Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Útfaraskreytingar, kransar, krossar. Skreytingar við öll tækifæri Fagmennska í fyrirrúmi Reykjavíkurvegi 62, Hfj. s. 565 0440 ✝ Guðmundur Pét-ur Valgeirsson, bóndi í Bæ í Árnes- hreppi á Ströndum, fæddist í Norður- firði í Árneshreppi 11. maí 1905. Hann lést á sjúkrahúsi Hólmavíkur 14. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valgeir Jóns- son, bóndi í Norður- firði, f. 18.4. 1868, d. 6.1. 1949, og Sess- elja Gísladóttir hús- móðir, f. 24.9. 1875, d. 30.10 1941. Systkini Guðmund- ar voru 18. Þau voru: Jón, f. 14.1. 1896, lést sama ár, Jón, bóndi í Ingólfsfirði, f. 2.3. 1897, síðast bú- settur á Akranesi, Gíslína Vil- borg, húsmóðir á Steinstúni, f. 28.4. 1898, Valgerður Guðrún, húsm. á Njálsstöðum og síðar í Bár við Grundarfjörð, f. 17.4. 1899, Sigurlína Guðbjörg, húsm. í Norðurfirði og í Reykjavík, f. 16.7. 1900, Ólafur Andrés sjómað- ur, f. 24.9. 1901, Albert, bóndi í Bæ, f. 26.11. 1902, Guðjón, bóndi á Seljanesi og verkamaður í Reykjavík, f. 19.12. 1903, Svein- björn, bóndi í Norðurfirði, síðar á Akranesi, f. 24.8. 1906, Soffía Jak- obína, húsm. á Drangsnesi og síð- ar Kópavogi, f. 27.11. 1907, svein- barn, f. 1908, dó í fæðingu, Benedikt, bóndi í Norðurfirði, síð- ar í Árnesi, f. 13.8. 1910, meybarn, meistari, f. 18.11. 1965. 6) Hjalti, bóndi í Bæ, f. 17.1. 1938, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, f. 16.3. 1948. Börn þeirra: a) Jensína skrifstofumaður, f. 12.9. 1972, b) Pálína, bóndi í Bæ, f. 12.10. 1975, c) Birna leiðbeinandi, f. 27.4. 1979, d) Þorsteinn nemi, f. 14.5. 1984. Fyrir átti Hjalti dóttur, Steinunni. Hennar móðir er Þóra Guðmundsdóttir. Fósturdóttir Guðmundar og Jensínu er Elín El- ísabet Sæmundsdóttir, f. 16.6. 1930. Hún er gift Sigurjóni Niel- sen járnsmíðameistara, f. 6.7. 1928. Börn þeirra eru: a) Gísli vél- stjóri, f. 30.9. 1949, b) Guðmundur bílamálari, f. 4.8. 1951, c) Birgir bílamálari, f. 28.6. 1953, d) Hreinn, f. 11.9. 1957, d. 1958, e) Nína Guðrún innheimtustjóri, f. 28.11. 1955, d. 21.7. 2000, f) Ósk kennari, f. 21.1. 1959, g) Sigurjón sjómaður, f. 15.10. 1961, h) Hrönn, f. 28.8. 1965, d. 9.1. 1966. Kjör- dóttir Guðmundar og Jensínu var Fríða, f. 3.3. 1945, lést árið 1961. Einnig ólu Guðmundur og Jensína upp þá Björgmund Guðmundsson og Gunnlaug Valtýsson. Guðmundur P. Valgeirsson var búfræðingur frá Hvanneyri. Hon- um voru falin mörg trúnaðarstörf fyrir sveit sína og var hann t.d. formaður búnaðarfélagsins, brautryðjandi í jarðræktarmálum og frumkvöðull í sauðfjárræktun. Hann átti mestan þátt í að koma Árneshreppi í hóp bestu sauðfjár- ræktarhéraða landsins. Blaða- skrif og minningabrot hans vöktu athygli og margan pennavininn eignaðist hann um ævina. Útför Guðmundar fer fram frá Árneskirkju á Ströndum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. f. 1911, andvana, meybarn, f. 1912, andvana, Eyjólfur, kaupfélagsstjóri á Norðurfirði og bóndi á Krossnesi, f. 12.4. 1914, Valgeir búfræð- ingur, f. 1.1. 1916, og Laufey, húsmóðir í Asparvík, síðar í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, f. 19.8. 1917. Öll eru systkinin látin nema Eyjólfur og Laufey. Guðmundur kvæntist Jensínu Guð- rúnu Óladóttur, frá Ingólfsfirði, f. 18.2. 1902, d. 6.11. 1993. Þau eignuðust sex börn: 1) Óli, f. 21.5. 1930, d. 15.6. 1930, 2) Elín, f. 6.1. 1931, d. 17.6. 1931, 3) Guðbjörg, f. 25.2. 1933, d. 28.3. 1933, 4) Pálmi, járnsmíðameistari og verkstjóri í Bergiðjunni, f. 7.6. 1934, var kvæntur Þrúði Hjalta- dóttur, þau skildu. Börn þeirra eru a) Fríða hjúkrunarfræðingur, f. 4. desember 1960, b) Hrund tannfræðingur, f. 19. mars 1974. Seinni kona Pálma er Lilja Þor- leifsdóttir ritari, f. 8.1. 1939, 5) Jón, húsasmíðameistari og kenn- ari við Fjölbrautaskólann í Breið- holti, f. 19.6. 1936, kvæntur Hjör- dísi Vigfúsdóttur bréfbera, f. 5.11. 1938. Börn þeirra: a) Vignir húsa- smíðameistari, f. 7.5. 1960, b) Heimir húsasmíðameistari, f. 3.8. 1961, c) Fríða Jensína gullsmiður, f. 3.6. 1964, d) Hörður húsasmíða- Þegar ég var ófrísk að elsta syni mínum bjó ég í New York, langt frá ströndunum góðu. Þetta var mín önnur þungun og ég var stödd fyrir norðan á Ströndum þegar lífið í kviði mér slokknaði. Ég sá það á lang- ömmu að hún vissi að svo var, þó að vikur liðu þar til vissa hennar var staðfest. Svo þegar líf kviknaði með mér aftur vildi ég færa langömmu gleðifréttirnar. Ég hringdi til Ís- lands og spjallaði við langömmu og langafa, þetta var í síðasta sinn sem ég heyrði í langömmu, hún dó stuttu seinna. Eiginmaður minn sagði að langamma myndi vera með barninu og hjálpa okkur og ég er viss um að hún var viðstödd fæðingu fyrsta son- ar míns. Þessi sonur minn er nú orð- inn 7 ára og hefur gortað yfir því í nokkur ár að eiga langalangafa. Það er skömm að því en hann fékk aldrei að hitta hann. Í fjögur ár hef ég sagt: „Við förum næsta sumar,“ en nú er sumrinu lokið og langafi er farinn til hennar langömmu. Það sumar sem ég dvaldist hjá langafa og langömmu, þeim Guð- mundi og Jensínu, er mér mjög dýr- mætt. Þær minningar sem ég á síðan þá eru ómetanlegar og mér sem gull, ekki síst núna er allt er orðið tölvu- vætt og maður er svo langt frá nátt- úrunni og uppruna matar síns. Að fá að skilja mjólkina með langömmu, strokka, hleypa skyr og taka áfirnar fyrir langafa þegar langamma var að hnoða smjör. Ekki að ég skildi hvernig hann gat drukkið þetta, mér fannst það vont. Það var annað sem ég gat ekki lagt mér til munns (eftir að hafa áttað mig á því hvað það var). Við sátum þrjú við eldhúsborðið inni hjá langömmu og langafa og fann ég hringorm í fiskinum mínum. Langafi ættlaði sko ekki að láta gikkinn úr borginni komast upp með að borða ekki matinn sem var í boði, sem sagt þorskinn góða, en langamma sá aum- ur á mér og þaut ég inn í eldhús til Hjalta og Guggu. Einn daginn sá langafi hrafn eða veiðibjöllu á sveimi inni í dal og mér til mikillar gleði bauð hann mér með sér til að athuga þetta. Ég hafði aldrei riðið út áður svo að langafi teymdi undir mér. Þetta var ekki langur tími en mér fannst ég svo merkileg að fá að vera ein með Guðmundi langafa í reiðtúr, og hann bauð mér meira að segja með sér. Þegar við komum inn í dal fundum við afvelta á sem var orðin fuglamatur og lambið hennar. Ég man reiðina og sorgina í brjósti mér er við urðum að skilja við ána og lambið til að sækja áhöld. En gleðin yfir því að vera þarna með Guðmundi langafa stendur upp úr, hann bauð mér með. Ég man að þeim var ekkert vel við að ég tæki myndir af þeim en töluðu þó hvort annað til svo ég fékk að lok- um að mynda þau bæði. Lyktin úr kjallaranum, kjóllinn hennar langömmu, augabrýrnar hans langafa, að sitja við eldhúsborð- ið að maula kleinur og drekka alvöru mjólk á meðan við langamma spil- uðum kasínu og útreiðartúrinn með langafa eru minningar og myndir sem ég mun ávallt varðveita í hjarta mínu. Nú hefur sú stund runnið upp sem Guðmundur langafi þráði orðið mest, að komast til hennar Jensínu sinnar. Nú eru þau án vafa hamingjusöm hvort í annars örmum, frjáls og laus við hömlur líkamans. Sjáumst seinna, elsku langamma og langafi. Þið verðið með mér alltaf. Ég elska ykkur, ykkar barnabarnabarn, Hrönn Ólöf Guðmundsdóttir. Elsku afi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, þín Pálína. Í dag verður til moldar borinn Guðmundur Valgeirsson bóndi í Bæ í Trékyllisvík á Ströndum. Guðmund- ur var fæddur 1905 og ævi hans spannaði því nær alla tuttugustu öld- ina. Ég kynntist Guðmundi, móður- bróður mínum, ekki persónulega fyrr en hann var kominn á efri ár. En hann var samt nálægur í vitund fjöl- skyldunnar og í umtali foreldra minna. Árin liðu og ég settist að á Hólum og heimsókn okkar norður í Trékyllisvík beið stöðugt betri tíma. Hann heilsaði mér á hlaðinu í Bæ og faðmaði fjölskylduna að sér: „Loksins, loksins ertu kominn frændi minn, vertu velkominn, það var kominn tími til að þú létir sjá þig.“ Ég fékk strax þá tilfinningu að ég væri að koma heim, eftir langa fjarveru. Ég hafði ekki stigið áður fæti í Árneshrepp á Ströndum, en móðir mín hafði alist þar upp og allt hennar fólk og mér varð ljóst að tölu- vert stór hluti af mér sjálfum lá fólg- in norður þar. Tuttugasta öldin var mikill umbrotatími og Strandasýsla fór ekki varhluta af því. Á ævi Guð- mundar fluttust margir sveitungar hans og sýslungar burt og jarðir fóru í eyði. Ég er þar sjálfur meðtalinn. Um 1950 brást fiskurinn í Húnaflóa og allmargar fjölskyldur fluttu burt úr nyrstu hreppum Strandasýslu. Þar á meðal foreldrar mínir og fjöl- skylda, þegar ég var sjö ára og við dvöldum í sitthvorum landshlutanum síðan. Guðmundur var einn af átján systkinum, sem flest bundu tryggð við Árneshreppinn með fastri búsetu og færðu nútímann til sín norður á Strandir með dugnaði og elju fremur en leita hans í önnur héruð. Það boð- aði oft af Guðmundi. Hann talaði tæpitungulaust og hélt skoðunum sínum fram af mikilli einurð og þótti stundum dómharður. En hann var einstaklega hlýr þegar nær honum var komið. Og ávallt var stutt í kímn- ina. Hann var hinn skemmtilegasti viðræðu um hin ólíklegustu málefni og ákaflega orðheppinn. Guðmundur var einnig afar ritfær, og stálminn- ugur til hinstu stundar og skrifaði fallega hönd. Greinar hans og pistlar birtust reglulega í dagblöðum og höfðu áhrif. Ég hitti hann síðast fyrir um þremur vikum á sjúkrahúsinu á Hólmavík. Þá var hann orðinn rúm- fastur og ljóst að fætur hans myndu ekki framar ganga um tún í Trékyll- isvík. Hugurinn var þá, sem endra- nær, í heimasveit hans, sem hann hafði gefið starfskrafta sína óskerta. Hann velti enn fyrir sér framtíð byggðarinnar sinnar á nýrri öld sem hann sá bjarma fyrir. Hann dáðist að áræði unga fólksins, sonardótturinn- ar og sambýlismanns hennar sem nú hafa ákveðið að hefja búskap í Bæ. Honum varð þá tíðrætt um einn at- burð sem virtist hafa mótað lífsskoð- un hans. Það var þegar skólinn á Finnbogastöðum brann árið 1932. Þetta var einn fyrsti heimavistar- grunnskóli landsins og byggður af miklum myndarskap fyrir forgöngu nafna hans, Guðmundar bónda og kennara á Finnbogastöðum. Þegar eldurinn hafði verið slökktur stóðu íbúarnir sorgmæddir yfir byggingu sem fyrir nokkrum stundum hafði verið helsta stolt þeirra en var nú rjúkandi öskuhaugur. Guðmundur sagði mér að nafni hans á Finnboga- stöðum hefði þá stigið fram og mælt. „Ég heiti því að að mér heilum og lif- andi skal þessi skóli endurbyggður.“ „Og við það stóð hann blessaður,“ bætti Guðmundur við, „þótt hann væri sjálfur bláfátækur. En hann mætti andstöðu og það voru ekki all- ir sammála. Því miður er það nú oft svo.“ Þegar fólk tók að flytjast brott úr Strandasýslu um miðbik síðustu aldar fóru margir að efast um byggð þar um slóðir. Um þetta leyti eru á ferð Páll Hafstað ráðunautur sem var m.a að kanna búsetuskilyrði og möguleika á litlum virkjunum í sveit- um. Með honum í för var skáldið Steinn Steinarr. Þeir gistu á Bæ. Páll taldi litla framtíð fyrir byggð í Árneshreppi. Eftir þessar samræður lá Guðmundur andvaka um nóttina. Hann sá að hér varð að bregðast við og það fljótt. Í kjölfarið var hafið stórátak í túnrækt, sem blés nýju lífi í landbúnaðinn og jók íbúunum trúna á búsetu þar í sveit. Um 1970 kom önnur ný bylgja í brottflutning fólks. Þá varð aftur að bregðast við og beita samtakamættinum til sóknar. Guðmundur í Bæ gekk fram fyrir skjöldu. Hrint var í framkvæmd Ár- neshreppsáætlun og á næstu árum með samstilltu átaki heimafyrir og stuðningi stjórnvalda var allur húsa- kostur bættur og byggt upp á nánast hverri jörð ný fjárhús og hlöður. Jafnframt var túnrækt aukin og end- urbætt. Að þessum framkvæmdum býr byggðin í dag. Þetta átak Árnes- hreppsbúa vakti aðdáun og blés kjarki í brjóst íbúa í öðrum byggðum landsins. Í huga Guðmundar var sókn besta vörnin. Hann dáði Eggert Ólafsson náttúrufræðing og skáld, sem „sjálfur við stjórn, settist með formanns þor“ eins og segir í kvæði Matthíasar Jochumssonar. Hann, eins og Guðmundur fóstri hans á Finnbogastöðum, lét hvorki óhöpp né mótbýr knýja sig til uppgjafar. Guðmundur Valgeirsson í Bæ hefur með framgöngu sinni, skrifum og hugsjónaeldi sýnt staðfestu, trúnað og útsjónarsemi, sem hefur verið, og mun vonandi verða áfram, styrkur íslensku þjóðarinnar um aldir. „Starfið er margt en eitt er bræðrabandið boðorðið hvar sem þér í fylking standið hvernig sem stríðið þá og þá er blandið það er: Að elska byggja og treysta á landið.“ Jón Bjarnason. Um mitt sumar fékk ég bréf frá Guðmundi P. Valgeirssyni frá Bæ í Árneshreppi. Það er reyndar varla í frásögur færandi. Þau eru orðin mörg bréfin frá Guðmundi. Þetta bréf skrifaði Guðmundur á elliheim- ilinu á Hólmavík enda orðinn háaldr- aður, kominn hátt á tíræðisaldurinn. Bréf Guðmundar lýsir þó sem fyrr eldmóði og brennandi áhuga á þjóð- málum og málefnum sinnar sveitar. Guðmundi kynntist ég fyrst haust- ið 1966, þegar ég kom í mína fyrstu framboðsferð í Árneshrepp. Þá ræddi ég lengi við Guðmund. Hann spurði margs. Þótti honum augljós- lega nauðsynlegt að kynna sér vel skoðanir þessa Ameríkumenntaða Reykvíkings. Síðan urðu fundir okk- ar margir og fróðlegir. Hjá Guð- mundi kom enginn að tómum kofun- um. Guðmundur var víðlesinn og hafði ákveðnar og vel rökstuddar skoðanir á þjóðmálum. Guðmundur var einhver besti fulltrúi hins víð- sýna íslenska alþýðumanns, sem ég hef kynnst. Guðmundur Valgeirsson var sann- ur samvinnu- og félagshyggjumaður. Hann vissi sem er, að vöndurinn er sterkari en stráið. Hann beitti sér ætíð fyrir samstöðu og samvinnu um þau mál, sem til framfara horfðu fyr- ir byggðina. Ánægjulegt var að koma í Árneshreppinn á tímum Vest- fjarðaáætlunarinnar. Með lánum úr Byggðasjóði endurnýjuðu bændur fjárhús sín og hlöður. Það gerðu heimamenn sjálfir undir stjórn byggingameistara ættuðum úr hreppnum. Þannig fóru þeir bæ af bæ og byggðu húsin á skemmri tíma og fyrir töluvert lægri fjárhæð en áætlað hafði verið. Ég fylltist aðdáun á þessum útvörðum íslenskrar byggðar með Guðmund Valgeirsson í broddi fylkingar. Guðmundur Valgeirsson var tor- trygginn á þróun þjóðmála. Hann sá sem er að samvinnan var að hopa fyrir einstaklingshyggjunni og græðginni. Þau eru mörg bréfin þar sem Guðmundur lýsti sínum skoðun- um. Hann óttaðist að jafnræðið, sam- hjálpin og velferðin yrði látin víkja og ekki síst hinar dreifðu byggðir líða fyrir það. Ég minnist bréfs, þar sem Guðmundur varaði mjög við hinni öfgafullu einstaklingshyggju Nýsjálendinga, sem nokkrir stjórn- málamenn hrifust mjög af. Það fór ekkert fram hjá Guðmundi. Guðmundur lýkur sínu síðasta bréfi til mín með þessum orðum: „Ég er nú á Elliheimili Hólmavíkur. Sú von mín, að ég fengi að sofna minn síðasta blund heima er fjöruð út.“ Nokkuð dróst hjá mér að svara bréfi Guðmundar. Ég hafði rétt lokið því, átti aðeins eftir að póstleggja bréfið, þegar ég frétti andlát hans. Svarbréfi mínu lauk ég með þessum orðum: „Það skil ég vel, kæri vinur, að þú saknir þinnar sveitar. Þú getur hins vegar litið glaður til baka yfir farinn veg. Engum hef ég kynnst jafn trúum sinni sveit, ætíð reiðubú- inn til að rétta hjálparhönd og stuðla að samstöðu um framfaramálin. Ár- neshreppur á þér mikið að þakka. Okkar kynni eru mér mikils virði.“ Þetta verða mín síðustu orð til míns góða vinar, Guðmundar P. Valgeirs- sonar. GUÐMUNDUR P. VALGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.