Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 29 UNDANFARNAR vikur höfum við verið áhorfendur að við- burði sem seint virðist ætla að vera umflúinn. Viðburði sem er að verða jafnárviss og koma kríunnar og ló- unnar og jafnsjálf- sagður í þjóðarsálinni og koma vorsins á eft- ir vetri. Átök hags- munaaðila í sjávarút- vegi hafa staðið sem hæst. Sjávarútvegs- ráðherra hefur nýver- ið lagt fram hugmynd- ir sínar um skiptingu kvótans fyrir nýhafið fiskveiðiár. Skiptingu sem byggist fyrst og fremst á aflareynslu undanfarinna ára og tilraunum til að sætta ólík sjónarmið hinna ólíku útgerðar- forma. Ekkert virðist benda til neinna áherslubreytinga í tillögum sjávarútvegsráðherra, nema þeirra helst að staðfesta enn frekar kvóta- kerfi það sem við höfum haft miður góð kynni af undanfarna áratugi. Áfram verður kvótinn gerður að verslunarvöru aðila innan sjávarút- vegsins. Gefin hefur verið út enn ein ávísunin til kvótaeigenda um heimild til áframhaldandi brasks með sameign þjóðarinnar allrar. Ekkert í tillögum ráðherra bendir til vilja hans til að leyfa sjávar- byggðum þessa lands að njóta stöðu sinnar. Ekkert virðist benda til þess að hann líti á það sem hlut- verk sitt að gæta hagsmuna þjóð- arinnar allrar í málum þessum. Þvert á móti virðist hann fyrst og fremst líta á það sem hlutverk sitt að vera verndari ákveðinna hags- muna og tryggja það helst að þeim hagsmunum verði ekki raskað. Þó verður það að teljast deginum ljósara að núverandi reglur um út- hlutun veiðiheimilda eru fyrir löngu gengnar sér til húðar. Reglur sem fyrst og fremst ganga út frá ár- angri fortíðar, hvort sem menn eru á sjó í dag eða ekki. Reglur sem hugsanlega geta tryggt fjölmörgum einkarétt á notkun sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar allrar um ókomna framtíð. Reglur sem ganga þvert á réttlæt- iskennd mikils meiri- hluta þessarar þjóðar. Reglur sem eiga sér enga stoð í nútíma- samkeppnisumhverfi og eru beinlínis hættu- legar frjálsum mark- aði. Það var lengi von manna að endurskoð- unarnefnd sú er sjávarútvegsráðherra skipaði til að endur- skoða stjórnkerfi fisk- veiða myndi koma fram með hug- myndir um breytta skipan þessara mála: Hugmyndir sem gengju fram yfir gæslu einstaka sérhagsmuna. Hugmyndir sem höfnuðu ábyrgð ríkisvaldsins á afkomu einnar teg- undar útgerðar fram yfir aðra. Hugmyndir sem miðuðu fyrst og fremst að því að vernda og viðhalda fiskistofnunum við landið í anda sjálfbærrar þróunnar. Það var öll- um ljóst að nefnd þessari var falið vandasamt verk og það virðist einnig vera ljóst að meirihluti nefndarmanna var ekki vandanum vaxinn. Nefndin virðist ekki ætla að skila tillögum sem umbylta þessu kerfi kvótaeigenda, og því getur hún ekki átt von á stuðningi eða sátt þjóðarinnar við tillögur sínar. Hverjar sem endurskoðaðar til- lögur auðlindanefndar kunna að vera tel ég nefndina hafa einblínt um of á þá möguleika sem falist hafa í því að ná sátt manna á meðal í gegnum auðlindagjald og svokall- aða fyrningarleið. Hvorug þessara aðferða gengur út verndun fiski- stofna eða eðlilegan aðgang eig- enda auðlindarinnar að henni. Auð- lindagjald miðar fyrst og fremst að því að innheimta endurgjald af notkun auðlindarinnar í peninga- legu formi, ekki er tekið tillit til mannlegra þátta, byggðar, eða verndurnarsjónarmiða, einungis arðsemisjónarmiða. Því má ljóst vera að aðferð þessi breytir ekki neinu um eignarhald á núverandi kvótakerfi, núverandi eigendur munu aðeins þurfa að greiða mála- myndagjald fyrir notkun, en eftir sem áður munu þeir geta braskað með auðlindina að eigin vild. Fyrningarleiðin miðar aftur á móti að því að endurheimta eign- arrétt auðlindarinnar til þjóðarinn- ar að nokkru leyti og gefur stjórn- völdum tækifæri til endur- úthlutunar á henni. Hún tekur einnig tillit til núverandi eigenda hennar og gefur þeim aðlögunar- tíma til að bregðast við breyttum aðstæðum. Aðferðin verður því að teljast drengmannleg í þeirra garð. Núverandi eigendum verður að vera það ljóst að þjóðin hefur aldrei afhent þeim þessa auðlind til eign- ar, ekki frekar en að einstaka byggingarmeisturum hefur verið úthlutað byggingarframkvæmdum á vegum hins opinbera um ókomna framtíð. Enginn hefur skikkað þá til að standa í þessum rekstri nema gróðavonin ein. Ábyrgð á offjár- festingu í þessum atvinnuvegi verð- ur því ekki sett á aðrar hendur en þeirra sem að henni stóðu. Þeim má líka vera það ljóst, og því fyrr því betra, að þjóðin mun aldrei sætta sig við að afhenda þeim auð- lindina til allrar framtíðar einungis til þess að bjarga þeim fyrir horn frá þeirri súpu sem þeir hafa sjálfir komið sér í. Því ber þeim frekar að fagna að þeim sé yfir höfuð boðið upp á þann möguleika að þeim sé gefið tækifæri að komast út úr þessu með fullri reisn og með að- stoð þjóðarinnar allrar. Stjórnvöldum ber að halda end- urskoðun á stjórnkerfi fiskveiða áfram með það að markmiði að sjálfbær nýting fiskistofna verði að veruleika. Þeim ber að líta til reynslu frænda okkar Færeyinga sem byggja fiskveiðar sínar að hluta til með sóknarmarki á virkum dögum. Hugmyndir sem taka tillit til nýtingarþols fiskistofna og hags- muna sjávarbyggða. Vissulega kunna þarna að vera einhverjir annmarkar á, s.s. notkun mismun- andi veiðarfæra á mismunandi veiðisvæðum. Slík vandamál á þó að vera auðvelt að leysa og þekking á að vera fyrir hendi á þessum at- riðum. Vel mætti hugsa sér að ákveðin svæði yrðu lokuð fyrir ákveðnum tegundum veiðarfæra og einnig yrði veiðisvæðum úthlutað eftir stærðum báta og tegundum veiðifæra. Með aðgerðum sem þessum eru líkur á að samstaða myndi nást meðal þjóðarinnar. Afl- anum yrði aftur komið í hendur þeirra sem sækja sjó. Byggðir sem standa næst fengsælum fiskimiðum myndu styrkjast. Umverfisvæn veiði yrði að veruleika vegna stýr- ingar veiða eftir stærðum fiskiskipa og tegunda veiðarfæra og svona mætti lengi halda áfram að telja. Einnig má telja að verði kerfi í lík- ingu við þetta tekið upp yrði losað það tak sem hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi telja sig þurfa að hafa á stjórnvöldum til stýringar á veiðum með ábyrgum hætti, eins og þeir kalla það. Spurningunni um út- komu slíks kerfis sem byggist fyrst og fremst á sóknarmarki tel ég best hafa verið svarað af vestfirsk- um sjómönnum í blaðaviðtali um ágæti svipaðs kerfis í sl. mánuði og að þar hafi þeir hitt naglann á höf- uðið. „Guð almáttugur sér um rest.“ En til að það megi verða hljótum við að þurfa að stíga fyrsta skrefið sjálf en það gerum við best með því að umgangast hana með tilhlýðilegri virðingu og tryggja það að hún falli aldrei í hendur einstaka hagsmunaðilum þeim einum til hag- sældar. Þessi auðlind var ætluð okkur öllum, látum svo vera áfram. Að hitta naglann á höfuðið Oddur Friðriksson Fiskveiðistjórn Þessi auðlind var ætluð okkur öllum, segir Odd- ur Friðriksson, látum svo vera áfram. Höfundur er áhugamaður um sjávarútvegsmál. ENN á ný fer af stað umræða um húsnæðis- vandann sem er löngu orðinn viðvarandi á höfuðborgarsvæðinu og því ekki ný frétt. Það er heldur ekki nýtt að andstæðar fylkingar stjórnmálamanna bendi hver á aðra og kenni hinum um. Er það vaxtastefna ríkis- stjórnarinnar sem er vandinn eða lóðaskort- ur sveitarfélaganna? Þeirri spurningu verður ekki svarað öðruvísi hér en að benda á að aðilar beggja hafa nokk- uð til síns máls. Það sem er ágætt fyrir almenning og stjórnmálamenn að sjá eru þær krónur og aurar sem við þurfum að borga fyrir húsnæði. Verð á fasteignum hefur rokið upp á undanförnum árum og var að mati byggingaraðila kærkomin leiðrétt- ing á byggingarkostnaði. Vissulega hafa sveitarfélögin líka stuðlað að hækkun með útboðum á lóðum. Það hafa þau öll gert hér á höfuðborg- arsvæðinu og því um þverpólitíska aðgerð að ræða og reyndar bara hið besta mál í sjálfu sér. Um er að ræða takmarkaða auðlind og því sann- gjarnast að bjóða hana hæstbjóð- andi. Hins vegar mætti auka fram- boðið og stuðla þannig að lækkun lóðaverðs. Vandi okkar, sem viljum gjarnan bjóða landsmönnum hagkvæmt leiguhúsnæði, er skortur á minni íbúðum. Bæði í her- bergjum talið og fer- metrum. Nýleg bygg- ingareglugerð olli því að meðalíbúðir stækk- uðu um u.þ.b 15% að flatarmáli. Þegar hver fermetri kostar 120– 150 þúsund krónur er ljóst að þriggja herb. íbúð hækkaði um 1,2– 1,5 milljónir króna bara við þessa breyt- ingu. Séreignastefna Ís- lendinga hefur valdið því að fæstir vita í raun hvað kostar að eiga og reka íbúðarhúsnæði því almennt er fólk ekki að leggja saman heildar- kostnaðinn sem sjá má í mánaðar- legri leigufjárhæð. Á töflunni má sjá verð á þremur nýjum íbúðum. Annars vegar eru íbúðirnar fjármagnaðar með 10% stofnstyrk og 90% láni á 4,5% vöxt- um til 50 ára. Hins vegar er sama dæmi án stofnstyrks. Í leigufjárhæð- inni er allur kostnaður innifalinn auk afborgana lána þ.m.t. fasteignagjöld, tryggingar, viðhaldsskostnaður og hússjóður. Þetta eru eflaust háar tölur fyrir þá sem ekki hafa velt þessu fyrir sér en þrátt fyrir allt er hagkvæmara að leigja en kaupa séu fjárbinding og enn hærri vextir teknir með í dæmið. Sjá töflu. Vextir eða lóða- skortur, það kostar að búa Gunnar Jónatansson Höfundur er framkvæmdastjóri Búseta hsf. Húsnæðismál Það er skortur á minni íbúðum, segir Gunnar Jónatansson, bæði í herbergjum og fermetrum talið. Stærð íbúðar Stærð Verð Stofnstyrkur Áhvílandi lán Leigugjald í fm íbúðar 10,0% 90,0% pr. mánuð 2 herb. íbúð 70 8.400.000 840.000 7.560.000 55.922 3 herb. íbúð 90 10.800.000 1.080.000 9.720.000 71.899 4 herb. íbúð 110 13.200.000 1.320.000 11.880.000 87.877 Stærð íbúðar Stærð Verð Stofnstyrkur Áhvílandi lán Leigugjald í fm íbúðar 0,0% 100,0% pr. mánuð 2 herb. íbúð 70 8.400.000 0 8.400.000 59.464 3 herb. íbúð 90 10.800.000 0 10.800.000 76.454 4 herb. íbúð 110 13.200.000 0 13.200.000 93.443 Í HÁSKÓLA Ís- lands eru spennandi tímar um þessar mundir. Skólinn fagn- ar nú níutíu ára af- mæli sínu og nýlega voru kynntar hug- myndir skólans um vísindagarða. Þessar hugmyndir eru af- rakstur vinnu nefndar um húsnæðis- og skipulagsmál háskól- ans sem háskólaráð skipaði á vordögum. Stúdentar hafa hér eftir sem hingað til látið húsnæðismál Há- skólans sig miklu varða og verður engin breyting þar á. Því var það mikið hagsmunamál fyrir stúdenta að fá inn fulltrúa í þessa nýju nefnd háskólaráðs. Vísindagarðar hafa verið áberandi í umræðunni innan háskólans, enda er hér um mjög heillandi viðfangsefni að ræða. Há- skóli Íslands býr yfir þeim kjör- aðstæðum sem góður vísindagarður þarfnast. Þar ber helst að nefna tvennt, nálægðina við háskólann og staðsetninguna í miðborginni. Aðlaðandi umhverfi fyrir ungt menntafólk Í vísindagörðum Háskóla Íslands mun skapast öflugt nýsköpunarum- hverfi. Slíkt umhverfi er afar eft- irsóknarvert fyrir æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar. Háskóli Íslands leggur mikinn metnað í uppbyggingu fram- haldsnáms og eflingu rannsókna og þetta nýja umhverfi veitir skólanum sóknarfæri. Þarna munu fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskólinn í samein- ingu stuðla að upp- byggingu öflugs og örvandi umhverfis. Innan vísindagarðanna er mikilvægt að skapa stemmningu sem höfð- ar til ungs mennta- fólks og því þarf að vera í boði þjónusta, bæði fyrir starfsfólk á staðnum og aðra sem sækja vinnu í nágrenninu. Háskólasvæðið verður því gert enn áhugaverðara fyrir stúdenta og það verður að teljast jákvæð þróun. Tengslin við atvinnulífið styrkjast Ávinningur okkar stúdenta af slíkum vísindagarði verður mikill. Fyrir utan hina gífurlegu uppbygg- ingu sem mun eiga sér stað á há- skólasvæðinu munu tengslin við at- vinnulífið og hin ýmsu þekk- ingarfyrirtæki skila sér hratt inn í háskólasamfélagið. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lagt mikla áherslu á aukin tengsl háskólans við atvinnulífið. Er þetta stórt framfaraskref í þeim málum og verður t.a.m. aðgengi stúdenta að verkefnum tengdum atvinnulífinu betra, báðum aðilum til hagsbóta. Enn meiri nýsköpun Við stúdentar hljótum að fagna þessum nýju, metnaðarfullu áform- um háskólans. Sérstakt fagnaðar- efni er að Háskóli Íslands hafi tekið þá stefnu að leita nýrra leiða til að fjármagna byggingar á háskóla- svæðinu. Þó leggja stúdentar áherslu á að háskólinn ljúki við aðr- ar byggingar sínar og þá verði Náttúrufræðahúsið í forgangi. Þró- un vísindagarða Háskóla Íslands mun án efa gegna mikilvægu hlut- verki í áframhaldandi uppbyggingu rannsóknaumhverfis háskólans og opnar enn frekar fyrir nýsköpun í háskólasamfélaginu. Nýir tímar í bygginga- málum Háskóla Íslands Dagný Jónsdóttir Húsnæðismál Þróun vísindagarða Há- skóla Íslands, segir Dagný Jónsdóttir, mun gegna mikilvægu hlut- verki í uppbyggingu rannsóknaumhverfis skólans. Höfundur situr í húsnæðis- og skipu- lagsnefnd Háskóla Íslands og er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs HÍ. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.