Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DRAGNÓTABÁTURINN Sveinn Sveinsson BA frá Patreksfirði hefur róið frá því 10. september án þess að á bátnum séu fullnægjandi aflaheimild- ir. Útgerðarmaður og skipstóri skips- ins segist ætla að láta á það reyna fyr- ir dómstólum hvort honum sé óheimilt að stunda veiðar án kvóta. Örn Sveinsson, skipstjóri og út- gerðarmaður Sveins Sveinssonar BA, segist telja sig í fullum rétti til að stunda veiðar án þess að hafa fyrir því aflaheimildir. Hann segist ítrekað hafa sótt um að fá úthlutað kvóta á skipið en ætíð verið synjað. „Ég hef verið skipstjóri í áratugi en fékk þennan bát fyrir fjórum árum. Þá sótti ég um kvóta á grundvelli afla- reynslu, um sóknardaga og byggða- kvóta. Það er hins vegar sagt þvert nei við öllu sem við biðjum um og því ætlum við að láta á það reyna hvort menn sem hafa haft lifibrauð sitt af sjósókn alla sína tíð séu útilokaðir með þessum hætti og hvort þeir eigi að vera leiguliðar í eigin landi.“ Aðspurður hvort ekki sé búið að láta reyna á lögin með þessum hætti í Vatneyrarmálinu segist Örn líta svo á að það mál hafi verið með öðru sniði. Hann vill hinsvegar ekki segja að svo stöddu með hvaða hætti, annað en að hann hafi sjálfur mun lengri skip- stjórareynslu að baki en þar var um að ræða. Örn segist hafa reynt að gera út á leigukvóta en það hafi ekki borgað sig vegna þess hve leiguverðið er hátt. Hann segir útgerðina hafa fengið út- hlutað um 140 kílóa skötuselskvóta um síðustu fiskveiðiáramót, auk ör- fárra kílóa í öðrum tegundum. Hann segist ekkert geta gert að því þó hann fái töluverðan meðafla á skötusels- veiðunum. Frá því 10. september sé hann búinn að veiða einn skötusel, sem alls vó tvö kíló. Ekki var búið að birta Erni kæru vegna veiðanna í gær en hann segir að þetta athæfi sitt eigi ekki að koma yf- irvöldum á óvart, því 10. september sl. hann hafi sent Fiskistofu bréf þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að róa án þess að eiga fyrir því kvóta. Engar tilraunir hafi hins vegar verið gerðar til að stöðva veiðarnar en eft- irlitsmaður Fiskistofu hafi spurst fyr- ir um þær. Ásetningsbrot varða fangelsi Þórður Ásgeirsson, Fiskistofu- stjóri, segir að verið sé að ganga frá kæru á hendur útgerðinni. Hann seg- ir það taka Fiskistofu ákveðinn tíma að skrifa kæru og fyrir viðkomandi sýslumann að bregðast við. Hann seg- ir að útgerðarmanninum eigi að vera ljóst hvaða viðurlög eru við því að brjóta lögin og að viðurlögin eru því alvarlegri ef brotin eru ítrekuð og af ásetningi. Samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða eru viðurlög við brotum gegn ákvæðum laganna sektir, hvort sem brotin eru framin af ásetningi eða gá- leysi. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau að auki varða fangelsi allt að sex árum. Dragnótabáturinn Sveinn Sveinsson BA frá Patreksfirði Stundar veiðar án þess að hafa aflaheimildir Samskip hf. er metið á 4,7 milljarða króna    !"# #  "# $% &    # ""# #    $% ' #    $(  (   )*  "#  )+  !#  )+  ,'#  - .               !!# )+  - .  - .      !" #$ /0  $( %  1  !#   2     - . .+  4( . $% !  "! % & &'' ' ( %55 5  -%  6 6% 7( 8( 9:% 7(  : % ; #  ! $(  ,,#   SAMSKIP hf. er metið á rúma 4,7 milljarða króna miðað við hlutafjár- kaup Olís og Esso í félaginu sl. þriðju- dag. Samkvæmt tilkynningum til Verðbréfaþings keypti Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) 10% hlutafjár í Sam- skipum á verðinu 4,5. Nafnverð bréf- anna var 105 milljónir króna og er markaðsverðið því 472,5 milljónir. Þá var tilkynnt að heildarverðmæti kaupsamnings um kaup Olíufélagsins hf. (Esso) á 42% eignarhlut í Sam- skipum næmi um 2 milljörðum króna. Samkvæmt þessu er fyrirtækið metið á rúma 4,7 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru seljendur bréfanna í Samskipum að stærstum hluta þre- menningarnir Ólafur Ólafsson, Jón Þór Hjaltason og Jón Kristjánsson auk aðila sem þeir höfðu umboð fyrir. Esso greiddi fyrir 42% hlut sinn með hlutabréfum í 11 félögum. Eitt þeirra var Vinnslustöðin en þar var seldur 12% hlutur auk 10,4% hlutar Kers, dótturfélags Esso. Þremenningarnir fengu því 22,4% hlut í Vinnslustöð- inni. Annað þessara félaga er Esso en þremenningarnir fengu þar 6,3% hlut með eigin bréfum Esso. Loks voru hlutabréf í 9 félögum, þ.á m. VÍS, seld úr safni Esso og Kers sem greiðsla fyrir hlutabréfin í Samskipum. GENGI hlutabréfa í Arcadia Group lækkaði um 4,79% í gær, var 158 pens við lok viðskipta í kauphöllinni í Lond- on en lægst fór gengið í 152 pens inn- an dagsins. Þetta er 36% lækkun frá síðustu mánaðamótum en á sama tíma hefur FTSE-100 vísitalan í Bret- landi lækkað um tæp 17%. Markaðs- virði Arcadia er nú um 44 milljarðar. Baugur Holding, eignarhaldsfélag í eigu Baugs hf., á 20,1% hlut í Arcadia og nemur markaðsverðmæti hlutar- ins nú um 8,8 milljörðum íslenskra króna en hluturinn var keyptur á 1,5 milljarða hærra verði, eða 10,3 millj- arða króna. Markaðsverð hlutabréfa Baugs í Arcadia var um 14 milljarðar króna þegar kaupin áttu sér stað en bókfært verð bréfanna nam tæpum 11,9 milljörðum króna í lok júní og markaðsverð þeirra var á þeim tíma tæpir 16 milljarðar króna, að því er fram kemur í milliuppgjöri Baugs. Baugur sendi frá sér tilkynningu í gær vegna verðlækkunar bréfanna og þar segir að ekkert í rekstri Arcadia gefi tilefni til ætla að hagnaður félags- ins verði minni en ráð var fyrir gert, þ.e. um 6,8 milljarðar króna. „Baugur hf. telur að fjárfesting sín í Arcadia sé vel trygg og telur lækk- anir á bréfum Arcadia bera einkenni ástands sem nú er ríkjandi á erlend- um hlutabréfamörkuðum,“ segir í til- kynningunni. Þá er haft eftir Stuart Rose, forstjóra Arcadia, að afkomu- tölur sl. árs verði birtar 28. október og að niðurstöðurnar muni vera í takt við væntingar um 6,8 milljarða króna hagnað. Gengi Arcadia lækkað um 36% í september <= $3 ""   $%  " "" " >" " ," " 2 '5 5 ? "" '55 ! 55   &  '( '))(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.