Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ. Fundarstaður: Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í dag laugardaginn 22. september kl. 13:00-17:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 14:00 og 16:00. Norðlingaölduveita: Kynning á matsáætlun Landsvirkjun kynnir tillögu að matsáætlun Norðlingaölduveitu í opnu húsi í Reykjavík Á kynningarfundunum gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráðgjafa fyrirtækisins um umhverfismatið. Á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda.is, er einnig hægt að kynna sér matsáætlunina og koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum. w w w .a th yg li. is ÞAÐ var mikið um að vera í Hamraskóla í gær en þá átti hann 10 ára afmæli. Nemendur og kenn- arar fögnuðu þessum tímamótum með helj- arinnar veislu sem var opin gestum og gangandi milli kl. 10 og 16 þar sem meðal annars var boðið upp á risastóra afmælistertu og leiktæki. Hátíð- arhöldin stóðu þó yfir öllu lengur því alla vikuna á undan var skólastarf með óhefðbundnum hætti þar sem unnið var með kærleika og vináttu á þemadögum. Að sögn Auðar Hrólfsdóttur skólastjóra hefur vikan verið ákaflega skemmtileg og gefandi. „Við erum helst búin að sinna okkur sjálfum og höfum skreytt skólann okkar. Eins höfum við unnið dálítið varðandi skólareglurnar í sambandi við viðhorf og samskipti okkar á milli og krakk- arnir hafa líka aflað sér heimilda um skólann frá því að hann byrjaði.“ Hún nefnir fjölda verkefna sem hafa verið unnin í vikunni, meðal annars heimasíðu skólans sem er búin að vera í smíðum í vikunni, stutt- myndagerð, barmmerki, sérstakan stand um af- mæli skólans og vinabönd sem börnin gáfu hvort öðru svo eitthvað sé nefnt. „Við settum líka upp svona kærleikstré hérna frammi á gangi þar sem börnin settu lítil vinahót eða útklippt hjörtu og hengdu á greinarnar,“ segir hún. Lófakeðja um alla ganga Það er greinilegt að vinátta og samvinna hefur verið í hávegum höfð þessa daga því á göngum skólans má sjá lófaför hlið við hlið í næstum endalausri línu. Auður útskýrir þetta betur. „Við byrjuðum vikuna á því að taka saman höndum og létum alla nemendur og starfsfólk í skólanum gera lófana sína og þeir liggja eins og keðja hér út um alla ganga því margar hendur vinna létt verk!“ Meðal þess sem ráðist var í vegna afmælisins var slagorðasamkeppni fyrir skólann meðal nem- enda og reyndist Rebekka Pétursdóttir í 9. AG hlutskörpust. Slagorð hennar „Allir snjallir, Hamraskóli“ var síðan prentað á stuttermaboli sem krakkarnir skrýddust á afmælinu. Sömuleið- is var hrint af stað samkeppni um merki skólans meðal nemenda í myndmenntarvali og munu nemendur í nemendaráði líklega sjá um að velja úr tillögunum. Auður er ekki í vafa um að vika sem þessi sé af- skaplega lærdómsrík fyrir nemendur. „Fjöl- breyttir kennsluhættir birtast í þessu. Þarna eru börnin að vinna í hópum sem eru aldursblandaðir og velja verkefni sín sjálfir. Þannig ganga áhugaefni barnanna inn í kennsluna. Það er mjög margt sem þarna kemur fram sem hefðbundið skólastarf gefur okkur ekki kost á að gera svona dagsdaglega því þá erum við námsefnisbundnari. En markmiðin sem við einbeitum okkur að með þessu eru að hlúa að okkur og vellíðan barnanna í skólanum en ég tel það vera forsendu náms að börnunum líði vel í skólaumhverfinu sínu.“ Leikrit um ævintýraheim Þau Höskuldur Hrafn Guttormsson í 6. JH, Ed- mund Oddur Hólm í 6. AI, Auður Ragnarsdóttir í 6. AI, Vigdís Tinna Sigríðardóttir í 9. SG og Berglind Dögg Ómarsdóttir í 9. SG voru sam- mála um afmælisundirbúningurinn væri búinn að vera mjög skemmtilegur. „Þessi vika er skemmtilegasta vikan síðan ég byrjaði í skól- anum,“ sagði Edmund og upplýsti að hann væri búinn að vinna bæði með pappa og spýtur og meðal annars útbúið hjörtu fyrir kærleikstréð. „Þar skrifaði ég um vini og kærleik og eitthvað ...“ Höskuldur sagðist vera búinn að smíða þrí- hyrning undir afmælisstandinn og Auði féll ekki heldur verk úr hendi. „Ég er búin að gera hönd- ina á mér og svo er ég búin að gera nafnspjald og ljóð. Það er um afmælið og skólann,“ sagði hún og bætti því við að hún væri einnig með í leikriti á lokahátíðinni sem væri um ævintýraheim. Vinkonurnar Vigdís og Berglind höfðu hins vegar eytt bróðurparti vikunnar í heimasíðugerð fyrir skólann og sögðu það hafa gengið mjög vel. „Það má segja að þetta sé búið að vera rosalega mikil vinna en núna er byrjað að sýna síðurnar,“ sögðu þær. Krakkarnir voru greinilega hæstánægðir með afmælið og undangengna viku og eins og til stað- festingar því skrýddust þeir nýju bolunum sínum með slagorðinu sem skólasystir þeirra hafði sam- ið. Og aðspurðir hvort allir krakkar í Hamra- skóla væru snjallir játuðu þau því og skellihlógu. Gestir á afmælishátíðinni gátu gætt sér á 700 manna afmælistertu sem var í boði foreldrafélagsins. Þau voru sammála um að afmælisvikan hefði heppnast vel. F.v. Auður skólastjóri og nemendurnir Auður, Höskuldur, Edmund, Vigdís og Berglind. Fjöldi leiktækja var settur upp við skólann í tilefni af afmælis- hátíðinni og kunnu yngri sem eldri nemendur vel að meta þau. Allir snjallir í Hamraskóla Grafarvogur Morgunblaðið/Þorkell Á FUNDI hreppsnefndar Bessastaðahrepps í vikunni lagði Jón G. Gunnlaugsson fram tillögu fyrir hönd Sjálf- stæðisfélagsins þess efnis að kanna möguleika á byggingu golfvallar í hreppnum innan gildistíma núgildandi aðal- skipulags (1993-2013). Jón segir að hugmynd að golfvelli í hreppnum sé ekki ný af nálinni en að nú sé fyrst tímabært að skoða hana af fullri alvöru. „Íbúum hrepps- ins er alltaf að fjölga og eru nú orðnir yfir 1.500. Sveitar- félagið er með talsvert öðru yfirbragði en önnur hér í grennd, það er strjálbýlla og víða er að finna stór opin svæði. Golfvöllur gæti hentað mjög vel inn í þá ímynd sem hreppurinn hefur skapað sér, sem einkennist helst af útivist og fjölbreyttu náttúrulífi.“ Jón segist gera ráð fyrir að golfvöllur myndi styrkja ímynd hreppsins enn frekar út á við. „Við verðum vör við töluverðan golfáhuga hjá íbú- um hreppsins og margir sem stunda golf. Þetta er vinsæl og vaxandi íþrótt.“ Enn hefur ekki verið ákveðið hvar golfvöllurinn myndi verða en nokkur svæði koma til greina. Eitt þeirra er á Breiðabólstaðareyri, þar sem gert er ráð fyrir hest- húsabyggð og skútuhöfn á gildandi aðalskipulagi. Á fundi hreppsnefndar var sveitarstjóra falið að beina þeim tilmælum til samvinnu- nefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins að í greinargerð með skipulaginu verði möguleiki á golfvelli nefndur. „Það er líklegt að skipu- lagsnefnd verði svo í kjölfarið falið það verkefni að finna golfvellinum hugsanlega stað- setningu,“ segir Jón. Hug- myndir um golf- völl skoðaðar Bessastaðahreppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.