Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 37
lega hreinskilinn við fólk og stund- um einum of trúgjarn sem að stafaði af því að hann var svo heill og sann- ur sjálfur. Ég kveð þennan góða vin með þakklæti fyrir allar stundirnar sem að við áttum saman. Líf mitt í Kefla- vík hefði orðið fátæklegra án hans og miklu leiðinlegra. Mér þykir fyrir því að hafa ekki átt meiri samskipti við þennan vin minn undir það síð- asta. Ég heimsótti hann upp á Vífils- staði nokkrum dögum áður en hann hvarf á brott. Þá hafði hann hringt í mig og beðið mig að koma og tala við sig. Mig grunar að hann hafi þá vitað að hann væri á förum og viljað tala um það við mig. Ég gerði mér líka grein fyrir því, þegar ég sá hann, hvert stefndi en það var þó eins og hvorugur okkar gæti komið sér að því að tala um það. Við töldum okkur þó báðir vita að dauðinn væri ekki annað en fæðing til nýs og betra lífs og jafn eðlilegur og fæðingin inn í þennan heim. En þegar líkaminn er orðinn soddan ræfill að hann er ekki lengur not- hæfur sem musteri andans (eða sál- arinnar) er ekki um annað að ræða en að yfirgefa hann og íklæðast nýj- um í öðrum heimi. Ég treysti því að honum hafi verið búið gott heimili á nýjum stað og að vel hafi verið tekið á móti honum þegar hann kom. Mér þykir líka gott til þess að vita að hann muni líka taka á móti mér þeg- ar ég legg af stað og verði þá vænt- anlega orðinn það heimavanur að hann geti sýnt mér alla dýrðina á nýjum stað og ekki efast ég um að við munum hafa um margt að spjalla þegar þar að kemur. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til eiginkonu hans, móður, dóttur og allra þeirra sem misstu mikið þegar hann fór og ég bið Guð um að hugga þau og styrkja í sorginni. Þegar lífsins þraut og neyð, er þyngri en við fáum borið. Vitum við aðeins eina leið, út í sólskinið og vorið. Að sleppa öllu sem okkur var, svo ástfólgið og kært. Og sjá í einni andrá þar, allt sem að við höfum lært. Og halda áfram hugdjörf og sterk, og horfa aldrei til baka. Því okkur er ætlað æðra verk, á öðrum stað að taka. Því kveð ég þig vinur í vongóðri trú, og vissu sem aldrei svíkur. Að hinum megin mér heilsir þú, hér þegar öllu lýkur. Heimir Óskarsson. Í örfáum orðum langar okkur til að minnast frænda okkar, Unnars Magnússonar, sem látinn er langt um aldur fram eftir langvinn og erf- ið veikindi. Við kynntumst Unnari þar sem hann lá sjúkur á Vífilsstaða- spítala fyrir rúmlega einu ári. Það sem einkenndi hann var einstakt æðruleysi vegna þeirra hörðu veik- inda sem hann mátti þola en hann fékk fágæta sýkingu í lungun sem læknavísindin höfðu engin ráð við. Eina lífsvon Unnars var að fá ný lungu en áður en til þess kom var hann allur. Stuttu áður en Unnar lést sagði hann okkur að þegar hann fengi ný lungu ætlaði hann aldrei aftur að keyra bíl, heldur njóta þess að geta gengið um landið og upplifa íslenska náttúru. Þrátt fyrir að hann væri sárþjáður fylgdist hann vel með nýj- ustu fréttum og var vel að sér um menn og málefni. Hann gat rætt um það sem var á döfinni hverju sinni, hvort sem um var að ræða stöðuna í fótboltanum eða viðskiptaheiminum. Með Unnari er genginn góður drengur sem við minnumst með hlý- hug á þessari sorgarstundu. Við vottum eiginkonu hans og dóttur okkar dýpstu samúð. Guð blessi Unnar Magnússon og minningu hans. Steinvör Valgerður Þorleifsdóttir, Sigríður Inga Sigurðardóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 37 ✝ Ingólfur H. Þor-leifsson fæddist í Bolungarvík 1. sept- ember 1920. Hann lést að morgni 17. september síðastlið- inn. Foreldrar Ing- ólfs eru hjónin Þor- leifur Kristján Ásgeirsson, f. 11. nóvember 1885 í Arnardal við Skut- ulsfjörð, d. 30. júlí 1950, og Guðlaug Guðrún Guðjónsdótt- ir, f. 13. júní 1891 að Blámýrum við Djúp, d. 11. júlí 1962. Systkini Ingólfs eru: Jón f. 1912, látinn; Ásgerður, f. 1917, látin; og Sigurborg, f. 1919. Uppeldissystir Ingólfs er Rut Hallgrímsdóttir f 1936. Ing- ólfur kvæntist 5. apríl 1947 Krist- ínu Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur, f. 5. janúar 1920 í Bolungarvík. For- eldrar hennar eru hjónin Svein- björn Rögnvaldsson, f. 15. septem- ber 1886 að Svarfhóli í Álftafirði í N-Ísafjarðarsýslu, d. 28. mars 1975, og Kristín Hálfdánardóttir, f. 22. nóvember 1896 að Hesti í Hestfirði, N-Ísafjarðarsýslu, d. 2. janúar 1951. Börn Ingólfs og Guð- rúnar eru: 1) Rögnvaldur, f. 3. mars 1945, á tvö börn og sjö barnabörn. 2) Ásgerður, f. 18. júní 1946, gift Guðmundi Guðmunds- syni, f. 26 desember 1943, þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 3) Stefán, f. 7. október 1947, á fimm börn og fjögur barnabörn. 4) Bjarni, f. 7. október 1947, á tvö börn og fimm barnabörn. 5) Ingrún, f. 3. febrúar 1949, gift Magnúsi Gíslasyni, f. 8. jan- úar 1949, þau eiga þrjú börn. 6) Sess- elja, f. 12. mars 1950, gift Jóni Kristni Jónssyni, f. 8. febrúar 1953, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. 7) Þorleifur, f. 3. júlí 1951, kvæntur Láru Arnbjörnsdóttur, f. 7. september 1954, þau eiga fjög- ur börn og tvö barnabörn. 8) Hálf- dán, f. 7. nóvember 1953. 9) Ás- geir, f. 30. október 1963, býr með Þóreyju Haraldsdóttur, f. 7. jan- úar 1966, þau eiga eitt barn. Allan sinn starfsaldur stundaði Ingólfur sjómennsku. Lengst af vann hann hjá útgerð Bjarna Ei- ríkssonar og útgerð Einars Guð- finnssonar. Seinni ár ævi sinnar reri hann á eigin trillu á meðan heilsa hans og kraftar leyfðu. Útför Ingólfs fer fram frá Hóls- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Þó að ég vissi að þú værir veikur kvaddir þú mig fyrr en ég átti von á. Þú náðir bara að vera þrjá daga heima á Bökkunum eftir að þú komst heim frá Reykjavík. Við náð- um ekki að vígja nýja baðstólinn eins og við höfðum ætlað okkur; en í hjarta mínu veit ég að þér líður vel núna. Þú efaðist sjálfur ekki um að það yrðir góð heimkoma, því eins og þú sagðir sjálfur varstu búinn að „fara hálfa leið“ fyrir þó nokkrum árum. Ég vildi óska þess að ég gæti séð þig og mömmu dansa Bóndavalsinn afturábak og áfram einu sinni enn, en í staðinn á ég minningar eins og þú brosandi að mála Rýtu í garð- inum, að hjóla á Sokka út í búð fyr- ir mömmu, og að hnýta á tauma við eldhúsgluggann og fylgjast um leið með bátunum fara í eða koma úr róðri. Ég kveð þig með söknuði, þín dóttir, Ásgerður. Vér, sem gafstu kærleiks kraftinn þinn, kvökum þakkir fyrir liðinn dag. Leiddu, drottinn, ljós í hjörtun inn, lýs upp þetta dapra sólarlag, vonarbjarma vermdu harmatárin, virstu að græða djúpu hjartasárin. (Finnbogi J. Arndal.) Elsku afi okkar lést mánudaginn 17. september í Víkinni sinni en þar undi hann hag sínum vel þar sem hann var borinn og barnfæddur. Það er komið að kveðjustund og minningarnar streyma fram. Að rifja upp komur okkar systk- inanna á bakkana til afa og ömmu kallar fram ljúfar og góðar minn- ingar. Oft var líflegt við eldhús- borðið hjá þeim, enda voru þau ein- staklega gestrisin og var þá oft mikið skrafað. Afi sat þá gjarnan við enda borðsins og sagði fátt í fyrstu en græskulaus gamanyrði lágu honum gjarnan létt á tungu og fyrr en varði hafði hann laumað að okkur einu af sínum góðu gullkorn- um sem jafnan höfðu í för með sér mikinn hlátur og gleði. Gullkornin hans afa eiga eftir að lifa með okk- ur og veita afkomendum hans ómælda gleði um alla framtíð. Hann var góður og gjafmildur með eindæmum og er okkur nú efst í huga þegar hann fór með okkur sem lítil börn inn í herbergið sitt til þess að gefa okkur suðusúkkulaði sem var hans uppáhaldsnammi. Eftir að við uxum úr grasi hafa langafabörnin hans notið þess að kíkja í skúffuna og fá mola. Já, svona munum við afa okkar, bros- andi og gjafmildan við allt og alla. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa hann hjá okkur, ekki síst nú síðustu dagana fyrir andlátið. Nú hefurðu fengið hvíldina, elsku afi okkar, eftir bar- áttu við erfiðan sjúkdóm sem lagði þig að velli. Að leiðarlokum biðjum við góðan Guð að geyma þig og vaka yfir ömmu okkar. Kveðjur vorar kærleiksvængjum á klökkvar svífa yfir gröf til þín, þangað, sem að ekkert angra má, eilíf birta drottins friðar skín. Vertu sæll, það sé vor hinsta kveðja, sálir vorar skal þín minning gleðja. (Finnbogi J. Arndal.) Helga, Gerður, Ólafur og Sif. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við kveðjum elsku afa okkar og biðjum guð að styrkja ömmu í sorg- inni. Fjóla Bjarnadóttir og Finnbogi Bjarnason og fjölskyldur. Nú þegar haustið nálgast og dag- urinn styttist kvaddi afi á Bökk- unum eftir stutt veikindi. Margs er að minnast á stundu sem slíkri. Haustið var eitt af uppáhaldstíma- bilum afa því þá komu kindurnar af fjalli og þá var nú aldeilis nóg að gera. Afi var mjög glöggur á kinda- mörk og þekkti öll mörkin í sinni sveit og gaman að vera með honum á réttinni þegar valin voru líflömb og hrútarnir skoðaðir. Þegar kjötið var komið var afi í skúrinni að salta í tunnur, eða í eldhúsinu að hnoða mör. Eitt af því síðasta sem hann spurði um var hvaða kindur hefðu skilað sér af fjalli. Afi stundaði sjómennsku alla tíð og við munum eftir honum á hverju vori að dytta að trillunni áður en sett var á flot og síðustu árin þegar hann var hættur að róa þá málaði hann Rýtuna á hverju vori og gerði allt klárt. Út um eldhúsgluggann á Bökkunum sá hann alla báta koma og fara og fylgdist vel með útgerð í sínum heimabæ. Þess á milli hnýtti hann á króka eða lagði kapal og fylgdist með hvort syði í pottunum hjá ömmu. Hann hafði mjög gaman af því að segja sögur frá því hann var yngri og allir hlustuðu af áhuga. Hann átti safn af ljósmynd- um sem hann geymdi í vindlakassa og tók fram og sýndi okkur á góð- um stundum og sagði góðar sögur við hverja mynd. Margar myndir voru frá þeim tíma sem hann og amma voru að kynnast og hann sagði okkur frá því þegar þau döns- uðu í stúkuhúsinu. Afi var nefnilega mjög góður dansari og gaman var að horfa á hann og ömmu dansa gömlu dansana. Afi ásamt nokkrum öðrum stofnaði félag um að keypt yrði harmonikka svo þeir gætu haldið ball þegar þá langaði til og þá var hóað í einhvern sem kunni að spila. Afi átti ásamt þremur öðr- um fyrsta fólksbílinn í Bolungar- vík, Studybaker, átta gata trylli- tæki, og rúntuðu þeir um þær fáu götur sem komnar voru í bæinn á þeim árum. Einn dag fyrir þó nokkrum árum ákvað afi að hætta að keyra og nafna hans þótti súrt þegar verið var að mála Smárann inni á kambi að þurfa að bera allt draslið eða keyra það í hjólbörum meðan bíllinn stóð í hlaðinu. Samt endurnýjaði hann alltaf ökuskír- teinið þegar þess þurfti. Síðustu ár- in fór afi allra ferða á hjólinu sínu, Sokka. Afi átti alltaf svör á reiðum höndum. Eitt sinn þegar hann sá ömmu útbúa kæfu sagði hann: „Gunna, seturðu lauk í kæfuna?“ Þá sagði amma: „Ég hef nú gert það í 50 ár, Ingi minn.“ Þá sagði afi: „Þá borða ég hana ekki meir.“ „Farðu ekki á stagið“ var annað sem vakti oft kátínu, en þá var afi að vara fólk við því að bakka ekki á ljósastaur fyrir framan húsið hjá þeim, sem var tekinn fyrir fjölda mörgum árum. Í náttborðsskúff- unni átti afi alltaf suðusúkkulaði sem var í miklu uppáhaldi, ásamt kjúkling, og oft var boðið á Ken- tucky þegar gömlu hjónin voru stödd í borginni. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi þú varst afi minn. (Afi minn e. Hákon Aðalsteinsson.) Í hartnær sextíu ár voru afi og amma saman og því hlýtur sökn- uðurinn að vera mikill. Elsku amma, guð veri með þér á þessari erfiðu stundu og um ókomna tíð. Nú mun stóra fjölskyldan gera allt til að draga úr söknuði þínum. Blessuð sé minning afa á Bökk- unum. Ingólfur, Ása, Ösp og Arna Þorleifsbörn. Elsku langafi. Takk fyrir allt sem þú gerðir til að gleðja okkur. Þú áttir alltaf gullpeninga í buddunni þinni handa okkur þegar við komum í heimsókn. Þú gafst okkur harðfisk og leyfðir okkur að leika okkur í bátnum þínum í garð- inum. Þú varst meira að segja byrj- aður að kenna sumum okkar að hnýta á tauma. Elsku langafi, nú ert þú orðinn engill hjá Guði og passar okkur. Þín langafabörn, Sara, Birgitta, Rafn Orri, Hrannar Ari og Hafrún. INGÓLFUR H. ÞORLEIFSSON að hlusta á þessar snældur og þær munu verða mér nærtækar hér eftir sem hingað til. Það stóð jafnan gustur geðs og gerðarþokki af Georg og hann bar sig eins og herforingi, enda hefði hann sómt sér vel sem slíkur. Marga orrustuna háði hann um dagana af einbeittum starfsvilja og frábærri elju eins og vinnufélagar hans gerst vita. Hann lagði gjörva hönd á al- hliða störf til lands og sjávar og gat sér allsstaðar góðan orðstír. Lengst og mest vann hann við múrverk og tók sveinspróf í því fagi. Dugnaður hans var undraverður og starfsþrek- ið annálað. Hann var sannkölluð hamhleypa til allra verka og hamað- ist frá morgni til kvölds. Ég hef marga menn hitt sem hafa sagt mér að þeir hafi ekki kynnst öðrum eins berserk í vinnu. Það er því í sann- leika merkilegt að hann skyldi halda sér jafnvel svo lengi sem raun hefur borið vitni. En skýringin á því er vafalaust hinn mikli lífsþróttur sem einkenndi hann alla tíð, sennilega allt frá því að hann leit þessa veröld aug- um í fyrsta sinn í þröngum húsa- kynnum foreldra sinna í Bráðræði á Skagaströnd. Bærinn sá er löngu horfinn, en hann stóð inn með sjó, rétt utan við Óseyri. Þar hjalar aldan enn við fjörusandinn og snemma hef- ur Georg vanist því hljóði og fundist það falla vel að eyrum og hjarta. En ölduniður var ekki það eina sem Georg fann og skynjaði öðrum mönnum betur. Hann var sálarlega mjög næmur fyrir öllum tónum í hljómkviðu náttúrunnar og naut þess alla tíð að fara um fjöll og dali, heiðar og strendur okkar fagra lands. Þar faðmaði hann að sér frels- ið og víðsýnið og drakk í sig allt sem fyrir augu bar. Hann hafði arnhvassa sjón og virtist sjá út í hafsauga og gegnum hóla og hæðir og nema það sem öðrum sást yfir. Athyglisgáfan var afburða sterk og vakandi og gilti einu hvort hún beindist að dýrarík- inu, jurtaríkinu, steinaríkinu eða öðru. Við gengum eitt sinn tveir sam- an á góðra vina slóðum vestur á landi. Georg beindi athygli minni að steinum og mosa og hinu og þessu er á leið okkar varð. Allt varð honum að hjartans yrkisefni í þeim efnum og þá eins og svo oft áður og síðar fann ég glöggt hversu vænt mér þótti um þennan frænda minn. Það voru hrein og bein forréttindi að fá að njóta ná- vistar hans, ekki síst í helgidómi náttúrunnar. Ég hefði sjálfsagt gengið þessa leið eins og hverja aðra ef hann hefði ekki gert ferðina að ógleymanlegu ævintýri með eftirtekt sinni og innsæi fyrir því sem um- hverfið bjó yfir. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar Georgs er minnst, en ofar öllu situr gleðin yfir því að hafa átt hann að frænda og vini. Ég hef ekki um dagana kynnst manni sem var meiri Skagstrendingur í sér. Alltaf var hann að hugsa um heill heimabæjar síns, um allt sem þar gæti orðið til framfara og velmegun- ar. Hollustan við Skagaströnd var svo sterk í allri vitund hans að það vakti aðdáun mína alla tíð. Hann elskaði Borgina og Höfðann og hvern stein og hverja þúfu í gömlu átthögunum. Og það er því í orðsins fyllstu merkingu við hæfi að hann hverfi til moldar í heimagarði sínum. Kempan mín er hnigin að velli, en minningin mun lifa um mann sem sýndi í öllu að hann var ekkert venju- legur. Söknuðurinn er mikill og erfitt verður að sætta sig við það að geta ekki heilsað upp á Georg frænda hér eftir. En það er sannfæring mín að hann hafi farið eins og hann hefði viljað fara og það er mikið huggunar- efni. Ég kveð þennan stórbrotna frænda minn og vin með sérstakri virðingu og hjartans þökk fyrir frá- bær kynni og bið honum fararheilla inn í hið óþekkta. Öllum ástvinum hans færi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og bið þeim Guðs blessunar um ókomin ár. Rúnar Kristjánsson.  Fleiri minningargreinar um Georg Rafn Hjartarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.