Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 18
UNGA sem aldna dreif að þegar Fljótshlíðingar réttuðu fyrr í vik- unni. Frí var gefið í Fljótshlíðarskóla til að börnin gætu fylgst með, lært og aðstoðað við að draga í dilka. Börn af leikskólanum Örk á Hvols- velli komu til réttanna og ein- hverjir heimilismenn af elliheim- ilinu Kirkjuhvoli. Um 2.000 fjár voru í réttunum og töldu bændur heimtur sínar góðar af fjalli, féð vænt og fallþungi vænt- anlega í betra lagi eftir milt sumar. Ennþá hafa réttir dulið aðdrátt- arafl. Réttað í Fljótshlíð Breiðabólstaður í Fljótshlíð Morgunblaðið/Önundur S. Björnsson Sumir voru tæpast komnir á legg en samt mættir í réttir. Guðjón Stein- arsson, bóndi á Tjaldhólum, með annan tvíburasona sinna. ALLS veiddust 426 hreindýr á nýaf- stöðnu hreindýraveiðitímabili. Heimilt var að veiða 446 dýr á níu svæðum á Austurlandi, þar af 214 kýr og 232 tarfa. Á átta svæðum veiddist upp í leyfðan kvóta en á því níunda, í Hornafirði, veiddust 8 hreindýr af 28 sem leyfilegt var að fella. Stærsta hreindýrið á veiði- tímabilinu var tarfur, 111,3 kg að fallþunga, sem Ólafur E. Jóhanns- son felldi í Grjótárdrögum á svo- nefndum Múla. Veiðitímabilið stóð yfir frá 1. ágúst til 15. september og gekk veiðin mun betur en í fyrra, þegar felld voru 338 dýr af 413 dýra kvóta. Ólafur E. Jóhannsson með stærsta hreindýr veiðitímabilsins. 426 hreindýr veiddust í ár LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGUR milli bæjar- stjórnar Árborgar og Selóss hf. um byggingu nýs fjögurra deilda leikskóla var undirritað- ur í Ráðhúsi Árborgar nýlega. Leikskólinn mun rísa á frá- teknu byggingarsvæði í Foss- landi á Selfossi og gert ráð fyr- ir að hann verði tekinn í notkun um 1. júlí 2002. Grunnflötur byggingarinnar er 639,8 fer- metrar og nemur samnings- fjárhæðin um bygginguna 108,6 milljónum króna og nær til fullgerðs húss með öllum innréttingum og föstum búnaði ásamt fullfrágenginni lóð með leiktækjum. Við gerð fjárhagsáætlunar Árborgar fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir byggingu fjög- urra deilda leikskóla á Selfossi en verulegir biðlistar hafa ver- ið eftir leikskólaplássi. Ingunn Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs, sagði við undirritun verksamningsins að þess væri vænst að biðlistar hyrfu með nýja leikskólanum en 98 börn geta verið þar samtímis. Nokkur umræða var um staðsetningu nýja leikskólans og eftir tillögu skipulagsfræð- ings var hún ákveðin í Foss- landi. Um mitt næsta ár verður einn leikskólinn á Selfossi, Ár- bær á Kirkjuvegi 3, lagður nið- ur og flyst öll starfsemi þess leikskóla og starfsfólk í nýja skólann sem mun bera heitið Árbær. Leikskólinn var boðinn út í alútboði um miðjan júlí og bár- ust tilboð frá tíu aðilum. Sér- stök matsnefnd skipuð þremur sérfræðingum yfirfór tillögurn- ar og flokkaði þær skv. ákveðn- um reglum. Niðurstöður mats- nefndar voru teknar fyrir á fundi byggingarnefndar 4. sept. síðastliðinn og samþykkt að taka upp skýringarviðræður við Selós ehf. á Selfossi. Í slíkum viðræðum felst að verkkaupi kannar hvort bjóð- andi geti komið til móts við óskir um breytingar á innra skipulagi á grundvelli óbreyttra forsendna í útboðs- gögnum innan ramma heildar- stærðar byggingarinnar skv. tilboðinu og m.v. óbreytt til- boðsverð. Nýr leik- skóli byggður á Selfossi Selfoss Jökuldalur USVS opnar heimasíðu Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þorgerður Einarsdóttir og Sig- mar Helgason opna heimasíðu ungmennasambandsins. UNGMENNASAMBAND Vestur- Skaftafellssýslu hefur opnað heima- síðu á veraldarvefnum usvs.is . Við opnunina sagði Þorgerður Einars- dóttir, framkvæmdastjóri USVS, að með tilkomu heimasíðunnar væri hægt að koma öllum upplýsingum sem þarf um starfsemi sambandsins til félagsmanna aðildarfélagann á svæðinu, einnig sé á síðunni mikill fróðleikur um starfsemi sambands- ins frá upphafi þess, en það var fyrst stofnað 1948 og síðan endurreist 1970. Aðildarfélög USVS eru nú níu. BVT í Vík sá um að útbúa heimasíð- una sem er vel heppnuð. Vík VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson FRIÐRIK Pálsson, stjórnarfor- maður Landssíma Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að nið- urstaðan í hlutafjárútboði Símans hefði komið sér nokkuð á óvart, en eftir umræðu síðustu daga hefði hann þó jafnvel ekki átt von á því að þátttakan í útboðinu yrði mjög mikil. „Ég átti von á því að lífeyrissjóð- irnir kæmu talsvert að þessu máli þótt þeir myndu kannski ekki nýta sér hámarkshluta sinn að öllu leyti. Hins vegar er það svo að þegar einhver vill selja eitthvað og kaup- andi kemur að máli þá verða menn jú að ná einhvers konar samstöðu um verð. En af því að það var ekki um það að ræða í þessu tilfelli að menn fengju að bjóða lægra en 5,75, þá er augljóst að niðurstaða lífeyrissjóðanna hefur verið sú að verðið væri óþarflega hátt eða tímasetningin röng,“ sagði Friðrik. Þátttaka starfsmanna í útboðinu ánægjuleg Hann sagði þátttöku starfs- manna Landssímans í útboðinu hins vegar vera mjög ánægjulega, en rúmlega 600 starfsmenn hefðu skrifað sig fyrir hlut. Þeir hefðu vissulega haft betri kjör en al- menningur en engu að síður sýndi þetta að starfsmennirnir mætu fé- lagið mikils og skynjuðu traust þess og styrk. „Sjálfur hef ég náð að kynnast þessu félagi mjög vel síðastliðin ár og ég hef gríðarlega trú á félaginu og framtíð þess. En auðvitað má segja að þessi tímasetning núna hafi snúist upp í það að vera eins óheppileg eins og hægt er að hugsa sér miðað við allt sem hefur verið að gerast á erlendum mörkuðum hvað varðar símafélög jafnvel síðan í vor, svo maður tali nú ekki um ósköpin síðustu daga,“ sagði hann. Friðrik sagði aðspurður hvort ekki hefði verið rétt að fresta út- boðinu í ljósi þess að það væri ekki hans að tjá sig um það. „Það eru aðrir sem ráða því og það má auðvitað hafa margar skoðanir á því. Ég býst hins vegar við að það sé erfitt að finna traustara ís- lenskt félag til þess að bjóða bæði stofnanafjárfestum og einstakling- um að kaupa í, ef menn á annað borð vilja eitthvað vera að sinna kaupum á hlutabréfum á þessum viðsjárverðu tímum. En allt kom fyrir ekki,“ sagði Friðrik. Spennandi leit að kjölfestufjárfesti framundan Friðrik sagði það skipta veru- legu máli að einkavæðing Símans væri hafin þótt niðurstaðan í út- boðinu væri langt frá því sem menn hefðu vonast til. Næstu vikur og mánuði yrði unnið að frekari sölu á hlutabréfum og sú vinna sem framundan væri við að leita að kjölfestufjárfesti hlyti að verða mjög spennandi. „Þó að einstaklingar og stofn- anafjárfestar eins og lífeyrissjóð- irnir hér hafi metið þetta verð of hátt þá er enginn sem segir að kjölfestufjárfestir, sem jafnframt er að tryggja sér stjórnunarlegan meirihluta í félaginu, sé ekki tilbú- inn til að greiða þetta verð. Reynslan sýnir að menn eru til- búnir til að greiða hærra verð fyrir ráðandi hlut í félagi heldur en al- mennur fjárfestir gerir. Þess vegna held ég að það verði mjög spenn- andi að fylgjast með því á næstu vikum og mánuðum hvernig sú vinna gengur,“ sagði Friðrik Páls- son. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Landssíma Íslands Niðurstaðan kom nokkuð á óvart Friðrik Pálsson FRESTUR til að skila inn þátt- tökutilkynningum í kjölfestufjár- festahluta sölu Landssíma Íslands hf. rennur út á mánudag. Sam- kvæmt tilkynningu sem birtist á Verðbréfaþingi Íslands í gær hafa nú þegar borist tvær tilkynningar í kjölfestufjárfestahluta. Báðir þeir aðilar sem um ræðir eru mjög öfl- ug símafyrirtæki í Vestur-Evrópu. Von er á þátttökutilkynningum frá fleiri aðilum, bæði öflugum síma- fyrirtækjum og fjárfestingasjóðum sem sérhæfa sig í fjarskiptatækni. Ekki er hægt að greina frá á þessu stigi hvaða aðila er um að ræða. Þátttökutilkynningarnar tryggja ekki að samningar náist. Að sögn Finns Sveinbjörnsson- ar, framkvæmdastjóra Verðbréfa- þings Íslands, kallaði þingið eftir þessum upplýsingum eftir frétt Ríkissjónvarpsins á fimmtudag, þar sem haft var eftir ónafn- greindum heimildarmanni að tveir erlendir aðilar hefðu þegar lýst yf- ir áhuga á að koma sem kjölfestu- fjárfestar inn í Landssímann. Finnur segir það hafa verið mat Verðbréfaþings að þar væru komnar fram upplýsingar sem gætu haft áhrif á verðmyndun á hlutabréfum Landssímans og áhuga á útboðinu. Því var talið eðlilegt að þessar upplýsingar yrðu gerðar opinberar með sama hætti og útboðs- og skráningarlýs- ing. Finnur segir að samkvæmt reglum Verðbréfaþingsins eigi þeir sem standa að útboði að halda sig við þær upplýsingar sem fram koma í útboðs- og skráningarlýs- ingu. Komi hinsvegar fram upplýs- ingar á útboðstímabilinu, sem hefðu átt að vera í útboðs- og skráningarlýsingunni, þá beri við- komandi aðilum að koma upplýs- ingum á framfæri með því að gefa út viðauka við lýsinguna. „Það var mat þingsins að fyrst að þarna komu fram upplýsingar sem skiptu máli, þá væri eðlilegt að kalla eftir þeim og þær staðfestar með því að gefa út þennan viðauka,“ segir Finnur. Tveir kjölfestu- fjárfestar hafa sýnt áhuga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.