Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 51
DAGBÓK
STUNDUM er sagt að
fyrsta hugsunin sé alltaf
rétt. En það er þjóðsaga.
Það er til dæmis mjög ólík-
legt að fyrsta hugmyndin
sem lesandinn fær í þessum
fjórum spöðum reynist sú
rétta. Gerðu tilraun:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ ÁG75
♥ 84
♦ Á73
♣ 7642
Suður
♠ KD983
♥ 6
♦ K65
♣ ÁG109
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
2 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur spilar út hjartaás,
svo kóng, sem þú trompar
og tekur tvisvar spaða. Báð-
ir fylgja. Hver er nú fyrsta
hugsunin?
Spilið virðst frekar ein-
falt og snúast um það að
gefa ekki tvo slagi á lauf.
Tvísvíningin er alltaf til
staðar, en hugsanlega má
vinna samninginn þótt vest-
ur liggi á eftir með laufhjón-
in. Alla vega sakar ekkert
að taka tvo efstu í tígli og
spila þeim þriðja, eða hvað?
Var það fyrsta hugsunin?
Norður
♠ ÁG75
♥ 84
♦ Á73
♣ 7642
Vestur Austur
♠ 104 ♠ 62
♥ ÁKG92 ♥ D10753
♦ 94 ♦ DG1082
♣ KD83 ♣ 5
Suður
♠ KD983
♥ 6
♦ K65
♣ ÁG109
Það dugir skammt, því
austur tekur þriðja tígul-
slaginn og spilar laufi. Vest-
ur fær á drottninguna og
getur bæði spilað hjarta út í
tvöfalda eyðu eða laufi án
þess að það kosti slag.
Við nánari skoðun sést að
þriðji tígulinn skilar varla
nokkurn tíma árangri. Mun
betra er að taka aðeins
tvisvar tígul og spila svo
laufi á níuna. Vestur á ekki
tígul til og spilar hjarta eða
laufi, segjum laufi. Þá er
þriðji tígullinn dreginn
fram og austur endaspilað-
ur.
Þetta er spil sem leynir á
sér.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
SÓLSTAFIR
Sólstafir glitra um sumardag.
Sælt er á grund og tindi.
Algróið tún og unnið flag
ilmar í sunnanvindi.
Kveður sig sjálft í ljóð og lag
landsins og starfans yndi.
Annir og fegurð augað sér.
Yfir er sólarbjarmi.
Léttklætt til vinnu fólkið fer,
fölbrúnt á hálsi og armi.
Sumarsins gleði í svipnum er,
sólstafir innst í barmi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Árnað heilla
70 ÁRA afmæli. Hinn25. október nk. verð-
ur sjötug María Kristjáns-
dóttir, Brekkutúni 8, Kópa-
vogi. María dvelur á
Kanaríeyjum á afmælisdegi
sínum. Á morgun, sunnu-
daginn 23. september, kl. 15
tekur María á móti vinum og
vandamönnum á heimili sínu
og vonast María til að sjá
sem flesta.
Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. júlí sl. í Bústaða-
kirkju af sr. Pálma Matth-
íassyni Sigurbjörg Sandra
Guðnadóttir og Sigurður
Ófeigsson. Heimili þeirra er
í Fannarfold 188, Reykjavík.
STAÐAN kom upp á minn-
ingarmóti Najdorf sem lauk
fyrir skömmu í Buenos Air-
es. Ungstirnið Teymour
Radjabov (2558) frá Az-
erbajan hafði svart gegn
brasíliska stórmeistaranum
Gilberto Milos (2614). 27...
d5! 28. Be3 28. exd5
gekk ekki upp sökum
28...Dd6 29. Rc4
Hxc4 30. Dxc4
Dxb6+ og svartur
vinnur. 28... Hdc7
29. Rb1 dxe4 30.
fxe4 Bc5 31. b6
Bxe3+ 32. Dxe3 Hc6
33. Hd7? Afleikur í
erfiðri stöðu.
33...Hc2 34. H1d2
Hc1+ 35. Hd1
Hxd1+ 36. Hxd1 Hc2
37. Rd2 Dd6 38. g3
Hc3! og hvítur gafst
upp enda fátt til varnar eftir
39. De1 Dd4+ 40. Kh1 Rd3.
Skákin telfdist í heild sinni:
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. c4
Be7 7. Be2 Be6 8. O-O Rf6 9.
R1c3 a6 10. Ra3 Rd4 11. Be3
Rxe2+ 12. Dxe2 O-O 13. f3
Hc8 14. Hfc1 Rd7 15. Hd1
Hc6 16. Rd5 Bg5 17. Bf2
Db8 18. b4 Bxd5 19. Hxd5
Hfc8 20. Had1 Be7 21. H5d3
Rf8 22. Db2 Re6 23. b5 axb5
24. cxb5 H6c7 25. Bb6 Hd7
26. Db3 Rf4 27. H3d2 o.s.frv.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert vakandi fyrir um-
hverfinu og framferði ann-
arra. Fólk nýtur frásagn-
argáfu þinnar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert aldrei of gamall til
þess að læra. Og til þess
þurfa menn ekki alltaf að
sitja á skólabekk. Skóli lífs-
ins er líka krefjandi og mik-
ilvægur.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það má gera sér ýmislegt til
ánægju án þess að kosta til
þess miklu fé. Hóf er best á
hverjum hlut og sönn gleði
verður ekki fengin fyrir fé.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu það ekki draga úr þér
kjarkinn, þótt sum verkefni
sem þú færð séu ansi snúin.
Þú hefur allt sem þarf til að
leysa þau í rólegheitunum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hafðu augun hjá þér, þegar
leið þín liggur um verslunar-
götu. Þótt þar sé margt fal-
legt að sjá er langur vegur
frá því að þú þurfir að kaupa
það.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú verður náttúrlega að hafa
þig í frammi, ef þú vilt að
aðrir komi til liðs við þig.
Láttu allt lýðskrum lönd og
leið, vertu bara þú sjálfur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er alltaf hægt að gefa sér
tóm til þess að rifja upp
skemmtilega hluti. Á erfið-
um stundum er það oft besta
ráðið til að hrinda leiðanum
burt.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Láttu einskis ófreistað til
þess að búa þig sem best
undir verkefni dagsins. Þurf-
ir þú meiri tíma skaltu frekar
fresta þeim en hespa þau af.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú verður náttúrlega að
sækja það fast sem þú vilt.
Annars nærðu engu. En þú
verður að gæta þess að
ganga ekki á rétt annarra
þótt freistandi sé.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er óráð að stilla öllu upp
á vinning í lottóinu. Það
verður hver að sinna sínu og
svo er það bara bónus ef lán-
ið leikur við þig að auki.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ættir að ganga til liðs við
vini þína í útivist og hreyfa
þig meira. Því fylgir einstök
vellíðan og heilbrigð sál í
hraustum líkama.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hikaðu ekki við að leita þér
aðstoðar hjá þeim sem geta
veitt hana. Það flýtir fyrir
þér og tryggir um leið að ár-
angurinn verði betri.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fólki fellur vel við þig og
verk þín. Gættu þess bara að
ofmetnast ekki, því dramb er
falli næst. Gefðu gaum að því
sem vinir þínir halda fram.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Mynd, Hafnarf.
BRÚÐKAUP.
Gefin voru sam-
an 18. ágúst sl. í
Hafnarfjarð-
arkirkju af sr.
Bjarna Karls-
syni Sylvía
Daníelsdóttir
og Þröstur Pét-
ur Sigurðsson.
Heimili þeirra
er í Hafnarfirði.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
FRÉTTIR
„FRIÐUR 2000 varar íslensk stjórn-
völd við afleiðingunum af því að
styðja ótímabærar hernaðaraðgerðir
í hefndarskyni. Forseti Bandaríkj-
anna hefur leitað eftir stuðningi
NATO til að hefja hernaðaraðgerðir
gegn skotmörkum í Afganistan og
jafnvel gegn öðrum arabískum þjóð-
um. Slíkar hefndaraðgerðir munu á
engan hátt draga úr hættu á frekari
hryðjuverkum heldur leiða hörm-
ungar yfir enn fleiri saklausa borg-
ara,“ segir m.a. í fréttatilkynningu
frá Friði 2000.
„Friður 2000 telur að íslensk
stjórnvöld hafi þeirri skyldu að
gegna gagnvart íslensku þjóðinni að
stöðva allar ótímabærar hernaðarað-
gerðir undir merkjum NATO með
neitunarvaldi sínu hjá samtökun-
um,“ segir þar ennfremur.
Varar við af-
leiðingum
hernaðarað-
gerða
Á FÉLAGSFUNDI Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs í
Reykjavík var eftirfarandi ályktun
samþykkt skv. tillögu stjórnar:
„Félagsfundur Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs í Reykja-
vík, haldinn 13. september 2001,
hvetur Reykjavíkurborg og launa-
nefnd sveitarfélaga til að ganga til
samninga við tónlistarkennara nú
þegar, þannig að kjör þeirra verði
ekki lakari en annarra kennara með
sambærilega menntun.
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum samþykkti fundurinn einn-
ig tillögu stjórnar um að áfram yrði
haldið könnunarviðræðum við
Framsóknarflokkinn og Samfylk-
inguna, varðandi sameiginlegt
framboð í Reykjavík næsta vor.
Umboðið gildir fram að aðalfundi
félagsins sem haldinn verður í
næsta mánuði,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði í Reykjavík.
Stuðningur
við tónlistar-
kennara
HELGINA 5.-7. október hefst jóga-
kennaraþjálfun á vegum Yoga Stud-
io. Þjálfunin hefur fest sig í sessi í
starfseminni og er nú haldin í níunda
sinn. Kennari er sem fyrr Ásmundur
Gunnlaugsson.
Þjálfunin hentar ekki aðeins þeim
sem vilja gerast jógakennarar held-
ur er öflugt sjálfsþekkingar- og
þroskanámskeið. Hún hentar t.d.
fólki sem er í vinnu með einstakling-
um eða hópum, segir í fréttatilkynn-
ingu. Ásmundur heldur kynningar-
fund fyrir áhugasama laugardaginn
22. september kl. 17, í Yoga Studio,
Auðbrekku 14 í Kópavogi.
Kynning á
jógakennara-
þjálfun
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Gullsmiðir
er upplyfting fyrir elskandi pör
á öllum aldri sem vilja spila
á strengi ástarinnar
á Hótel Skógum helgina
12.–14. október.
AÐGÁT, félagsráðgjafastofa,
Sigríður Anna Einarsdóttir,
símar 551 5404, 861 5407 og
netfang adgat@mmedia.is.
AÐ NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST
Vönduð og vel skipulögð
4ra herbergja íbúð á góðum
stað í Reykjavík til sölu.
Íbúðin er með stórum svöl-
um á móti suðri, þvottahús í
íbúðinni, rúmgott baðher-
bergi, stór
barnaherbergi,
rúmgott eldhús
og fallegt út-
sýni.
Upplýsingar í
símum
896 1606 og
557 7060.
Vönduð og vel skipulögð