Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing Betri borgar Dagur virðingar BETRI borg heldurmálþing sem nefn-ist „Dagur virð- ingar“ í Ráðhúsi Reykja- víkur þriðjudaginn 25. september nk. Hefst þingið kl. 13, það er opið öllum og enginn aðgangs- eyrir. Guðrún Arna Gylfa- dóttir, verkefnisstjóri hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, hefur með fleirum annast undirbún- ing málþingsins. Hún var spurð um markmið þess. „Tilgangurinn er að koma af stað umræðu um nauðsyn þess að bera virðingu fyrir öllu fólki og sýna umburðarlyndi og skilning í umgengni hvert við annað. Við teljum þetta brýnt verkefni og vonumst til að framtakið verði til aukinnar vitundarvakningar í samfélaginu.“ – Hvað er Betri borg? „Það er samstarfshópur sem hóf störf í kjölfar funda sem Fé- lagsþjónustan í Reykjavík boðaði til vegna áhyggna af ástandi í miðborg Reykjavíkur. Hópurinn samanstendur af fulltrúm frá Rauða kross húsinu, Lögregl- unni í Reykjavík, miðborgar- starfi KFUM og K, Félags- þjónustunni í Reykjavík, Foreldrahúsinu, URKÍ, Íþrótta- og tómstundaráði, Samhjálp og Hinu húsinu. Markmið hópsins er m.a. að vekja fólk til umhugs- unar um að miðborg Reykjavík- ur er sameign okkar allra. Við viljum vinna að hugarfarsbreyt- ingu meðal Reykvíkinga sem bætir menningu og yfirbragð borgarinnar. Við lítum á okkur sem grasrótarhóp.“ – Hvað mun fara fram á mál- þingi ykkar? „Við ætlum að velta fyrir okk- ur spurningum eins og hvað er virðing? Er borin virðing fyrir okkur? Berum við virðingu fyrir öðrum? Á hverju byggjum við mannskilning okkar? Hvað mæt- ir útlendingum, búsettum á Ís- landi? Hvernig er veruleiki fatl- aðra? Á ekki að sýna unglingum virðingu? Njóta allir sömu virð- ingar eða er það eitthvað per- sónulegt?“ – Verður fjallað um þetta í er- indum eða í málstofum? „Fjallað verður um efnið í stuttum erindum. Við höfum fengið til liðs við okkur hóp fólks til að halda þessi erindi – alls tíu manns. Eva María Jónsdóttir er fundarstjóri en frummælendur eru Flosi Ólafsson, Guðmundur Andri Thorsson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Síðan munu sjö ein- staklingar segja stuttar reynslu- sögur. Á milli erinda eru tónlist- aratriði frá Tónaflokknum sem er ungt fólk sem spil- aði á götum Reykja- víkur í sumar. Við höf- um og fengið til liðs við okkur kvikmynda- gerðarkonu, Helenu Stefánsdóttur, sem mun frumsýna stutt- myndina Brot. Hún vildi gera töfrandi mynd sem myndi snerta áhorfendur og það tekst henni svo sannarlega. Brot er raunsæ mynd með ævintýraívafi og sýnir blákaldan veruleika reykvískra ungmenna. Hún sýnir einnig ein- manaleikann sem býr með svo mörgum í samfélaginu í dag þeg- ar við gleymum okkur og í hugs- unarleysi hættum að virða hvert annað og sýna hvert öðru umburðarlyndi og skilning.“ – Hefur ástandið í miðborginni lagast frá því að þessi hópur tók til starfa? „Við höfum séð breytingar bæði til hins betra og til hins verra.“ – Hvað hefur lagast? „Færri ungmenni eru á ferli á nóttunni um helgar en drykkju og skrílslátum hefur ekki linnt. Í miðborginni birtist mannlífið í „öllum regnbogans litum“, og því ættu borgarbúar að láta sig varða þróun hennar og ímynd.“ – Eruð þið með tillögur til úr- bóta? „Nei, en við störfum saman til þess að veita gagnkvæmar upp- lýsingar og til að verða hæfari til að meta ástand og aðstæður í miðborg Reykjavíkur. Framund- an hjá okkur er að vinna tillögur að hvað megi gera en þær eru á frumstigi. Þetta málþing er liður í því starfi að fjalla um þetta málefni.“ – Hvað með löggæslu – ætlið þið að koma með tillögur um að auka hana? „Það hefur ekki verið rætt í hópnum en við viljum frekar finna leiðir til að nýta þann liðs- afla sem til er á sem bestan hátt.“ – Getur hinn almenni borgari gert meira til að laga ástandið? „Við viljum sjá fleira fullorðið og ódrukkið fólk í miðbænum. Einnig að foreldrar virði útivist- arreglur ungmenna.“ – Eru nægileg úrræði fyrir ungt fólk sem lendir í blindgötu? „Nei, úrræðin eru ekki nógu góð og því þurfum við að efla for- varnir til að fækka þeim sem lenda í vanda.“ – Hvar á að vinna það forvarnarstarf? „Við lítum svo á að með sam- starfi náum við bestum árangri, þar sem félög og stofnanir vinna saman að sama markmiði. Með samráði eins og við höfum í Betri borg sjáum við betur hvar pottur er brotinn og getum því bætt hvert öðru upp það sem á vantar í þekkingu og reynslu. Það er líka auðveldara að þróa forvarnarstarfið í slíkri sam- vinnu og höfum við verið ófeimin við það. Það er mikilvægt að geta unnið fordómalaust saman.“ Guðrún Arna Gylfadóttir  Guðrún Arna Gylfadóttir fæddist 22. febrúar 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1990 og stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands 1991 til 1994. Hún hefur starfað hjá Íþrótta- og tómstundaráði um árabil og er nú verkefnisstjóri þar. Það er mik- ilvægt að geta unnið fordómalaust saman Það verður bara að salta þetta líka, það er hvergi hægt að stinga í samband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.