Andri
og Sara Birgitta, hefðu tekið þátt
í leiknum með þeim. Á milli hóp-
anna er Sigrún Ásta Jónsdóttir,
forstöðumaður byggðasafnsins,
sem afhenti verðlaunin.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Reykjanesbær
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 17
HITAVEITA Suðurnesja hf.
lætur bora tvær rannsóknahol-
ur á Rosmhvalanesi, nánar til-
tekið í nágrenni Keflavíkur.
Borun hefst einhvern næstu
daga og er gert ráð fyrir að
henni ljúki í næsta mánuði.
Að sögn Júlíusar Jónssonar,
forstjóra Hitaveitu Suðurnesja,
er tilgangur borunarinnar að
reyna að kortleggja þann hita
sem er undir svæðinu. Látið
verður reyna á það hvort vinn-
anlegur jarðhiti er þarna undir.
Júlíus segir hugsanlegt að hafa
jarðhitasvæðið til vara, ef eitt-
hvað komi uppá á háhitasvæð-
unum, eða nýta hann til ein-
hvers sem hagkvæmt þykir.
Gert er ráð fyrir að önnur
holan verði 250 metra djúp og
hin um 300 metrar.
Borað á
Rosm-
hvalanesi
Keflavík
MÖRG dönsk sveitarfélög bjóða út
til einkafyrirtækja ýmsa þjónustu-
þætti en gera minna af að fela einka-
aðilum að byggja og eiga húsnæði yf-
ir starfsemi sveitarfélaganna.
Kemur þetta fram í samtali við Ein-
ar Njálsson, bæjarstjóra í Grindavík,
eftir kynnisferð nokkurra bæjar-
stjóra til Danmerkur.
Framkvæmdastjórar fjögurra
sveitarfélaga á Suðurnesjum, allra
nema Reykjanesbæjar, og fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé-
laga eru komnir úr fræðsluferð um
einkaframkvæmd í Danmörku.
Dönsk sveitarfélög hafa undanfarin
tíu ár verið að prófa sig áfram með
einkaframkvæmd. Bæjarstjórarnir
fóru á kynningarfund hjá ráðgjaf-
arfyrirtæki, heimsóttu Græsted-
Gilleleje og kynntu sér viðhorf
danska sveitarfélagasambandsins.
Einar Njálsson segir að komið
hafi í ljós í ferðinni að Danir einbeita
sér að útboði á þjónustu sveitarfé-
laganna. Nefnir hann í því sambandi
heimilisþjónustu, ræstingu, viðhald
og hirðingu opinna svæða og viðhald
og rekstur holræsa, gatna og gang-
stétta. Þeir hafi í litlum mæli farið út
í einkaframkvæmd í fjárfestingum.
Það sé ekki talið hagkvæmt vegna
þess að sveitarfélögin eiga kost á
mun hagstæðari vöxtum. Þá séu
dönsku sveitarfélögin almennt á því
að allt sem lýtur að stjórnsýslufram-
kvæmd verði að vera á forræði sveit-
arfélaganna sjálfra og nefnir hann
skipulagsmál sem dæmi um það.
„Reynslan er yfirleitt góð. Hún
byggist á því að verkefnin séu vel
skilgreind og útboðin vandlega und-
irbúin. Öllum bar saman um að und-
irbúningurinn réði úrslitum um
framkvæmdina,“ segir Einar.
Útboð á þjónustu
Grindavíkurbær lét byggja leik-
skóla í einkaframkvæmd. Eftir ferð-
ina telur hann að miðað við aðferðir
Dana hafi Grindvíkingar ef til vill
byrjað á öfugum enda. Hins vegar
hafi þessi framkvæmd tekist vel og
rekstur leikskólans sé með miklum
ágætum.
Hann telur að íslensku sveitar-
félögin gætu hugað í ríkari mæli að
útboðum á þjónustu. Með því móti
gætu þau hugsanlega nýtt fjármuni
sína betur og eflt atvinnurekstur í
sveitarfélögunum.
Þegar litið er til starfsemi Grinda-
víkurbæjar telur Einar að vel sé
hægt að bjóða út viðhald og rekstur
vatnsveitu og hirðingu opinna svæða
og íþróttasvæða, svo dæmi séu tekin.
Það séu allt verkefni sem auðvelt
væri að fela einkaaðilum. „En menn
bjóða ekki út verk bara til að bjóða
þau út, með útboðum þyrfti að nást
betri nýting á fjármunum sveitarfé-
lagsins og betri þjónusta við íbúana,“
segir Einar Njálsson.
Kynna sér einkaframkvæmd í Danmörku
Hægt að auka út-
boð á þjónustu
Grindavík
DAVÍÐ Art Sigurðsson opnar í dag
myndlistarsýningu í Galleríi Hring-
list í Keflavík. Hann sýnir nítján
akrýlmyndir. Þær eru allar mál-
aðar á þessu ári og er myndefnið
sótt í íslenska náttúru.
Sýningin er sett upp í minningu
föður listamannsins, Sigurðar heit-
ins Jónssonar, sem orðið hefði 75
ára í þessum mánuði. „Mig langaði
að tengjast betur við Keflavík. Fað-
ir minn var að hluta til alinn hér
upp og var meðal annars fyrsti lög-
regluþjónninn á Keflavíkur-
flugvelli. Ég á skyldfólk hér og
einnig konan mín. Ég hlakka til að
kynnast betur bæjarlífinu,“ segir
Davíð Art.
Davíð Art er fæddur 1968. Hann
hefur sótt nokkra tíma við Mynd-
listarskólann í Kópavogi en er að
mestu leyti sjálfmenntaður í mynd-
listinni. Hann lagði hins vegar
stund á klassískan söng í mörg ár.
Davíð hélt sína fyrstu myndlist-
arsýningu í Deiglunni á Akureyri
fyrir tveimur árum. Hann tók þátt í
samsýningu í Hafnarfirði á síðasta
ári og hélt einkasýningu á Café 22 í
Reykjavík. Í ár tók Davíð þátt í
samsýningu í Breiðholtslaug þar
sem hann starfar. Hún leiddi til
frekara samstarfs við nokkra af
sundstöðum Íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur, um röð
listsýninga undir yfirskriftinni
Listasumar ÍTR.
Sýningin í Gallery Hringlist verð-
ur opin á afgreiðslutíma, kl. 13 til
18 virka daga og 10 til 16 á laug-
ardögum. Sýningin stendur til 6.
október.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Davíð Art hengir upp myndir í Galleríi Hringlist.
Langaði að tengj-
ast við staðinn
Keflavík
SÖNGSKEMMTUN verður í Frum-
leikhúsinu í Keflavík á sunnudags-
kvöld. Þekktar tónlistarkonur taka
lagið undir nafninu 4Klassískar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Björk
Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir og Signý Sæmundsdóttir hafa
sameinað krafta sína og myndað
samvinnuhreyfinguna 4Klassískar,
eins og það er orðað í tilkynningu á
vef Reykjanesbæjar.
Á efnisskránni eru dægurperlur
og sígild sönglög úr þekktum óper-
ettum, söngleikjum og kvikmyndum.
Þær hafa flutt þessa dagskrá áður
á Ísafirði, Akranesi, Flatey á Skjálf-
anda og í Reykjavík. Þá er geisla-
diskur væntanlegur.
Söngskemmtunin á sunnudags-
kvöld hefst klukkan 20.30.
4Klassísk-
ar í Frum-
leikhúsinu
Keflavík