Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra átti fund með forsvarsmönnum Flugleiða í gær þar sem rætt var um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í flugrekstri og ferðaþjónustu í kjöl- far hryðjuverkanna í Bandaríkjun- um. Sturla sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn að Flugleiðir væru í miklu og hættulegu ölduróti. Ekki hefði hins vegar verið tekin af- staða til þess hvort ríkið komi félag- inu til aðstoðar. Engin áform um beinan stuðn- ing ríkisins á þessari stundu Sturla sagði að engin áform væru uppi um beinan stuðning ríkisins á þessari stundu. Aðspurður sagði hann hins vegar að aðstæður sem ógnuðu samgöngum við landið hlytu að réttlæta að stjórnvöld gripu til að- gerða. Sturla sagði að áður en hryðjuver- kaárásirnar áttu sér stað í Bandaríkj- unum hefði allt bent til þess að Flug- leiðir væru á réttri leið og ferða- þjónustan í jafnvægi. ,,En félagið er lítið á hinum alþjóðlega markaði, þannig að það hlýtur að hafa mikil áhrif, ef eftirspurn eftir flugi dregst mikið saman. Við verðum því að gera okkur alveg ljóst að félagið er í miklu og hættulegu ölduróti og við Íslend- ingar þurfum að átta okkur á því að við eigum mjög mikið undir Flugleið- um og þurfum að bregðast við í því ljósi,“ sagði hann. Allt reynt til að tryggja sam- göngur við landið ,,Við töldum nauðsynlegt að fara yfir stöðuna með forsvarsmönnum Flugleiða,“ sagði Sturla. ,,Þessi al- varlega staða hefur auðvitað áhrif á flugfélögin, og þá fyrst og fremst Flugleiðir, vegna flutninganna að og frá landinu og á milli Evrópu og Am- eríku. Sömuleiðis hefur þessi staða mikil áhrif nú þegar á ferðaþjón- ustuna almennt í landinu og ég taldi nauðsynlegt að fara yfir þetta með forsvarsmönnum félagsins og meta hvað væri framundan í þeim tilgangi að reyna allt sem hægt er til þess að tryggja samgöngur við landið,“ sagði samgönguráðherra. Aðspurður hvort ríkisstuðningur við félagið kæmi til greina, sagði Sturla að ekki hefði verið tekin af- staða til þess máls. ,,Stjórnvöld munu auðvitað beita sér fyrir þeim aðgerð- um sem við teljum nauðsynlegar en það er ekki á þessi stigi uppi nein áform um beina ríkisstyrki. Engu að síður er málið til skoðunar og við munum taka á því með þeim almenna hætti sem við teljum eðlilegt. Á þess- ari stundu er ekki hægt að segja neitt fyrir um það hvernig stjórnvöld geta komið að málinu og tekið höndum saman við þessi félög,“ sagði hann. Samgönguráðherra kveðst gera ráð fyrir að eiga líka fundi með for- svarsmönnum flugfélagsins Atlanta og fara yfir stöðuna með þeim með svipuðum hætti og gert hefði verið með stjórnendum Flugleiða. Tillögur um aðgerðir Flugleiða tilbúnar í lok næstu viku ,,Við fórum sameiginlega yfir stöðu mála eftir hryðjuverkin í Bandaríkj- unum og greindum samgönguráð- herra frá því hvaða áhrif þessir at- burðir hefðu á rekstur Flugleiða í dag og til framtíðar litið eins og við met- um það,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, eftir fundinn. Engar viðræður um stuðning stjórnvalda við félagið ,,Við erum ekki komnir með end- anlegar tillögur um til hvaða ráðstaf- ana við munum grípa, en það er aug- ljóst að við þurfum að grípa til ákveðinna ráðstafana. Við vonumst til þess að geta verið komnir með endanlegar tillögur um það í lok næstu viku,“ sagði Sigurður. Að sögn hans var ekki rætt um stuðning af hálfu hins opinbera við fé- lagið. ,,Við vorum fyrst og fremst að ræða um flugsamgöngur milli Íslands og annarra landa og um ferðaþjón- ustuna á Íslandi. Við fórum ekki í neinar viðræður varðandi stuðning stjórnvalda við Flugleiðir,“ segir hann. Sigurður sagði að afleiðingar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjun- um hefðu augljóslega töluverð nei- kvæð áhrif á flugsamgöngur og ferðaþjónustu á Íslandi. Fram kom fyrir nokkrum dögum að áætlað tap Flugleiða vegna röskunar á flugi fyrstu dagana eftir hryðjuverkin á meðan flug lá niðri til Bandaríkjanna nemi um 100 milljónum kr. en nú er orðið ljóst að afleiðingarnar á rekst- urinn verða töluvert meiri til lengri og skemmri tíma, að mati forsvars- manna Flugleiða. ,,Við sjáum að þetta skekkir enn- frekar afkomu Flugleiða frá því að flugið byrjaði aftur. Við höfum séð töluvert brottfall á farþegum og bók- anir eru ekki að bæta það upp,“ sagði Sigurður. ,,Ég held að við verðum að búast við áframhaldandi minni ferðalögum en við sjáum ekki ennþá fyrir hvað það mun standa yfir í langan tíma. Það fer nokkuð eftir því hver at- burðarásin verður næstu dagana,“ sagði hann ennfremur. Fækkun ferða og áfangastaða til skoðunar Flugleiðir vinna nú að heildarend- urskoðun á starfsemi Flugleiða, framboði á ferðum á milli Íslands og annarra landa í vetur og hvaða áhrif það hefur á ferðaþjónustuna á Ís- landi. Að sögn Sigurðar er m.a. verið að fara yfir hvort ástæða sé til að draga úr ferðum ,,og jafnvel að fækka áfangastöðum, en við erum ekki komnir með neinar endanlegar tillög- ur um það,“ sagði hann. Skv. milliuppgjöri Flugleiða í sein- asta mánuði versnaði afkoma félags- ins á fyrri helmingi ársins og koll- varpa atburðirnir í Bandaríkjunum nú öllum áætlunum um batnandi af- komu. Aðspurður hversu alvarleg staða Flugleiða væri sagði Sigurður að meira tap hefði verið á rekstrinum á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tíma á undanförnum tveimur árum. ,,Okkur gekk ágætlega í júlí og ágúst og sáum fram á það í byrjun september, áður en þessar hörmung- ar dundu yfir, að það var góður gang- ur í bókunum. Töluvert mikið var bókað á ráðstefnur á Íslandi og víðar í bókunarkerfi Flugleiða. Við vorum því orðin hæfilega bjartsýn á að við værum að ná ákveðnum árangri, en þessi ósköp sem hafa dunið yfir síð- ustu tíu dagana kollvarpa því öllu,“ sagði hann. Að sögn hans munu forsvarsmenn félagsins vera í mjög nánu samráði við samgönguyfirvöld á næstunni í tengslum við þær ráðstafanir sem gripið verður til. Einhver fækkun starfsmanna óhjákvæmileg Í opnu bréfi forstjóra Flugleiða til starfsfólks félagsins í gær kemur fram að félagið muni á næstu vikum grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum af at- burðunum vestanhafs. ,,Engu að síð- ur er ljóst að um verður að ræða ein- hverja fækkun ferða í áætlunarflugi í vetur frá því sem ætlað var. Flug- reksturinn er grundvöllur tekjuöfl- unar félagsins. Samdráttur í flugi leiðir því óhjákvæmilega af sér ein- hverja fækkun starfsmanna. Við munum kappkosta að halda slíkum samdrætti í lágmarki og vinnum að því alla næstu viku. Föstudaginn 28. september greinir félagið síðan frá aðgerðum til að mæta neikvæðum áhrifum hryðjuverkanna vestanhafs á starfsemina,“ segir m.a. í bréfinu. Samgönguráðherra átti fund með forsvarsmönnum Flugleiða í gær Félagið í miklu ölduróti Morgunblaðið/Ásdís Forsvarsmenn Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri og Steinn Logi Björnsson, áttu fund með Sturlu Böðv- arssyni samgönguráðherra, Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra og Jóni Birgi Jónssyni ráðuneytisstjóra í Þjóð- menningarhúsinu í gær. omfr@mbl.is BORGARSTJÓRINN í Reykjavík og bæjarstjórarnir í Hafnarfirði og Garðabæ undirrituðu í gær nýjan samning um framtíðarfyrirkomulag hitaveitu í Hafnarfirði og Garðabæ. Með samningnum eru Hafnar- fjörður og Garðabær orðnir með- eigendur borgarinnar í Orkuveitu Reykjavíkur. Í fréttatilkynningu frá borgar- stjóra Reykjavíkur og bæjarstjórn- um Hafnarfjarðar og Garðabæjar segir að réttur bæjarfélaganna til hlutdeildar í hagnaði Hitaveitu Reykjavíkur falli niður en í stað þess kemur hlutdeild í arð- greiðslum Orkuveitunnar í sam- ræmi við eignarhluta. Hafnarfjörð- ur eignast þannig 1% í Orkuveitu Reykjavíkur en Garðabær 0,5%. Samningurinn felur einnig í sér að Reykjavíkurborg hefur ekki lengur ótímabundið einkaleyfi til dreifingar og sölu á heitu vatni í bæjarfélögunum. Einkaleyfið er þó samkvæmt samningnum uppsegjan- legt með fimmtán ára fyrirvara. Með samningnum er leiddur til lykta ágreiningur sveitarfélaganna um túlkun eldri samninga og í fréttatilkynningu segir orðrétt: „Það er von og trú samningsaðila að Orkuveita Reykjavíkur verði áfram öflugur þátttakandi í upp- byggingu og framförum í sveitar- félögunum sem kappkosti að veita íbúum þeirra góða og hagkvæma þjónustu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Við undirritun samningsins. F.v. Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Hafnarfjörður og Garðabær Meðeigendur í Orku- veitu Reykjavíkur MAGNÚS Þorsteinsson, tónlistar- maður og skipuleggjandi tónleika í Borgarleikhúsinu á miðvikudags- kvöld, þar sem sýnt var ólöglegt klámefni undir leik einnar hljóm- sveitar, sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær harma atburðinn. Hann sagðist í samtalinu vera leigu- taki tónleikahúsnæðisins og þar með ábyrgur fyrir efninu, í ljósi þess að Borgarleikhúsið segir í yfirlýsingu sinni að leigutaki sé ábyrgur fyrir efni í útleigðu húsnæði leikhússins. Magnús sagði umrædda mynd hafa verið sýnda án samráðs við sig og að hann hefði alls ekki vitað að ábyrgð- armaður myndefnisins, sem mun vera farinn af landi brott, hefði ætlað að sýna eins gróft klámefni og raunin varð. Hin ólöglega klámmynd flokkast undir svokallað dýraklám, en sam- kvæmt almennum hegningarlögum varðar það allt að 6 mánaða fangelsi að sýna klámmyndir opinberlega. Myndin mun hafa verið sýnd á 8 mm kvikmyndavél í nokkrar mínútur áð- ur en sýning hennar var stöðvuð. Einstakur afglapaháttur Morgunblaðinu barst yfirlýsing frá Borgarleikhúsinu í gær vegna máls- ins og segir þar: „Borgarleikhúsið er lánað og leigt til ýmissa uppákoma og hefur það ekki verið vani að ritskoða það sem þar fer fram enda efnið á ábyrgð viðkomandi leigutaka og talið sjálfsagt og eðlilegt að siðgæðis sé gætt og landslögum fylgt. Miðvikudaginn 19. september voru haldnir tónleikar á Litla sviði leik- hússins á vegum Magnúsar Þor- steinssonar tónlistarmanns. Þrjár efnilegar hljómsveitir komu þar fram og myndum eftir myndlistarmanninn Sigursson var varpað á vegg. Fyrst var frumsýnd ný stuttmynd, en seint um kvöldið mun einstaklega ógeð- felldu myndefni hafa verið varpað á vegg fyrir ofan sviðið þar sem ein hljómsveitanna var að spila. Efnið var sýnt í nokkrar mínútur áður en upp komst og stöðvaði tónleikahald- ari sýninguna samstundis. Borgarleikhúsið harmar þessi ósköp. Við vonum að slíkur afglapa- háttur sé einsdæmi sem endurtaki sig aldrei, og að við getum haldið áfram að fá fólk til liðs við okkur til þess að skipuleggja fjölbreyttar uppákomur í húsinu. Málið er til meðhöndlunar hjá lög- mönnum Borgarleikhússins.“ Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík hefur ekki borist kæra til hennar vegna atburðarins. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yf- irlögregluþjóns hjá rannsóknardeild, er ekki sjálfgefið að lögreglan hefji rannsókn á málinu að eigin frum- kvæði en lögreglan bregst við öllum kærum sem henni berast. Engin kæra borist lögreglu Leigutaki ábyrgur TÆPLEGA fimmtugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Vestfjarða í gær fyrir líkamsárás og þjófnað á Ísafirði í janúar 1999 og þjófnað í Rúmfatalag- ernum í Kópavogi fyrr á þessu ári. Auk þess að veita fórnarlambi sínu áverka þótti sannað að hann hefði við sama tilefni stolið kvenmannsleður- jakka og tveimur gylltum kven- mannsarmbandsúrum í eigu sam- býliskonu þess. Þá viðurkenndi hann þjófnað á tveimur flíspeysum og úlpu, samtals að verðmæti 5.970 krónur, úr Rúmfatalagernum en hann var stöðv- aður af starfsmanni verslunarinnar er hann var á leið út úr henni. Ákærði á langan brotaferil að baki, allt frá árinu 1973. Refsing ákærða nú, tveggja mánaða fangelsi, var ákveðin sem hegningarauki . Dæmdur í tveggja mán- aða fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.