Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARFJARÐARBÆ var óheimilt að falla frá kaupskyldu félagslegrar eignaríbúðar í Hafnarfirði í fyrra, samkvæmt dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp á fimmtudag. Var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar með staðfestur. Hafnarfjarðar- kaupstaður áfrýjaði héraðsdómi til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar dómsins og frávísunar frá hér- aðsdómi. Á æðra dómstigi krafðist stefndi, Vara- sjóður viðbótarlána, staðfestingar héraðsdóms og að viðurkennd yrði krafa hans þess efnis að hús- næðisnefnd Hafnarfjarðar hefði verið óheimilt að falla frá kaupskyldu á umræddri fasteign. Hæstiréttur taldi Viðbótarsjóð hafa lögvarða hagsmuni af að fá úr því skorið hvort Hafnarfjarð- arkaupstað hefði borið að innleysa íbúðina eða ekki. Var frávísunarkröfu Hafnarfjarðarkaupstað- ar því hafnað, auk þess sem ekki var talin nauðsyn á samaðild Hafnarfjarðarkaupstaðar og dánarbús fyrrverandi eiganda. Í dómi Hæstaréttar kemur m.a. fram að sveitarstjórn hafi kaupskyldu á fé- lagslegum eignaríbúðum, byggðum samkvæmt lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins, fyrstu 15 árin frá afhendingu íbúðar. Eftir þann tíma ætti sveitarstjórn forkaupsrétt á þeim íbúð- um, sem boðnar hefðu verið til sölu. Fortakslaus kaupskylda sveitarstjórna Hæstiréttur taldi að eftir gildistöku laga nr. 44/ 1998 hefði áfram hvílt fortakslaus kaupskylda sveitarstjórna á félagslegum eignaríbúðum, byggð- um samkvæmt lögum nr. 51/1980, sem koma til inn- lausnar innan lögákveðins kaupskyldutíma og að hvorki sveitarfélög né eigendur slíkra íbúða hefðu nokkurt val í þeim efnum. Íbúðin hefði samkvæmt þessu verið háð kaupskyldu til 16. janúar 2005 og taldi Hæstiréttur að Hafnarfjarðarkaupstað hefði verið óheimilt að falla frá kaupskyldu á henni, enda hefði bænum ekki tekist að sýna fram á að kaup- skyldan væri reist á ómálefnalegum forsendum og færi í bága við eignarréttarákvæði og jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar. Dóminn kváðu upp hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Andri Árnason hrl. var lögmaður Hafnar- fjarðarkaupstaðar og Friðjón Örn Friðjónsson hrl. lögmaður Varasjóðs viðbótarlána. Hafnarfjarðarbæ óheimilt að falla frá kaupskyldu SAMTÖK um kvennaathvarf hafa þegar hafið leit að nýju húsnæði í kjölfar dóms Hæstaréttar á fimmtu- dag, þar sem fallist var á forkaups- rétt átta systkina að fasteign, sem St. Jósefssystur seldu Kvennaat- hvarfi 8. nóvember 2000. Samkvæmt dóminum er St. Jósefssystrum skylt að selja og afsala systkinunum fast- eigninni. Að sögn Þórlaugar Jónsdóttur, rekstrarstjóra Samtaka um kvenna- athvarf, munu málalyktirnar hafa nokkra röskun fyrir starfsemi Kvennaathvarfsins í för með sér en það þýðir þó alls ekki að búast megi við að Kvennaatharfinu verði lokað á næstunni. Þórlaug segir að húsnæði það sem Kvennaathvarfið hafi keypt af St. Jósefssystrum, hafi hentað starfsemi Kvennaathvarfsins vel m.a. í kjölfar aukinnar áherslu á hópastarf og herbergjafækkunar þar að lút- andi. Við leit á nýju húsnæði þurfi að taka mið af þessum áherslum. Systk- inin tóku fram í dómsmálinu að Kvennaathvarfið fengi sanngjarnan frest til að finna sér nýtt húsnæði ef kröfur þeirra yrðu teknar til greina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að óumdeilt sé að við kaupin hafi ekki verið gætt forkaupsréttar systkinanna, sem kveðið hafið verið á um í afsali þeirra til St. Jósefs- systra 15. janúar 1981, sem þinglýst var 22. sama mánaðar. Við gerð kaupsamningsins milli Kvennaat- hvarfs og St. Jósefssystra frá 8. nóvember sl. hafi legið frammi veðbókarvottorð frá 1. nóvember sl. þar sem ekki var getið forkaups- réttarins, en vísað til þinglýs- ingarnúmers fyrrnefnds afsals. Fram kemur í dóminum að leitt hafi verið í ljós að við þinglýsingu afsals- ins hafi athugasemd um forkaups- réttinn ekki verið færð í þinglýsing- arbók. Mistök að geta ekki forkaupsréttar Hæstiréttur lítur svo á að við þing- lýsingu afsalsins frá 1981 hafi orðið mistök þar sem forkaupsréttarins var ekki getið við færslu í þinglýs- ingarbók, sbr. 1. mgr. 9. gr. þinglýs- ingarlaga. Hæstiréttur segir að í 18. gr. laganna felist að þess sé kostur, þegar slík mistök verða, að kveða svo á með dómi, að réttur sá, er áður þinglýst skjal veiti, skuli víkja fyrir rétti samkvæmt samningi, sem síðar er þinglýst að uppfylltum nánari skilyrðum. Hér sé um að ræða und- antekningu frá meginreglum um for- gangsáhrif þinglýsingar gagnvart yngri réttindum, sbr. 15. gr. þinglýs- ingarlaga. „Í lokamálslið sömu greinar er sérstaklega tekið fram, að hafi maður við afhendingu eigna áskilið sér réttindi yfir henni, svo sem veðrétt eða forkaupsrétt, þá gangi þau fyrir réttindum, er við- semjandi hans kann að stofna síðar öðrum til handa, að því tilskildu að heimildarskjalið beri það með sér og hann hafi afhent það til þinglýsingar í síðasta lagi samtímis skjali því, sem viðsemjandi hans hefur gefið út. Það er og aðalregla að það sé skjalið sem slíkt, sem skeri úr um réttindi, en ekki greining þinglýsingarstjóra, áð- ur þinglýsingardómara sbr. lög nr. 85/1989. Ber að hafa þessi þýðing- armiklu atriði í huga við mat á ákvæðum 18. gr. þinglýsingarlaga,“ segir í dóminum. St. Jósefssystrum ekki heimilt að selja Kvennaathvarfi Leit hafin að nýju hús- næði Kvennaathvarfs TALSVERÐ fjölgun innbrota er á milli fyrstu þriggja vikna septembermánuðar í ár og sama tímabils í fyrra. Tilkynnt hefur verið um 118 innbrot og 136 þjófnaði til lögreglunnar í Reykjavík það sem af er þess- um mánuði. Til samanburðar var tilkynnt um 77 innbrot fyrstu þrjár vikurnar í septem- ber í fyrra og 186 þjófnaði. Að sögn lögreglu liggur megin- skýringin á fækkun þjófnaða í því að skráningum tilkynninga um stolna farsíma hefur verið breytt. Algengast er að brotist sé inn í bifreiðir og næstalgeng- astu innbrotin eru í fyrirtæki og verslanir en hlutfallslega fæst innbrot eru í íbúðir. Lögreglan hvetur borgara til að verjast innbrotum með því t.d. að draga úr möguleikum þjófa til að athafna sig. Athuga þarf hvort hægt sé að bæta lýsingu, laga gluggaumbúnað, styrkja læs- ingar og koma upp viðvörunar- kerfum. Til að verjast innbrot- um í bíla er áhrifaríkast að leggja þeim á upplýst stæði og skilja alls ekki eftir í þeim sýni- leg laus verðmæti. Það á hvort sem er við um töskur, verkfæri, laus hljómtæki eða annað sem laðað getur að þjófa. Til að draga úr líkum á inn- brotum í íbúðarhúsnæði er mikilvægt að hver og einn fari yfir og leiti hugsanlegra mein- buga á öryggi þess. Útihurðir og læsingar þurfa að vera öruggar. Talsverð fjölgun innbrota LÖGREGLUSTJÓRINN í Rangár- vallasýslu hefur gefið út ákæru á hendur Þorkeli Steinari Ellertssyni, Ármóti í Rangárvallasýslu, fyrir brot á dýraverndar- og búfjárlögum. Krefst ákæruvaldið að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, auk þess sem kraf- ist er að hann verði sviptur heimild til að hafa dýr í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með öðrum hættti og sviptur heimild til að eiga og halda búfé. Sex ákæruatriði eru tilgreind í ákærunni og er ákærða m.a. gefið að sök að hafa ekki á haustdögum 1999 hirt og fóðrað nægilega vel hrossa- stóð er haldið var í Lindarbæ, Ása- hreppi. Þá er ákærða gefið að sök að hafa rekið stóðið um 40 km leið frá Vetleifsholti að Ármóti og voru mörg hrossanna í slæmu ásigkomulagi til rekstrar, með þeim afleiðingum að nokkur þeirra dóu næstu daga á eft- ir. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Suðurlands á miðvikudag og neitar ákærði sök. Ákærður fyrir brot á dýravernd- arlögumJÓAKIM Danaprins og Alexandra, eiginkona hans, koma ásamt fylgd- arliði til Íslands á þriðjudag og er um fjögurra daga heimsókn að ræða. Forsetaembættið skipuleggur dagskrá gestanna en hún liggur ekki fyrir fyrr en eftir helgi. Til stendur þó að fara í skoðunarferðir bæði sunnanlands og norðan, sam- kvæmt upplýsingum frá forseta- embættinu. Líklegt má telja að ungu hjónin fari m.a. til Akureyrar, Mývatns, að Gullfossi og Geysi og til Þingvalla. Jóakim Danaprins til Íslands NF Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa með nýfæddan son sinn. SENDIBÍLSTJÓRI á Patreksfirði var í gær sýknaður af ákæru fyrir umferðarlagabrot en hann ók bif- reið sinni án þess að nota bílbelti. Atvikið átti sér stað í Aðalstræti á Patreksfirði í nóvember 1999. Lögreglan stöðvaði hann og gaf út sektarmiða. Bílstjórinn taldi sig ekki þurfa að nota belti, þar sem hann væri á sendibifreið. Neitaði hann boði sýslumannsins á Pat- reksfirði að ljúka málinu með greiðslu sektar. Vegalengdin sem bílstjórinn hugðist aka var rétt innan við 1 km og hámarkshraði 35 km/klst. Vísaði verjandi hans til þess, að sam- kvæmt reglugerð sem byggist á umferðarlögum sé ekki skylt að nota belti við akstur í atvinnuskyni þar sem hraði er jafnan lítill og hlutaðeigandi þarf að fara úr og í bifreiðina með stuttu millibili. Héraðsdómur Vestfjarða féllst á að það ákvæði ætti við um um- ræddan akstur mannsins og sýkn- aði bílstjórann því af ákæru sýslu- manns. Erlingur Sigtryggson dómstjóri kvað upp dóminn. Sendibílstjóri á Patreksfirði sýknaður Mátti aka án þess að nota bílbelti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.