Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 52
EIN þeirra mynda sem var ínáðinni hjá þýskum gagn-rýnendum á Berlinalefyrr á þessu ári var nýj- asta mynd Michaels Winterbottoms, The Claim. Þetta er langt frá því að vera fyrsta mynd hins fertuga Breta sem boðið er til samkeppni á stórri kvikmyndahátíð. Winterbottom á þegar að baki myndir á borð við Butterfly Kiss (1994) með William Hurt, Welcome To Sarajevo sem var í samkeppninni í Cannes 1996, I Want You (1997) sem keppti um Björninn á Berlinale og árið 1999 var hann aftur í Cannes með Wonder- land. Á blaðamannafundi sem fylgdi í kjölfar frumsýningar The Claim mætti leikstjórinn með kvikmynda- tökumanni sínum, Þjóðverjanum Alwin Kuchler, en stjörnur á borð við Nastössju Kinski, Millu Jovovich og hinn 23 ára Wes Bentley (American Beauty) voru fjarverandi. Erfið fæðing Bandarískur blaðamaður varpar fram fyrstu spurningunni og pikkar svar hins sjarmerandi Breta jafn óð- um inn í fartölvuna: „Það eru um það bil sex ár frá því að við byrjuðum að vinna að þessu handriti og það mun- aði litlu að við byrjuðum tökur fyrir þremur árum. Við vorum byrjaðir á sviðsmyndinni en urðum að fresta tökum þegar stuðningsaðilar drógu sig til baka.“ Á þessu langa tímabili komu ýmsir leikarar til tals, t.d. Madonna og Robert De Niro. Wint- erbottom gerði því tvær aðrar mynd- ir áður en honum tókst að fjármagna The Claim sem byggist á The Mayor of Casterbridge (1886). Þetta er önn- ur mynd leikstjórans sem gerð er eftir skáldsögu Bretans Thomas Hardys, en áður hafði hann gert Jude (1995) með Kate Winslet í aðal- hlutverki. Winterbottom færði hið upphaflega sögusvið Hardys frá Casterbridge til fjallabæjarins King- dom Come á tímum gullæðisins þeg- ar Kalifornía var „síðasta villta vestrið“. Vinnutitill myndarinnar var upphaflega nafn bæjarins en honum var breytt í The Claim til að koma í veg fyrir að myndinni yrði ruglað saman við nýja mynd Whoopi Gold- berg sem ber titilinn Kingdom Come. Græðgi, gull og glæsikvendi Gullæðið á miðri 19. öld hafði í för með sér einhverja mestu mannflutn- inga sögunnar. Hálf milljón fluttist þá frá öllum heimshornum til Kali- forníu í leit að gulli. Myndin hefst ár- ið 1867, tveimur áratugum eftir að gullæðið náði hámarki sínu. Daniel Dillon, leikinn af Peter Mullen (My Name is Joe, Braveheart, Train- spotting), er landnemi sem storkaði hinu óblíða vetrarlandslagi í fjalla- keðjunni Sierra Nevada datt í lukku- pottinn og varð vellauðugur. Hann er nú konungur fjallabæjarins King- dom Come þar sem hann er eigandi bankans, námunnar, hótelsins og áfengisverslunarinnar. Hann er jafn- framt elskhugi hinnar glæsilegu Luciu sem rekur vændishúsið og leikin er af Jovovich sem er þekkt fyrir að hafa leikið hálf guðlegar ver- ur í The Fifth Element og The Mess- enger: The Story Of Joan Of Arc. Hinn óheflaði metnaður og ótak- markaða græðgi sem kom Dillon á toppinn á sér þó skuggahlið sem kemur aftur upp á yfirborðið með komu þriggja aðkomumanna. Einn þeirra er Dalglish (Bentley), sem hefur eftirlit með framlengingu Central Pacific járnbrautarinnar í gegnum Kingdom Come. Hin myrka fortíð sem verður hinum volduga Dillon að falli fylgir komu hinnar fal- legu Hope, leikin af Sörah Polley (eXistenZ, No Such Thing), og veikr- ar pólskrar móður hennar (Kinski). Upptökur í 30 stiga frosti Þótt Winterbottom hafi gert fjölda ólíkra mynda áttu fæstir von á mynd um ameríska vestrið. The Claim er hins vegar óhefðbundinn vestri. Bandarískur blaðamaður spyr leik- stjórann hvað hafi orðið til þess að hann ákvað að gera mynd um gull- grafara: „Mig langaði til að gera eitt- hvað um þessa landnema sem komu frá Bandaríkjunum, Evrópu, Ástral- íu og Kína. Smám saman komust við að því að gullæðið væri rétta tímabil- ið. Það eiga sér stað ákveðin kyn- slóðaskipti frá tímum gullæðisins og fram að byggingu járnbrautakerfis- ins 20 árum síðar. Þannig tvinnast brot úr sögu Bandaríkjanna saman við sögu nokkurra einstaklinga.“ Í framhaldi af því tekur þýski kvikmyndatökumaðurinn við: „Þeg- ar ég las handritið og kynnti mér sögusviðið varð mér ljóst að þetta yrði mikil áskorun. Það eitt að smíða bæinn tók fjóra til fimm mánuði og við urðum að klára verkið áður en kuldinn yrði of mikill. Hitastigið var öfgakennt, 30 mínusgráður, og stundum hætti kvikmyndavélin að virka. Það var mikið álag fyrir líkam- ann að vinna í fjöllunum í þessum kulda.“ Winterbottom heldur áfram: „Margir af þeim stöðum sem við skoðuðum á þessu svæði voru of erf- iðir til að við gætum starfað þar þrátt fyrir þann búnað sem við nútíma- menn höfum aðgang að. Það má því ímynda sér hversu erfitt hefur verið fyrir fólk að búa þarna á sínum tíma. Fólk varð að taka gífurlega áhættu og margir dóu áður en þeir komust á áfangastað.“ Gerir það sem hann langar „Við stunduðum talsverðar rann- sóknir á þessu tímabili,“ segir Kuchl- er á ensku og skiptir síðan yfir í þýsku: „Við vorum með talsvert af gömlum svart/hvítum myndum sem sýna andlit sem eru mótuð af að- stæðunum sem fólkið bjó við og reyndum eftir bestu getu að ná þessu fram að hætti heimildarmyndar. Fyrir tökurnar í Rocky Mountains völdum við svæði þar sem vindur er talsvert mikill og veðrið fljótt að breytast frá því að vera ofsafengið yfir í heiðbláan himin.“ Winter- bottom er þá spurður hvernig leik- ararnir hafi brugðist við slíkum vinnuaðstæðum: „Leikararnir vissu að tökurnar ættu að fara fram í 7000 feta hæð og að myndin fjallaði um landnema sem bjuggu við erfiðar að- stæður. Þetta var mjög erfitt og eitt sinn þurfti að fara með Peter Mullan á sjúkrahús. En á sama tíma var landslagið stórkostlegt og leikararn- ir voru ánægðir þegar upp var stað- ið.“ Aðspurður um þá staðreynd að kvikmyndagagnrýnendur hafi oft tekið myndum Winterbottoms betur en bíógestir svarar Winterbottom: „Þegar maður er með sögu sem mann langar að gera gerir maður hana. Það sem gerist eftir það er ekki í þínum höndum. Þú getur ekki þvingað fólk til að heillast af mynd- unum þínum. Þú verður að læra að sleppa myndinni lausri. Ég geri þær myndir sem mig langar til að gera og á meðan ég kemst upp með það mun ég halda því áfram.“ Mynd um Manchester-senuna Að lokum er leikstjórinn spurður um næsta verkefni: „Myndin sem ég er að vinna að núna nefnist 24 Hour Party People. Hún fjallar um hljóm- sveitir í Manchester og Tony nokk- urn sem rak plötufyrirtækið Factory Records þar í borg á árunum 1976 til 1992. Á sínum snærum hafði hann hljómsveitir á borð við Joy Division, New Order og Happy Mondays og var fyrstur til að koma pönkhljóm- sveitum í sjónvarp á Bretlandi.“ Það þarf því enginn að hafa áhyggjur af því að Winterbottom festist í vestr- unum frekar en öðru sem hann hefur verið að gera fram til þessa. Kvikmyndin The Claim kom út á myndbandi í vikunni Það tók Michael Wint- erbottom 6 ár að koma myndinni The Claim á hvíta tjaldið. Davíð Kristinsson hitti hann og samstarfsmenn í Berlín og komst að því hvernig var að taka upp í 30 stiga frosti. Reuters Michael Winter- bottom, leikstjóri The Claim. Sarah Polley leikur eitt aðal- hlutverk- anna í The Claim. Græðgi á tímum gullæðis FÓLK Í FRÉTTUM 52 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÉR fannst Stone Temple Pilots aldrei fá þá virðingu sem þeir áttu skilda er gruggið stóð sem hæst. Ókei, ég veit að stundum hljómuðu þeir eins og þriðja flokks samhrær- ingur af Pearl Jam, Nirvana og [bæt- ið við eftir smekk]. En ef plöturnar þeirra eru skoðaðar nánar er vel hægt að greina að hér voru ekki leiðitamir gróðapungar á ferð. Heildaráferð eða samfelldni eru orð sem jafnan hafa verið fjarri Stone Temple Pil- ots. Plöturnar hafa öllu heldur verið fjölskrúðug laga- söfn, með bæði frá- bærum, ekkert sérstökum og líka „allt þar á milli“ lögum. En bless- unarlega hefur aldrei verið pláss fyr- ir flatneskju eða meðalmennsku. Á þessari plötu heldur sveitin þessu striki, og það með nokkurri reisn. Það er uppfyllingarefni hérna en líka stórgóðir og melódískir „smellir“ og þrusurokkarar. Hér er líka nægilega mikið af óvæntum hlið- ar- og víxlsporum til að gera end- urteknar hlustanir þess virði. Platan hallar þó svolítið undir flatt á enda- sprettinum og það dregur hana nið- ur. Shangri-La Dee Da er langt í frá meistaraverk en hún rokkar vel og örugglega og er svalandi sem slík. Fín plata og um leið líka þokkaleg- asta afrek, ef litið er til þyrnum stráðrar sögu Stone Temple Pilots.  Tónlist Hofið heldur Stone Temple Pilots Shangri-La Dee Da Atlantic Fimmta plata Scott Weiland og félaga. Þeir eru bara seigir karlarnir. Arnar Eggert Thoroddsen KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar FRUMSÝNING Fö 28. sept kl. 20 - UPPSELT 2. sýn su 30. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 3. sýn fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýn fö 5. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI 5. sýn lau 13. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 29. sept. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 6. okt, kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Fi 27. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 29. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 30. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Munið áskriftarkortin, leiksýningar og ýmis fríðindi að auki. VERTU MEÐ Í VETUR!!! Matseðill Rjómabætt humarsúpa Fylltar kálfasneiðar með koníakmöndluosti og villisveppasósu Súkkulaðimousse Grand Marnier Kr.3900.- Verið velkomin Töfraflautan  -   $$ &  ./  $    $0 &  ./  0    $/ &  ./  1    0% &  .2  3    4    ./  4    2    ./ 2    .0    ./ 5    .1    .2 6&)    .3./               +)   .%./    ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200           !"# $    %&'() ()*+(, 7   $$8/ -../0  $08/ -../01  $58/ 23/4 0 -/1 48.% (55-/40 -/6 7 "8"""  !9 %  9 $/8/ -../0  0%8/ 23/40 -/1   18.% :6/;((,6        8 !  # <'= 7   $$8/       =8  = ## 8 78 $ >?? @'+ '"0A -  $28/ (55-/40 -/  $/8/ (55-/40 -/  0%8/ Miðasalan er opin frá kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga, aðra daga kl. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20. lau. 22/9, sun. 23/9, lau 29/9 aukasýning Aðeins þessar sýningar. Miðasala er í síma 552 3000, virka daga kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýningu. Opið er í Loftkastalanum sam- kvæmt fyrrgreindum tíma.                                  !"#$%&$"'(##)*'(!#)+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.