Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ERFINGJAR eigenda Fífu-
hvammslands í Kópavogi hafa lagt
fram stefnu á hendur Landssíma Ís-
lands þar sem þess er krafist að
eignarnámi á um 50 hektara spildu
úr landinu verði hnekkt. Verði ekki
fallist á kröfuna er þess krafist að
greiddar verði 1.500 milljónir fyrir
landið.
Landssíminn tók landið, sem að
mestu er á Rjúpnahæð, eignarnámi
árið 1947, en stór hluti fjarskipta-
búnaðar Símans er staðsettur á
hæðinni. Í stefnu erfingjanna segir
að eignarnámið hafi í raun aldei far-
ið fram með fullnægjandi hætti þar
sem greiðsla hafi aldrei verið innt af
hendi fyrir landið. Auk þess hafi
ekki verið gengið frá eignayfirfærsl-
unni með afsali frá landeigendum til
eignarnema. Þannig hafi forsendur
fyrir eignarnámsaðferðinni brostið.
Kvittanir finnast ekki
Í stefnunni er jafnframt bent á að
eignarrétturinn sé friðhelgur og
sérstaklega verndarður í stjórnar-
skránni. Öllum takmörkunum á
þeim rétti verði að beita með mikilli
varúð.
„Forsenda þess að eignarnámi
megi beita er m.a. að fullt verði
komið fyrir hið eignarnumda,“ segir
í stefnunni.
Í útboðslýsingu Landssímans
kom fram að hið umdeilda lands-
svæði hafi verið fært úr bókum Sím-
ans til nýstofnaðs félags - Hæðar-
lönd ehf.- í eigu ríkissjóðs og að
gerður hafi verið langtímasamning-
ur um leigu Símans á svæðinu. Rík-
ið hafi því yfirtekið málareksturinn
þannig að ekki komi til þess að
málareksturinn leiði til útgjalda fyr-
ir Símann.
Að sögn Andra Árnasonar, lög-
manns Símans, hefur Landssími Ís-
lands lagt fram svokallaða gagn-
stefnu þar sem þess er m.a. krafist
að eignarréttur Símans á jörðinni
verði viðurkenndur fyrir dómi. Í
gagnstefnunni segir m.a. að ekki
hafi fundist í bókhaldi Símans kvitt-
anir eða önnur fylgiskjöl varðandi
greiðslu eignarnámsbóta „en rétt er
að taka fram að rúmlega hálf öld er
liðin frá því atvik þessi áttu sér
stað,“ segir í gagnstefnunni. „Þó svo
að aðalbók gagnstefnanda staðfesti
ekki að greiðsla hafi átt sér stað,
útilokar hún heldur ekki að hún hafi
verið innt af hendi, hafi eignarnáms-
bæturnar verið t.d. færðar með öðr-
um bókhaldsliðum.“
Andri telur að hafa beri í huga að
Landssíminn hafi haft umrædda
landsspildu í sínum eignarumráðum
athugasemdalaust um rúmlega
hálfrar aldar skeið. Fyrir liggi í
eldri afsölum vegna Fífuhvamms, að
eignarréttur Landssímans hafi ver-
ið óumdeildur. Málssókn erfingj-
anna hljóti því að teljast fremur
langsótt. Komi í ljós að ekki hafi
verið greitt fyrir jörðina á sínum
tíma þá sé krafan um greiðslu kaup-
verðs orðin fyrnd. Auk þess segir
hann að Landssíminn hafi aldrei
fengið afsal fyrir eigninni vegna
þess að um eignarnám hafi verið að
ræða.
„Þegar eignarnámið fór fram var
farið með málið fyrir matsnefnd
eignarnámsbóta sem ákvað gjaldið
fyrir eignina. Var niðurstaða mats-
nefndarinnar lögð til grundvallar
sem eignarheimild, en ekki tíðkaðist
í öllum tilvikum að gefa út sérstakt
afsal í kjölfar slíks eignarnáms. Um
það séu önnur dæmi frá þessum
tíma. Það var því ekki gefið út neitt
afsal,“ sagði Andri.
Erfingjar eigenda Fífuhvammslands
stefna Landssímanum
Krefjast 1,5
milljarða í bætur
„ÉG mæli með því að þeir sem
hafa það að starfi og köllun að
sinna geðsjúkum láti í sér heyra á
opinberum vettvangi,“ sagði Stef-
án Hjörleifsson, læknir og heim-
spekingur, m.a. á ráðstefnu um
siðfræði heilbrigðisstétta sem
haldin var á Grand Hóteli í
Reykjavík í gær. Ráðstefnan var
vel sótt en markmið hennar var
m.a. að hvetja til opinberrar um-
ræðu um geðheilbrigðismál. Stefán
var einn sjö fyrirlesara á ráðstefn-
unni en í máli hans kom m.a. fram
að þeir sem ynnu að geðheilbrigð-
ismálum ættu ekki að sætta sig við
það þegjandi og hljóðalaust ef
samfélagið sýndi geðsjúkum virð-
ingarleysi. Ráðstefnan var á veg-
um fagdeildar geðhjúkrunarfræð-
inga innan Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og fræðsluráðs
hjúkrunar á geðsviði Landspítala –
háskólasjúkrahúss.
Stefán gerði einnig ákveðna
þætti í samskiptum heilbrigðis-
starfsmanna við skjólstæðinga sína
að umtalsefni og sagði að svo virt-
ist sem geðsjúkdómar og niður-
læging héldust í hendur. „En okk-
ur sem eigum að vera vel-
gjörðarmenn þeirra sem eru
hugsjúkir getur orðið á að þyngja
byrðar skjólstæðinga okkar í stað
þess að létta þeim lífið,“ sagði
hann.
„Ég hef á undanförnum árum
margoft þurft að ræða við ung-
menni sem hafa reynt að svipta sig
lífi þar sem ég hef starfað í Norð-
ur-Noregi. [...] Síðast talaði ég til
dæmis við átján ára stúlku flóandi
í tárum – hlustaði lengi á átak-
anlega frásögn hennar. Að einni
klukkustundu liðinni kvaddi ég
stúlkuna og yfirgaf hana. Það var
fyrir rúmum mánuði. Ég er löngu
búinn að gleyma nafni hennar –
geri ekki ráð fyrr að hitta hana
nokkurn tíma aftur. Eftir að þess-
um stundarlanga fundi lauk tóku
við ný verkefni og ég varð að
hrista þessa raunasögu stúlkunnar
af mér tafarlaust,“ sagði Stefán og
bætti því við að svona væru alltof
margir fundir geðheilbrigðismanna
með skjólstæðingum sínum.
Síendurtekin skyndikynni
„Við hittumst við dramatískar
aðstæður; fagmaður á hraðferð
annars vegar og berskjölduð og
hjálparvana manneskja hins vegar.
Skjólstæðingurinn veitir fagmann-
inum innsýn í sálarstríð sitt og
horfir síðan upp á þennan sama
velgjörðarmann halda leiðar sinn-
ar og hittir hann aldrei meir. [...]
Þannig á sjúklingurinn síendurtek-
in skyndikynni við fjöldann allan
af fulltrúum trúnaðar, líknar og
lækningar. Fyrir mér er það nokk-
uð ljóst að þetta getur verið sær-
andi fyrir sjúklinginn. Þegar mikið
er í húfi er sárt að verða var við að
viðmælendur manns eru á hrað-
ferð.“ Sagði Stefán að þegar til
lengdar væri litið hlyti sjúkling-
urinn að taka að efast um gildi til-
finninga sinna og þjáninga eða öllu
heldur um dýpt þeirra.
Stefán vitnaði aftur til stúlkunn-
ar sem hann ræddi við í Norður-
Noregi og sagði að hún hlyti að
álykta á þá leið að vandamál sín
væru í sjálfu sér ágætis umræðu-
efni – vel til þess fallin að verða
inntakið í lífi hennar til frambúðar
– en að á hinn bóginn snertu þau
engan sérlega djúpt; engin ástæða
væri til að gera neitt eða grípa til
aðgerða vegna þessa.
Álagið mikið
Stefán fjallaði einnig um þetta
efni út frá sjónarhóli starfsmanna
og sagði að síendurtekin skyndi-
kynni, eins og hann kallaði það,
hlytu einnig að hafa alvarleg áhrif
á þá. „Starfsmaðurinn þarf á
skömmum tíma að meðtaka hörm-
ungar hvers sjúklingsins á fætur
öðrum; vanlíðan þeirra og brengl-
aðar hugsanir,“ sagði Stefán og
hélt áfram. „Og þótt álagið sé mik-
ið er ætlast til þess að maður sýni
hluttekningu, haldi ró sinni og taki
yfirvegaðar ákvarðanir á lífi
fólks.“ Hann sagði því ekki að
undra þótt einn og annar starfs-
maður sligaðist undan álaginu og
hætti í starfi og brynni út. „Ég
held samt að hitt gerist miklu oft-
ar að menn sligist ekki algjörlega
heldur dofni og gegni starfi sínu
með hangandi hendi; láti sér
standa á sama um allt og alla eða
menn fyllist fyrirlitningu í eigin
garð og annarra...“ Því næst sagði
Stefán: „Ég held að varnarvið-
brögð eins og ég er að lýsa dragi
illilega úr getu okkar til að sýna
skjólstæðingum okkar þá hlýju og
vinsemd og virðingu sem þeir
þurfa mjög á að halda.“
Meðal annarra fyrirlesara var
Héðinn Unnsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Geðræktar, en hann
sagðist hafa verið geðsjúkur í
fimm ár. Héðinn gerði samskipti
heilbrigðisstarfsmanna og sjúk-
linga einnig að umtalsefni og sagði
framferði starfsmanna í garð sjúk-
linga ekki alltaf til fyrirmyndar.
Nefndi hann m.a. í því sambandi
viðtöl þar sem starfsmaðurinn liti
ekki í augun á sjúklingnum á með-
an hann talaði við hann vegna þess
að verið væri að spara tíma með
því að pikka inn upplýsingar í
tölvu um leið og viðtalið færi fram.
„Þetta skilar engum árangri. Ég
hef farið í svona viðtal við geð-
lækni. Hann pikkaði inn á tölvuna
og leit aldrei í augun á mér. Þetta
er bara tímaeyðsla,“ sagði hann.
Meiri virðing
Héðinn sagði að síðustu að það
sem skipti máli væri að sjúklingar
og starfsmenn skildu hverjir aðra.
Leggja þyrfti minni áherslu á lyfin
en meiri áherslu á samtöl, sam-
vinnu og virðingu starfsfólks fyrir
skjólstæðingum sínum. „Ég vil að
geðheilbrigðisstarfsfólk umgangist
okkur sem jafningja,“ sagði hann
og beindi orðum sínum til geðheil-
brigðisstarfsmanna. „Ég vil að þið
umgangist okkur eins börnin ykk-
ar, aldraðir foreldra eða aðra þá
sem ykkur þykir vænt um.“
Aðrir þeir sem erindi héldu á
ráðstefnunni eru dr. Páll Biering
geðhjúkrunarfræðingar en erindi
hans fjallaði um siðferðileg álita-
mál varðandi innlagnir unglinga á
geðdeildir. Styrmir Gunnarsson
ritstjóri fjallaði um siðferðileg
álitamál sem upp koma í samskipt-
um geðsjúkra og aðstandenda
þeirra með sérstakri tilvísun til
breska rithöfundarins, Virginiu
Woolf og eiginmanns hennar
Leonards og Óttar Guðmundsson
geðlæknir hélt erindi um það sem
hann nefndi valfrelsi sjúklinga. Jó-
hanna Bernharðsdóttir lektor
fjallaði um hin ýmsu andlit geð-
hjúkrunar og Laura Scheving
Thorsteinsson, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri gæðamála Landspít-
alans – háskólasjúkrahúss, fjallaði
í erindi sínu um tilfinningagreind.
Pallborðsumræðum stjórnaði
Kristín Thorberg geðhjúkrunar-
fræðingur og fundarstjóri var
Helga Jörgensdóttir geðhjúkrun-
arfræðingur.
Vel sótt ráðstefna um siðfræði geðheilbrigðisstétta
Hlýja, vinsemd, virðing
og samvinna mikilvæg
Morgunblaðið/Þorkell
Ráðstefna á vegum fagdeildar geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fræðslu-
ráðs hjúkrunar á geðsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss var vel sótt.